Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 18

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JtÍLl 1985 íþróttirnar eru alltaf vinsslar. Eins gott að ekki verði stórstígar framfarir í langstökkinu, því þá Vellingurinn er geysivinsæll í sumarbúðunum og klirast hann yfirleitt, enda matur sem lands- gsti endað illa. Stóra konan, sem stendur upp úr hópnum, er Kristín, annar sumarbúðastjórinn. feðurnir hafa sagt vera góðan. Hreyfisöngvar eru mjög vinsælir, þar sem Ifkt er eftir því sem verið er að syngja um. í sumarbúðunum eru margir nýir Þeir félagarnir Jón F. Friðriksson úr Búðardal og Hallgrímur Magnússon úr söngvar kenndir. Þarna er Rúnar, Breiðholtinu. annar sumarbúðastjóranna, að kenna nýjan söng. Fá styrkta sjálfsmynd af dvöl í sumarbúðum TEXTI: PÉTUR ÞORSTEINSSON Borgarfiröi, 2. júlí. Við vestanverðan Borgarfjörð er grunnskóli í Laugagerði. Hefur sumarbúðanefnd Reykjavíkur- prófastsdæmis komið á fót sumar- búðum í grunnskólanum. Eru 4 flokkar, 12 daga hver fyrir krakka á aldrinum 7—12 ára. Flestir krakkarnir sem dvelja í sumar- búðunum, eru af Reykjavíkur- svæðinu þótt einstaka sé annars staðar frá. Er fjöldinn í hverjum flokki rúmlega 40, þannig að eftir 12 daga þekkjast krakkarnir orðið sæmilega, a.m.k. vita nokkurn veginn nöfnin hvert á öðru, alla veganna á mestu ólátabelgjunum, þar sem eigi allsjaldan þarf að kalla nöfn þeirra upp yfir daginn til að biðja þá um að hafa lægra. Er það ekki nema að vonum, þar sem fjörugir og sprækir krakkar þurfa að ræða margt á hverjum degi og stundum að stimpast du- lítið. Hvað um það. I sumarbúðum gengur lífið sinn vanagang. Byrjað er að vekja liðið kl. átta að morgni. Eru þá margir ekki eins hressir og þegar fara á i rúmið, enda e.t.v. verið að sóa tímanum með því að sofa yfir bjartasta tím- ann á sumrin, þegar sólin rétt hverfur í fáeinar mínútur bak við efstu fjallatoppana. Eftir að menn eru komnir framúr, er morgun- stund inni i lítilli kapellu, sem út- búin hefur verið i Laugageröis- skóla. Hafa sumarbúðastjórarnir helgistund þar, sem gjarnan er tekið fyrir viðfangsefni dagsins og það útskýrt. Þaðan er farið beint í morgunmat. Inn á milli er hafður hafragrautur, þótt einhver loft- pakkamatur eigi efalaust miklu meira fylgi að fagna, þegar hann er hafður um hönd. Þá er komið að þvi sem flestum finnst með því skemmtilegast i sumarbúðunum í Laugagerði, en það er hinn dagvissi sundtími, en fyrir hádegi er farið í sund. Eru sennilega ekki margir sem eiga þess kost að fara í sund á hverjum degi. Þar geta allir ærslast á fullu án þess endilega að verið sé að amast við því. f lagi a.m.k. á með- an að það gerir engum mein. Eftir hádegismat er fræðslu- stund, þar sem eitthvert grund- vallaratriða kristinnar trúar er útskýrt, bðrnin látin rita niður og fletta upp í Biblíunni til þess að það festist gerr í hugum þeirra. Jafnhliða eru sungnir söngvar, sem fjalla um efnið. I framhaldi af fræðslustundinni er frjáls tími, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, dunda úti á róló, sitja inni við og spila eða fara i myllu. Oft er í þesqum tíma íþróttir, þar sem keppt er í frjálsum íþróttum og knattleikjum. Að loknu kaffinu er stundum lokið við keppni í ein- hverjum leiknum, sem ekki vannst tími til þess að ljúka fyrr um dag- inn eða frá deginum áður. Þá má ekki gleyma undirbúningi fyrir kvöldvökuna. Eitt herbergi sér um efni á kvöldvökunni, þar sem oftast eru einhver leikrit og leikir. Matvinningurinn Einar aðstoðar krakkana við undirbúninginn. Eftir kvöldmat er komið að kvöldvökunni, þar sem afrakstur- inn af undirbúningnum kemur fram. Mikið er sungið á kvöldvök- unni af léttum kristilegum söngv- um, sem eru betur til þess fallnir að syngja í búðum sem þessum en gömlu góðu sálmarnir, sem sungn- ir eru í kirkjunum. Oft eru fundnir upp allskonar leikir, sem náung- inn fer stundum miður vel út úr, svo sem að láta hann drekka salt- vatn, borða kex á eftir og siðan að flauta stutt lag eða krakkarnir mata hvert annað með bundið fyrir