Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Fjalakötturinn: Eiganda gefinn 14 daga frestur til að gera húsið mannhelt BYGGINGANEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær bókun frá formanni nefndarinnar, Hilmarí Guðlaugssyni, þess efnis að gefa eiganda Fjalakattarins 14 daga frest til að gera húsið mannhelt. AÖ öðrum kosti verður beitt ákvæðum byggingareglugerðar um dagsektir. Bókun Hilmars Guðlaugssonar, sem samþykkt var samhljóða er svohljóðandi: „Hinn 29. mars 1984 samþykkti Byggingarnefnd niður- rif hússins númer 8 við Aðalstræti, þar sem er Fjalakötturinn. Fljót- lega var hafíst handa með niðurrif, en húsið aðeins rifið að hluta. Nú hafa borist til Bygginganefndar nokkrar lögregluskýrslur um, að mikil hætta stafi af húsinu eins og það er. Því er nauðsynlegt að Bygg- ingarnefnd geri þær kröfur til eig- anda hússins, að á meðan niðurrifi hússins er ekki lokið verði því lokað á þann hátt, að óviðkomandi aðilar komist ekki inn i húsið og hætta stafi ekki af því. Að öðrum kosti verði byggingarnefnd að beita ákvæðum byggingareglugerðar númer 292 frá 1979 grein 912 um dagsektir. Frestur til að koma hús- inu í viðunandi horf er veittur i 14 daga eða til 25. júlí 1985.“ Að sögn Hilmars Guðlaugssonar verður málið aftur tekið fyrir á fundi Bygginganefndar 25. júli næstkomandi. Prýðilegt í Norðurá Veiðin glæddist talsvert í Norð- urá í Borgarfirði í kjölfar rign- ingarinnar sem verið hefur síðustu daga þar til í gær. í fyrradag, um miðjan dag, var hópur einn hálfn- aður með veiðitíma sinn, einn og hálfan dag, og höfðu komið yfir 40 laxar á land, en samt sem áður var áin ekki fullnýtt, aðeins átta stang- ir voru í ánni, en tólf eru leyfilegar. Laxinn er enn að ganga og með fyrrgreindum fiskum eru komnir um 430 laxar á land. Mest veiðist nú af fallegum smálaxi, 4—6 punda, en einn og einn vænn kfkir með, þó eru þeir ekki algengir. Lax veiðist um alla á, alveg upp að Króksfossi og sérstaklega hefur veiðin verið góð í Stekknum, en þar hafa veiðst 60 laxar á eina stöng, allmikið síðustu daga og vikur. Góð glefsa ... Morgunblaðið frétti, að veiði- maður einn hafi gert sérstaklega góða ferð í Straumana í Borgarfirði fyrir skömmu, en sá veiðistaður er í Hvítá Og myndast við ármót Norðurár og Hvítár. Þetta er forn- frægur staður og mislyndur eins og gengur, en getur gefið feikna vel þegar menn hitta vel á laxinn. Þarna stöðvast hann yfirleitt ekki lengi uns hann rennur upp Norðurá eða Gljúfurá, sem rennur ( Norðurá skammt fyrir ofan Straumana. En umræddur veiðimaður tók þarna yfir 20 laxa á einum degi, flesta smáa, en einnig væna innan um. Af því að Straumana bar á góma má skjóta því með, að veiði hefur verið með besta móti við Svart- höfða, þar veiddust 30 laxar í júní og líflegt var þar einnig fyrstu dag- ana í júlí. Á Brennunni var veiðin dauf lengi framan af, en hefur glæðst þó ekki sé unnt að nefna neinar tölur. Önnur góð glefsa Veiði í Laxá í Aðaldal fyrir lönd- um Núpa og Kjalar hefur glæðst síðustu daga eftir slaka byrjun. Menn sem luku veiðum snemma í vikunni fengu þar 7 laxa á tveimur dögum, 10—18 punda, en þarna er veitt með tveimur stöngum. Þar með voru komnir um 20 laxar á land, en fram að því höfðu menn verið að pilla upp einn og einn. Veiðin hefur verið að glæðast víðar í Laxá en á Núpum. Hópur sem lauk veiðum á miðvikudag og hafði verið að í viku, fékk 152 laxa og var mikill stígandi í veiðinni eft- ir því sem leið á tímann. Eru það um 2 laxar á stöng á dag sem þykir ákaflega gott í hinni vandveiddu á Laxá í Aðaldal. Á fjórða hundrað laxar eru komnir á land úr ánni í heild, og veiði glæðist er ofar dreg- ur. Laxinn er heldur smár, það er fremur lítið af laxi sem verið hefur tvö ár í sjó, en það sérkennilega er, að í staðinn fyrir