Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 17

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1986 17 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Náttúruskoðunar- og söguferðir um Njarðvík 14. ferðin í ferðaröð NVSV, „Umhverfið okkar", er náttúru- skoðunar- og söguferð um Njarð- vík laugardaginn 13. júlí. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglu- stöðinni) kl. 13.45, frá Náttúru- fræðistofu Kópavogs kl. 14.00 og grunnskólanum í Njarðvík kl. 14.30. Ferðinni lýkur kl. 18.30 við grunnskólann í Njarðvík og að því búnu verður ekið til Reykjavíkur. Fargjaldið verður 300 kr. frá Reykjavík en 200 kr. fyrir þá sem koma í bílinn í Njarðvík. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. All- ir velkomnir. Leiðsögumenn verða Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Árni Waag líffræðikennari og sögu- og örnefnafróðir menn af svæðinu. Frá grunnskólanum í Njarðvík verður ekið framhjá Ytri-Njarð- víkurhúsinu, Höskuldarkoti, Þóru- koti og þeim stað sem Bolafótur stóð, dvalarstað Hallgríms Pét- urssonar og Guðrúnar Símonar- dóttur um nokkurt skeið. Þaðan yfir Njarðvíkurfitjar, einn af aðal- áningarstöðum þeirra sem áttu leið um Suðurnesin fyrr á tímum, enda er talið að Fitjakot er stóð á miðjum Fitjunum hafi lagst í eyði vegna ágangst ferðamanna og sjávargangs. Ennþá sést marka fyrir steinum í hleðslu þar sem býlið stóð. Áfram verður haldið um innra hverfið framhjá rústum Stekkjarkots. Narfakot og Akur eru innar, framhjá Tjarnarkoti yf- ir Njarðvíkurtjörn að hinu forna býli og höfuðbóli Innri-Njarðvík en vestra húsið er í eigu Njarðvík- urkaupstaðar og er að nokkru leyti notað sem byggðasafn. Það verður skoðað og Innri-Njarðvík- urkirkja, falleg kirkja byggð 1886 úr höggnu grjóti, en henni er mjög vel haldið við. Stytta af Jóni Þor- kelssyni (Thorchillii) er þar skammt frá, en hann og Svein- björn Egilsson rektor voru báðir fæddir í Innri-Njarðvík. Hákot er fjær, rústir af Hólmfastskoti eru við Tjörnina, Stapakot innar svo e.h. sé nefnt. Ekinn verður gamli bílvegurinn inn á Stapa. Við sjá- um Hákotstanga, Kópu og Gálga- kletta. Ofan byggðar er Græna- borg, hringlaga fjárborg, Stóri- Skjólgarður, krosshlaðinn garður hlaðinn af Helga sterka húsmanni í Innri-Njarðvík um 1700, Tyrkja- vörður, Sjónarhóll ofl. örnefni. Gengin verður örstutt leið að út- sýnisskífunni á Grímshól þaðan yfir á Háabjalla og að Sólbrekkum meðfram Seltjörn (Seljavatni) en við vatnið eru seltóftir og íshús- tóft. Áfram verður haldið um jarðfræðilega merkilegt svæði, Rauðamel og að Stapafelli og „innviðir" þess skoðaðir. Þaðan ekið vestur á Keflavíkurflugvöll og að Háleiti þar sem hin forna landamerkjavarða Kolka hefur staðið. Þar verður svo snúið við og ferðinni lýkur við grunnskólann í Njarðvík. Jarðfræðin í landi Njarðvíkur virðist í fyrstu fábrotin, en ef bet- ur er að gáð verður raunin önnur. Berggrunnurinn er að mestu jök- ulsorfið grágrýti sem runnið hefur frá stórum hraundyngjum á hlý- skeiði á ísöld. Syðst á Njarðvíkur- heiði hverfur grágrýtið undir hraun sem runnið hafa frá eld- stöðvum í Reykjanesbrotabeltinu í suðri. Þetta brotabelti liggur á land við Reykjanestá og teygir sig þaðan til NÁ um Stapafell og Seltjörn, en á því svæði einkennist það fyrst og fremst af opnum gjám og misgengi. 