Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 29

Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 29
MORGUNBLAÐtD, FÖSTUDAGUR 12. JtJLÍ 1985 29 70 ára: Björgvin Bjarnason bæjarfógeti, Akranesi f dag verður sjötugur Björgvin Bjarnason bæjarfógeti á Akra- nesi. Hann fæddist í Vík 1 Mýrdal þann 12. júlí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni kaupfélags- stjóri Kjartansson bóndi í Drangshlíðardal Guðmundssonar og Svanhildur Einarsdóttir bónda í Kerlingadal Hjaltasonar skip- stjóra í Vík. Fjölmennar og merkar ættir standa að þeim hjónum báðum í Vestur-Skafta- fellssýslu og Austur-Eyjafjalla- sveit. Sigurjón Kjartansson kaup- félagsstjóri í Vík um langt skeið og kunnur tónlistarmaður var bróðir Bjarna. Björgvin var yngst- ur fjögurra systkina. Hin voru Einar, Kjartan og Sólveig. Tvö þau síðast nefndu eru látin fyrir fáum árum. Það urðu mikil þáttaskil í lífi fjölskyldunnar 1928, en þá lét Bjarni af störfum kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Skaftfell- inga í Vík og gerðist forstjóri út- sölu ÁTVR á Siglufirði. Hér var um langan flutning að ræða og gerólíkt umhverfi. Endurminning- in um Mýrdalinn lifði þó ætíð með fjölskyldunni og það var eins og brot af sólskininu þaðan, fylgdi henni til Siglufjarðar og yljaði í löngu skammdegi hinnar norð- lægu byggðar. Börnin fjögur voru tengd sterkum rótum við uppruna sinn, ættmenn og vini þar syðra, sem aldrei hafa slitnað, fyrr en vald dauðans hjó þar á. Slík hefur tryggðin verið við æskustöðvarn- ar. Fjölskyldunni var vel tekið á Siglufirði og þar bjuggu gömlu hjónin til æviloka við almennar vinsældir. Sumarið 1940 starfaði ég á Siglufirði og var af sérstökum ástæðum heimagangur hjá þeim mætu hjónum Bjarna Kjartans- syni og Svanhildi. Þótt árin hafi liðið síðan hafa þau hjón orðið mér mjög hugstæð. Þau voru myndarleg að vallarsýn, svo eftir var tekið. Heimili þeirra var bæði fallegt, rausnarlegt og gestrisni mikil. Svanhildur var mikilhæf húsmóðir og stjórnsöm. Bjarni einstakt ljúfmenni, sem öllum vildi gott gera. Broshýr og aðlað- andi, skemmtilegur í frásögnum og vel metinn af öllum, Björgvin var þá við nám í Háskóla lslands, en dvaldi enn í föðurgarði og vann í Siglufirði á sumrin. Þar voru okkar fyrstu kynni. Það gat ekki öðruvísi farið en yngsta barnið og augasteinn foreldra sinna tæki með sér að heiman sitthvað af þeim dyggðum sem vel hafa dugað á lífsleiðinni og gert hann að jafn farsælum embættismanni og raun ber vitni í um 40 ár. Þeir sem þekktu æskuheimili hans og upp- runa kemur það líka ekki á óvart. Alfreð Hólm Björns son — 70 ára Alfreð er fæddur á Skálum á Langanesi 15. júlí 1915. Sonur Stefaníu Kristjánsdóttur frá Vopnafirði og Björns Jónssonar frá Strýtu við Hamarsfjörð. Al- freð ólst upp hjá föðurömmu sinni frá sex ára aldri, Ólöfu Finnsdótt- ur, fyrst að Strýtu og síðan hér sunnanlands. Um 15 ára aldur fór hann að vinna fyrir sér og hefur lagt gjörva hönd á margt. Alfreð tók bílpróf 1933 og gekk þá í vöru- bílstjórafélagið Þrótt og stundaði vörubilaakstur í rúm 40 ár ásamt öðrum störfum. Alfreð