Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 Jón Björnsson Gröf — Minning Já, svona er lífið, menn koma og fara, þann 3. júlí dó í Sjúkrahúsi Norðfjarðar minn besti frændi Jón Björnsson frá Gröf, Reyðar- firði. Mig langar að senda nokkur kveðjuorð í sambandi við lát hans, nú hefur hann lagt upp í sína síð- ustu ferð yfir móðuna miklu og skilið við þennan synduga heim og kominn til Guðs sem gaf hann og þar veit ég að hann hefur átt góða heimkomu, nú er hann umvafinn englum Guðs. Nonni, eins og hann var yfirleitt kallaöur, byrjaði 14 ára að stunda sjó með föður sínum. Snemma bar á því að hann var mikill veiðimað- ur bæði til sjós og lands. Er hann var fulltíða maður var honum fal- in skipstjórn. Var hann með fær- eyska skútu og fiskaði á henni síld. Einnig var hann bassi eins og kallað var í gamla daga. Yfirleitt kom hann með fullfermi af síld að landi. Nonni gerði fleira, hann keypti skála ásamt föður sínum þar sem hann setti upp netaverkstæði. Það sagði mér Þórður skipstjóri, sem var með togarann Austfirðing, að hann hefði aldrei fiskað eins vel eins og með trollin frá Nonna. Þá var hann skipaður yfirfiskmats- maður fyrir Austurland og var það í fjölda mörg ár, uns heilsa hans bilaði. Málshátturinn segir, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mjög var hann gestrisinn enda var mikill gestagangur á heimili hans, þaðan fór enginn út án þess að þiggja góðgerðir. Um tíma rak hann greiðasölu. Eiginkona hans er Nanna Þor- steinsdóttir frá Reyðarfirði og lif- ir hún mann sinn. Hún stóð eins og klettur í hafinu við hlið manns síns og ekki hvað síst í hans löngu og ströngu veikindum. Færi ég henni miklar þakkir fyrir hvað hún reyndist frænda mínum vel. Þau eiga einn son er Björn heitir og er hann forstjóri, kona hans heitir Bryndís Sigþórsdóttir, kennari. Eiga þau 3 börn. Jón og Nanna giftu sig 7. des- ember 1936. Fari elskulegur frændi minn í friði og hafi hann þökk fyrir allt og allt. í Guðs friði. Jói Miðvikudaginn 3. júlí sl. andað- ist Jón Björnsson, fyrrv. yfir- fiskmatsmaður, Gröf, Reyðarfirði, eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Jón Björnsson fæddist í Gröf, Reyðarfirði, 8. febrúar 1911, sonur hjónanna Björns Gíslasonar, skip- stjóra og útgerðarmanns, og konu hans, Rannveigar Jónsdóttur. Þrjú voru börn þeirra hjóna, Jón og tvær dætur, sem búsettar eru í Reykjavík. Þær Þórunn ekkja Björgvins Jónssonar, kaupmanns, Blönduhlíð 29, og María, gift und- irrituðum 1973, Hagamel 45. Þá hófust kynni mín af Jóni og hans ágætu fjölskyldu. Eftirlifandi kona Jóns er Nanna Þorsteinsdóttir og eiga þau einn kjörson, Björn Þór. Nanna hefur staðið fast við hlið manns síns í blíðu og stíðu, kom það ekki síst fram í hinum löngu og erfiðu veik- indum hans, svo að með ólíkindum var. Jón ólst upp í foreldrahúsum á Reyðarfirði og hefur starfað þar alla sína ævi. Jón byrjaði barn- ungur að fara í sjóróðra með föður sínum, og starfaði við þá atvinnu- grein framan af ævi, var meðal annars „nótabassi" á síldveiöum á sumrin. Eftir að hann hætti sómennsku gerðist hann netagerðarmaður með meistararéttindum, stofnaði eigið fyrirtæki og farnaðist mjög vel í þeim efnum þar til aðstæður breyttust. Þá gerðist hann fisk- matsmaður, sem hann starfaði við til aldursmarka 70 ára, en heilsan var þá farin að bila. { þessu starfi náði Jón þeim árangri að verða yfirfiskmatsmaður á Austurlandi. Jón Björnsson var mjög vinsæll maður og hvers manns hugljúfi, og breytti þar ekki um að starf hans sem yfirfiskmatsmanns krefði oft að hann yrði að setjast í dómarasæti og úrskurða um ágreining manna, sem sættu sig við dóma hans, sem hann kvað upp eftir bestu getu og góðvilja, því Jón var mannasættir. Aldrei voru yfirmenn hans í Ríkisfiskmatinu óánægðir með úr- skurði hans eða annað sem starfi hans tilheyrði. Gestrisni þeirra hjóna og