Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JtJLl 1985 Þórður Þórðarson garðyrkjubóndi Reykholtsdal: Kjöttómatar meðfærilegri Borgarfírði, 1. júlí. SÁ, SEM HEFUR fengið einum of af tómötum ofan á brauð undir brauð og milli brauða í æ.sku, hefur varla getað lagt þá sér til munns síðan með neinni ánægju fyrir bragðlaukana. En eftir að hafa fengið kjöttómata ofan á brauð undanfarið, þá var þar eitthvað nýtt og betra en gömlu tómatarnir. Til að fregna nokkuð gerr um þessa kjöttómata var framleiðandi þeirra, Þórður Þórðarson á Reit í Reykholtsdal, inntur eftir þvf, hver munurinn væri á kjöttómötum og þessum gömlu. Þeir eru holdmeiri, þ.e. þéttari í sér. Fræhólfin eru miklu minni í kjöttómötunum heldur en í hinum hefðbundnu. Kjöttómatarnir eru frábærir til að skera þá niður á brauð, þar sem þeir krumpast ekki, þegar verið er að skera niður né lek- ur úr þeim. Einnig eru þeir það stór- ir, að þeir passa beint ofan á brauðsneiðarnar. Hamborgarastað- ir nota þá mikið, þar sem svo auð- velt er að skera þá niður og skella einni sneið beint á hamborgarann f stað þess að sneiöa niður margar sneiðar af hinum til að hylja. Ein sneið nægir af kjöttómötunum. Þá má jafnframt minna á að auðveld- ara er að láta krakka borða kjöt- tómata en hina, þar eð ekki rennur sem neinu nemur úr fræhólfinu eins og úr hinum. Þess vegna missa krakkarnir ekki innihald fræhólf- anna niður og yfir sig. — Hvaö með verð og uppskeru mið- að við hina? Þessir kjöttómatar — eða buff- tómatar eins og sumir kalla þá — eru verðlagðir eins og hinir. Alveg sama verð. Þótt miklu minna sé framleitt af þeim en hinum hefð- bundnu, þá er salan ekki meiri en það, að það koma toppar í söluna á þeim sem og hinum. Ef fólk myndi vita hversu kjöttómatarnir eru með- færilegri en hinir við matargerð þá myndi efalaust verða meiri sala f þeim, og miðað við framleiðslu, þá yrði eftirspurn meiri en framleiðsl- an, svo þá yrðu ekki eins mikil afföll á þeim. En þeir hafa átt auknum vinsældum að fagna, enda fólk farið að þekkja muninn. Uppskeran er minni en af hinum, það er minna, sem kemur af hverjum fermetra. Einnig er heldur þyngri umhirða f kringum þá, meiri vinna í kringum plönturnar. Lágmarksstærð á þeim er 100 gr og þess vegna verður klas- inn þyngri. Kjöttómatar hafa verið þekktir hér um tíma, en ekki var byrjað rækta þá af neinni alvöru fyrr en fyrir 4—5 árum. — Ætlar þú að stækka eða er nóg af garðyrkjubændum fyrir í landinu? Það virðist vera þannig, aö nóg sé af öllu eins og er. Hygg ekki á stækkun f bráð. Það er alltaf offramleiðsla yfir hásumarið, af þvf að sólargangurinn er svo langur. Síðan leitar þetta til jafnvægis í júlf og ágúst. Eins og staðan er í dag, þá eru nógu margir framleiðendur. Við vit- um, að það er stöðug neyzluaukning og þótt nóg sé framleitt í dag, þá getur verið, að það sé ekki nóg eftir 2-3 ár. — pþ Morgunblaðið Pétur Þorsteinsson Þórður Þórðarson garðyrkjubóndi með kjöttómata. Má glöggt sjá stærðar- muninn frá venjulegum tómötum. | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Stýrimann og vélstjóra vantar á 150 tonna bát sem stundar rækju- veiöar frá ísafiröi. Upplýsingar í símum 94-4308 á daginn og 94-3627 á kvöldin. Þórshöfn Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöiö. Uppl. hjá umboösmanni í síma 81281 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033. Kennarar Kennara vantar viö Grunnskóla Patreksfjarö- ar. Húsnæöi fyrir hendi. Nánari uppl. hjá skólastjóra í síma 94-7605 eöa formanni skólanefndar í síma 94-1258. Skólanefnd. Sjómenn Matsveinn óskast á M.B. Vikar Árnason sem er aö hefja dragnótaveiöar í Faxaflóa. Uppl. í síma 41278 eftir kl. 20.00 á kvöldin. Kennarar í Borgarnes vantar 3-4 kennara. Ódýrt hús- næöi og mikil vinna er í boði. Meðal kennslu- greina eru: Líffræöi- og eðlisfræðikennsla meö nýrri og fullkominni aöstööu. Ensku- kennsla auk almennrar bekkjakennslu. Upplýsingar í símum 93-7297 og 93-7579. Grundarfjörður Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöiö. