Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 Eftirmál Landsfundar — Nokkrar athugasemdir vid grein dr. Jónasar Bjarnasonar — eftir Tómas I. Œrich Dr. Jónas Bjarnason, efnaverk- fræðingur, skrifaði grein í Morg- unblaðið 1. maí sl. og fjallaði þar um margþætt málefni, sem tengj- ast efnahagsmálum íslendinga. Nokkuð er um liðið síðan greinin birtist og annir hafa því miður seinkað þessari athugasemd. En það kemur naumast að sök, þar sem grein dr. Jónasar fjallar um málefni, sem reynst hafa sígild, eða alla vega svo þrálát, að þau flokkast ekki undir dægurmál. Þótt greinin hafi yfirbragð al- mennrar umfjöllunar, er þó ljóst að tilefni hennar er að nokkru leyti ræða, sem undirritaður flutti á Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Fyrir utan beinar tilvitnanir í erindi mitt og umfjöllun um mál, sem þar var hreyft, ávarpar dr. Jónas mig í annarri persónu. Það er því augljóst að viðmæiandi greinarhöfundar er að einhverju leyti undirritaður, en að öðru leyti þjóðin. Sá meinbugur er á greininni, að nokkuð orkar tvímælis hver á hvað. Þó fer ekki milli mála, að dr. Jónas ber á mig lof, og fyrir það er ég honum þakklátur, þótt fram- setning þess sé með þeim hætti, að hún hæfi betur aðdáendabréfi en opinberri umfjöllun. Eins er ljóst, að ég er sakaður um vanþekkingu á sjávarútvegi eða háð í garð hans, átthagaríg, þekkingarskort á starfsskilyrðum frumframleiðslu- greina og lítilsvirðingu á mark- aðslögmálum. Um slíkar skoðanir verður fjallað lítillega hér á eftir, að svo miklu leyti sem þær eru rökstuddar í grein dr. Jónasar. Um stíl og tón Að því er varðar upphrópanir efnaverkfræðingsins, hvort sem þær eru mér til lofs eða lasts, þá verður ekki hjá því komist að gera athugasemd við landsföðurlegan stíl hans og fræðimannlegar stell- ingar. Meðal þeirra liðlega 200.000 hagfræðinga, sem á íslandi búa, gætir að líkindum ýmissa grasa. Sumir eru stórir og líta stórt á sig. Aðrir eru litlir og líta stórt á sig. Þeir eru jafnvel til, sem eru stórir og taka sig þó mátulega alvarlega. Um vopnabúnaðinn er það að segja, að þar er því tjaldað, sem til er, frá frumstæðum klúbbum og allt til Stóru-Bertu, eftir því sem efni standa til. Ég hygg að ég verði ekki sakaður um oflátungshátt, þótt ég fullyrði, að einhvers staðar mitt á milli Baldurs Hermanns- sonar og Jóhannesar Nordal pauf- ist hagfræðingarnir, dr. Jónas Bjarnason og undirritaður og hafi ekki mikið meira til brunns að bera en eitthvað af almennri skynsemi til að átta sig á því þjóð- félagi, sem þeir lifa í. Háskóla- legur rembustíll og einkunnagjöf í upphrópunum eru ekki við hæfi í orðsendingum milli jafningja. „Rauntekjur" í erindi mínu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins notaði ég orðið „rauntekjur" og fullyrti að landsbyggðin leggði til bróður- partinn af „rauntekjum" þjóðar- innar. Dr. Jónasi Bjarnasyni finnst kenningin um rauntekjurn- ar í meira lagi vafasöm. „Það hef- ur ekki verið sýnt fram á það, að rauntekjur eða þjóóarframleiosla á mann sé minni á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni að meðaltali. Þessi umræða ber keim átthagarígs, hins görótta undir- tóns, sem eitrað hefur svo margt, svo reynt sé að vitna lauslega í Baldur Hermannsson," segir dr. Jónas í grein sinni. Reyndar verð ég að viðurkenna, að ég notaði hugtakið „rauntekj- ur" af hagkvæmniástæðum og án þess að hafa til þess heimild hag- fræðinnar né tíma til að skil- greina hugtakið. Með því er átt við, að sum atvinnustarfsemi sé þjóðarbúinu mikilvægari en önn- ur, færi því raunverulega tekjur, á meðan margvíslegri annarri starf- semi er haldið uppi án þess að auðvelt sé að meta raunvirði hennar fyrir þjóðina. Dr. Jónas álítur að með „rauntekjum" hafi ég átt við þjóðarframleiðslu á mann, en svo er ekki. Hefði ég átt við þjóðarframleiðslu á mann, hefði ég notað það hugtak. Óþvegin þjóðar- framleiðsla Þjóðarframleiðsla er merkilegt hugtak, og verður þó sýnu merki- legra, þegar lýsingarorðinu „verg- ur" er bætt fyrir framan það. Samkvæmt orðabók Blöndals þýð- ir orðið vergur „smudsig, skiden". Verg þjóðarframleiðsla er því skitin þjóðarframleiðsla, eða rétt- ara sagt menguð. Það er hárrétt hjá dr. Jónasi, að það hefur ekki verið sýnt fram á það, að menguð þjóðarframleiðsla sé minni á höf- uðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni að meðaltal. Hún er raunar mun meiri. Eins og dr. Jónas Bjarnason sýnir fram á leggur sjávarútvegur aðeins til 15% af menguðum þjóðartekjum en um 80% af útflutningstekjum. Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur eru hugtök, sem miða að því að hægt sé að meta eyðslu og umsvif þjóðfélagsins, en segja lítið um það hvers virði umsvifin eru. Má þó öllum vera ljóst að þau eru mismikils virði. Og þótt erfitt sé að meta verðmæti umsvifanna, er ekki með góðu móti hægt að láta svo sem þau séu öll jafngild, nema menn séu almennt þeirrar skoðun- ar, að það sé vænlegt til árangurs að stinga hofðinu í sandinn. Hægt er til dæmis að líta á framlög til hermála sem þjóðarframleiðslu, og hefur Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, upplýst að í þjóðhagsreikningakerfi Samein- uðu þjóðanna sé það gert. Flutn- ingur guðs orðs telst til þjóðar- framleiðslu svo fremi sem greitt er fyrir hann, en greinaskrif okkar dr. Jónasar teljast ekki til þjóðar- framleiðslu á meðan Morgunblað- ið vill ekki launa okkur ómakið, og verður að telja að hvor tveggja ráðstöfunin sé skynsamleg. Hins vegar flokkast ýmiss konar þjón- usta undir þjóðarframleiðslu án þess að hægt sé að segja að hún standi undir þjónustunafnbótinni, hvað þá framleiðslunafninu. Þjón- ustu er einnig nánast þröngvað upp á fyrirtæki og einstaklinga án þess að þau f ari f ram á það né eigi auðvelt með að átta sig á því hvers virði þjónustan er. Verg þjóðarframleiðsla er vís- bending um hvað er til ráðstöfun- ar, en leggur ekki mat á ráðstöf- unina. Þjóðarframleiðslan gefur hins vegar nokkuð verðmætar upplýsingar um umsvif þjóðarinn- ar frá ári til árs. Magn og gæði Það hefur ekki farið fram hjá neinum, eftir að forystumenn Vinnuveitendasambandsins bentu á það, að mikill vöxtur hefur hlaupið í ríkisumsvif og banka- stofnanir á síðastliðnum tíu árum. Þar með er ekki sagt, að þjónusta ríkis og bankastofnana hafi batn- að að sama skapi og vöxturinn segir til um. Einna mestum mann- afla hafa bankar smalað til sín, fyrir utan mikla fjárfestingu í húsum og tæknibúnaði. Á íslandi er lánsfjármarkaðurinn lokaður og að talsverðu leyti ríkisrekinn. Þeir, sem þurfa á lánsfé aö halda, geta því orðið að sæta afarkjörum. Banki getur lánað atvinnurekanda 60% af fjárþörf á viðunandi kjör- um til lengri tíma, en 40% á mánaðarvíxlum með síendurtekn- um lántökukostnaði og óhjá- kvæmilegum refsivöxtum. Á þenn- an hátt geta lánastofnanir, fræði- lega, haldið atvinnurekstri í járngreipum og í raun rekið fyrir- tækin fyrir sig. Hvað greiða má fyrir slíka þjónustu, er svo annað mál. Nú hvarflar það naumast að mér að halda því fram að viðskipti sem þessi tíðkist hér á landi. En ef einhverjir atvinnurekendur eða einstaklingar hafa fengið slíka martröð í svefni, væri fróðlegt að frétta af þeim, því draumar eiga sér stundum stoð í veruleikanum. Það er rétt að geta þess að nú eygjum við aukið frelsi í framboði á peningum, en án þess jaðrar allt tal um vaxtafrelsi við blekkingu, svo hugsanlegt er að innan fárra ára muni þjónusta lánastofnana batna og verða