Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 30 kr. eintakiö. Of mikill fískur Þverstæðurnar í mannlíf- inu eru oft undarlegar. Nú gerist það allt í einu, á miðju ári 1985, þegar búið er að básúna það lengi, að í óefni sé komið í íslenskum sjávar- útvegi meðal annars vegna skorts á fiski, að of mikill afli berst á land. Um langt skeið hafa fiskifréttir Morgunblaðs- ins snúist um annað en of mik- inn afla. í gær er það hins veg- ar haft eftir Ingólfi Arnar- syni, framkvæmdastjóra Þor- móðs ramma á Siglufirði, að það sé „svakalegt að þorskin- um skuli mokað á land, eins og verið hefur og við skulum vera að tapa miklum peningum vegna þess að ekki er hægt að vinna hann í dýrar pakkn- ingar." Benedikt Gunnarsson, forstöðumaður ferskfisk- matsdeildar Ríkismats sjávar- afurða, sagði í Morgunblaðinu í fyrradag, að það væri alvar- legt vandamál frá sjónarmiði þeirra, sem líta eftir gæðum, þegar svo mikill afli berst á land. Það viðhorf er ríkjandi hér og styðst við aldalanga hefð, að sjáist bein í sjó þá beri að veiða það tafarlaust. Fulltrúi Landssambands íslenskra út- vegsmanna sagði einnig í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn, að það væri hagkvæmast fyrir útgerðarmenn og sjó- menn að ná sem mestum afla á sem skemmstum tíma „og ekki við þá að sakast". Sá sem „sökina" ber í þessu máli er líklega helst þorskur- inn. Hann lætur ná í sig á þeim tíma, þegar ekki eru allir tilbúnir að nýta hann á þann veg, að afraksturinn verði sem mestur. Sigfús Schopka, fiski- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, upplýsir lesendur Morgunblaðsins þó um það í gær, að þessi þorskur sem nú veiðist svona grimmt sé fimm ára og hann komi á miðin í samræmi við vonir fiskifræð- inga. Telur Sigfús líklegt að svipaðir atburðir eigi eftir að gerast á íslandsmiðum 1987 og 1988. Þeirri spurningu þyrfti helst að svara strax og í síð- asta lagi fyrir 1987, hvort það sé óhjákvæmilegt að láta þorskinn taka af mönnum völdin með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. Einn af kostum kvótaskipulagsins, sem er hornsteinn fiskveiði- stefnunnar og komið var á fót samkvæmt eindreginni ósk út- vegsmanna og fyrir harðfylgi þeirra, átti að vera það, að með því að stjórna veiðum með þessum hætti væri unnt að haga þeim þannig, að afli nýttist betur en áður. Voru fyrirheitin um að þetta yrði gert byggð á misskilningi? Er ekki unnt að hafa neina stjórn á því, hvernig veiði togara er háttað? Samkvæmt því sem komið hefur fram í umræðum um þessi mál í Morgunblaðinu síð- ustu daga á að vera hægt að stjórna þessu. Fulltrúi Lands- sambands íslenskra útvegs- manna, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma og forstöðu- maður ferskfiskmatsins, eru allir sammála um að þau fyrirtæki, sem reka bæði út- gerð og fiskvinnslu, geti og eigi að stjórna veiðum togar- anna með hliðsjón af vinnslu aflans. Eina leiðin til að allir láti skynsemina ráða í þessu efni er kannski sú að haga fiskverði með þeim hætti, að þar ráði framboð og eftir- spurn. Svo er að sjá hvað út- gerðarmenn og landssamband þeirra segja um það. Við sama heygarðs- hornið Ileiðara Tímans í gær held- ur Þórarinn Þórarinsson áfram að klifa á því, að Morg- unblaðið hafi ekki svarað spurningum hans um smáat- riðin, sem vefjist fyrir Hall- dóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra Fram- sóknarflokksins. Er meðal annars á það bent í leiðaran- um að það hafi verið Halldór Ásgrímsson en ekki Lands- samband íslenskra útvegs- manna sem mótaði núverandi fiskveiðistefnu. Jafnframt er hælst um af því, sem kallað er „fjárhagsleg endurskipulagn- ing“ í sjávarútvegi og Halldór Ásgrímsson á að hafa staðið fyrir. Miðað við fréttir úr sjáv- arútveginum virðist hún ekki hafa dugað til