Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 fclk í fréttum Stærsta sandhöll í heimi SELMA GUDMUNDSDÓTTIR PlANÓLEIKARI HEIMSÓTT „Píanistinn er alltaf að reyna að láta sitt hljóðfæri syngja" Góður undirleikari þarf að vera fær píanóleik- ari, góður túlkandi og hafa fallegan tón. Hann þarf líka að vera samstarfsþýður, hafa að- lögunarhæfileika og geta verið sveigjanlegur upp að vissu marki, sérstaklega þegar á tónleikapall- inn er komið, segir Selma Guðmundsdóttir píanól- eikari aðspurð hvaða hæfileikum góður undirleik- ari þurfi að vera gæddur. „Eg er ekki hrifin af orðinu undirleikari. Það er séríslenskt fyrirbæri og gefur í raun ekki rétta mynd af því jafnvægi sem þarf að vera milli t.d. söngvara og þess sem leikur á píanóið. Við flutning slíkra tónsmíða sem eru ritaðar bæði fyrir píanó og rödd eða annað hljóðfæri þá getur hvorugt án annars verið. Eyru áheyrandans verða að nema hvort tveggja þó að augun dvelji meira hjá söngvaranum sem er eðlilegt því hann fer með textann og er meira í sviðsljósinu. Það er allt i lagi að vera í skugganum á meðan það snert- ir ekki tónlistina sjálfa." — Ætlaðirðu þér alltaf að fara út í undirleik? „Nei það get ég ekki sagt og enn þann dag í dag starfa ég jafnframt sem einleikari. En ég verð að játa að þótt mér þyki vænt um mitt hljóðfæri þá hef ég alltaf litið hálfgerðum öfundaraugum þau hljóðfæri sem eiga auðveldara með að syngja en píanóið. Tökum t.d. fiðluna þar sem boginn strýkur strenginn og getur framkallað svo ljúfan söng. Strengir píanósins eru slegnir með hömrum og því erfiðara um vik. En píanistinn er samt alltaf að reyna að láta sitt hljóðfæri syngja, þótt sum tónskáld eins og t.d. Stravinsky hafi kosið aö líta á það sem slagverkshljóðfæri. Ég byrjaði að læra á píanó sem lítil stúlka en á unglingsárunum var hrifning mín af fiðlunni svo mikil að ég útvegaði mér hljóðfæri og fór í nokkra tríia. Ég gafst upp áður en langt um leið, því eyrun mín þoldu ekki ískrið sem ég framkallaði. Mig skorti þolinmæði í að vera algjör byrjandi og fá ekki þessa hreinu fallegu tóna út úr fiðlunni því ég var þegar búin að ná talsverðri leikni á píanóið. Það var því kærkomið tækifæri að fá að vinna sem píanólefkari með bæði strengjaleikurum og söngvurum." — Hvernig er með atvinnutækifæri fyrir píanó- leikara á íslandi? „Það getur verið nóg að gera því svið píanóleik- arans er afar fjölbreytilegt. Ekkert hljóðfæri hef- ur stærra einleiks-„repertoire" en auk þess er píanóið ómissandi fylginautur annarra hljóðfæra í margskonar tónlist. — í hverju ertu að vinna þessa dagana? „Ég hef verið í hálfu starfi sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og kann því mjög vel. Sem stendur er ég að undirbúa upptöku fyrir útvarpið en það er meiningin að láta taka upp stórvirki eftir Bach sem heitir „Das Wohltemperi- erte Klavier" og samanstendur af 48 preludíum og fúgum. Það eru 12 íslenskir píanóleikarar sem flytja verkið og skipta því á milli sín. Það verður óneitanlega gaman að sjá hvernig það kemur út. Framundan eru tónleikar með söngvurum og fiðluleikara sem ég hef unnið með talsvert undan- farið. Ég var á námskeiði í Prag fyrir nokkrum árum og viðaði þá talsverðu að mér af nótum eftir tékknesk tónskáld. Mig langar til að halda tón- leika með tékknesku prógrammi og þá e.t.v. í sam- vinnu við aðra hljóðfæraleikara. Það er fleira að brjótast í mér einkum í sam- bandi við flutning á íslenskri tónlist. Þetta er ennþá á undirbúningsstigi og best að segja sem minnst að svo stöddu." — Hvað þarftu að æfa þig lengi á dag svo þú getir haldið þér í góðri þjálfun? „Hljóðfæraleikari á aldrei frí. Það er bæði kost- ur og galli. Ég fór t.d. í vor í þriggja vikna ferðalag án hljóðfæris og það tók mig eflaust jafnlangan tíma að komast í sama form og ég var í áður. Svo ég nýt þess ekki að taka algjört frí og líður í sannleika sagt ekki vel nema ég sé í toppformi.„ ff • Ráð til þeirra sem eru að fara til sólarlanda en leiðist að flatmaga í sólinni allan daginn. Finnið ykkur góða strönd með sandi, verðið ykkur úti um nokkra vini í sjálfboðavinnu og reynið að bæta eftirfarandi heimsmet. Á Florida komu saman um 200 manns í sjálfboðavinnu og reistu sandhöll, eftirlíkingu af borg Bláskeggs. Höllin er yfir 40 metr- ar á lengd, 30 metrar á breidd og hæðin samsvarar venjulegu fjög- urra hæða húsi. I verkið munu hafa farið um 6000 tonn af sandi og dágóður slatti af vatni. Eftir að smíði hallarinnar var lokið tók það hana u.þ.b. viku að skolast burtu meö sandi og sjó en afreksverkið fór í heimsmetabók- ina og verður þar þangað til ein- hverjir taka sig til og bæta um betur. Það er því kannski ekki svo fráleit hugmynd að nokkrar fjöl- skyldur sem eru á leið til Spánar eða ítalíu taki höndum saman og noti sumarfríið til kastalabygg- inga????? Selma Guðmundsdóttir Ljósm. Þorkell Leika í nýjustu mynd Ágöthu Christie Þær stöllur Helen Hayes 85 ára og Bette Davis 77 ára leika nú saman í nýju Agöthu Christie-myndinni „Leikur að spilum". Helen leikur Miss Marple en ein af hennar bestu vinkonum er riðin af dögum á heldur óhuggulegan hátt. Bette og Helen eru góðar vinkonur og njóta þoss að fá að leika saman. Þeim þykir af- skaplega gaman ao rifja upp minningarnar frá góðu gömlu dögunum í Hollywood þegar þær voru upp á sitt besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.