Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, r 15 útvegurinn „gengur í auðlind, sem hann þarf ekki að greiða fyrir, en fiskvinnslan geldur þess síðan og greiðir fyrir afnot fiskimiðanna með of hátt skráðu gengi íslensku krónunnar." Með þessum orðum virðist vera ýjað að því að rang- skráning gengisins sé í raun eins konar auðlindaskattur, sá tollur sem fiskvinnslan greiði fyrir afnot af auðlindinni. Ef hér væri um dulbúinn auð- lindaskatt að ræða, væri eðlilegt að innheimt skattfé væri til ráð- stöfunar fyrir ríkisvaldið, en svo er ekki nema að hluta til. Þótt há innflutningsgjöld, sem tengd eru rangskráningu krónunnar, renni í ríkissjóð, þá virðist svo sem veru- legur hluti „auðlindaskattsins" renni í vasa innflutningsverslun- arinnar. Eðlilegt er, að almúgamenn eins og við dr. Jónas, reyni að skilja, hvers vegna stjórnvöld eru ófús að viðurkenna, að íslenska krónan er ekki eins verðmæt og þau hefðu helst kosið. Auðlindaskattkenning dr. Jónasar er nokkuð langsótt. Beinna liggur við að benda á áhrif gengisskráningar á framfærslu- vísitölu og skýra hágengisstefn- una sem skammtímaráðstöfun til að hafa frið á vinnumarkaðinum, eða sem mislukkaða tilraun til að hlífa launþegum við raunveruleik- anum, eftir því hvort horft er á málin frá sjónarhóli atvinnurek- enda eða launþega. „Galdurinn við höfuðborgarsvæðið" Þegar rætt er um það aðdrátt- arafl, sem Reykjavík hefur á menn og fjármuni, er ekki vænlegt til skilnings að loka augunum fyrir megineinkennum islensks efnahagslífs, miðstýringu og þrá- látri háskráningu íslensku krón- unnar. Þ6 er það einmitt þetta, sem dr. Jónas virðist gera „það verður með hverjum deginum ljós- ara að byggðarlag verður að hafa vissa stærð til að ná eftirsóknar- verðri hagkvæmni. Þetta er nú all- ur galdurinn við höfuðborgarsv- æðið," segir dr. Jónas. Það þarf talsverðan kjark og mikla trú á mátt galdranna til að afgreiða málið með þessum hætti. Af orða- lagi doktorsins má ráða að kenn- ingin um hina hagkvæmu stærð hafi almennt gildi. Fróðlegt væri því að vita hver er hin „vissa stærð", sem leiðir til „eftirsóknar- verðrar hagkvæmni". Höfuðborg Frakklands hefur lengi haft mikið aðdráttarafl, svo mikið, að þar- lendum stendur ekki á sama. Þótt þeir séu þekktir fyrir að hafa fjör- ugt ímyndunarafl, hefur þeim ekki enn dottið í hug kenningin um hina hagkvæmu stærð, enda ber þeim flestum saman um að París sé af mjög óhagkvæmri stærð. Frakkar hafa hins vegar haldið því fram að ofvöxtur Parísar sé nátengdur miðstýringu valds og fjármagns og hafa lengi reynt að draga úr henni. En svo leitað sé augljósari dæma má benda á að hvarvetna í þriðja heiminum er að finna höfuðborgir, sem tútnað hafa út vegna miðstýringar, inn- gripa stjórnmálamanna í hagkerf- ið og almennrar óreiðu í efna- hagsmátum. Dr. Jónasi, sem er svo glöggur á það að tsland hefur ýmis einkenni vanþróaðrar þjóðar, sést yfir það að ævintýralegur upp- gangur höfuðborgarinnar er ein- mitt eitt af þessum einkennum. Markaðslögmál og landbúnaður Sérkennilegasta athugasemd dr. Jónasar Bjarnasonar við erindi mitt varðar þó markaðslögmál og landbúnað. „Hver hefur rétt á