greiðvikni var mjög róm- uð. Kynni mín af Jóni Björnssyni voru aðeins 12 ár, og féll þar aldrei skuggi á. Hann var alltaf léttur í lund og færði alla hluti til betri vegar. Kvartaði aldrei en gerði gott úr öllu. Slíkum manni er gott að vera með. Um leið og ég kveð Jón Björns- son, vin minn, hinstu kveðju og þakka honum fyrir allt gott I minn garð, votta ég hinni ágætu eigin- konu hans, Nönnu, og hennar fjöl- skyldu mína innilegustu samúð og þakka vináttu hennar. Olafur Á. Kristjánsson Minning: Guörún Þórðar- dóttir Uppsölum Faedd 10. janúar 1903 Dáin 6. júlí 1985 í dag fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför ömmu minnar, Guðrúnar Þórðardóttur frá Upp- sölum við Seyðisfjörð vestra, og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Meðal Ijúfustu minninga minna úr bernsku er þegar ég fékk að fara með ömmu í heimsóknir til systra hennar. Einna skemmtileg- ast var þó þegar hún kom á Njálsgötuna til þess að bjóða mér í eins dags ferðalag með strætis- vagni „suður í Fjörð“ til Oggu frænku. Það sem lifir í endurminning- unni frá bernskuárunum er ekki alltaf svo ýkja merkilegt, eins og það að fá í fyrsta sinn á ævinni ristað brauð hjá Villu frænku, það þótti mér stórviðburður, eða að fá að vera með þegar þær komu sam- an systurnar, sparibúnar á peysu- fötum og rifjuðu upp og sögðu sög- ur frá uppvaxtarárum sinum á hinu mannmarga heimili Uppsöl- um, brugðu á leik, sungu, spaug- uðu og dönsuðu þannig að alltaf var unun að fá að vera nálægt þessum glaðværu og samrýndu systrum. Góðar stundir átti ég einnig hjá ömmu í sveitinni á Alftárbakka. Þar kom berlega í ljós hve mikill dýravinur hún var og nærgætin við allar, skepnur sem hún og var við allt sem lifði. Ég mun varðveita minninguna um ömmu mína I bæninni, sem hún kenndi mér, og bið Guð að blessa hana. Minning: Ólafía Vilborg Björnsdóttir Fædd 1. janúar 1914 Dáin 29. júní 1985 Ólafía Vilborg Björnsdóttir lést á heimili sínu 29. júní sl. en hún vann að boðun Fagnaðarerindisins um margra ára skeið. Vitnisburð- ur Vilborgar heitinnar á samkom- um var m.a. að snemma byrjaði sjón hennar að dofna og rétt rúm- lega tvítug að aldri var hún komin með sterkustu gleraugu sem þá þekktust og átti hún stutt í að verða blind. Vilborg sagði mér að eitt sinn er hún var stödd á sam- komu þá fannst henni orð Ritning- arinnar höfða til sín þar sem segir frá þeim atburði er Jesús læknaði blinda manninn. Þá ákvað hún að biðja Guðrúnu um bæn og hún læknaðist og fékk fulla sjón, sem hún hafði án gleraugna meðan hún lifði. Eftir það var Vilborg heilshugar í vitnisburðinum við að gefa öðrum það sem Kristur hafði gefið henni og hún vann með Guð- rúnu við að biðja fyrir fólki, sem var í neyð og þrengingum, bæði á samkomum, sjúkrahúsum og í heimahúsum. Einnig spilaði hún á orgel og söng með á samkomum og vann við blaðið Fagnaðarboðann frá fyrsta útkomudegi og er vitn- isburður hennar í 1. tölublaðinu um það þegar Drottinn gaf henni sjónina aftur. En það skeði árið 1935 og eru þá þessar þrjár konur Guðrún, Vilborg og Salbjörg bún- ar að starfa saman að boðun Fagnaðarerindisins í rúmlega 50 ár. Vilborg gaf líf sitt Kristi til þjónustunnar er hún var aðeins rétt rúmlega tvítug að aldri og æskublóminn og því sem honum fylgir var ekki vegartálmi fyrir þá ákvörðun. Það var mikil Guðs gjöf fyrir Vilborgu að eiga slíka móður sem hún átti. Ég man vel eftir þessari indælu konu, frú Guðnýju Jónsdóttur. Hún var traustvekj- andi, hress og glöð í framkomu og studdi hún heilshugar dóttur sína í hennar kristilegu þjónustu og starfi. Fyrst þegar ég kynntist þessu kristilega starfi, þá tók ég eftir því að þessi þjónusta var litin horn- auga, vegna þess að bæn fyrir sjúkum var aðgreind og ekki Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð: S.E.) Katrín blandað saman við þjónustu og störf lækna og