langframa. Framsóknarblaðið telur, að ástæðan fyrir ummælum Morgunblaðsins í forystugrein 2. júlí um smáatriðin og sjáv- arútvegsráðherra, sem hafa vakið meiri taugatitring með- al framsóknarmanna en nokk- urn gat órað fyrir, sé sú, að Morgunblaðinu vaxi „almenn virðing" sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í augum — Morgunblaðið vilji svipta ráðherrann gloríunni. Ekkert er fjær sanni. En lesendum skal bent á, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Viðskipti með físk í kanadískri lögsögu eftir Halldór Pétur Pálsson og Sigmar Þormar í þessari grein verður rætt um veiðar erlendra þjóða í kanadískri landhelgi. Á undanförnum árum hefur fjárhags- vandi kanadísks sjávarútvegs verið mjög alvarlegur. Þó að enn sé ekki Ijóst hvort sjávarútvegur Kanada losni úr þessari fjárhagskreppu horfír ýmislegt til betri vegar. Ólíkt því sem gerist á íslandi aukast botnfískveiðar Kan- adamanna ár frá ári. Talið er að þessi aukning muni halda áfram og árið 1987 verði þorskaflinn nálægt 800.000 lestum. Eftir útfærslu efnahagslögsög- unnar í 200 mílur árið 1977 hafa kanadísk stjórnvöld reynt að nota veiðiheimildir til að leysa vanda- mál í sjávarútvegi. Þær þjóðir sem fá að veiða í kanadískri fiskveiði- lögsögu verða að ganga í NAFO (Northwest Atlantic Fisheries Organization) og lofa að virða þau fiskverndunarsjónarmið sem þar gilda. t stuttu máli, þá er heildar- afli í hólfunum á kortinu (3K, 3L, 3M o.s.frv.) ákveðinn og honum skipt á milli þeirra þjóða, sem að- ild eiga að samtökunum, ef eitt- hvað er eftir, þegar heimamenn hafa veitt. Þjóðir sem aðgang hafa að kanadískri fiskveiðilögsögu skuldbinda sig þannig til að tak- marka veiðar sínar beggja vegna lögsögumarkanna. Þar sem lengi hefur gengið illa að afla alþjóðlegra markaða fyrir kanadískar sjávarafurðir er er- lendum veiðiþjóðum boðinn veiði- kvóti í kanadískri lögsögu gegn því að þær heimili og greiði fyrir innflutningi á kanadískum fiski. Kanadamenn hafa veitt Sovét- ríkjunum og öðrum Austur-Evr- ópuríkjum, ásamt þjóðum innan Evrópubandalagsins veiðiheimild- ir í fiskveiðilögsögu sinni. Leyfð er veiði á fiskstofnum sem Kanada- menn nýta lítið eða alls ekki. Erfíð samskipti við Vestur-Þjóðverja Veiðiheimild Evrópubandalags- ins á þorski í kanadískri lögsögu er 9500 tonn. Þennan kvóta máttu þeir sem bandalagið tilnefndi veiða á svæðunum sem merkt eru 2J, 3K og 3L á kortinu. Vestur- Þjóðverjar veiddu yfir 7000 tonn af þessum 9500 tonnum innan 200 mílnanna. Svo færðu þeir sig út fyrir 200 mílurnar og veiddu að því að talið er 20.000 tonn á nefi (sjá kort) landgrunnsins úr sama stofni. Þetta athæfi Vestur-Þjóð- verjanna er talið hættulegt þorskstofninum þarna, þar sem stofnstærð fer niður fyrir það sem Kanadamenn telja æskilegt. Auk þess telja Kanadamenn þessar veiðar Vestur-Þjóðverja utan lögsögunnar gróft brot á sam- komulaginu við Evrópubandalag- ið. Af þessu sést að eftirlit þarf að vera gott ef tryggja á að erlendir fiskveiðiflotar veiði aðeins það sem samið er um. Tryggja þarf, að hvorki sé veitt of mikið fyrir utan eða innan fiskveiðilögsögur strandríkja. Spánverjar utan landhelgi Kanada Spánverjar náðu ekki sam- komulagi við Kanadamenn um fiskveiðar í landhelgi þeirra eftir útfærsluna 1977. Til • að knýja Kanadamenn til samkomulags lokuðu Spánverjar heimamarkaði sínum fyrir saltfisk frá Kanada. Samkomulag hefur ekki náðst enn. Spánverjar veiða eins mikið og þeir vilja á landgrunni Kanada fyrir utan 200 mílurnar (sjá kort), án tillits til þeirra fiskverndun- arsjónarmiða sem Kanadamenn telja æskileg. Innan fiskveiðisamstarfsins í NAFO leggja Kanadamenn áherslu á, að á hverju ári sé aðeins veiddur „hæfilegur hámarksafli". Óttast er að veiðar umfram þenn- an hámarksafla stefni