því að meta sauðfjárafurðir á miklu hærra afurðaverði en almenning- ur, sem á að kaupa þær? Sá sem gerir lítið úr markaðslögmálum, er einfaldlega að segja, að ein- hverjir fáir útvaldir eigi að hafa vit fyrir almenningi. Umsögn Tómasar um markaðslögmálin var eiginlega eini hortitturinn i grein hans," segir dr. Jónas og bætir svo við: „Þetta skyldi þó ekki hafa eitthvað með atkvæðavægi og kjördæmapot að gera?" Ræða mín á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins gekk oll, frá upp- hafi til enda, út á það að sýna fram á að efnahagsleg fyrirhyggja og lítilsvirðing á markaðslögmál- um væru undirrótin að versnandi lifskjörum og stöðnun á íslandi. Ef það hefur farið fram hjá dr. Jónasi, þá er hætt við að fleira hafi misfarist. Þeir, sem sjá það sem þeir vilja sjá og heyra það einkum sem þeim þóknast, verður naumast hjálpað. Eini fyrirvarinn, sem ég gerði í erindi mínu, varðaði landbúnað- inn. Þar taldi ég óraunhæft, að svokallað heimsmarkaðsverð á matvælum væri notað sem mæli- kvarði á framlag íslensks land- búnaðar, þar sem sá mælikvaröi væri fenginn með miklum niður- greiðslum á búvörum i nágranna- löndum okkar beggja vegna Atl- antshafsins. Ef slikur fyrirvari jafngildir því að markaðslögmál séu lítilsvirt, þá er rétt að rekja þá litilsvirðingu til uppruna sins, þ.e. til þeirrar verndarstefnu, sem helstu viðskiptalönd okkar hafa mótað gagnvart eigin landbúnaði. Svo aðeins sé tekið eitt dæmi af mörgum, þá var um helmingur af tekjum breskra sauðfjárbænda ár- ið 1983 í formi styrkja, en breskir bændur munu eiga um 40% af sauðfjárstofni Efnahags- bandalagsríkjanna. Það er aug- ljóst að heimsmarkaðsverð ræðst að talsverðu leyti af verðmyndun- arkerfi stærstu framleiðendanna. Árið 1983 voru um 20% af tekjum sauðfjárbænda á Nýja Sjálandi opinber framlög. Innflutningur á lambakjöti frá Nýja Sjálandi til Englands er verulegur. Verð á nýsjálensku lambakjöti hefur far- ið lækkandi á Englandsmarkaði á hverju ári síðan 1980. Menn tala oft um frumskóga- lögmál markaðarins. Þau lögmál eru þó mun manneskjulegri og hagstæðari hinum fátækari í þess- um heimi en þau lögmál i viðskipt- um, sem skapast hafa vegna niðurgreiðslna. Það er rétt að minnast þess, að það eru aðeins hinir efnameiri, sem hafa ráð á að halda niðri verði á matvælum með niðurgreiðslum. Matvælafram- leiðsla í þriðja heiminum á i vök að verjast gegn niöurgreiddum matvælum iðnaðarþjóða. Hvort íslendingar teljast til þriðja heimsins læt ég liggja milli hluta. En ég tel að það sé ekki svo illa komið fyrir okkur, að við þurfum að láta innflutta og niðurgreidda erlenda búvöru grafa undan land- búnaði þjóðarinnar. í verðlagn- ingu búvara verðum við að dansa eftir erlendri tónlist hversu illa sem hún er samin og óskynsam- lega. Að vera eða vera ekki Það hefur verið sagt, að það sé erfitt að vera íslendingur. Ljóst er að flestum hafa reynst villugjarn- ar leiöir kristilegra dyggða og kærleiksriks lífernis. Það hlýtur því að vera harla erfitt að vera kristilegur fslendingur. Af grein dr. Jónasar Bjarnasonar verður þó bert, að erfiðast hlutverk er að vera íslenskur markaðshyggj- umaður, jafnvel þótt