1 þessu brota- kerfi eru vatnsból Hitaveitu Suð- urnesja á svoköiluðum Hraunslág- um. Yfirborð grunnvatnsins liggur 1—2 m yfir sjávarmáli og nær fá- eina tugi metra niður í berggrunn- inn en þar neðan við tekur sjór. í Seltjörn er landhæð lægri en yfir- borð grunnvatns og skýrir það til- vist tjarnarinnar. Stapafell er gert úr sérstaklega fallegu bólstrabergi sem myndast hefur við gos undir jökli á ísöld. Til NA frá Stapafelli liggur malarhrygg- urinn Rauðimelur, forn sjávar- grandi sem myndast hefur við hærri sjávarstöðu í lok ísaldar. Þarna er nú ein allra besta steypuefnanáma á Suðvesturlandi. Merki um hærri sjávarstöðu eru einnig á Vogastapa, Háaleiti og við Fitjar. Sjávarstöðubreytingar eru enn í gangi á Suðurnesjum og alþekkt að þar sé land að síga þótt hægt fari. Njarðvíkurfitjar eru fágæt gróðurvin á Suðurnesjum sem þarf að friða. Smádýra- og lág- plöntulíf er þar lítt kannað. Þar gæti leynst ýmislegt merkilegt. Fuglalíf er þar mikið, farfuglar hafa þar viðkomu á Fitjunum og í fjörunni framan við. Rætt verður um gróðurfar, fuglalíf og fjörulíf svæðisins. En þarna er ekki eins fáskrúðugt eins og margur mætti halda. Sem dæmi um mannvistarminj- ar, auk þeirra er áður voru nefnd- ar, er gamli vegurinft sem lagður var í byrjun síðustu aldar fram- arlega á Stapanum og nokkrar minjar frá hernámsárunum, en þær eru óðum að týna tölunni og þarf að huga að þessum málum sem fyrst. Við bæina Ytri- og Innri-Njarðvík, sem voru í þjóð- braut, og fleiri býli er tendur ýmis fróðleikur. Fræðimaðurinn Guð- mundur A. Finnbogason hefur bjargað miklu af þeim fróðleik frá gleymsku og á mikið af þessu í handriti. Áhugi fyrir að skoða bet- ur eigið umhverfi er að vakna hjá Suðurnesjabúum öðrum fremur og er það vel. Suðurnesin eiga margt dýrmætra náttúru- og mannvist- arminja og sagnaslóðir sem þarf að varðveita fyrir okkur og kom- andi kynslóðir til nánari rann- sókna. Með þessari ferð höfum við far- ið í öll hrepps- og bæjarfélög á Suðurnesjum náttúruskoðunar- og söguferðir, í sum oftar en einu sinni. Það má segja að þetta hafi byrjað sumarið 1983 þegar við fór- um yfirlitsferð sem við néfndum: Fiskeldi á Suðurnesjum við nátt- úrlegar aðstæður, mjög fróðleg ferð undir leiðsögn Eyjólfs Frið- geirssonar fiskifræðings, ferð sem beðið var um að endurtaka í fyrra- vor. Fyrstu ferðina í ferðaröðinni „Umhverfið okkar" fórum við snemma sumars í fyrra til Grindavíkur og aukaferð aftur nú í vor. Við teljum að árangur af þessum ferðum hafi farið langt fram úr því sem við þorðum að vona. Við förum 15. ferðina um síðasta sveitarfélagið á félags- svæðinu á laugardaginn kemur, þá um Bessastaðahrepp. Fjöruferð á stórstraumsfjöru verður þá einnig um morguninn. (Frá NVSV) SINDRA STALHR SINDRA STAL Íþvíliggur styrkurínn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaöu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 m m Áreigendur — fiskiræktarmenn Til sölu eru mjög falleg (5—7 sm) sumaralin sjóbirtinga- seyöi af hinum stórvaxna skaftfellska stofni, þ.e.as. ailur klakfiskur 5—16 punda Allar nánari upplýsingar í sím- um 99-7640 (Jón) og 99-7609 (Birgir). risKeföissYOO KirKjuoæiarsKOia, Kirkjubæjarklaustri. Vértu með í sumarieik Olís Er bílnúmer þitt eitt af þeim 10 sem dregin verða út í hverri viku í allt sumar? Ef svo er, tekurðu þátt í sumarkönnun OLÍS og ert 10 þúsund krpnum ríkari. Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið. Einfaldur leikur, krefst einskis, bara að fylgjast með. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. -gengitr letigra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.