mér sýndist það koma þannig út að þeir sem þreif- uðu á dýrð Drottins fyrir bænir Guðrúnar notuðu frekar símann en að líta inn á samkomu. Fyrstu samkomur þessara þjónustu í Reykjavík voru haldnar á heimili frú Sigríðar heitinnar Ottósdóttur á Grettisgötunni, en Drottinn hafði vitjað hennar og hún verið bænheyrð vegna veikinda ástvinar hennar. Seinna fluttist Sigríður og bjó I Hörgshlíð 12 þar sem sjálfs- eignarstofnun hafði byggt sam- komusal og þar hélt starfið í Reykjavík áfram. Til eru þeir einstaklingar sem Drottinn Jesús hefir snert til Jón Þorsteins- son - Minning Fæddur 26. mars 1914 Dáinn 2. júlí 1985 Þann 2. júlí lést í Landspítalan- um góður vinur okkar, Jón Þor- steinsson. Þó hann hafi verið veikur um tíma og heilsan völt hin síðari ár, höfðum við haft von um einhvern bata og að hann gæti heimsótt okkur eins og um var talað áður en við færum í ferðalag. En enginn ræður sínum næturstað og okkur er það huggun að eiga minningar um góðan vin og trygglyndan. Jón fæddist í Stóru-Gröf í Skagafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um Þorsteini Jóhannssyni og Mín- ervu Sveinsdóttur ásamt 4 bræðr- um og 1 systur. Þó Jón flytti ung- ur burtu úr Skagafirði og byggi hér sunnanlands öll sín fullorðins- ár, var hugurinn oft fyrir norðan og fylgst vel með öllu þar. Og lækninga og hafa upp frá því notið þeirrar náðar Guðs að eiga Jesúm fyrir lækni allra sinna meina og einnig borið þá uppi I erfiðleikum og þrengingum þeirra. Aðrir stunda sína lækna og sérfræðinga, en óska eftir að fá bænir og fyrir- bænir, þegar alvara er á ferð og mikið liggur við o.fl. En þessa ákvörðun verður hver og einn að gjöra upp við sig sem verður þá í hlutfalli við trú þeirra. En þar sem Páll postuli segir að trúin er fullvissa um þá hluti, sem ekki er auðið að sjá, þá verður trúin fyrir suma heimska og kerlingabækur. Kristur sagði við Mörtu, Jóhn. 11—1: „Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, þá munt þú sjá dýrð Guðs.“ Þessi þjónusta hefir með þolgæði trúarinnar fengið að þreifa á því að máttur og dýrð Guðs í Kristi er ekki af hinu forgengilega, ekki af mætti og dýrð þessa heims. { mínum huga var Vilborg eins og heiðríkja og allt hennar starf. Ég minnist hlýju hennar og mildi og fullvissu hennar og sannfær- ingar i trúnni. Einnig hvatningar hennar, að enginn skuli gefast upp á trúarveginum, en lff Vilborgar gekk út á það að Drottinn Jesús vegsamaðist fyrir þjónustu henn- ar. Ég votta innilega samúð bræðr- um og fósturbróður Vilborgar og fjölskyldum þeirra með huggunar- orðum Páls postula. Róm. 8—28: „Þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs.“ Ásdís Krlingsdóttir ófáar ferðir voru farnar til að heimsækja ættingja og vini í Skagafirði. Árið 1940 kvæntist Jón Guð- björgu Eggertsdóttur en hún veiktist af berklum og andaðist 1945. Seinni kona Jóns er Pálína Pálsdóttir. Þau eiga einn son, Pál Ástþór, sem starfar við lögregluna í Reykjavík. Palla og Jón eignuð- ust fallegt og traust heimili, þar sem öllum var vel tekið og margir dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma. Öllum leið vel hjá þeim, slík var gestrisnin og hjálpsemin. Við höf- um verið heimilisvinir þar síðustu 30 ár og sjaldan komið öðruvisi en einhver væri þar í heimsókn eða kæmi á meðan við stoppuðum. Jón lauk námi í vélvirkjun er hann var kominn um fertugt og starfaði við þá iðn til þess tíma að heilsan leyfði það ekki lengur. Síð- ast hjá Vegagerð Ríkisins. Alltaf vissum við að Jón átti góða konu, en aldrei kom það betur í ljós en þegar heilsa hans bilaði. Um- hyggja hennar fyrir honum var einstök. Margar góðar stundir áttum við saman og fyrir þær og órofa vin- áttu viljum við þakka. Við vottum Pöllu, Páli og öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Lóa og Kjartan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.