kristileikinn sé látinn liggja milli hluta. Dr. Jónas vill láta markaðslögmálin gilda um landbúnaðinn en ekki, að því er virðist, um gjaldeyrisversl- unina. Hann vill þjóðhagslega arð- sama fjárfestingu, en honum virð- ist hrjósa hugur við að treysta sjávarútveginum fyrir því að fara með eigið aflafé á skynsamlegan hátt. Hann bendir á nauðsyn þess ao byggðakjarnar myndist á ákveðnum stöðum og tekur þar með undir hugmynd Júlíusar Sól- ness um að byggðaþróun verði „stýrt af skynsamlegu viti" hinna bestu manna, en jafnframt finnst dr. Jónasi fráleitt að einhverjir út- valdir hafi vit fyrir almenningi, athafnamönnum og arðsemislög- málum. Illkvittinn maður gæti látið sér detta í hug, að úlfur væri undir sauðargærunni. Þó er senni- legra réttara myndmál að segja að undir stríðum feldi markaðs- hyggjuúlfsins glitti annað slagið i sauð. Iloíuntlur er memntaskólakennui í Akurcrri og ritstjóri íslendings. Egilsstaðir: Flugvöllur í Kverkf jöllum KKÍhMMum. 10. júlí. SÍÐUSTU helgi júnímánaðar hélt allstór hópur slysavarnamanna víos vegar af Austurlandi og félagar úr Flugkhíbbi Egilsstaða til Kverkfjalla þeirra erinda að byggja þar flugvöll. Er skemmst fri því að segja að ætl- unarverkinu var lokið á einum degi — og er þar nú myndarleg flugbraut 500 m löng og 21 metri á breidd. Hugmynd að lagningu flug- brautar i Kverkfjöllum kviknaði í Flugklúbbi Egilsstaða. Flug- klúbbsmenn leituðu samstarfs við félaga Slysavarnasveitarinar Gró- ar á Héraði um byggingu brautar- innar — en Gróarmenn leituðu síðan eftir samstarfi slysavarna- deildanna á Vopnafirði, Seyðis- firði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði. Árangurinn varð síðan sá að 80 félagar úr ofangreindum slysa- varnadeildum héldu til fjalla auk flugklúbbsmanna og létu sig ekki muna um að leggja brautina á ein- um degi — laugardaginn 29. júní. Við lagningu flugbrautarinnar var bæði beitt handafli svo og stórvirkum vinnuvélum, bifreiðum i eigu slysavarnadeildanna og veghefli er Vegagerð ríkisins léði góðfúslega til verksins. Brautin snýr norður-suður og er á austur- bakka Jökulsár á Fjölllum i Norður-Múlasýslu og er i einka- eign Slysavarnafélagsins og Flugklúbbs Egilsstaða að sogn Sigurjóns Hannessonar, vara- formanns slysavarnaaveitarinnar Gróar. Meðan á verkinu stóð gistu flug- vallargerðarmennirnir í tjöldum og skála Ferðafélags Fljótsdals- héraðs í Kverkfjöllum sem ferða- félagið lét þeim góðfúslega eftir. Slysavarnasveitamenn nýttu timann á fjöllum eftir að flugvall- Flugbrautin ner fullgerð, 500 m löng og 21 m á breidd. Heldur hrjóstrugt var unj að litast i nittstað flugvallargeröarmanna. argerðinni var lokið til sigæfinga og skoðunarferða um næsta ná- grenni en á sunnudeginum var flugbrautin formlega vígð með því að Ómar Ragnarsson lenti þar flugvél sinni, Frúnni. Með flugbrautinni í Kverkfjöll- um hafa félagar Flugklúbbs Eg- ilsstaða eignast flugvöll til einka- afnota i skemmtilegu umhverfi um leið og slysavarnamenn hafa tryggt aðstöðu til sjúkraflugs í bráðatilfellum en fjöldi ferða- manna leggur leið sína í Kverk- fjöll á sumri hverju. -Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.