að sá fiskur kem- ur einkum fyrst og vel á undan smálaxinum, þá kom hann bæði seint og dreifður. Þeir eru að tínast upp dag hvern í bland við smálax- inn sem allmikið virðist vera af. Þess má geta, að hópurinn sem veiddi 152 laxa fékk 5 laxa með ör- merki í höfðinu, fiskar sem voru merktir árið 1983 og gengu nú til æskustöðvanna eftir tveggja ára dvöl í sjó. ■ Kunnugleg kvikindi i löxunum þessar vikurnar. Hækkun á kjarnfóðurgjaldi Gæti útilokað inn- fluttar fóðurblöndur — segir Pétur Björnsson hjá Guðbirni Guðjónssyni hf. EF HLUTI kjarnfóðurgjaldsins verður endurgreiddur sem krónutala á ákveðið magn afurða, eins og rætt hefur verið um, þýðir það að alifugla- og svínabændur verða þvingaðir til að hætta að kaupa innfluttar fóður- blöndur, að sögn Péturs Björnssonar framkvæmdastjóra hjá Guðbirni Guðjónssyni hf. Pétur sagði að hingað til hefði kjarnfóðurskattur aukabúgreina verið endurgreiddur út á kjarn- fóðurkaup, en nú ætti að endur- greiða hann út á framleiðslu. Hins vegar væri ekki búið að gefa út endurgreiðslureglur og hefði landbúnaðarráðuneytið því það í hendi sinni við hvaða fóð- urseljendur bændur skiptu. Hann sagði að eftir hækkun gjaldsins væri sérstaka fóður- gjaldið (80% gjaldið) 7.300 kr. á tonn af innfluttri meðalblöndu en 5.000 krónur á hráefnið í kjarnfóðurblöndur innlendu fóð- urverksmiðjanna. Þessi 2.300 kr. mismunur á kjarnfóðurgjaldinu skapaði 10—15% mismun á fóð- urblöndum eftir því hvort þær væru blandaðar hér eða erlendis. Ef bændum yrði endurgreitt gjaldið í hlutfalli við greiðslur þeirra minnkaði þessi munur, en ef endurgreitt yrði með krónu- tölu á ákveðið afurðamagn héld- ist þessi munur og jafnvel gæti svo farið að sumir fengju meiri kjarnfóðurskatt endurgreiddan en þeir borguðu á kostnað þeirra sem keyptu innfluttu blöndurn- ^r- Pétur sagði að síðan byrjað hefði verið að ieggja kjarnfóð- urskattinn á hefði alltaf verið ákveðin mismunum á milli inn- fluttu og innlendu fóðurbland- anna, en þær innfluttu þrátt fyrir það verið samkeppnisfær- ar. Innflutningur hefði veitt fóð- urverksmiðjunum holla sam- keppni en nú gæti svo farið að lokað yrði fyrir samkeppnina. Pétur sagði að 50% fóður- gjaldið (til ríkisins) ætti að stað- greiðast en við það réði enginn fóðurinnflytjandi. Þarna væri um að ræða 4 milljónir í einu hjá þeim, sem staðgreiða yrði áður en varan kæmi í þeirra hendur. Hann kvaðst þekkja fjárhag bænda það vel að hann vissi að ekki gætu þeir fjármagnað stað- greiðslu gjaldsins, enda þó þvi væri velt strax í verð afurðanna, kæmi það ekki í hendur bænd- anna sem reiðufé fyrr en eftir 3 til 4 mánuði. Samtals væri því um að ræða 12—15 milljóna kr. gjald sem fóðurinnflytjandinn gæti þurft að taka ábyrgð á. Nú hefðu endurgreiðslureglur ekki enn verið gefnar út og vissi inn- flytjandinn því ekkert hvað hann væri að ábyrgjast háa fjár- hæð fyrir bóndann og bóndinn vissi ekki á hvaða verði hann væri að kaupa fóðrið og þar með framleiðslukostnað vörunnar. Hann sagði einnig að hætt væri við að þessar breytingar bitnuðu harðast á þeim smæstu, sem væri öfugt við það sem stefnt hefði verið að, þar sem þeir stærri hefðu meiri möguleika á að bjarga sér. „Ástæða til að grípa til harkalegra ráðstafanaa — segir Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna „VIÐ TELJUM þetta fráleita skattlagningu. Þarna er með neytenda.sk- atti í mikilvægar neysluvörur, þ.e. egg, kjúklinga og svínakjöt, verið að reyna að leysa vanda í öðrum búgreinum. Við erum mjög á móti slíkri tilfærslu á milli búgreina," sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, þegar leitað var álits hans á hækkun kjarnfóðurskatts- ins í 130%. Jóhannes sagði að álagning 50% fóðurgjaldsins væri rökstudd með því að með honum væri verið að vega upp á móti niðurgreiðslum