Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 13

Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 13
Eftir 8. Bxf7+ — Kxf7, 9. Rxe5+ — Kg8, 10. Dxd4 - c5, 11. Ddl - De8, 12. Rf3 - Dxe4, 13. Hel - Dd5,14. Rbd2 — c4 er staðan jöfn. 8. — exd4, 9. e5 — Re4, 10. c3 — dxc3,11. Df3 — d5, 12. exd6 — Df6, Ekki 12. — Rxd6,13. Bxf7 og hvít- ur hefur yfirburðastöðu. 13. d7+ Eða 13. Hel - 0-0-0 14. dxc7 - Kxc7,15. Dxf6 - Rxf6,16. Rxc3 - Bc5, 17. Bg7 — Hd7 með nokkuð jöfnu tafli. 13. — Kxd7 Skákfræðin mælir með þessum leik, en einnig kemur til greina að leika 13.— Kd8, 14. Dxf6 — Rxf6, 15. Rxc3 — Bd6, 16. Bxf7 — Kxd7 og staðan er i jafnvægi. 14. Dg4+ 14. - Ke8?? Alfræðiorðabókin mælir með þessum leik, en hann leiðir beint til taps eins og við fáum að sjá. 15. Rxc3 — H5 Þessa stöðu telur bókin mun betri á svart, en ... 16. De2! nú er ljóst, að svartur tapar manni. 16.— De5, 17. Rxe4 — Bxe4 Eftir 17. — Dxe4, 18. Dxe4 — Bxe4, 19. Hel vinnur hvítur einn- «g- 18. f3 — Bc5+, 19. Khl og Martin gafst upp. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 13 Orð í belg um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði llppdrátturinn sýnir skipulag Hamarsins ásamt friólýsta svæðinu sem er innan punktalínunnar, en uppdrátturinn var samþykktur i hátíðarfundi bæjarstjórnar 1. júní 1983 í tilefni 75 ára afmælis bæjarins. - eftir Jóhann Guðbjartsson 1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hverskonar mannvirkja- gerð eða jarðrask sem breytt getur eðli svæðisins eru óheim- il, nema til komi sérstakt leyfi Náttúruverndarráðs. Þó er bæj- arstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við Náttúruverndar- ráð, að láta planta trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu. 2. Svæðið er einungis opið gang- andi fólki og skal það gæta góðrar umgengni. 3. Náttúruverndarnefnd Hafnar- fjarðar hefur eftirlit með fram- kvæmdum friðlýsingar í um- boði Náttúruverndarráðs og bæjarstjórnar. Til undanþágu frá reglum þess- um þarf leyfi Náttúruverndarráðs og Náttúruverndarnefndar Hafn- arfjarðar. Eins og fram kemur í þeim regl- um sem um friðlýsinguna eru sett- ar er til skipulagsuppdráttur sem sýnir skipulag Hamarsins og næsta nágrennis ásamt friðlýs- ingu, en sá uppdráttur var sam- þykktur af bæjarstjórn á hátíðar- fundi 1. júní 1983, sem haldinn var i tilefni 75 ára afmælis Hafnar- fjarðar sem kaupstaðar. Jarðrask á frið- lýstu landi Sú ákvörðun sem bæjarstjórn tók á hátíðarfundinum fyrir tveimur árum sýnir glöggt þann hug sem að baki býr og viljann til að tryggja þetta sérstæða nátt- úruvætti svo það megi setja sitt sérstæða svipmót á bæinn um ókomna framtíð. Settar voru um staðinn sérstak- ar reglur sem eru þó ekki strang- ari en svo að bæjaryfirvöldum er heimilt að viniia að skipulagi Hamarsins, láta planta trjám, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu úti- vistar í samráði við Náttúru- verndarráð, en Náttúruverndar- nefnd Hafnarfjarðar fer með um- boð Náttúruverndarráðs og bæjar- Jóhann Guðbjartsson Enda þótt Hamarinn hafi um árabil verið frið- helgur í augum okkar Hafnfirðinga þá var hann þó ekki formlega friðlýstur fyrr en með auglýsingu í Þingtíðind- um þann 16. apríl 1984 og gilda þar um eftirfar- andi reglur: stjórnar til eftirlits með fram- kvæmd friðlýsingar. Til nefndar- innar hefur ekkert erindi borist til umsagnar um væntanlegar breyt- ingar á friðlýsta svæðinu og því hlýtur það jarðrask sem gert hef- ur verið að teljast óheimil land- spjöll á friðlýstu landi. Höfundur er formadur Níítúru- rerndarnefndar Hafnarfjarðar. ■ i ■■■—i— Kr. 549 Sumaríœtur þuría létta og lipra strigaskó á góðu verði . 599 Póstverslun: Sími (91) 30980 HAGKAUP Reykjavik • Akureyri • Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.