Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLt 1985 19 Fræðsluþættir frá Fósturfélagi íslands Samskipti Gluggaveður Á vordögum fyllast stræti og torg af bornum í gáskafullum leik. Þetta er sá tími sem daginn lengir hratt og þetta er sá tími sem börn nota hvað best til útileikja. Búið er að taka hjólin út eftir vetrar- hvíldina og rykið hefur verið dust- að af brenniboltunum og sippu- böndunum. Hver man ekki eftir að hafa eytt dogum og kvöldum í leiki eins og „fallin spýtan", „yfir" og „stórfisk- aleik" eða að laumast var yfir í næstu garða í leit að nývöxnum rabarbara. Flestir þekkja vorkippinn sem stundum fylgir sólarglætu að vori og börnin vilja helst fara út í stuttbuxum og stutterma bol. En þó að sólin skíni veldur köld norð- an golan því oft að úti er iskalt, það er sem sagt bara „gluggaveð- ur" en einmitt það freistar barn- anna til að fara léttklædd út. Þá hljóma setningar eins og þessi of t: „Þú getur ekki farið svona út það er ekkert hlýtt úti", „Þú verður að fara í buxur og peysu", „Þú mátt ekki fara húfulaus út, þú færð kvef". Bandaríski sálfræðingurinn Tomas Gordon hefur skrifað um samskipti foreldra og barna, með- al annars „P.E.T. Parent Effective- ness Training, Peter H. Wyden Inc. New York 1970: Gordon leggur að- aláherslu á þrjú atriði sem hann telur að stuðli að betri samskipt- um og ánægjulegri samtölum milli fullorðinna og barna. f fyrsta lagi leggur hann áherslu á að við lítum meira í eigin barm og notum oftar setningar sem byrja á „Ég..." heldur en setn- ingar sem byrja á „þú ... " . Þetta þýðir í raun að við segjum barninu hvaða tilfinningar við höfum gagnvart umræðuefninu eða því sem deilan snýst um i stað þess að gefa eingöngu fyrirmæli um hvað barnið eigi að gera eða að skamma það fyrir eitthvað sem það hefur gert. Það er sem sagt mikilvægt að við gefum barninu upplýsingar um hvað við erum að hugsa og hvernig okkur líður vegna þess sem barnið gerir, til dæmis: „Mér finnst kalt úti, þess vegna held ég að þú þurf- ir að fara í buxur og peysu" eða „Ég er hrædd um að þú fáir kvef ef þú ferð svona illa klædd(ur) út". I öðru lagi telur Gordon að mik- „Með því að gefa barn- inu tækifæri til að finna lausn á vandamálinu sjálft og taka ábyrð á því sem það gerir, þá leysist málið trúlega á hagkvæmari hátt fyrir alla." ilvægt sé að hlusta á hvað barnið hefur um málið að segja. Barnið hefur tilfinningar og skoðanir sem okkur ber að virða og það fær meiri þjálfun í að meta sjálft hvort kröfur þess eru raunhæfar ef það fær að tjá sig um þær. Ef barn finnur að virkilega er hlust- að á þaö, verða samskiptin auð- veldari, samtalið opnara og barnið verður móttækilegra fyrir skyn- samlegum rökum frá hinum full- orðna. Barn er í mörgum tilvikum vel fært um að meta aðstæður sjálft ef það fær hvatningu til þess. Og ef vitnað er aftur í dæmið um „gluggaveðrið" og útiklæðnað þá hreyfa börn sig oft mun meira en fullorðnir. Flestir útileikir, til dæmis að sippa eða hjóla, kalla á mikla hreyfingu sem tekur mikla orku, börn þurfa því oft ekki að klæða sig svo mikio. í þriðja lagi telur Gordon að þeg- ar samskiptin eru einhliða, það er að segja nær eingöngu boð og bönn frá hinum fullorðna, þá þarf barnið sífellt að lúta í lægra haldi. Sá fullorðni vinnur — barnið tap- ar. Að tapa er óþægileg tilfinning og hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þess sem tapar. Fyrstu viðbrögð barnsins verður þá ef til vill þrjóska og stífni og það verður enn ákveðnara í að fara út á stuttbuxunum. Með því að gefa barninu tæki- færi til að finna lausn á vanda- málinu sjálft og taka ábyrð á því sem það gerir, þá leysist málið trúlega á hagkvæmari hátt fyrir alla. Líkur eru til að barnið verði ekki eins vonsvikið og biturt eins og hætta er á ef það er alltaf i hlutverki „taparans" og samskipt- in verða ef til vill hlýrri og betri. HAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 5. JULÍ1985 Aðalvinnmgur: Bitreið, PAJERO 5D Super Wagon, á mioa nr. 22038. 49 vinningar: Vöruúttekt, aö verömæti kr. 5.000 hver. 11724 11752 12229 15980 17281 18644 19706 20235 21960 22038 (bifreió) 22609 23017 23224 25682 29114 29579 30024 30732 35026 37277 38987 39822 41636 44607 45216 48176 49006 50066 50194 51688 52538 53005 53297 53762 54834 55424 56065 Sjálfsbjörg - landssamband fatlabra Hitiini 12 - Simi 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavlk - tslind Með því að hvetja barnið til að meta aðstæður sjálft, í þessu til- viki að fara út í viðeigandi fötum og koma inn og sækja sér föt verði því kalt, þá vekjum við með barn- inu áhuga á að leysa vandann með tilliti til aðstæðna. Þegar svo barnið finnur að því er treyst þá eykst sjálfstraustið og sjálfs- myndin verður betri. L J/IÐIR 7$& a yaxtö >tauta_ Sítrónus; ,va\a VVarya Motv ttma S5VD5B pedro kafö ^numíSta^vn- ,. AÐEINS Lundi^>f|'00 glænýr *\^W Hamflettur %^ „^pr.Stk. Heitur matur til að taka með sér: Heilsteikt svínalæri og svínasíða.________ Heilsteikt lambalæri. Nýsteiktir kjúklingar. Einnig í matarbökkum með meðlæti. til að taka með sér. Glæsilegt úrval af svínakjöti NÝSLÁTRUÐU Hamborgarar m 'brauði /^ mm (\f\ Glænýr LAX -^ LÆKKAÐ VERÐ. Odýrustu 3 kfi. griUkolin |g^.oo í bænum!! 1. FLOKKS. Spennandi grillpinnar Pvlsuerillteinn *»**,fl „^•9i«^s<3.utagnjlteinn Laukur nautakiöt nautakjöt Papnka B»con-Pyl$a-Bacon Kryddlegið Kryddlegið nautakjðt nautakj6t Svínagrillteinn ca 200 9r Kebabgrillteinn ca 200 9r c n,L-. c v,,la. Kryddlegið Kryddlegið Kryddlegið Kryddiegið Svinak)Ot " Svinak|ot - Svinak|öt avmaKiot -svinaKiot svinak|ot nautakiot nautakjðt lambakjöt Tómatur - Ananas - Ananas Ananas - Ananas Agurka Agurka Papnka Opiðtakl.21íMjóddinni ., m ,öentií . Ath. Lokaðá kl. \y 1 Starmyn ^^ ^^ laugardögum og Austurstræti Æs-? ^^rcsg-?^ ^ í sumar. AUSTURSTRÆTI17-STARMYRI 2 MJODDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.