Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐID, PÖSTUDAGUE 12. JULÍ 1985 Morgunblaðið/Emilía Gnttorm Guttormsgaard vio verk sín sem hann sýnir í andyri Norræna hússins. Listin á ekki að vera eingöngu til skrauts - segir norski myndlistarmaðurinn Guttormsgaard sem sýnir verk sín í Norræna húsinu Þessa dagana stendur yfír í and- dyri Norræna hússins sýning á grafíkmyndum norska listamanns- ins Guttorm Guttormsgaard. Sýning- in er opin á venjulegum opnunar- tíma Norræna hússins og stendur til 22. júli. Guttorm Guttormsgaard er rædd- ur árið 1938. Hann nam listir í Osló og Kaupmannahöfn og hefur einnig kennt mikið sjálfur. Nú er hann prófessor við listaakademíuna í Osló en hyggst láta af því starfi á næsta ári. í stuttu spjalli sem blaðamaður átti við Guttormsgaard í Norræna húsinu á dögunum sagði hann þetta vera fyrstu heimsókn sína til íslands. En hann hefur ferðast mikið, m.a. dvalist langdvölum í Austurlöndum fjær og fyrir botni Miðjarðarhafs. „Eg hef alltaf kunnað mjög vel við Fslendinga, mér hefur virst þeir vera meðal beirra fáu, sem ég hef kynnst um dagana, sem hafa trausta fótfestu í eigin landi," sagði Guttormsgaard og kvaðst m.a. hafa kennt íslenskum stúd- entum við Oslóarakademíuna. Á sýningunni í Norræna húsinu eru um 100 verk, bæði landslags- og mannamyndir. „Ég er í raun alltaf að reyna að segja það sama í verkum mínum," sagði Gutt- ormsgaard, „gera einhverskonar tilraun til að víkka út landamæri raunveruleikans og andæfa þeirri hugmynd að listin eigi eingöngu að vera til skrauts." Millisvæðamótið í Biel: Van der Wiel teflir leikandi létt Frá Braga Kristjánaajni, fréttaritara Morgunblaosins í Biel. Það sem af er mótinu hefur Hollendingurinn Van der Wiel teflt af miklu öryggi enda hefur hann ekki tapað skák, hlotið 4 J/z vinning úr sex skákum. Van der Wiel hefur þó ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum því flestar skákir hans hafa verið stuttar. Sem dæmi má nefna að eftir 5 um- ferðir hafði hann aðeins leikið 122 leiki eða 22,4 að meðaltali í skák. Van der Wiel verður því að teljast til þess hóps sem ætla mætti að kæmust áfram og hefur hann til þess alla burði s.s. mikla þekkingu í listinni. í þriðju umferð mætti hann argentínska stórmeistaran- un. Quinteros sem ætlaði að tefla hið umdeilda eitraðapeðsafbrigði gegn Van der Wiel. Hollendingur- inn brá út af í 8. leik og við það hætti Quinteros við peðsránið en tapaði dýrmætum tíma. Slíkt er hættulegt gegn ungum og metn- aðarfullum mönnum. Hvítt: Van der Wiel Svart: Quinteros Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. RÍ3 — d6, 3. d4 — cxd4,4. Rxd4 — Rf6,5. Rc3 — a6,6. Bg5 — e6, 7. f4 — Db6 Quinteros ætlar á peðaveiðar á b2, en 8. Dd3. hættir við eftir þetta óvenjulega svar Hollendingsins. Hvítur leikur venjulega hér 8. Dd2, en textaleik- urinn hefði ekki átt að breyta þeirri staðreynd að fyrst svartur leikur Db6 er best að taka á b2. Eins og kemur í ljós verður drottningin úr spilinu. 8. — Rbd7?, 9.0-0-0 Be7,10. Dh3 — Rc5 Svartur er þegar orðinn langt á eftir í liðsskipan, og gefur sér þess vegna ekki tíma til að leika. 10. — Dc7,11. - b5 o.s. frv. 11. e5 — dxe5, 12. fxe5 — Rd5, 13. Bxe7 — Rxe7, 14. Bd3 — Bd7, 15. Dg3 — Rxd3+ Eftir 15. — 0-0 vinnur hvitur peð eftir 16. Bxh7+Kxh7, 17. Dh4+ ásamt 18. Dxe7. 16. Hxd3 — 0-0 17. Re4 — Kh8 Eða 17. - Rg6, 18. h4 - Dc7, 19. h5 - Rxe5, 20. Hc3 - Da5, 21. Rf6+ - Kh8, 22. h6 - g6, 23. b4 ásamt 24. Dxe5 og vinnur. 18. Rffi! 18. — gxf6 Taki svartur ekki manninn nær hvítur vinnandi sókn t.d. 18. — Bb5, 19. Dh4 - h6, 20. Hh3 - Hfh8, (20. - Rg8, 21. De4 - gxf6, 22. Df4 - Kh7, 23. exf6 - e5, 24. Df5 - Kh8, 25. Hxh6+ - Rxh6, 26. Dg5 og mátar. 21. De4 — gxf6, 22. Hxh6+ - Kg7, 23. Dh7+ - Kf8, 24. Hxf6 - Ke8 (eða 24.- Be8, 25. Dh8+ - Rg8, 26. Rfö — exf5, 26. Hxb6 og hvítur vinnur létt. 25. Dxf7+ - Kd7, 26. Hxe6 o.s.f rv. 19. Dh4 — Rg8, 20. Hg3 og Quinter- os gafst upp því hann er mát eftir 21. Dg5 - g4 til g7 Van der Wiel hafði hvitt gegn Martin í fimmtu umferð og lenti sá síðarnefndi í einhverri óskemmtilegustu reynslu sem nokkur skákmaður getur orðið fyrir, að trúa í blindni á byrjunar- bækur. Martin tefldi flókið af- brigði í spænska leiknum og eftir 15 leiki kom upp staða, sem í al- fræðiorðabók um byrjanir er af sovéska meistaranum, Mikaelits- isin, talinn mun betri fyrir svart- an. Fjórum leikjum síðar mátti Spánverjinn gefast upp manni fá- tækari. Hvítt: Van der Wiel Svart: Martin Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — afi, 4. Ba4 — Rffi, 5. 0-0 — b5, 6. Bb3 — Bb7, 7. d4 — Rxd4, 8. Rxd4. ¦..........bm LJLJLJl JLv—X*—2 L v__JLX , »c> Lv_-/X I I JLv.—>#v—^ L v_JI—L Æ V»*j -L C Kr. 499 Kr. 789 Kr. 699 Kr. 599 Kr. 399

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.