Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 43 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fyrirspurnir um Tjarnarskólann Margrét Þorvaldsdóttir skrifar: Þessa daga er mikið rætt um nýjan einkaskóla í Reykjavík fyrir unglinga á aldrinum 12—15 ára. 1 allri umræðunni er eins og vænt- anlegir nemendur hafi gleymst, þar sem öll skrif og vangaveltur hafa snúist um kostnaðarhliðina. Það sem skiptir auðvitað mestu máli er hvers konar menntun þessi skóli muni veita væntanleg- um nemendum sinum, en um þann þátt segja stofnendur skólans að- eins (í fjölmiðlum), að hann eigi að vera skemmtilegur skóli tengd- ur atvinnulífinu. Yfirlýsing sem þessi segir nán- ast ekki neitt um þá kennslu sem boðið verður upp á, umfram þá sem nú er veitt í hinum almennu skólum borgarinnar. Fremur gef- ur hún til kynna, að þarna verði um einhverskonar leikskóla að ræða með sérhæfingu fyrir at- vinnulífið. Það er ekki slíkur skóli sem áhugasamir foreldrar hafa verið að ræða um í sambandi við umbætur í grunnskólamenntun. Umræðan hefur fyrst og fremst verið um meiri og markvissari grunnmenntun barna og unglinga, sem nauðsynlega undirstöðu fyrir sérmenntun eða sérhæfingu siðar. Nú hljóta að hafa verið lagðar fram fastmótaðar hugmyndir um námsefni og kennsluhætti áður en leyfi var veitt fyrir stofnun skól- ans. Það væri því mjög áhugavert að fá nokkrum spurningum svarað um fyrirhugaða starfsemi skólans. 1. Á hvern hátt verður Tjarnar- skóli frábrugðinn hinum almenna skóla? 2. Verður meiri áhersla lögð á grunn námsgreinar eins og is- lensku, stærðfræði, eðlis- og efna- fræði en gert er í fslenskum skól- um í dag? 3. Á hvern hátt á skólinn að tengj- ast atvinnulifinu? Þetta eru mjög mikilvæg atriði sem foreldrar barna á grunnskóla- stigi ræða um þessa daga. Spurningunni er beint til stofn- enda hins nýja Tjarnarskóla. Allt of lítið af íslenskri tónlist Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég hlustaði á harmonikkuþátt- inn laugardaginn 29. júní sl. sem Högni Jónsson stjórnaði. Hann bauð ekki upp á eitt einasta lag með íslenskum harmonikkuleikur- um. Hvers eiga þeir að gjalda? Við eigum heimtingu á að fá að hlusta á íslenska harmonikkusnillinga. Það eru skattgreiðendur sem borga starfsfólki ríkisútvarpsins kaup og þess vegna ber stjórnend- um útvarpsþátta skylda til að fara að óskum hlustenda. Tónlistar- deildin býður upp á allt of lítið af íslensku efni, það er til stór- skammar og móðgun við okkar listafólk hvað þessir menn snið- ganga það. Þessu .verður tafar- laust að breyta. Fylgist ekki tón- listarstjórinn með hvað starfsfólk hans ber á borð fyrir hlustendur? Við eigum nóg af íslenskum lista- mönnum og þurfum þess vegna ekki að sækja svona mikið af tón- list til útlanda og raun ber vitni. Rg óska þess að hinn ágæti út- varpsstjóri lengi harmonikkuþátt- inn i eina klukkustund. Einnig þakka ég Bjarna Marteinssyni, íslenska harmonikkuleikara í hann er sá eini sem býður upp á þættinum. Illyrmislegir tónar í útvarpinu Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Velvakandi góður. Ég vil enn gera athugasemd við þessa i 11— yrmislegu tóna sem útvarpið sendir út með tilkynningunum. Manni dettur stundum i hug að tilkynningalesarar séu svo taugaveiklaðir að þeir verði ann- að hvort að reka upp öskur eða hamra á hljóðfæri til að halda út lesturinn. Sumir hafa líka sagt að tilkynningar séu heilaþvottur. Ekki get ég samsinnt því. Að þessu slepptu vil ég benda auglýsendum á að athuga