Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 22

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 22
MORGUNBLAÐID, FOSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 m AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDREW ROSENTHAL Orlög mannréttindasam- takanna í Sovétríkjunum TÍU ÁRUM eftir að Sovétmenn undirrituðu Helsinki-sáttmálann, hafa 18 af 20 virkum meðlimum svonefnds Moskvuhóps ýmist verið settir í einangrun innanlands eða verið vísað úr landi. Þeir tveir, sem enn ganga lausir, hafa neyðst til að hætta afskiptum af stjórnmálum fyrir löngu sökum þvingunaraðgerða stjórnvalda. Hópurinn, sem gekk undir nafninu Helsinki-nefndin, varð aðal fórnarlamb herferðar gegn andófsmönnum í Sovétríkj- unum seint á síðasta áratug. Varð hópurinn sem helztu óop- inberu mannréttindasamtökin í Sovétríkjunum, táknrænn fyrir örlög þeirra, sem lögðu út í það að skipuleggja andóf þar í landi. Mannréttindanefndin, sem var stofnuð af andófsmönnum eins og Anatoly Shcharansky, Yuri Orlov og Alexander Ginzburg, var leyst upp í september 1982, eftir að sovézk stjórnvöld höfðu gengið svo harkalega til verks gegn henni, að aðeins þrír með- limir voru eftir. Ein kona úr hópnum, Yelena Bonner, eigin- kona andófsmannsins Andreis Sakharov, var fundin sek í ágúst sl. um „andsovézkan áróður“ og dæmd í fimm ára einangrun í borginni Gorki. Maður hennar var sendur þangað án réttar- halda í janúar 1980. Aðrir, þeirra á meðal lögmað- urinn Sofia Kalistratova og stærðfræðingurinn Naum Meim- an, eru enn í Moskvu. En Kal- istratovu, sem er 58 ára gömul, er hótað saksókn fyrir meint refsiverð brot. Var málinu gegn henni frestað vegna lélegrar heilsu hennar en það hefur alls ekki verið fellt niður. 200 skýrslur um mannréttindabrot Meiman, sem þjáist af hjarta- sjúkdómi, er ekki lengur virkur í stjórnmálum. Hann ver tíma sínum í þágu konu sinnar, Innu Kitrosskaya, sem er 53 ára göm- ul og þjáist af krabbameini. Henni hefur verið meinað að fara til útlanda til þess að fá þar þá meðferð, sem hún getur ekki fengið í Sovétríkjunum. Meiman, sem er 74 ára gamall, hefur látið hafa eftir sér, að rnannréttindanefndin hafi feng- ið nokkru áorkað með nær 200 skýrslum, og yfirlýsingum, þar sem skýrt var frá mannréttinda- brotum í Sovétríkjunum. „Hels- inki-sáttmálinn gerði mannrétt- indi frekar að milliríkjamáli en innanríkismáli," er haft eftir Meiman. „í fyrstu ríkti ekki rétt mat né skilningur á þessu, en starfsemi Moskvuhópsins opnaði augu manna fyrir því.“ En hann viðurkennir, að þetta sé eftir sem áður aðeins mögu- leiki, þar sem Sovétstjórnin haldi því enn fram, að það sé innanríkismál, hvernig hún með- höndlar þegna sína og að um það verði ekki rætt hvað þá samið við aðrar þjóðir. Hinn 1. ágúst 1975 undirrituðu 35 þjóðir lokaskjal Helsinki- ráðstefnunnar um samvinnu og öryggi í Evrópu, sem inniheldur kafla um mannréttindi. Hópur- inn, sem vann að framkvæmd Helsinki-sáttmálans í Sovétríkj- unum, var síðan stofnaður í maf 1976 af 9 mönnum, en þeir voru: stærðfræðingurinn Shchar- ansky, eðlisfræðingurinn Orlov, neðanjarðarhöfundurinn Ginz- burg, barnalæknirinn Bonner, sagnfræðingurinn Lyudmilla Al- ekseeva, Pyotr Grigorenko, fyrr- um hershöfðingi, stjarneðlis- fræðiiigurinn Alexander Korch- ak, jarðfræðingurinn Malava Landa og Kínasérfræðingurinn Vitaly Rubin. Flest af þessu fólki var mið- aldra og vel þekkt á sínu sviði. Sumt af því voru nýliðar í hópi andófsmanna, á meðan aðrir höfðu verið þar virkir í mörg ár. Sovézk stjórnvöld hófu að handtaka meðlimi hópsins í febrúar 1977 á grundvelli laga, sem bönnuðu starfsemi, er mið- aði að því að dreifa óhróðri um Sovétríkin. f júni það ár hafði Grigorenko fór úr samtökun- um í nóvember 1977, en þá höfðu aðrir bætzt við, þeirra á meðal Kalistratova, ljóðskáldið Viktor Nekipelov, útvarpsverkfræðing- urinn Vladimir Slepak og tölvu- fræðingurinn Tatyana Osipova. Meiman, sem hlaut Stalín- verðlaunin 1953 og varð prófess- or 28 ára gamall, varð óopinber talsmaður fyrir nefndina, eftir að Orlov var handtekinn. Nefnd- in kom á fót samtökum, sem höfðu sálfræði og trúarbrögð að viðfangsefni og hún varð