Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 35 Séð yfir böfnina á Cap d’Agde Fyrstu íslendingamir á Cap d’Agde: Borgarstjórinn bauð í veislu Kastalafangelsi Ricbelieu kardinála. þar sem hinn gamli stjórnmála- refur geymdi pólitíska andstæð- inga sína. Cap d’Agde býður þó upp á margt fleira en sólbaðsaðstöðu. Þar, eins og annars staðar í Frakklandi, hafa göngugöturnar og torgin sitt aðdráttarafl, báta- höfnin með um tveggja kílómetra langri röð af veitingastöðum og verslunum og diskótekin á kvöld- in, en þeim er öllum komið fyrir á sama stað, til að trufla ekki þá sem vilja fara snemma að sofa. Á Cap d’Agde má raunar finna allt, sem hugsast getur. Þar er jafnvel nektarnýlenda, ein sú stærsta og frægasta í Evrópu, afgirt þorp víð ströndina, þar sem allt er sniðið að þörfum stripalinga. íslenskum blaðamönnum gafst kostur á að kynna sér aðstöðuna á Cap d’Agde, en þrátt fyrir góða skipulagningu af hálfu franska ferðamálaráðsins náðum við ekki að sjá.nema örlítið brot af því sem þarna er boðið upp á. Eitt af því sem við skoðuðum var „Aqua- land“, rúmlega 36 þúsund fer- metra skemmtigarður þar sem allt snýst um vatn, vatnsrenni- brautir, öldusundlaugar og sprautuverk. Sannkölluð paradís fyrir buslara. Annað var tenn- isklúbbur Pierre Barthés, þar sem boðið er upp á 65 tennisvelli af öllum stærðum og gerðum. Ekki má gleyma „Gokart-braut- inni“, þar sem menn geta fengið útrás fyrir ökuníðinginn f sér á þar til gerðum kappakstursbilum. Blaðamennirnir, ásamt Haraldi Hjartarsyni, markaðsstjóra hjá Úrvali, urðu fyrstir íslendinga til að reyna sig á brautinni, með misjöfnum árangri að vísu. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt, sem boðið er upp á í þessum franska ferðamannabæ, og margt ótalið, eins og til dæmis skoðunarferðir á vit fornrar, franskrar eða rómverskrar menningar. Einnig mætti nefna ferðir í nágrannaborgirnar Car- cassonne og Montpellier, eða þá bátsferðir um síki og ár. Áhuga- fólk um rauðleita drykki getur brugðið sér í „Vínlandsferðir" upp með fljótinu Rhone, þar sem bændur eru reiðubúnir að bjóða gestum að bragða á afurðunum. Allt þetta, og margt fleira, er upplagt til að krydda með dvölina á Cap d’Agde. Og eitt má ekki gleymast: Á staðnum er bygging ein, hringlaga, „Ferðamiðstöðin", sem opin er allan sólarhringinn, þar sem áhersla er lögð á lipra og góða þjónustu við gesti og aðstoð veitt eftir þörfum. Sv.G. — enda aldrei augum litið þennan merkilega þjóðflokk ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem íslenskir ferðalangar eiga þess kost að þiggja heimboð franskra borgarstjóra í ráðhús viðkomandi borgar. Sú varð þó raunin í frönsku borginni Agde, 8. júní síðastliðinn, K'gar fyrstu íslendingarnir komu til dvalar í sumarleyfisbænum Cap d’Agde á vegum ferðaskrifstofunnar rvais. Borgarstjórinn, sem aldrei fyrr hafði augum litið íslendinga, tók sig til og bauð öllum hópnum í ráðhúsið þar sem fluttar voru ræður og ávörp með tilheyrandi veitingum. Að lokinni móttökunni í ráðhúsinu bauð borgarstjórinn íslenskum blaðamönnum til kvöldverðar þar sem menn fengu tækifæri til að kynnast nánar sögu borgarinnar og þeirri þróun, sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum. íbúafjöldi í gamla Agde hefur um aldir nánast staðið í stað, inn- fæddir telja nú um 3.000 manns og fyrir tíu árum var höfðinn suður af borginni, Cap d’Agde, lítið annað en mýrar og moskító- flugur. Frakkar voru þá í lægð hvað varðar ferðamannaiðnað og hugsuðu lítið um nýja möguleika 1 þeim efnum. En upp úr 1970 fóru þeir aftur að hugsa sinn gang, ekki síst með hliðsjón af þróuninni á Spáni þar sem ferða- mannaiðnaðurinn blómstraði og skilaði miklum arði. Cap d’Agde var einn þeirra staða sem enn var ósnortinn af mannavöldum og þar var ákveðið að reisa sumar- leyfisbæ, er skyldi uppfylla allar þær kröfur sem ferðamenn að jafnaði gera. Á örfáum árum tókst Frökkum að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd, með stórgóðum árangri, enda hefur mikið verið lagt í aðstöðuna á Cap d’Agde. Á Cap d’Agde er nú hægt að taka á móti 150 þúsund manns i herbergi og stöðugt er verið að byggja við. Bærinn er eingöngu byggður fyrir orlofsgesti og heit- ar öldur Miðjarðarhafsins, sólin og franskur arkitektúr leggjast á eitt um að skapa ákjósanlegustu aðstöðu til sumarleyfisdvalar. Gríðarstór sandströndin er kennd er við Richelieu kardínála og á eyju skammt undan strönd- inni, er rammgirt kastalafangelsi Fyrstu íslendingarnir á kappakstursbrnutinni, frá vinstrí Ari, NT, Harald- ur, Úrval, Elfas Snæland, DV, Sveinn, Mbl. Bátsferðir um sfki og fljót njóta vaxandi vinsælda. Aqualand, 36 þúsund fermetra vatnsskemmtigarður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.