Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 25 fiskí *sögu í að selja aukið magn af sjávaraf- in urðum til Sovétríkjanna á næstu ns árum í krafti þessa loforðs. i". Sovésk skip máttu veiða 100.200 n- tonn í kanadískri landhelgi 1984. Af þessu magni eru 56.600 tonn lýsingur og um 17.000 tonn loðna. Af þorski mega þau veiða 500 tonn. Austur-Þjóðverjar máttu veiða 14.150 tonn í kanadískri landhelgi 1984. Þeir máttu veiða 500 tonn af þorski og svo aðallega lýsing. Austur-Þjoðverjar lofuðu að kaupa unnar kanadískar sjávaraf- urðir að verðmæti 2,11—2,4 millj- ónir Kanadadollara (um 70 millj. ísl. kr.). Heildarsala til Sovétríkj- anna, Austur-Þýskalands, Pól- lands og Kúbu á unnum sjávaraf- urðum á samkvæmt loforðum að ná 17,78 milljónum Kanadadollara Togari stórfyrirtckisins Fisheries Products International i Nýfundnalandi á veiðum norður af eyjunni. NAFO-svæðið og 200 mflna lögsaga Kanada. (540 millj. ísl. kr.) árið 1984. Kan- adamenn vona að þessi viðskipti geti vaxið í framtíðinni. Vegna sölu á korni frá Kanada til Sovétríkjanna kaupa Sovét- menn mun meira af Kanada- mönnum en þeir selja þangað, kann þessi mikli viðskiptahalli að spilla fyrir fisksölu til Sovétríkj- anna. Fisksala á hafi úti og við bryggju Á undanförnum árum hefur það tiðkast í sívaxandi mæli að fiskur sé seldur lítið eða óunninn frá Kanada um borð í erlend veiði- skip. Kanadamenn nefna þetta „beina sölu". Aðallega er um að ræða sölu á síld og botnfiski. Bein sala skiptist í tvennt. Sala á al- gerlega óunnum fiski ber nafnið „sala yfir borðstokkinn", en sala á fiski sem að einhverju leyti er unninn í landi nefnist „sala af bryggju". Bein sala hófst í síldarvertíð 1976 í Fundy-flóa við Nova Scotia þegar kanadískar vinnslustöðvar höfðu ekki undan að vinna aflann. Því voru 12.000 tonn af óunninni síld seld um borð í pólsk skip. Þessar fisksölur hafa síðan vaxið ár frá ári. Frá útfærslu landhelginnar árið 1977 hefur fiskafli Kanadamanna aukist en erlend veiðiskip, sem veiddu á þessum miðum, hafa ver- ið verkefnalítil. í Kanada er þorskvertíð yfir sumarmánuðina, aðallega júlí og ágúst. Algengt er að svo mikill afli berist á land frá smábátum í fisk- veiðiflotanum á Nýfundnalandi og Nova Scotia að vinnslustöðvar hafi ekki undan að vinna aflann. Þar sem þessi vandi vegna of mik- ils afla var alvarlégastur var grip- ið til þess ráðs að selja fisk „yfir borðstokkinn" þ.e. óunninn úr kanadískum fiskibátum um borð í erlend skip. Það sem Kanadamenn kalla „solu af bryggju" er annars eðlis en sala yfir borðstokkinn. Fiskur- inn er unninn í landi aðallega salt- aður og síðan seldur um borð í erlend skip. Kanadamenn nefna þetta hálfunninn fisk. Hér er þó í raun um að ræða blautan saltfisk, svipaðan þeim sem íslendingar flytja út. Það eru aðallega portúg- ölsk skip sem sigla til Kanada til að kaupa fisk af bryggju. Þessi fiskur keppir síðan við íslenskan fisk í Portúgal. Þar sem Kanadamenn eiga í vandræðum með að selja síaukinn botnfisksafla sinn, líta þeir á sölu yfir