Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Fáni Grænlands í Reykjavík HÉR blakta þeir hlid við hlið hinn nýi þjóðfáni (irænlands og íslenski fáninn. Var Grænlandsfáninn dreg- inn að húni við flugbækistöð Helga Jónssonar á Reykjavíkurflugvelli í sólskininu í gær. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem grænlenski fáninn er dreginn að hún hér í Reykjavík og jafnvel á óllu landinu. Við munum flagga á venju- legum flugdogum okkar til Kulus- uk, sem eru tveir í viku yfir sumarmánuðina, á þriðjudögum og föstudögum, og oftar ef okkur þykir tilefni til, sagði frú Jytte Jónsson, kona Helga. Hann hefur sem kunnugt er sérleyfið á flug- leiðinni Reykjavík, Kulusuk við Angmagssalik. Farþegaflutningar á flugleiðinni eru í jöfnum vexti. Geta má þess að á þriðjudögum var fóru 25 manns af fjölmörgu þjóðerni til Grænlands og höfðu þar skemmri eða lengri viðdvöl. Á myndinni sem Ól.K. Magnús- son tók í gær eru Sigurjón Alfreðs, flugmaður, frú Jytte, kona Helga. Hún hefur atvinnuflugmanns- réttindi og kennararéttindi, þá Helgi Jónsson, yfirflugstjóri og Þórhallur Magnússon, flugstjóri. A myndina vantar tvo af starfs- mönnum við flugstöð Helga, þá Ragnar Hauksson, flugmann og Jón Helgason. Megas að ljúka hljómleikaferð Hljómleikaferð Megasar og fé- laga hans um landið lýkur um helg- ina. Leika þeir á Hótel Akranesi í kvöM klukkan 20.30. Þá fara þeir til Eyja og leika þar í samkomuhúsinu á sama tíma i laugardagskvbld. Á sunnudagskvöld leika þeir í Garði, einnig klukkan 20.30. Næstkomandi miðvikudags- kvöld klukkan 21 leika þeir félagar síðan í Austurbæjarbíói og lýkur þar með hljómleikaferðinni. Meg- as mun síðan næstu tvær helgar slást í för með Stuðmönnum og spila með þeim í Húnaveri og í Atlavík. Undirleik hjá Megasi í þessari tónleikaför annast þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommari, Haraldur Þorsteinsson bassisti og Jens Hansson blásari. Doktor í tölvunarfræðum í frétt í blaðinu í gær um dokt- orsvörn dr. Snorra Agnarssonar féll niður að ritgerð hans fjallaði um tðlvunarfræði eða nánar til- tekið um fræðileg atriði í tengsl- um við aðgerðir í forritunarsöfn- un, eins og sagði í fréttinni. Skrifstofa RKÍ opin um helgina í TILEFNI af beinni útsendingu sjónvarpsins á laugardagskvöld frá hljómleikum til styrktar bágstödd- um í Afríku verður skrifstofa Rauða kross fslands í Reykjavík opin um helgina. A laugardag verður tekið á móti Frá hjálparstarfinu í Eþíópíu. framlögum milli kl. 14 og 17 á skrifstofunni og á sunnudag á sama tíma. Þá getur fólk einnig hringt í síma RKÍ — 26722 og til- kynnt um framlög. Tekið verður á móti slíkum hringingum bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 14-17. Ljósm. Morgunblaðisns Einar Valur Vigdís sómir sér vel innan um dönsku víkingana sem sóttu hana heim. Danskir víkingar á íslandi Koma fram á hátíð á Laugarvatni um helgina „ÉG ER kóngurínn," sagði Ole Bröndum í flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli í gær. „Við erum komn- ir hérna 104 leikarar og æthim að sýna fslendingum raunverulegt víkingaleikrit. Við vonum bara að veðrið verði gott svo við fáum marga áhorfendur og þá er ég viss um að allir sem koma skemmta sér vel." „Kóngurinn" er ein persónan í leikritinu Hagbard og Signe sem þessi fjólmenni leikhópur frá Fredriksund í Danmörku sýnir á Laugarvatni um helgina. Leik- ritið gerist á víkingatímanum og fjallar um ástir og afbrýði, hefndir og þung forlög. Leikhóp- urinn hefur ferðast víða um heiminn og sýnt hin ýmsu vík- ingaleikrit við góðan orðstir. 1 leikritinu nota þeir sex islenska hesta og sagði Öle að þeir hefðu æft sig á íslenskum hestum i Danmörku áður en þeir héldu til íslands. Frá Keflavík hélt hópurinn til Bessastaða og heilsaði upp á for- seta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur. Tók Vigdís vel á móti gestunum og sagöi meðal annars að ánægjulegt væri að sjá svo föngulega víkinga saman komna á íslandi að nýju eftir margar aldir. Var henni skemmt þegar einn víkingurinn sýndi mikla prúðmennsku, tók ofan voldugt höfuðfatið og hneigði sig. Þótti henni þó allur varinn góður og tók fram að bannað væri að berj- ast í stofum Bessastaða. Borgarstjóri Fredriksunds þakkaði góðar viðtökur og færðu þeir Vigdísi forláta víkingasverð að gjöf. f dag heldur leikhópurinn svo að Laugarvatni og reynir sviðið og aðstæðurnar, þar sem þau munu halda fjórar leiksýningar um helgina á mikilli víkingahát- íð. Eúis og víkinga er háttur hélt kóngurinn Ole Bröndum vel birgur miði og öðrum dýram veigum í f slandsferðina. íslendingasögurnar verði færðar í leikbúning — segir Pétur Sigurðsson alþingismaður „Ég hafði virkilega gaman af víkingaleikritinu Hagbarður og Signý, sem ég hafði tækifaeri til að sji nýverið í Danmörku," sagði Pétur Sigurðsson alþingismaður, en hann er einn þeirra fjölmörgu Islendinga, sem farið hafa á víkingahátíðina í Friðrikssundi, sem haldin hefur vcrio á hverju sumri í 33 ár. „Þarna var leikið á stóru úti- tökunni með látbragði. Þessar ár- svæði þar sem leikendurnir, vík- legu sýningar vekja mikla athygli ingar, börn og hestar, gengu um á meðal áhorfendanna. Sýningin gaf ákaflega sannfærandi mynd af lífi þessa sögutímabils á Norðurlönd- um. Víkingarnir börðust „grimmi- lega". Að sögn Péturs er tæknin, sem þarna er beitt við að koma tali og tón til skila undir berum himni mjög góð. Allt hljóð er unnið fyrirfram og leikarar fylgja upp- og hrifningu ferðamanna, sem koma til Danmerkur á hverju sumri, og hefur orðið til þess að vekja athygli á Friðrikssundi sem ferðamannastað. En að auki hafa víkingaleikirnir farið víða um heim og hvarvetna vakið hrifn- ingu. „A meðan ég var að horfa á vík- ingasýninguna um daginn kom upp í huga minn að ástæða væri til að kanna hvort við íslendingar gætum ekki gert eitthvað svipað og var ég þá með fslendingasog- urnar í huga og sögustaði þeirra. Með hliðsjón af því hvað Danir hafa náð langt með víkingaleikn- um er ekkert líklegra en að ferða- menn sem koma til íslands vilji sjá íslendingasogurnar f leikbún- ingL Ég vil þvi hvetja alla sem hefðu áhuga á þessu máli, leikara, ferða- frömuði og þá sérstaklega tækni- menn, til að kynna sér hvernig staðið er að dönsku víkingasýning- unni á Laugarvatni nú um helg- ina," sagði Pétur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.