á korni erlendis. „Við getum ekki séð að heims- markaðsverðið á korni sé niður- greitt. Evrópubandalagsríkin niðurgreiða korn sem þar er framleitt til að standast heims- markaðsverðið," sagði hann. Jóhannes sagði að upplýst hefði verið að hækkun gjaldsins hefði í för með sér 15—25% hækkun afurða aukabúgrein- anna og væri full ástæða til að grípa til harkalegra ráðstafana á móti því, en hugsanlegar aðgerð- ir Neytendasamtakanna yrðu ræddar á stjórnarfundi samtak- anna í næstu viku. Það væru einnig fráleit vinnubrögð hjá landbúnaðarráðuneytinu að gefa endurgreiðslureglur ekki út jafnhliða álagningarreglum. „Alltaf komið aftan að manni með svona vitleysu“ — segir Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi á Vallá „ÞETTA hangir allt í lau.su lofti og maður veit ekkert hvar maður stendur. Möguleikar okkar sem erum að reyna að reka hagkvæm bú og framleiða góða og ódýra vöru eru skertir verulega. Það er orðið útilokað að gera nokkrar áætlanir fram í tímann, alltaf er komið aftan að manni með ein- hverja svona vitleysu," sagði Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi á Vallá á Kjalarnesi þegar leitað var álits hans á hækkun kjarnfóður- gjaldsins. Hann sagði að hækkun fóð- urgjaldsins sýndi það sem hann og fleiri hefðu óttast, það er að hægt væri að túlka lögin um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara á marga mismun- andi vegu. „Þegar við vorum að vara við þessu var okkur sagt að við læsum lagafrumvarpið eins og skrattinn biblíuna. Nú hefur það komið á daginn að aðvaran- irnar voru réttar því landbúnað- arráðherra er þessa dagana í óða önn að lesa lögin eins og skratt- inn biblíuna. Lögin eru túlkuð og toguð á alla kanta og misþyrmt að geðþótta, enda eru lögin þokukennd í meira lagi, svo eng- inn virðist botna í þeim. Þessi lagasmíð er eins vitlaus og frek- ast er hægt að hugsa sér,“ sagði Geir Gunnar. Geir Gunnar sagði að bændur virtust hræddir við aukningu í neyslu svína- og kjúklingakjöts. Það væri nú látið bitna að ósekju á þeim sem framleiddu egg; ekki kepptu þau við lambakjötið. Hann sagði að erfitt yrði að fjár- magna kjarnfóðurskattinn. og þó það tækist yrði framleiðslan illseljanleg vegna verulegrar hækkunar sem kæmi i kjölfarið. Þá lagði hann áherslu á að þess- ar millifærslur á fjármagni sköpuðu hættu á alls kyns „sukki og svínaríi". Félag kúabænda mótmælir gjaldinu STJÓRN Félags kúabænda á Suðurlandi hefur mótmælt hækkun fóð- urgjaldsins. í ályktun frá félaginu segir að það hafi í for með sér allt að 5% hækkun á verði landbúnaðarvara. Formaður félagsins bendir kúa- bændum á að bera aftur á túnin til að beita kúnum á þau og gefa fiskimjöl með, til að komast hjá því að greiða skattinn að hluta. Ályktunin er svohljóðandi: „Stjórn Félags kúabænda á Suð- urlandi mótmælir nýsettum lög- um um gjald á innfluttar fóður- blöndur og hráefni í fóðurblönd- ur. Stjórnin átelur harðlega þá auknu tollheimtu sem felst í lög- unum og bendir á að staða land- búnaðarins leyfir ekki slíkt. Þá er og ljóst að gildistaka laganna felur í sér allt að 5% hækkun á verði landbúnaðarvara til neyt- enda og vegur þar með að lífs- kjörum almennings i landinu. Því skorum við á stjórnvöld að beita sér fyrir því að lög þessi verði felld úr gildi.“ Guðmundur Lárusson á Stekk- um II, formaður félagsins, sagði að kúabændur væru ákaflega óhressir með þessa skattheimtu, sem hefði þau áhrif að fram- leiösla þeirra hækkaði i verði. Hann sagði að það væri alls ekki rétt að verið væri að færa fjár- magn á milli búgreina, því gjald- ið legðist ekki síður á kúabænd- ur. Hækkun þeirra framleiðslu kæmi verr við neytendur en hækkun afurða aukabúgrein- anna því þær væru mikilvægari neysluvörur alls almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.