átti og starfrækti jarðýtu rétt eftir stríð og var það alger nýjung hér á landi. Alfreð var bílstjóri hjá sím- anum um árabil og hjá Vegagerð ríkisins. Vélar hafa alltaf verið honum hugleiknar, hann er eins næmur fyrir hljóði vélarinnar og tónlistarmaöur hljóðfæri sínu. En hann hefur líka ætíð haft sterkar taugar til jarðarinnar og 1950 lét hann þann draum sinn rætast að gerast bóndi og keypti Útkot á Kjalarnesi og hefur búið þar síðan ásamt konu sinni, Huldu Péturs- dóttur, og stundað jöfnum hönd- um búskap og akstur ásamt póst- burði. Alfreð á fjóra mannvæn- lega syni og fjölda afkomenda. Al- freð hefur ætíð verið hrókur alls fagnaðar og aldrei þurft á vímu- efnum að halda til að geta glaðst með glöðum. Hann og kona hans taka á móti gestum á sunnudaginn kemur, 14. júlí, að heimili sínu Útkoti á Kjal- arnesi. G.P. Sumarhátíð UÍA að Eiðum ^ilHsloóum. 9. jálí. HIN árlega sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands á Eiðum verður haldin nú um helgina. Hefst hátíðin með frjálsíþróttakeppni á föstu- dag en á laugardag hefst sérstök hátíðardagskrá kl. 14:00 og mun forseti tslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, þá heiðra samkomuna með nærveru sinni — en forsetinn verður í opinberri heimsókn á Austurlandi um þá helgi. Á laugardagskvöld verður dansleikur og munu Dúkkulísur leika fyrir dansi. Á sunnudag verður sérstök fjölskylduskemmtun. Þar munu ýmsir þekktir heimamenn skemmta auk Bubba Morthens. Sumarhátíð UÍA hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í tilveru manna hér austanlands og ávallt verið mjög vel sótt og farið hið besta fram. Það má búast við fjölmenni á Eiðum um næstu helgi. —Ólafur Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og lögfræðingur frá Háskóla íslands 1944. Hann stundaði málflutningsstörf á Siglufirði 1944—47 og ennfremur kennslu við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar þau ár. Var bæjarstjóri á Sauð- árkróki 1947—58. Sauðárkrókur hafði þá nýlega fengið kaupstað- arréttindi og var í örum vexti. Á þeim árum var hitaveitan lögð um bæinn og var hún með þeim fyrstu í landinu. Hefur hún reynst mikill búhnykkur fyrir Sauðárkróks- kaupsstað. I byrjun árs 1958 gerð- ist Björgvin sýslumaður í Strandasýslu og tæpum 11 árum síðar sýslumaður í f safjarðarsýsl- um og bæjarfógeti á ísafirði. Haustið 1973 er Björgvin skipaður bæjarfógeti á Akranesi og því starfi hefur hann gengt síðan. Björgvin kvæntist 8. júlí 1944 Sigurbjörgu Guðmundsdóttur fulltrúa á Sauðárkróki Sveinsson- ar. Afbragðskonu sem búið hefur fjölskyldunni fallegt og aðlaðandi heimili. Börn þeirra eru þrjú: Svanhildur húsmóðir á Sauðár- kóki, Anna Halla kennari f Reykjavík og Bjarni lögfræðingur, skattstjóri á Egilsstöðum. Mörgum opinberum trúnaðar- störfum hefur Björgvin gengt. Hann var í yfirkjörstjórn Vest- fjarðakjördæmis 1958—’73 og síð- ar í nokkur ár í Vesturlandskjör- dæmi. f fulltrúaráði Brunabóta- félags íslands síðan 1958 og í stjórn þess frá 1961. Formaður stjórnar Sjúkrasamlags Akraness síðan 1975. Þá hefur hann verið þátttakandi í ýmsum