Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1985 Forystumenn Sambands fiskvinnslustöðva: Gengu á fund ráð- herra og áréttuðu hagsmunamál fiskvinnslunnar Að undanfömu hafa forráða- menn fiskvinnslufyrirtækja innan Sambands fiskvinnslustöðvanna fundað sjálfir og með þingmönn- um í öllum kjördæmum. Á þessum fundum hefur verið rætt um mál- efni fiskvinnslufyrirtækja, stöðu beirra og framtíðarhorfur. Sam- band fiskvinnslustöðvanna vill i framhaldi af þessum fundum árétta við stjórnvöld eftirfarandi hagsmunamál fiskvinnslunnar og óskar eftir samvinnu og fulltingi um úrlausn þeirra. 1. Almenn efnahagsstjórn Stjórnvöld verða að beita ströngu aðhaldi í peningamálum á þessu ári til þess að draga úr um- frameftirspurn eftir vinnuafli, þenslu og launaskriði. í því skyni ber að leggja sérstaka áherslu á: — Að heimildir til erlendra vöru- kaupalána verði ekki rýmkaðar og vandlega fylgst með því að núverandi heimildir verði ekki misnotaðar. — Að séð verði til þess að .banka- kerfið auki ekki erlendar lán- tökur að öðru leyti en sem samsvarar afurðalánaviðskipt- unum og að tryggt verði að nettóskuldastaða þjóðarbúsins breytist ekki við kerfisbreyt- ingu afurðalánaviðskiptanna. — Að staðið verði við lánsfjárlög og að lántökur ríkissjóðs, opinberra fyrirtækja og ríkis- stofnana aukist ekki frá því sem þau mæla fyrir um. — Að stefnt verði að því að helm- ingur lánsfjármagns í sjávar- útvegi verði innlendur á hag- kvæmum kjörum. Við gerð efnahagsáætlana fyrir árið 1986 — ár útflutningsins — verði þess gætt að utanríkisvið- skipti verði hallalaus og að skuldasöfnun erlendis verði stöðv- uð. Lántökur opinberra aðila verði lækkaðar eftir þörfum til þess að ná þessum markmiðum. Komið verði á frjálsri verðmyndun á gjaldeyri. 2. Vaxtakostnaður Afturvirkni sú sem 'viðskipta- bankarnir settu á gengistryggingu viðbótarlána fiskvinnslunnar í fyrrahaust verði gerð ógild og viðskiptabankarnir verði látnir endurgreiða fiskvinnslunni þann gengishagnað sem þeir fengu við þá aðgerð. Vaxtaálag viðskipta- bankanna vegna endurlánavið- skipta þeirra með afurðalánin verði lækkað. Fiskvinnslan fái að ráða í hvaða myntum afurðalánin eru tekin að svo miklu leyti sem þau eru erlend. Lokasýn- ing f im- leikahátíðar LOKASÝNING norrænnar fimlcika- hátíðar hefst kl. 19.00 á föstudag í Laugardalshöll, segir í frétt frá Fim- leikasambandi íslands. Valdir sýn- ingarhópar frá öllum sýningum leik- anna koma fram. Hópatriði 250 barna sem vakti miklii athygli á opnunarhátið verður endursýnt og f lokin koma allir þátttakendur námskeiða sem eru alls 800 fram á gólfið og syngja og sýna atriði undir stjórn Gunnel Thorberg og Rune Deltner frá Svíþjóð. Hljómsveit undir stjórn Guð- jóns Vilhjálmssonar sér um tón- list. 3. Skreiðarbirgðir Verðjöfnunarsjóði verði gert kleift að greiða 250 milljónir króna vegna vaxtakostnaðar af skreiðarbirgðum. 4. Rýmri heimiidir Verðlagsráos Heimildir Verðlagsráðs sjávar- útvegsins verði rýmkaðar til að ákveða að fiskverð verði frjálst. Til þessa skuli þurfa aukinn meirihluta en ekki allsherjar sam- komulag. Kannað verði sérstak- lega hvort unnt sé tímabundið til reynslu að koma á uppboðsmark- aði á afmörkuðum svæðum. Könn- uð verði sú leið að stjórnvöld skipi ekki oddamann í yfirnefnd Verð- lagsráðs. 5. Fiskmat Matsreglum verði breytt til þess að endurspegla nýtingu og ástand þess hráefnis sem berst til vinnsl- unnar s.s. eftir ormafjölda, inn- volsi og geymsluþoli. Sjávarút- \ . m „b/p~ ^f .issiaSgí. í; jJ? -**•£££!»'^ ,£ ~Í.l»^0,- Moiyunbladið/Bjarni Forystumenn Sambands fiskvinnslustöova i fundinum hjá forsætis- og sjávarútvegsráðherra f Ráðherrabústaðnum vio Tjarnargötu síodegis í gær. vegsráðherra skipi starfshóp sem kanni mál þetta og skili áliti fyrir næstu fiskverðsákvörðun. Skilyrð- islaust verði farið eftir matsregl- um. 6. Málefni nskvinnslufólks Samstarf verði um málefni fisk- vinnslufólks og þær lagabreyt- ingár, sem kunna að verða nauð- synlegar í því skyni að bæta stööu þess. I því skyni má nefna: — Breytingar á tilhögun atvinnu- leysistrygginga og kauptrygg- ingar til þess að stuðla að fisk- auknu atvinnuöryggi vinnslufólks. — Aðgerðir í menntunar- og þjálfunarmálum til þess að auka starfshæfni fiskvinnslu- fólks. — Skattfrelsi tekna fyrir fisk- vinnu umfram 1700 tíma á ári. 7. Hringormavandi Lögum um selveiðar verði breytt og samstarf verði milli stjórnvalda og sjávarútvegsins um stórfækkun sela. 8. Nýsköpun Tryggja verður að eðlilegur hluti af því fjármagni sem varið er til nýsköpunar í atvinnulífinu renni til sjávarútvegsins, sérstak- lega til vinnusparandi aðgerða. 9. Annað Tryggður verði framgangur þeirra tillagna um lagabreytingar, sem samkomulag kann að veröa um að gera milli hagsmunaaðila i sjávarútvegi. Þetta er hægt með þinni hjálp Gistane „engill dauðans" Gistane „feit og pattaraleg" Sag an um Gistane: Enginn hugði Gistane líf þegar hún, 7 ára gömul, kom fyrst til hjálparstööva Rauða krossins i Eþíópiu. Þess vegna var hún kölluð „engill dauðans". Nokkrum vikum síðar var hún orðin „feit og pattaraleg" þar sem hún naut lífsins í félagsskap sendifulltrúa Rauða kross íslands, Sigriðar Guðmundsdóttur. Vilt þú veita svöngu barni í Afriku sams konar hjálp og þá sem Rauði krossinn lét Gistane í té? Framlög til Hjálparsjóðs Rauða krossins tryggja aðstoð * til hungraðra barna i Afríku. , \{\X\\ feí Gíróreikningur Hjálparsjóðs •.^o'\V^ÓQ^ ^ Vc\ \^~ Rauða kross Islands er 90000-1 , ss\ns -A7, ev i^SSi^S o9 W\að^f^s\ns van*S£!^8ödBn. W\á\P atstaí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.