hvati að stofnun svipaðra nefnda í Lettlandi, Armeníu, Úkraínu og Grúsíu. Handtökum var haldið áfram. Nekipelov var dæmdur í sjö ára í kaldri útlegð í Síberíu. Vladimir Slepak og kona hans. Alexander Ginzburg Yuri Orlov Yelena Bonner gengið svo á hópinn, að eftir voru aðeins Bonner og Grigor- enko. Gengið milli bols og höfuðs Landa var dæmd til fjarlægs staðar í Síberíu. Orlov er í ein- angrun, eftir að hafa afplánað 7 ára fangelsisdóm. Shcharansky er í nauðungarvinnubúðum, þar sem hann afplnar 10 ára dóm. Eftir meira en tveggja ára fang- elsisvist var Ginzburg fluttur til Bandaríkjanna. Gerðist það sem þáttur í fangaskiptum milli rikj- anna. Rubin flutti úr landi i júní 1976 og Alekseeva fór i febrúar 1977. Korchak sagði skilið við samtökin. Andrei Sakharov nauðungarvinnu, Osipova í fimm ára vist í fangabúðum og síðan i fimm ára einangrun og Slepak var sendur í einangrun til fjar- lægs staðar innanlands. Nýir menn gengu þó í samtökin, en í september 1982 voru aðeins þrjú eftir og Kalistratova var kærð fyrir andsovézkan áróður. Þau þrjú gáfu þá út lokayfirlýsingu, þar sem sagði: „Hópnum er ókleift að fullnægja skyldum sínum og vegna þvingana stjórn- valda neyðist hann til að hætta starfsemi sinni." (Höfundurinn er fréUnritmri og starfar rið Associated Press. Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins: Sandínistar f nánum tengsl- um við Líbýu Washington, 11. júlí. AP. SAMKVÆMT skýrslu bandariska utanríkisráðuneytisins hefur sandínista- stjórnin í Nicaragua náin tengsl við stjórnvöld í Líbýu og fran og Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO. f skýrslunni, sem ekki hefur verið opinberuð, er þvi haldið fram að hættan á frekari hryðju- verkum á Vesturlöndum fari vax- andi sökum tengsla Nicaragua við þessa aðila. Þar segir að „greinilegt" sé að stjórn sandínista sé viðriðin al- þjóðlega hryðjuverkastarfsemi. f skýrslunni kemur einnig fram að sandínistar hafi komið sér í samband við Líbýumenn og Pal- estínuskæruliða talsvert áður en þeir náðu völdum í Nicaragua árið 1979. Eftir valdatöku sandínista hefði þetta samband verið ræktað. Til dæmis hefðu Líbýumenn veitt sandínistum milljónir dollara í fjárhagsaðstoð, og PLO sent hern- aðarráðgjafa og vopn til Nicar- agua. * Musavi, forsætisráðherra Irans: Reagan „fáráður og hættulegur glæpamaöur“ NikoKÍa, Kýpur, ll.júlí. AP. HUSSEIN Husavi, forsætisráðherra frans vandaði Reagan Bandaríkjafor- seta ekki kveðjurnar er hann svaraði gagnrýni Bandaríkjaforseta í fyrradag, þar sem Reagan nefndi fransstjórn eina af fimm sem styddu hryðjuverka- menn hvað dyggilegast. Husavi sagði að Reagan væri ekki aðeins fáráður og vitgrannur heldur væri hann hættulegur glæpamaður. Hann væri erkifjandi frana og auk þess væri hann höfuðpaurinn í skipulagn- ingu og framkvæmt alþjóðlegra hryðjuverka. Musavi mælti þetta á fundi samtaka matvælaframleiðenda í Teheran og íranska fréttastofan tók fram að góður rómur hefði verið gerður að máli ráðherrans. Musavi sagði að það myndi vekja óskipta tortryggni í íran, ef Reag- an, ófreskja með hendur blóði drifnar vegna glæpaverka, léti vinsamleg orð falla um fran. Madonna Hver verður fyrstur með Madonnu bera? New Vork, ll.jálf. AP. TÍMARITIÐ Penthouse kunn- gerði í gær að eintak af ritinu með nektarmyndum af rokk- söngkonunni Madonna myndi verða sent til dreifingar á hverri stundu og fáeinum mínútum síð- ar tilkynnti svo Playboy, að það lúrði einnig á nektarmyndum af söngkonunni og myndi flýta út- komu septembereintaksins og senda það á markað í dag, fimmtudag. Mikil samkeppni hefur verið milli ritanna vegna nektarmyndanna og fúkyrði og fjölbreytilegar yfirlýsingar gengið á víxl. Tilkynningin um nektarmynd- irnar hefur á hinn bóginn orðið til þess að bæjarstjórinn í fæð- ingarbæ söngkonunnar í Michig- an hefur ákveðið að hún verði ekki gerð að heiðursborgara eins og áformað var. „Við ætlum að fagna henni vel, en henni verður ekki afhentur lykillinn að borg- inni, sem er tákn um heiðurs- borgaratitil. Við teljum að svo komnu máli óviðeigandi að sæma hana nafnbótinni," sagði bæjarstjórinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.