félögum, eins og Lionshreyfingunni þar sem hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum og reglu frímúr- ara. Hann er söngmaður ágætur og hefur starfað í mörgum karla- kórum t.d. Vísi í Siglufirði á hin- um gömlu góðu dögum, karlakórn- um Svönum á Akranesi o.fl. Þá hefur hann verið þátttakandi í Bridge-félaginu á Akranesi og keppt á mótum félagsins. Björgvin er íþróttamannlega vaxinn — hár og beinvaxinn — og kvikur í hreyfingum, enda stund- aði hann mikið íþróttir á yngri ár- um. Á háskólaárum sínum lék hann með Knattspyrnufélaginu Víkingi og fór m.a. í keppnisferð til Þýskalands 1938. Hefur hann síðan verið mikill áhugamaður um knattspyrnu. Björgvin á mikið og gott bókasafn, sem hann hefur viðað að sér á löngum tíma og far- ið um nærfærnum höndum, enda bókamaður mikill. Það sem m.a. hefur einkennt embættisstörf Björgvins er reglu- semi, skyldurækni og snyrtilegur frágangur mála og allra erinda sem send eru frá embættinu. Hann er háttvís við hvern sem er og gerir sér þar engan mannamun. Að eðlisfari er hann friðsamur og seinþreyttur til vandræða. Hann trúir á það góða í hverjum manni og treystir því, svo lengi sem ann- að kemur ekki í Ijós. Hann leggur áherslu á friðsamlega lausn mála og er maður sátta og samlyndis. Ekkert er fjær honum en að láta kenna á valdi sínu fyrr en nauðsyn krefur. Þetta vinnulag hefur mælst vel fyrir og komið mörgu góðu til leiðar. Mannhylli hefur Björgvin notið í störfum sínum, hvort sem þau hafa verið unnin á Sauðárkróki, Strandasýslu, ísa- firði eða Akranesi. Eftir 40 ára embættisferil er hann svo vel é sig kominn jafnt andlega sem líkam- lega að með ólíkindum er. Æsku- ljóminn sem fylgdi honum 1940 hefur enn ekki yfirgefið hann. Þannig hefur góð heilsa, andlegt jafnvægi og hollir lifshættir hindrað svo elli kerlingu að fari svo sem nú horfir, teljum við vinir hans að framundan séu mörg góð ár í ævi hans, þrátt fyrir 70 árin og er það vel. Þetta er ein mesta hamingja lífsins. Á merkum tímamótum í lífi Björgvins vil ég flytja honum innilegar árnaðaróskir og þakkir fyrir liðna tíð. Það er stór hópur vina og samstarfsmanna í þeim fjórum byggðarlögum, sem hann hefur starfað í, sem undir þetta taka. Megi þær heilladísir, sem varðað hafa veg hans, gegna hlut- verki sínu ótrauðar á komandi ár- um. Dan. Ágústínusson VZterkur og >3 hagkvæmur auglýsingamiöill! fttor&amfrliiftift SumartUboð á Ægisíðu Eftirtaldar vðrur bjóðum við á tilboðsverði á bensínstöð Esso, Ægisíðu: Bónhanskar Útsöluverð Kr. 165.00 Tilboðsverð Kr. 95.00 Felgulyklar, meösveif og spyrnu _ 877.00 730.00 FelguhreinsirBlue Top - 127.00 - 80.00 Fótbolti, leöur - 608.00 - 495.00 Færi - 51.00 - 35.00 Grillgafflar, sett - 218.00 - 145.00 Gasgrill - 1.172.00 - 495.00 Grillhanskar - 108.00 - 95.00 Grillkolahitarar - 550.00 - 295.00 Grillristar - 528.00 - 395.00 Körfuboltagrind - 933.00 - 495.00 Badminton og net - 471.00 -■ 195.00 Teygjutennis - 1.173.00 - 695.00 Super tennis - 1.161.00 - 695.00 Stóra sumarbókin - 195.00 - 140.00 Verið velkomin <S>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.