Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR12. JÚLÍ 1985 23 SriLanka: Upplýst um sam- særi til að fyrir- koma forsetanum? ('olomho, Sri Unka, 11. júli. AP. TALSMAÐUR ríkisstjórnar Sri Lanka sagöi í dag, að komist hefði upp um samsæri aoskilnaðarsinna tamíla um að ráða Junius Jayawardene, forseta landsins, af dögum. AP/Sim»mynd Svikahrappar dæmdir Dómstóll í Hamborg í Vestur-Þýskalandi sakfelldi á minudag þá Gerd lleidcmann, fymim blaoamanna hjá vikuritinu Stern (t.v. í aftari röð) og Konrad Kujau, minjasala (lengst t.h.) fyrir að hafa falsað hinar svonefndu „dagbækur Hitlers" og selt þær fyrir offjár. Þeir voru báðir da-mdir í tæplega fimm ára fangelsi. Kujau viðurkenndi að hafa falsað bækurnar, en Heidemann kvaðst vera saklaus. Hann sagðist hafa komið bókunum i framfæri í þeirri trú, að þær væru ósviknar. I tilkynningu, sem lesin var fyrir fréttamenn, sagði að logregla hefði í gær fundið mjög öfluga sprengju í bifreið skammt frá stað nokkrum, sem búist var við að for- setinn færi um á leið til ríkis- stjórnarfundar. Tveir ungir tamíl- ar hefðu verið handteknir, en einn hefði komist undan. Hinir hand- teknu hefðu játað að ætlunin hafi verið að myrða forsetann. Jayawardene forseti, sem er á áttræðisaldri, hefur verið rúm- fastur upp á síðkastið vegna inflú- ensu. Af þeim sökum var ákveðið að hann sæti ekki fund rfkis- stjórnarinnar í gær og vekur fréttin um samsærið þvi nokkra furðu. Eftir fundi ríkisstjórnar Sri Lanka í gær var tilkynnt, að fyrir- hugað væri að láta lausa 643 tam- ila, sem verið hafa i varðhaldi vegna grunsemda um aðild að hryðjuverkum. Jafnframt ákvað stjórnin að aflétta útgöngubanni í fimm héruðum á norðurhluta eyj- arinnar. Fréttaskýrendur segja, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé til marks um að samningaviðræðum fulltrúa hennar og leiðtoga að- skilnaðarhreyfingar tamíla, sem hófust í Thimbu, höfuðborg Bhut- an, á mánudag, miði vel áfram. Anandatissa de Alwis, upplýs- ingamálaráðherra Sri Lanka, sagði fréttarnönnum í Colombo í gær, að hann ætti von á þvi að viðræðurnar í Bhutan yrðu mjög gagnlegar. Ekki væri að vænta endanlegrar niðurstöðu í deilu sin- halesa og tamíla, en báðir aðilar virtust nú skilja aðstæður hvors annars betur en áður. Grænland: Áframhaldandi mótmæli gegn sölu á veiðikvótum Nmk, II. jilf. Krá rrétUriUra Morranblataiiis, J. N. Braun. MÓTMÆLUM er haldið áfram í Grænlandi gegn þeirri ikvörðun land- stjórnarinnar að selja fiskkvóta til portúgalskra og japanskra togaraútgerða, in þess að það væri gert að skilyrði, að grænlenzkir sjómenn yrðu hafðir með i skipunum. Samtök grænlenzkra sjómanna hafa frá upphafi verið mjög and- víg þessum samningum og hóta nú vinnustððvunum gegn grænlenzk- um fiskiðnaði. Um 100 græn- lenzkir sjómenn eru atvinnulausir og það er ástæðan fyrir því, að samtök þeirra hafa gert kröfu um, að þeir fái að starfa um borð í erlendu skipunum. Sú regla gildir á Grænlandi, að minnst 70% áhafnarinnar séu Grænlendingar á þeim togurum, sem skráðir eru þar. Portúgalar stað- festa EB-aðild ll.jólí. AP. PORTÚGALSKA þingið staðfesti í morgun, fimmtudag, aðild Portúgala að Evrópubandalaginu. Fulltruar Sósíalista, Sósíal- demókrata og Miðdemókrata greiddu atkvæði með samningnum við bandalagið. Fjörutíu og fjórir þingmenn kommúnista flokksins voru á móti og eini þingmaður UDP, sem er vinstri flokkur greiddi ekki atkvæöi. Á portúg- alska þinginu sitja 250 fulltrúar. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Eanes forseti nú rjúfa þing formlega, að líkindum á morgun, og þingkosningar verða svo í landinu i öndverðum október. Kornframleiðsla eykst í Sovét W«hingUHi. II.JÉIÍ.AP. í FRETTUM frá Sovétríkjunum seg- ir í dag, að útlit sé fyrir tólf prósent meiri kornuppskeru í Sovétríkjunum í ir en í fyrra. Búist er við að magnið verði um 190 milljónir tonna. Þrátt fyrir þetta hefur ckki tekizt að auka framleiðsluna jafn mikið og áætlað hafði verið og til dæmis var sagt að júníuppskera hefði verið rýrari en vonast hafði verið til. Á markaðsárinu 1985-1986 sem hófst 1. júlí er talið að Sov- étmenn muni flytja inn að minnsta kosti 39 milljónir tonna af korni og er það um 16 milljón- um tonna minna en á siðasta ári. Þ^D ER ENGH SPURNING, HJÓUN FrÁERNINUM STANDA UPPUR „«, Reidhjólaverslunin__ ORNINN^ S Spííatasíígö og viö Óóinstorg símar: 1466126888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.