Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 7

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1985 7 María Markan ópcrusöngkona María þakkar Hugheilar þakkir vil ég færa öll- um þeim mörgu, sem stóðu að því að gera áttræðisafmælisdaginn minn jafn ánægjulegan og raun bar vitni. Sérstakar þakkir vil ég færa stjórn Kvenfélags Laugarnessóknar og konum úr Laugarnessókn, sem stóðu fyrir öllum veitingum svo og nemendum mínum, sem einnig tóku þátt í öllu skipulagi. Einnig þakka ég öllum, sem sendu gjafir, blóm og skeyti og síð- ast en ekki síst þeim mörgu, sem minntust blindrabókasafnsins sam- kvæmt einlægustu ósk minni. óvænta gleði vakti söngur úrvals listamanna, sem juku mjög á gleð- ina. öllum þessum vinum og þjóðinni allri vil ég óska guðs blessunar. María Markan Östlund Íslensk-ameríska gert að innkalla snældu með kynningu á vindlingum Verið að reyna að laumast fram hjá lögun- um, segir formaður tóbaksvarnanefndar HEILBRIGtílS- og tryggingaráðuneytið hefur gert Islensk-ameríska verslun- arfélaginu hf. að innkalla snældur, sem á eru upplýsingar um Stanton- vindlinga auk léttrar tónlistar. Íslensk-ameríska innkallaöi snældurnar með auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir skömmu, og lýlgdi með mynd af snæld- unni, sem ber merki vindlingategundarinnar. Pálína Magnúsdóttir hjá Is- ar hefðu verið sendar út til dreif- ingaraðila, en ekki til almennings, og ekki hefði áður verið gert mál út af slíku. Innflytjendur sendu iðulega út hluti merkta vindl- ingategundum. Sagði hún, að þau hjá Íslensk-ameríska teldu sig ekki hafa verið að brjóta lög með dreifingu snældunnar. Árni Johnsen, formaður tób- aksvarnanefndar, sagði, að nefnd- in hefði engin afskipti haft af þessu tiltekna máli, ráðuneytið hefði tekið þetta mál upp, enda fyrirtækið að brjóta lög. Þarna væri verið að reyna að laumast fram hjá lögunum, þar sem skýrt væri tekið fram að ekki mætti dreifa neinum hlutum með tób- aksauglýsingum. Ekki náðist í neina yfirmenn í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu vegna þessa máls. lensk-ameríska hf. sagði að fyrir- tækinu hefði borist bréf frá ráðu- neytinu 2. júlí þar sem þeim var gert að innkalla snældurnar fyrir 5. júlí. Hefði auglýsingin verið eina ráðið til að koma orðsending- unni á framfæri við þá sem kynnu að hafa snælduna undir höndum. Taldi hún að einhverjir tugir snælda hefðu komist í umferð. Lagði hún áherslu á, að snældurn- o INNLENT ('amilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem leika á Skálholtstónleikunum á morgun. Skálholt: Tónleikar Á MORGUN, laugardag, hefst önn- ur hátíðarhelgi Sumartónleika f Skálholtskirkju. KI. 15 leikur Helga Ingólfsdótt- ir sembaltónsmíðar sem J.S. Bach gaf eiginkonu sinni, Önnu Magda- lenu. Hér verða fluttar þrjár „franskar“ svítur og tvö stutt sálmalög. Helga lék eina þessara svíta í Kristskirkju á listahátíð í fyrra og kölluðu gagnrýnendur þann semballeik „uppljómun" og „stórviðburð" og „glæsilegan for- leik að Bach-ári“. Kl. 17 hljóma fleiri Bach-verk f Skálholti ásamt með tónverkum Hándels. á morgun Camilla Söderberg leikur á alt- blokkflautu, ólöf Sesselja Öskarsdóttir á viola da gamba og Helga Ingólfsdóttir á sembal són- ötur eftir Bach og Hándel. Kl. 15 á sunnudag verður þessi samleikur endurtekinn. Kl. 17 er síðan messa þar sem prestur er sr. Karl Sigurbjörnsson. Áætlunarferðir eru báða dag- ana frá Umferðarmiðstöðinni tveimur tímum fyrir tónleika. Fólki er ráðlagt að koma tíman- lega — um siðustu helgi var hús- fyllir í Skálholtskirkju. (FrétUtilkrmÍBg) ALLT þetta er í einum aögöngumiöa á VÍKINGAHÁTÍÐINA, Laugarvatni, um n.k. helgi, og miðarnir fást í „turninum á Lækjartorgi,”eða viö innganginn á hátíðar- svæðið, Laugarvatni. Upp með tjöldin, góða ferð og góða skemmtun. ýP VÍKINGATEITI SF. __ ?*$£ ******' nQ JÓ°-o9 srsss& syngur spi,ar°9 „Góðan dag, þetta er útvarp VÍKINGAHÁTfÐAR . . .!“ sérstakt víkingaútvarp á FM 96.0 . . . (þú mátt þessvegna gleyma brauðinu, en ekki ferðaútvarpinu) PLÚS 100 VÍKINGAR sem flytja leikritið „Hagbarður og Signý“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.