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 8864 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í sima 83033. Atvinna óskast 21 árs stúlka óskar eftir atvinnu í ágúst- mánuði. Hef tungumála- og bókhaldsþekk- ingu, auk reynslu af tölvum. Uppl. í síma 75980 og 14489. Lögfræðingar — laganemar Staöa lögfræöings viö lána- og innheimtu- stofnun í Reykjavík, er hér meö auglýst laus til umsóknar. Starfiö býöur upp á fjölþætta og dýrmæta reynslu fyrir ungt fólk á einum helsta vettvangi lögfræöinnar. í boöi eru góö byrjunarlaun, svo og bilastyrkur. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast lagðar inn á augld. Mbl. fyrirfimmtudag 18. júlínk. merktar: „Tækifæri — 8799“. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræöingur óskast tii starfa strax á meöferðarheimili fyrir áfengis- og eiturlyfja- sjúklinga. Æskilegt er aö viökomandi hafi einhverja þekkingu á áfengissýki. Nauðsyn- legt er aö viökomandi tali aö minnsta kosti eitt noröurlandamál. Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 14058. Líknarfélagiö Von. Hálfsdagsvinna Bókhaldsstofa óskar eftir karli eöa konu til starfa. Starfiö felst í fylgiskjalamerkingum, innskrift og merkingum. Aöeins vant fólk kemur til greina. Tilboö leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Bókhald-2925“. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar v^-v-v-rrv—w þjónusta . A..Ay1.A A / Dyrasímar — Raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. Húsbyggjendur - Verktakar Variö ykkur á móthellunni, notið aóeins frostfrítt fyllingarefni f húsgrunna og götur. Vörubilastööin Þróttur útvegar allar geröir af fyllingarefni, sand og gróöurmold. Vörubílastööin Þróttur, s. 25300. félagslíf : JLÁ..A..A_aA-AA—aA—t FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11796 og 19533. Sumarleyfisferöir Feröafélagsins: 1. 12.-17. júlí (S dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengiö milli húsa. Fararstjóri: Dagbjört Öskarsdóttir. 2. 12.-20. júli (• dagar). Borgar- fjöröur eystri — Loömundar- fjöröur. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. 3. 17.-21. júlf (5 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengiö milli húsa. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. 4. 19.-27. júfe' (9 dagar): Lónsör- rafl. Fararstjóri: Þorstefnn Bjamar. 5. 19.-24. júlf (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengiö milli húsa. Fararstjóri: Ásgeir Pálsson. 6. 19.-24. júlf (• dagar): Hvanngíl — Hólmsárlón — Hólmsá — Hrífunes. Gönguferö meö viöleguútbúnaö. Fararstjóri: Siguröur Kristjánsson. Ath. ranga dagsstnfngu i fsröaásBtl- un. 7. 23.-28. júlf (• dagar): Norð- vesturland. Skoöunarferöir f Húnavatnssýslu og Skagaflröl. Gist f svefnpokaplássi. Farar- stjóri: Baldur Sveinsson. Pantiö tímanlega i sumarleyfis- feröirnar. Upplýsingar og far- miöasala á skrlfstofu Fl, Öldu- Q'ðtu 3. Feröafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferöir Feröafólags- -ins sunnudag 14. júlí: 1. Kl. 10.00. Hvalfoll — Glymur — luaati foas landains. Hval- fell er móbergsstapi (848 m) og er kollur þess mosagróinn. Verö kr. 400.00. 2. Kl. 13.00. Gsngiö sð Glym frá Stórabotni. Glymur er 198 m á hæö og er í Botnsá I Botns- dal. Hvalflröi. Verö kr. 400.00. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Frftt fyrlr börn í fylgd fullorö- inna. Feröafélag Islands. e UTIVISTARFERÐIR Helgarferöir 12. -14. júlí Lakagfgar. Gfgasveeöiö skoöaö og gengiö á Laka. Eklö um Eldgjá og Lauga á heimleiö. Tjöld. Far- arstjóri: Þorleifur Guömundsson og Kristján M. Baldursson. Þórsmórk. Gönguleiöir viö allra hæfi. Gist f Útivistarskálanum Básum og tjöldum. Fararstjórar: Anton Björnsson og Friöa Hjálm- arsdóttir Brottför kl. 20.00. Þórsmorkurfarð á miövikudag kl. 8.00. Muniö sumardvöl f Þórs- mörk. Uppf. og tarmiöar á skrifst. Lækj- argötu 6a, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Úthrist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Helgarferöir 12.-14. júlí: 1. Hveravellir — grasaferö — gönguferö. Gist f sæluhusi Ff á Hveravöllum. 2. Landmannalaugar — Veiói- vötn. Gist f Laugum. 3. Þórsmörk. Gist f Skagfjörós- skála. Ath.: Sumarleyfi hálf eös heil vika — f Þórsmörk og Landmannalaugum. Brottför í feróimar er kl. 20.00 fóstudeg. Farmiöasala á skrif- stofu FL Feröafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.