fiskstofn- unum í hættu. Þó að Spánverjar taki ekki þátt í NAFO verða Kanadamenn að taka mið af veið- um þeirra rétt utan kanadísku landhelginnar í útreikningum á hámarksaflanum. Kanadískir sjó- menn og þjóðir, sem hafa samið við Kanadamenn um fiskverndun og verslunarsamvinnu, verða því að færa Spánverjum fórnir með því að veiða minna en ella. Austur-Evrópuríki og Kúba Árið 1984 fengu skip frá Kúbu, Austur-Þýskalandi, Póllandi og Sovétríkjunum 141.060 tonn af fiski í kanadískri landhelgi. Hér var einungis um verðlitlar fiskteg- undir að ræða. Kúbumenn, Austur-Þjóðverjar og Pólverjar hafa í mörg ár keypt fiskafurðir í Kanada. Ólöglegt er fyrir Kanada að semja beint um viðskipti fyrir veiðar vegna GATT (sem er alþjóðlegt samkomulag um tolla og viðskipti). Þessar þjóðir lýsa því aðeins innkaupa- áformum sínurn á kanadískum sjávarafurðum á næsta ári í við- ræðunum um veiðiheimildirnar. Það gerðist hins vegar 1984 að Sovétmenn lofuðu í fyrsta sinn að kaup fisk í Kanada fyrir 12 millj- ónir Kanadadollara (365 millj. ísl kr.). Auk þess hafa Sovétmenn keypt skipaviðgerðir í St. Johns á Nýfundnalandi fyrir um 2,5 millj- ónir (76 millj. ísl. kr.) samtals á undanförnum árum. Sovétmenn lofuðu líka að nýta kanadíska við- halds- og viðgerðarþjónustu meira næstu árin. I fiskveiðisamningnum á milli Kanada og Sovétríkjanna, sem undirritaður var í Moskvu 1. maí 1984, lofuðu Sovétmenn að eiga samvinnu við Kanadamenn um að þróa verslun með kanadískar sjáv- arafurðir. Kanadamenn vonast til að selja aukið magn af sjávaraf- urðum til Sovétríkjanna á næstu árum í krafti þessa loforðs. Sovésk skip máttu veiða 100.200 tonn í kanadískri landhelgi 1984. Af þessu magni eru 56.600 tonn lýsingur og um 17.000 tonn loðna. Af þorski mega þau veiða 500 tonn. Austur-Þjóðverjar máttu veiða 14.150 tonn í kanadískri landhelgi 1984. Þeir máttu veiða 500 tonn af þorski og svo aðallega lýsing. Austur-Þjóðverjar lofuðu að kaupa unnar kanadískar sjávaraf- urðir að verðmæti 2,11—2,4 millj- ónir Kanadadollara (um 70 millj. ísl. kr.). Heildarsala til Sovétríkj- anna, Austur-Þýskalands, Pól- lands og Kúbu á unnum sjávaraf- urðum á samkvæmt loforðum að ná 17,78 milljónum Kanadadollara Togari stórfyrírtækisins Fisheries Products International á Nýfundnalandi á veiðum norður af eyjunni. Fiskur seldur um borð í portúgalskt skip á hafi úti. NAFO-svæðið og 200 mflna lögsaga Kanada. (540 millj. ísl. kr.) árið 1984. Kan- adamenn vona að þessi viðskipti geti vaxið í framtíðinni. Vegna sölu á korni frá Kanada til Sovétríkjanna kaupa Sovét- menn mun meira af Kanada- mönnum en þeir selja þangað, kann þessi mikli viðskiptahalli að spilla fyrir fisksölu til Sovétríkj- anna. Fisksala á hafí úti og við bryggju Á undanförnum árum hefur það tíðkast í sívaxandi mæli að fiskur sé seldur lítið eða óunninn frá Kanada um borð í erlend veiði- skip. Kanadamenn nefna þetta „beina sölu“. Aðallega er um að ræða sölu á síld og botnfiski. Bein sala skiptist í tvennt. Sala á al- gerlega óunnum fiski ber nafnið „sala yfir borðstokkinn", en sala á fiski sem að einhverju leyti er unninn í landi nefnist „sala af bryggju". Bein sala hófst í síldarvertíð 1976 í Fundy-flóa við Nova Scotia þegar kanadískar vinnslustöðvar höfðu ekki undan að vinna aflann. Því voru 12.000 tonn af óunninni síld seld um borð í pólsk skip. Þessar fisksölur hafa síðan vaxið ár frá ári. Frá útfærslu landhelginnar árið 1977 hefur fiskafli Kanadamanna aukist en erlend veiðiskip, sem veiddu á þessum miðum, hafa ver- ið verkefnalítil. í Kanada er þorskvertíð yfir sumarmánuðina, aðallega júlí og ágúst. Algengt er að svo mikill afli berist á land frá smábátum í fisk- veiðiflotanum á Nýfundnalandi og Nova Scotia að vinnslustöðvar hafi ekki undan að vinna