ódýrari, og þá gæti hlutfall þeirra í þjóðarframleiðslu minnkað. Sjálfsþurftarbúskapur og gjaldeyrisöflun Það fer ekki milli mála, að ég met útflutningstekjur þjóðarinnar sem nothæfari mælikvarða á framlag til þjóðarbúsins en þjóð- arframleiðslu á mann. Dr. Jónas Bjarnason telur hins vegar að gjaldeyrisöflun sé „ekkert sér- stakt eða sjálfstætt markmið". Má vel vera að fræðilega séð megi það til sanns vegar færa. íslendingar reka ekki lengur sjálfsþurftar- búskap og hafa raunar aldrei komist alveg hjá því að eiga við- skipti við aðrar þjóðir. Flest bend- ir til þess að þeir muni ekki á næstunni reka slíkan búskap, og er raunar mjog hæpið að sjálfs- þurftarbúskapur sé heppilegt markmið fyrir íslendinga. Þeir eru því og verða háðir innflutn- ingi. Á meðan svo er, er gjaldeyr- isöflun „sérstakt og sjálfstætt markmið". Þar við bætist nánast óslitin fimmtán ára viðskiptahalli þjóðarinnar og gífurlegar erlend- ar skuldir. f þjóðfélagi, þar sem erlendar skuldir nema yfir 200.000 á hvert mannsbarn, liggur við að það flokkist undir hótfyndni að halda því fram að gjaldeyrisöflun sé ekki sérstakt takmark. Það liggur í hlutarins eðli að miðað við núverandi aðstæður og þróun und- angenginna ára er það mjög brýnt að íslendingar nái hagstæðum viðskiptajöfnuði. Blóðtaka gegn blóðleysi Því er haldið fram í erindi mínu, að ákveðin þjóðfélagsöfl, sem ég nefndi þjóðfrelsishreyfingu, teldu frumframleiðslugreinar of þungar á fóðrunum, þ.e.a.s. að þær tækju of mikið í kostnað en skiluðu ekki nægilega miklum tekjum. Þessu mótmælir dr. Jónas og segir að kjarni málsins sé allur annar. Að vísu fellst hann á það nokkru seinna að landsbyggðinni með sína frumframleiðslu hafi verið tekið blóð, og kemst að þeirri niðurstöðu að hlutur framleiðslu- atvinnuvega sé „of stór ef mælt sé í mannafla og fjárfestingu vænt- anlega einnig." Hér er átt viö það að framleiðni íslenskra fram- leiðslugreina (nema sjávarútvegs) er tiltölulega lág og mun lægri en Tómas I. Olrich „Þegar rætt er um það aðdráttarafl, sem Reykjavík hefur á menn og fjármuni, er ekki vænlegt til skilnings að loka augunum fyrir meigneinkennum ís- lensks efnahagslífs, miðstýringu og þrálátri háskráningu íslensku krónunnar." í nágrannalöndunum. Fram- leiðslugreinar i algengustu sam- anburðarlöndum okkar kosta minni mannafla og framleiða meira en hér á landi, þar sem framleiðslugreinar eru vissulega þyngri á fóðrum en nauðsynlegt er. Það er að sjálfsögðu ekki mikið við það að athuga, að dr. Jónas hafni skoðunum mínum á einum stað í grein sinni, en rökstyðji þær á öðrum. Það hefur löngum verið talið kristilegt athæfi að vinstri höndin vissi ekki hvað sú hægri gæfi. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að íslenskar framleiðslugreinar gætu verið léttari á fóðrum. En það sem skilur á milli mín og „þjóðfrelsishreyfingarinnar" er að ég treysti mér ekki til að mæla því bót að taka atvinnurekstrinum blóð og undrast það svo að hann skuli ekki vera afkastameiri. Ég hef talið það vera forsendu þess að til framíeiðslugreina megi gera þær framleiðni- og arðsemiskröf- ur, sem aðrar þjóðir gera, að þess- ar greinar fái að eignast meiri hlutdeild í þeim verðmætum, sem þær skapa, og að í viðskiptum við þær verði virt lögmál f ramboðs og eftirspUrnar í verðlagningu á gjaldeyri. Opinberar arð- semisforsendur Dr. Jónas segir í grein sinni: „Hvað meina menn, begar þeir segja að framleiðslugreinarnar séu sveltar? Þetta er bara þekk- ingarskortur! Það ríkir fjár- magnsskortur á íslandi, og það gildir jafnt fyrir alla íslendinga, hvort sem þeir starfa í frumatvinnuvegum eða ekki, hvort sem þeir búa á landsbyggð- inni eða á höfuðborgarsvæði." Nokkru seinna samþykkir hann að