Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 mmtm £?• 50 © 1985 Umversal Press Syndicate „ tók uppcmdardráttinn í kcttinum." ásí er ... ... að vilja hana frekar en „Hrís- eyjar-Mörtuu TM Refl. U.S. Pat. Oft.—all rlghts reeerved * 1978 Los Angetea Times Syndtcate Kg spurði aðeins hvort hægt vaeri að fá kaffið fært í rúm- ið? Með morgunkaffimi Ef ég ætla að koma pening- unum fyrir á öruggum stað hvort á ég að kaupa happ- drættismiða eða taka happ- drættislán? HÖGNI HREKKVlSI Kvennabarátta hefur leitt til ófarnaðar hér á landi íslendingur skrifar: Svokölluð kvennabarátta, öðru nafni barátta fyrir jafnrétti kynj- anna, hefur náð hingað til lands, einkum fyrir tilstilli og með milli- göngu ungra kvenna i mennta- stétt, sem komið hafa hingað frá námi á Norðurlöndunum. Þær hafa ánetjast áróðri stall- systra sinna sem þær hafa kynnst í skólum og á vinnumarkaði að námi loknu. Áróðri, sem gengur út á það að þessar ungu konur, sem lokið hafa námi, skuli ganga inn á vinnumarkaðinn með fullri reisn, ef svo má segja. Sú reisn á fyrst og fremst að felast í jöfnum launum á við þá, sem áður höfðu verið fyrir á vinnumarkaðinum og öðl- ast reynslu með „praktiskri" vinnu en síður notið menntunar viðurkenndra skóla. Þessi barátta hefur lengi verið við lýði í Bretlandi, en eftir að Skandinavar tóku að tileinka sér jafnréttisbaráttuna, var ekki að sökum að spyrja, íslendingar voru komnir með í leikinn. En svo einkennilega ber við, að I þessum helstu löndum kvenna- baráttunnar eru konur einna verst settar og það er eins og allar bar- áttuaðferðir kvenna séu eins kon- ar svipuhögg á þær sjálfar! — Þær heimta að komast út á vinnu- markaðinn strax á unga aldri, helst að loknum barnaskóla, og vinna skal það heita. Að „vinna“, komast í einhver störf og helst karlmannastörf, nema auðvitað Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til Töstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heirailisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. þau sem þær ekki ráða við, eins og hásetastörf á togurum. — Eftir slíku sækjast þær ekki! í þeim ríkjum, þar sem kvenna- baráttu gætir lítt eða ekki, eins og t.d. í Bandaríkjunum og Sviss, lifa konur við miklu betri kjör en t.d. hér á landi og í Svíþjóð. — í þess- um löndum eru greidd mun betri laun öllum til handa og þar gegna konur miklu oftar sambærilegum og vel launuðum störfum — til jafns við karlmenn. En hver er ástæðan fyrir því að konur eru enn að hópa sig saman í eins konar grátkóra hér á landi og reyna að vekja athygli á bágum kjörum sínum — sem þau eru hjá mörgum, það skal játað? Það er vegna þess að konur hér hafa hópast út á vinnumarkaðinn að ástæðulausu, bara vegna þess að þær hafa lokið einhverju „pungaprófi" frá hinum eða þess- um skólanum. Það er kannski rit- vélapikk úr einum, það getur verið fóstru- eða leikskólamenntun frá Svíþjóð, það getur verið minni- háttar próf úr háskóla, eitthvert BA-próf, engum til gagns, ekki einu sinni þeim sjálfum eða þetta sígilda „kennarapróf", til að láta stríðalda strákaslöttólfa í barna- skóla standa uppi í hárinu á sér, og hljóta taugabilun að launum! Og það sem verra er. Flestar þessar konur eru giftar, sumar vel giftar í þeim skilningi að þær hafa enga þörf fyrir að afla sér meiri tekna en eiginmaðurinn hefur til að sjá heimili farborða. Það að vera að byggja er engin afsökun fyrir því að hlaupa út á hinn þrönga vinnumarkað hér á landi til þess eins að geta kallast Jafnoki" eiginmannsins. — í flestum tilvikum er þetta til þess eins að konan fær að erfiða helm- ingi meira en eiginmaðurinn. Hún fer á fætur á morgnana, klæðir barnið eða börnin, dregur þau í kerru í myrkri og kulda á leikskól- ann eða dagheimilið, eins og hverja aðra „Olivera" og hleypur svo sprengmóð úr vinnu klukkan fimm til að sækja barnið, versla, elda, sofa ... Niðurstaðan verður svo að bæði konan og barnið enda sem tauga- hrúgur, konan um fertugt, barnið innan við fermingu. — Síðan tekur við skilnaður, eða kappdrykkjan yfir íslenska þjóðardrykknum, brennivíninu. Jafnréttinu hefur verið náð, konan fór út á vinnu- markaðinn, en eiginmaðurinn vann bara sitt starf eins og venju- lega. Konan tók að sér tvöfalt starf! Já, það má fullyrða það að kon- ur hér a landi hafa það margfalt verra en áður, þrátt fyrir hina svokölluðu „kvennabaráttu" eða baráttu fyrir „jafnrétti". Hér áður fyrr var það algengt að giftar kon- ur og ekkert frekar þær efnaðri, höfðu vinnukonu sér til aðstoðar. Nú þrælar konan bæði heima og á vinnumarkaðinum. — Hún hefur hlotið til þess tilskylda „menntun" og sóst eftir þrældómnum! Það er vel skiljanlegt að ein- stæðar mæður, og það geta þær orðið af ýmsum ástæðum, þurfi að vinna meðan þær eru að ala upp barn sitt eða börn. Og það er sjálfsagt að slíkur vinnukraftur sitji í fyrirrúmi með þá best laun- uðu vinnu sem hverri og einni hæfir. Hitt er til ófarnaðar íslensku þjóðlífi að giftar konur, jafnvel þær sem eru menntaðar til eins eða annars, sem þær eru auðvitað ekki nema að litlum hluta, séu að fylla vinnumarkaðinn til þess eins að auka spennu í þjóðlífinu og skapa grundvöll fyrir lyklabörn- um, leikskólum og opinberum barnahælum á borð við það sem gerðist þegar Mr. Bumble réð hús- um í Modfog á Englandi. — Við íslendingar þurfum ekki á þessum jafnréttiskröfum kvenna að halda. Þær hafa ekkert gildi, en leiða til ófarnaðar eins og á daginn er komið. Við mótmælum 9036—3476 og 5745—6450 skrifa: Við viljum mótmæla því að textar Duran Duran séu bara ástarvæl. En það rugl! Þú ættir bara að hlusta á Wham-textana. Við viljum einnig mótmæla því að Duran Duran-aðdáendur séu eitthvað skrýtnir. Við erum ekkert á móti U2 og Frankie Goes to Hollywood og það eru ágætar hljómsveitir, en okkur finnst Duran Duran samt betri og það er bara okkar smekkur. Við viljum einnig þakka sjón- varpinu fyrir að sýna Dallas aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.