sinn gang þar sem farið er að loka fyrir tilkynningarnar. Fólk hef- ur enga aðra vörn. Engin bót er að breytingum á þessu glamri. Fyrir utan allar kvartanirnar yfir þessum töktum vil ég segja að þeir eru engum til gleði eða gagns og mætti því vera þögn þessar 10 sekúndur sem þetta gengur yfir. Ríkisútvarpið ber ábyrgð á því ef áríðandi tilkynningar fara framhjá fólki vegna þessa uppá- tækis. Þessir hringdu .. Eru stjórnmála- menn eins og síbrotamenn? <;J. hringdi: í grein sinni „Bandalag kumpánaskaparins" í NT 9. júlí segir Ingvar Gíslason alþingis- maður m.a.: Blaðamenn eru i sandkassaleik með stjórnmála- mönnum í stað þess að vera í hópi þeirra sem hafa gætur á leiknum. Þetta er álíka eins og ef hæstaréttardómarar eyddu fri- stundum sínum í hópi síbrota- manna. Ekki kann ég að dæma um hlut blaðamanna í þessu sam- bandi, en var að velta því fyrir mér hvort Ingvar telji stjórn- málamenn og þá sjálfan sig hóp af sama meiði og síbrotamenn. Er Michael Jackson öllum gleymdur? Mkhael Jackson-aðdáandi hringdi: Mér finnst vanta lög með Michael Jackson í Skonrokki. Það er eins og búið sé að gleyma honum. En hann er sko ennþá til og það eru margir sem halda upp á hann. Ég þekki að minnsta kosti tíu krakka sem halda upp á hann. Ég vil biðja Skonrokk og fleiri þætti að sýna meira með Michael Jackson. Þá finnst mér allt í lagi að sýna tónleika með honum eins og með Duran Dur- an. Þvæla í morgun- útvarpinu Ein hneyksluð hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar þvælu sem manni er boð- ið upp á í morgunútvarpi. Þvílíkt bull og vitleysa. Þar á ég við þátt sem þeir morgunmenn sendu út fimmtudagsmorguninn 4. júlí og fjallaði um skókaup, eða öllu heldur símtöl við tvær skóversl- anir í Reykjavík. Ég undrast þol- inmæðina hjá afgreiðsludömun- um að leggja ekki á. Sýnið alla Band Aid-tónleikana Krissa hringdi: Ég vil styðja tillögu Ásu, Iris- ar, Stinu og Disu, sem skrifuðu i Velvakanda hinn 4. júlí síðastlið- inn um að allir Band Aid-tón- leikarnir verði sýndir í sjónvarp- inu 13. júlí. í fyrsta lagi er þetta heimsfrægur atburður, sem verður ekki endurtekinn. f öðru lagi ættu flestir aldursflokkar að hafa gaman af þessu því stór- stjörnur eins og Paul McCartn- ey, The Who og Bob Dylan koma þarna fram. I þriðja lagi er mál- efnið mjog gott og í fjórða og siðasta lagi er þarna á ferðinni mikill glaðningur fyrir unga fólkið, nú á ári æskunnar. Eg skora því á sjónvarpið að athuga hvað hægt er að gera í þessu máli, með von um jákvæð við- brögð. Verksmiðjusala Saumastofunni Skúlatuni 6, 3. hæö, fer fram í dag og mánudag. Kvenbuxur í yfirstæröum, bhjssur, pils, stórar skyrtur, hvftar kápur o.fl. Gott verö. Opíö frá kl 12—6. Öllum sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínurSO. júni sl. med stórgjöfum, blómum, skeytum og hverskonar hlý- hug sendi ég hjartans þakkir og bestu óskir. Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði namsmenn Islenskir námsmenn á aldrinum 12-32 ára fá 25% afslátt af fullu fargjaldi fyrir sig og fjölskyldu sína. Gildir einungis milíi heimilis og skóla. Fram- vísa verður staðfestingu frá skóla, á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá Flugleiðum, um að farþegi sé í fullu námi. Gefinn er afsláttur aftur í tímann ef sótt er um innan 3 mánaða frá flugi. Gildir til allra áfangastaða í Evrópu. Hámarksdvöl er 1 ár. Hringdu í síma 25100 eða komdu við á næstu söluskrifstof u okkar FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.