borðstokkinn sem leið til að ná mörkuðum af keppinautum. í opinberri skýrslu um þessi mál- efni er eftirfarandi svar gefið þeim, sem óttast að sala yfir borðstokkinn muni veikja markaði fyrir þurrkaðan kanadískan salt- fisk, þar segir orðrétt: „Ekkert bendir til að verið sé að veikja moguleika Kanadamanna á að selja saltfisk á erlendum mörk- uðum með sölu á blautum saltfiski til Portúgal. Allar líkur eru á því að seldu Kanadamenn ekki hálf- unna vöru til Portúgal, gætu þeir útvegað sér sömu vörur frá Is- landi." Augljósir ókostir Útflutningur á óunnum eða hálfunnum fiski hefur í för með sér augljósa ókosti. Hefur hann leitt til pólitískra deilna hér í Kanada. Fiskverkendur ásaka sjó- menn um að selja erlendum skip- um óunninn afla á meðan verkun- arhús skorti hráefni. Verið sé að flytja hráefni burtu sem sé síðan fullunnið annars staðar. Þannig sé sköpuð atvinna og aukinn ágóði erlendis á meðan atvinnuleysi ríki á Atlantshafssvæðum Kanada. Að sögn Howard Keck hjá sjáv- arútvegsráðuneyti Kanada hefur verið reynt að jafna þennan ágreining. Ávallt hafi verið litið á beina sölu sem tímabundið fyrir- bæri. Hún sé aðeins réttlætanleg við ákveðnar aðstæður. Dæmi um slíkar aðstæður væru ef vinnslu- aðstaða er ekki fyrir hendi nálægt fiskimiðum svo sem þegar síld- veiðar voru stundaðar í Fundy- flóa. Beinni sölu á síld var hætt þar eftir að vinnsluaðstaða batn- aði. Annað dæmi um beina sölu sem unnt sé að réttlæta fari fram á hámarksvertiðinni í júlí og ágúst. Þá náist ekki að vinna þann þorskafla sem á land berst. Þessi vandi vegna mikils afla á stuttu tímabili sé enn fyrir hendi og beinni sölu á botnfiski yrði því haldið áfram. Keck lagði ríka áherslu á að ávallt hefði verið litið á þessi viðskipti sem tímabundið fyrir- bæri. Gefa þyrfti haldgóðar ástæður í hvert sinn sem sótt væri um leyfi til sjávarútvegsráðuneyt- isins. Langtímamarkmið stjórn- valda væri að draga úr og að lok- um hætta þeim. Lokaorð Samskipti Kanadamanna við þær þjóðir sem veiða á fiskimiðum þeirra eru margþætt. Þegar veitt- ar eru veiðiheimildir innan kan- adískrar landhelgi eru fiskvernd- unarsjónarmið og verslunarhags- munir hafðir í huga. Erfitt er að meta hvernig Kan- adamónnum gengur að afla mark- aða fyrir sjávarafurðir með veit- ingu veiðiheimilda. Samskipti við veiðiflota erlendra ríkja hafa ekki alltaf verið sem skyldi eins og dæmin um Vestur-Þjóðverja og Spánverja sýna. Þá segja Kanada- menn að austantjaldslöndin upp- fylli seint og illa loforð um kaup á kanadískum sjávarafurðum. Kanadamenn hafa því rekið sig á ýmsa örðugleika við að nota veiðiheimildir til að leysa vanda- mál sjávarútvegs. Þessi stefna hefur þó borið árangur. Saltfisk- sala til Portúgal hefur aukist verulega. Kanadiskar sjávarafurð- ir eru nú seldar í fyrsta sinn til Sovétríkjanna. Höfantlar erv búsetúr í Otlawa, böfudborg Kanada. Þeir hafa áður ritMd um kanadisk sjávarútvegsmíl í Mcrgunbladið (10. janúar 1985 og 27. febrúar 1985).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.