sjávarútvegi „sé haldið á horrim- inni með gengisskráningu, sem einnig hindrar þróun í öðrum greinum." Sé sjávarútvegi haldið á horriminni með gengisskráningu, hindrar það að sjálfsögðu þróun í öðrum útflutningsgreinum, en það mylur undir innflutningsverslun og malar gull fyrir ríkissjóð. Þessu virðist dr. Jónas kjósa að gleyma. Það eru ekki allir atvinnuvegir í fjármagnssvelti. Viðskiptajöfnuður þjóðarinnar segir sína sögu um þau kjör, sem innflutnings- og útflutningsversl- un hefur búið við. Frá 1970 hefur hann verið óhagstæður utan einu sinni, árið 1978. Með gengisskrán- ingunni hefur innflutningsversl- uninni verið hyglað ótæplega og hún hefur fjárfest bæði í fasteign- um og markaðsþjónustu. Slík fjár- festing er að vissu leyti erlend atvinnustefna. Fram hjá þeirri meginstaðreynd islenskra efna- hagsmála að með gengisskráningu á Islandi hefur verið grafið undan sumum, en öðrum hyglað, kýs dr. Jónas að horfa. Hann virðist ekki trúa því að með meðferð gengis- mála sé hægt að breyta arðsemis- forsendum og stýra byggð og at- vinnu inn á aðrar brautir en frjáls aðlögun myndi leiða til, svo notað sé orðalag efnaverkfræðingsins sjálfs. Samt er það einmitt þetta sem gert hefur verið. Dr. Jónas nefnir Vilhjálm Egilsson, hag- fræðing, í grein sinni, en sá siðar- nefndi hefur öörum mönnum fremur bent á að hagur lands- byggðar og útflutningsstarfsemi annars vegar og innflutnings og höfuðborgar hins vegar fari sam- an. í meðferð gjaldeyrismála hefur lögmálið um framboð og eftir- spurn ekki verið látið ráða verð- lagningu. Margir hafa haldið því fram, þar á meðal undirritaður, að í gjaldeyrismálum hafi verið rekin „óbyggðastefna", sem hin svokall- aða byggðastefna hafi ekki á nokkurn hátt réttlætt, þótt það væri í raun hlutverk hennar. Ég h.vgg að það þurfi að horfa sam- viskusamlega fram hjá ærið mörgum staðreyndumti fjármál- um þjóðarinnar til að komast að þeirri niðurstöðu, eins og dr. Jónas gerir, „að við séum öll á sama báti," og að „landsbyggðin (sé) eins háð höfuðborginni og öfugt." Landsbyggðin er fyrst og fremst háð höfuðborginni fjárhagslega. En hún þiggur ekki annað frá henni en það sem þegar hefur ver- ið frá landsbyggðinni tekið. Hér er að sjálfsögðu hvorki um að ræða meting eða göróttan átthagaríg, heldur fullyrðingu um óheiðarleika í viðskiptum, sem hefur þrifist í skjóli vafasamrar lagasetningar. Hvort sú fullyrðing á við rök að styðjast eða ekki, verður ekki sannað með burtreið- um okkar dr. Jónasar Bjarnasonar á síðum Morgunblaðsins, heldur með því að innleiða f viðskiptum rnilli útflutningsgreina og ríkis- valds virðingu fyrir markaðslög- málum, sem ég hygg að dr. Jónas vilji helst kenna sig við allra lögmála. Það er raunar ekki gott að átta sig á hver er afstaða markaðs- hyggjumannsins dr. Jónasar, til gjaldeyrislöggjafarinnar og lang- varandi háskráningar íslensku krónunnar. Þegar hann ræðir þá skoðun að undirstöðuatvinnuveg- irnir fái ekki að ráðstafa eigin aflafé, bendir hann á, að hlutur þessara greina sé of stór, bæði í mannafla og í fjárfestingu. Jafn- framt virðist koma fram sú skoð- un, að ef þessir atvinnuvegir fái meiri hlutdeild í verðmætunum, muni það leiða til fjárfestingar- kapphlaups, sem sé þjóðfélaginu til óþurftar. Ef hér er rétt farið með skoðanir dr. Jónasar, er hér um að ræða grundvallaratriði, sem hlýtur að valda þeim mönnum vonbrigðum, sem trúa því að fjár- sterk fyrirtæki séu líkiegri aðilar til að byggja upp arðsama at- vinnustarfsemi og þjóðholla en opinberir aðilar. Auðlindaskatturinn Dr. Jónas Bjarnason kemur fram með athyglisverða skilgrein- ingu á stefnu íslenskra stjórn- valda í gjaldeyrismálum. Sjávar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.