augun. Þá er nú oft matað hraðar en viðkomandi getur tekið við, og þá er reynt að láta nef og eyru fá eitthvað af súrmjólkinni. f lokin eftir kvöldvökuna er helgistund, þar sem tekið er fyrir viðfang dagsins og hugleiðing höfð út frá því. Kvöldhressing er í lokin áður en farið er í rúmið. Inn til krakkanna er farið og kvöldvers beðið með þeim. Þá er framhalds- sagan lesin fyrir þau frammi á ganginum af þeim systrunum Rúnu og Hildi, sem starfa í eld- húsinu. Sofna flestir út frá lestri framhaldssögunnar, en einstaka halda sér vakandi áfram. Helzt það fyrstu kvöldin, en síðan dreg- ur úr vökugetunni, þar sem þreyta daganna í sumarbúðunum fer að segja til sín, og flestir fegnir að hverfa í höllun að kvöldi. Finna öryggiskennd í þessu trúarsamfélagi Ráðskona í sumarbúðunum er Hólmfríður Pétursdóttir hús- stjórnarkennari úr Reykjavík. Er hún ekki alveg ókunnug sumar- búðastarfi þar sem hún er búin að vera í sumarbúðum í 10 sumur á 22 árum, þannig að hún hefur töluverða yfirsýn yfir sumarbúða- starf og hvernig það hefur ávaxt- ast í nokkur ár. Var hún spurð að því hvaða gildi það hefði fyrir börnin að vera í sumarbúðum sem þessum. — Mesta gagnið, sem þau hafa af verunni í sumarbúðunum er, að þau finna visst öryggi. Þetta ör- yggi eiga þau að geta upplifað í trúarsamfélaginu hérna í búðun- um. Þannig smitast þau af örygg- iskennd og fá styrkta sjálfsmynd. Þau sjá sjálf sig í samanburði við önnur börn. Uppfræðslan um kristna trú miðast að því m.a., að allir eru mikilvægir 1 augum Guðs og þess vegna er hver og einn mik- ilvægur, þótt stundum finnist börnunum þau vera einskis metin heima hjá sér eða af samfélaginu. Hérna finna þau það vel, að þau eru merkileg. Að öll eru þau ein- hvers virði. Það getur komið í veg fyrir margs konar erfiðleika þegar árin koma yfir, svo sem að forða þeim frá eiturlyfjaneyzlu eða ann- að það, sem kemur til vegna þess, að þeim finnst þau vera lítils met- in og lífið hafi lítil not af þeirra framlagi til samfélagsins. Það er reynt að sýna þeim umhyggju hverju og einu. Að þau finni það alltaf ekki aðeins á hópstundum og þegar eitthvað sérstakt er um að vera, heldur allan daginn þegar verið er að ræsta og annað þess háttar. Það er jafnmikill viður- gerningur og þegar verið er að leika við þau og tala á sérstökum stundum. Það sem þau læra einna helzt f sumarbúðum er að þau finna hversu gott er að vera með Guði og náunganum, taka tillit til náungans af því að það er eitt- hvað, sem þau vilja sjálf og kemur innan frá. Þá er mikið lært. Að síðustu voru tveir strákar teknir tali og spurðir um dvölina í Laugagerði. Voru það þeir Jón F. Friðriksson úr Búðardal og Hall- grímur Magnússon úr Breiðholt- inu. Sagði Jón þetta vera f annað skiptið sem hann færi í sumarbúð- ir, hann hefði verið i Kaldárseli i fyrrasumar. Hallgrímur sagði þetta vera f fyrsta sinni. Sögðu þeir að frjálsu íþróttirnar væru skemmtilegastar og að fara í sund. Einnig væri gaman á kvöld- in á kvöldvökunum, því þá væri alltaf leikrit og þá langaði mikið að taka þátt í þvi, þegar að þeirra herbergjum kæmi. Jafnframt hefðu þeir kynnzt mörgum nýjum félögum og ættu orðið nokkra vini, sérstaklega þá, sem væru með þeim í herbergi. Maturinn væri góður í Laugagerði, sérlega vell- ingurinn, enda hefði hann klárast. Súpumar væru ekkert sérstaklega góðar, þeir væru ekkert hrifnir af þeim almennt. Þar sem dvölin væri skemmtileg og ekki neitt sérstakt sem væri leiðinlegt, þá hefðu þeir fullan hug á að fara aftur næsta sumar, þar sem svo margt væri að gerast í sumarbúðunum, að þeir vildu alls ekki missa af þeirri dvöl. Þótti þeim gaman að því að fara niður að sjó og ná í leir til að móta heima og leika sér með. Jafnframt setti hver krakki niður fræ í pott til þess að láta koma upp blóm. Er það gert til þess að kenna þeim að vökva og umgangast plöntur og ekki siður að sjá sköpun Guðs, hvernig þau sjálf geta haft áhrif á framgang hennar í umhverfinu. Höfundur er guófræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.