aflann. Þar sem þessi vandi vegna of mik- ils afla var alvarlégastur var grip- ið til þess ráðs að selja fisk „yfir borðstokkinn“ þ.e. óunninn úr kanadískum fiskibátum um borð í erlend skip. Það sem Kanadamenn kalla „sölu af bryggju" er annars eðlis en sala yfir borðstokkinn. Fiskur- inn er unninn í landi aðallega salt- aður og siðan seldur um borð í erlend skip. Kanadamenn nefna þetta hálfunninn fisk. Hér er þó í raun um að ræða blautan saltfisk, svipaðan þeim sem tslendingar flytja út. Það eru aðallega portúg- ölsk skip sem sigla til Kanada til að kaupa fisk af bryggju. Þessi fiskur keppir síðan við íslenskan fisk í Portúgal. Þar sem Kanadamenn eiga í vandræðum með að selja síaukinn botnfisksafla sinn, líta þeir á sölu yfir borðstokkinn sem leið til að ná mörkuðum af keppinautum. I opinberri skýrslu um þessi mál- efni er eftirfarandi svar gefið þeim, sem óttast að sala yfir borðstokkinn muni veikja markaði fyrir þurrkaðan kanadískan salt- fisk, þar segir orðrétt: „Ekkert bendir til að verið sé að veikja möguleika Kanadamanna á að selja saltfisk á erlendum mörk- uðum með sölu á blautum saltfiski til Portúgal. Allar líkur eru á því að seldu Kanadamenn ekki hálf- unna vöru til Portúgal, gætu þeir útvegað sér sömu vörur frá ís- landi.“ Augljósir ókostir Útflutningur á óunnum eða hálfunnum fiski hefur í för með sér augljósa ókosti. Hefur hann leitt til pólitískra deilna hér í Kanada. Fiskverkendur ásaka sjó- menn um að selja erlendum skip- um óunninn afla á meðan verkun- arhús skorti hráefni. Verið sé að flytja hráefni burtu sem sé síðan fullunnið annars staðar. Þannig sé sköpuð atvinna og aukinn ágóði erlendis á meðan atvinnuleysi ríki á Atlantshafssvæðum Kanada. Að sögn Howard Keck hjá sjáv- arútvegsráðuneyti Kanada hefur verið reynt að jafna þennan ágreining. Ávallt hafi verið litið á beina sölu sem tímabundið fyrir- bæri. Hún sé aðeins réttlætanleg við ákveðnar aðstæður. Dæmi um slíkar aðstæður væru ef vinnslu- aðstaða er ekki fyrir hendi nálægt fiskimiðum svo sem þegar síld- veiðar voru stundaðar í Fundy- flóa. Beinni sölu á síld var hætt þar eftir að vinnsluaðstaða batn- aði. Annað dæmi um beina sölu sem unnt sé að réttlæta fari fram á hámarksvertíðinni í júlí og ágúst. Þá náist ekki að vinna þann þorskafla sem á land berst. Þessi vandi vegna mikils afla á stuttu tímabili sé enn fyrir hendi og beinni sölu á botnfiski yrði því haldið áfram. Keck lagði ríka áherslu á að ávallt hefði verið litið á þessi viðskipti sem tímabundið fyrir- bæri. Gefa þyrfti haldgóðar ástæður í hvert sinn sem sótt væri um leyfi til sjávarútvegsráðuneyt- isins. Langtímamarkmið stjórn- valda væri að draga úr og að iok- um hætta þeim. Lokaorö Samskipti Kanadamanna við þær þjóðir sem veiða á fiskimiðum þeirra eru margþætt. Þegar veitt- ar eru veiðiheimildir innan kan- adískrar landhelgi eru fiskvernd- unarsjónarmið og verslunarhags- munir hafðir í huga. Erfitt er að meta hvernig Kan- adamönnum gengur að afla mark- aða fyrir sjávarafurðir með veit- ingu veiðiheimilda. Samskipti við veiðiflota erlendra ríkja hafa ekki alltaf verið sem skyldi eins og dæmin um Vestur-Þjóðverja og Spánverja sýna. Þá segja Kanada- menn að austantjaldslöndin upp- fylli seint og illa loforð um kaup á kanadískum sjávarafurðum. Kanadamenn hafa því rekið sig á ýmsa örðugleika við að nota veiðiheimildir til að leysa vanda- mál sjávarútvegs. Þessi stefna hefur þó borið árangur. Saltfisk- sala til Portúgal hefur aukist verulega. Kanadískar sjávarafurð- ir eru nú seldar í fyrsta sinn til Sovétríkjanna. Höfundar eru búsettír í Ottawa, böfudborg Kanada. Þeir hafa íður ritað um kaaadísk sjávarútregsmál í Morgunhlaðið (10. janúar 1985 og 27. febrúar 1985).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.