Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1985 Hreyfihömluð ungmenni vekja athygli á atvinnumálum sínum 18. júlí Komast ekki á Öryrkjadeild Ráðningastofu Reykjavíkurborgar vegna útitrappanna 18. JÚLÍ næstkomandi gengst æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar LSF fyrir aðgerð- um til að vekja athygli á atvinnumálum fatlaðra ungmenna. Að sögn Asgeira Sigurðsssonar formanns nefndarinnar er ætlunin aó fara á fund fulltrúa öryrkjadeildar Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Ástu B. Schram og kynna henni hvernig atvinnuástandi hreyfihamlaðra framhaldsskólanema er hátt- „Æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar hefur haft náið samband við hlið- stæð félög á hinum Norðurlöndun- um og á arí æskunnar viljum við vekja athygli á því ömurlega ástandi sem ríkir á sumrin í at- vinnumálum fatlaðra. 1 Reykjavík og reyndar líka úti á landi er nær vonlaust fyrir fatlaðan ungling að fá sumarvinnu eftir venjulegum leiðum. Það er ekki til fullkomin skrá yfir hreyfihamlaða framhalds- skólanema og því er ekki vitað með vissu hversu margir eru at- vinnulausir en það er ljóst að mjog hátt hlutfall þeirra hefur ekki sumarstarf." Ástæður þess að fötluð ung- menni fara út í þessar aðgerðir, sagði Ásgeir vera margþættar. „í fyrsta lagi viljum við vekja at- hygli opinberra aðila á því hörmu- lega ástandi sem ríkir í atvinnu- málum fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu og hvernig er hægt að sporna við því. Það eru fordæmi fyrir að yfirvöld láti sig sumar- störf hreyfihamlaðra einhverju skipta og ber þar hæst vinnuskóla Kópavogs sem ræður fatlað fólk í sumarvinnu. Við vitum að hreyfi- hamlaðir geta unnið margvisleg störf og sem gott dæmi þess nefni ég að einn af flokkstjórum Vinnu- skólans situr í hjólastól og málar grindverk. Ófatlaður maður myndi bogra við þessa vinnu og Sundandi er Ásgeir Sigurðsson formaður æskurýðsnefndar Sjálfsbjargar LS.F. og siljandi er Jóhann Pétnr Sveinsson, sem er í nefndinni. þannig eyðileggja bakið en þetta er leikur fyrir þann sem situr í hjólastól. í annan stað viljum við minna á stoðu þeirra sem starfa að vinnu- ráðningum hreyfihamlaðra. Þegar lögum um málefni fatlaðra var breytt 1. jánúr 1984 og Endurhæf- ingarráð lagt niður fækkaði stöðu- gildum er sáu um atvinnumál úr þremur og hálfu í eitt. Sá fulltrúi hefur með að gera ráðningar allra öryrkja, þroskaheftra, hjarta- sjúklinga auk margra annarra hópa og getur því engan veginn annað öllum sem sækja um vinnu. Annað er það sem við viljum fá breytt og það er húsnæði atvinnu- fulltrúans. Þótt hreyfihamlaðir vildu gjarnan ýta á eftir starfs- umsóknum sínum væri slíkt ekki mögulegt. Fatlaðir komast ekki á skrifstofu öryrkjadeildarinnar af þeirri einföldu ástæðu að þeir komast ekki upp útitröppurnar hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar þar sem fulltrúinn er til húsa. Hún hefur reynt mikið til að fá hjólastólalyftu setta upp en það þykir of mikill kostnaður af hálfu hins opinbera." Að sögn Ásgeirs er vonast til að aðgerðirnar 18. júlí opni augu við- komandi aðila fyrir því að ýmissa aðgerða er þðrf. „En við erum einnig að ýta við því hreyfihaml- aða fólki sem hefur reynt að ná í vinnu en gefist upp vegna þess að heppnin var ekki með þeim í það skiptið, þeim sem við köllum „at- vinnuöryrkja". Þetta fólk lætur örorkubæturnar nægja og hefur ekki kjark í sér að reyna aftur. Það er ljóst að öllum er nauð- synleg einhver starfsþjálfun og við viljum vekja athygli lands- manna á að svo er einnig með hreyfihamlaða." Tölvuvæðing heiisugæslustöðvanna: Fyrsta tölvukerfíð tek- ið í notkun í Búðardal B»4«rd«l, 4. júlí. f DAG var tölvukerfi afhent og sett upp til notkunar í heilsugæslustöðinni í Búðardal. Landlæknir hefur fyrir hönd heilbrigðisráðherra samið við ís- lenska tölvuframleiðandann Atlantis hf. um sölu á vélbúnaði til heilsugeslu- stöðva, og var heilsugæslustöðin í Búðardal fyrst í röðinni. Við þetta tækifæri þakkaði Leif- I fréttatilkynningu frá heilsu- ur Steinn Elísson, forstjóri Atl- gæslustöðinni kemur fram að um antis, ráðamönnum heilbrigðis- mála þá ákvörðun að sýna í verki tiltrú á íslenskt hugvit með því að fela íslenskum aðilum tölvuvæð- ingu heilsugæslustöðvanna. nokkurra ára skeið hefur verið í undirbúningi að nota tölvur til ákveðinna verkefna á heilsugæslu- stöðvum. Á árunum fyrir 1980 var á Egilsstöðum búið tii kerfi í þess- Morgunbla&ið/Kristjana Ágústsd. Fyrsta tölvukerfið tekið í notkun í heilsugæslustöðinni f Búðardal: Skjöldur Stefánsson stjórnarformaður heilsugæslustöðvarinnar lengst til vinstri, ásamt læknunum Sigurbirni Sveinssyni og Gunnari Jóhannessyni og ritaran- um Vívi Kristóberts. um tilgangi jafnframt því, sem tekin var upp skráning á heilsu- gæsluvanda fólks með nýjum og skipulegum hætti. Norðurlanda- ráð styrkti þetta verkefni, sem oft hefur verið nefnt „Egilsstaða- rannsóknin". Var það unnið undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, núverandi aðstoðarlandlæknis. Læknar heilsugæslustöðvarinn- ar eru Sigurbjörn Sveinsson og Gunnar Jóhannsson, hjúkrunar- kona er Sonja Símonardóttir, rit- ari Viví Kristóberts og gjaldkeri Sigrún Halldórsdóttir. Stjórnar- formaður heilsugæslustöðvarinn- ar er Skjöldur Stefánsson. — K ristjana <5ZFI KP ^ i Við viljum benda á að þessar Ijúff engu humar- og krabbasúpur eru í gæðaflokki á heimsmælikvarða. ora KRABBASÚPA 1 s S Sérstaklega vandað hráefni og meistaraleg meðferð, gerir súpurnarað þeirri bragðljúfu gæðafæðu sem er svo eftirsoknarverð á borðum sælkera. Súpurnar njóta sín einnig vel í sjávarréttagratíni og sósum. Þúopnar ora dósoggæöin komaíljós! ora HUMARSÚPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.