Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JtJLÍ 1985 + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN EINARSSON, rafvirkiameistari, Grettisgötu 48, varö bráökvaddur á heimili sínu miövikudaginn 10. júlí. Eyrún Kristjánsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Tor Orstadius, Einar Kristjánason, Guórún Guómundsdóttir, Edda Kristjánsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson og barnabörn. t Okkar elskulega MARY ELISE BERNDSEN, Austurbrún 4, andaöist í Borgarspítalanum hinn 1. júlí. Jaröarförin hefurfariö fram í kyrrþey. Fyrir hönd aöstandenda, Guöríöur Christiansdóttir Hjaltested, Signý Amby Jónsson. + Móöir okkar, GUÐRÚN ÞÓRDARDÓTTIR, Skerseyrarvegi 1, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju kl. 13.30 í dag. Blóm og kransar afþakkaöir en þelr sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir að láta Hrafnistu i Hafnarfiröi njóta þess. Friðrik Rúnar Gíslason, örn Eyjólfsson, Aóalsteinn Eyjólfsson, Hafsteinn Eyjólfsson, Erla Eyjólfsdóttir, Þóröur Eyjólfsson, Finnbogi Eyjólfsson, Halldór Eyjólfsson. + Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Kirkjubæ, veröur gerð frá Garðakirkju, Álftanesi, laugardaginn 13. júlí kl. 13.30. Guömundur f. Gíslason, Magnús H. Gfslason, Bjarni Á. Gíslason, Guöbjörg M. Gfsladóttir, Þorsteinn Gfslason, Gunnar Gfslason, Sólveig K. Gfsladóttir, Guðmundur H. Gfslason, tengdabörn og barnabörn. + Ástvinur okkar, ALFRED LONG GÚSTAFSSON, Lögbergi 2, Djúpavogi, veröur jarösunginn frá Djúpavogskirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Birna Björnsdóttir, bðrn, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför VILHJÁLMS KRISTJÁNSSONAR, Sandholti 16, Ólafsvik. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki hjúkrunardeildar DAS, Hafnarfiröi, fyrir góöa umönnun. Hugborg Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Alúöarþakklr til allra, er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför MARINÓS KRISTINS JÓNSSONAR, Dragavegi 8, Reykjavík. Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, Sigurlaug Marinósdóttir, Hallgrimur Marinósson, Arndís Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. Minning: Ásbjörn Sigur- jónsson á Álafossi Fæddur 26. mars 1926 Dáinn 7. júlí 1985 í dag kveðjum við góðan vin og félaga í 20 ára starfsemi Lionsklúbbs Kjalarnesþings, Ásbjörn Sigurjónsson. Hann var stofnfélagi klúbbsins okkar í Mosfellssveit 1965, ritari '67—’68 og formaður ’77-’78. Við eigum margar góðar minn- ingar frá starfi og í leik með fé- laga okkar Ásbirni. Krafur hans og ósérhlífni í uppbyggingu dval- arheimilisins að Hlaðhömrum ár- ið sem hann var formaður klúbbs- ins verður okkur félögunum ætíð minnisstætt. Margar góðar stundir höfum við átt með Ásbirni í blómaræktun fyrir klúbbinn í Reykjahlíð hjá Jóel. Við eldri félagarnir eigum tré og plöntur í görðum okkar frá Ásbirni sem hann skildi t.d. eftir við anddyri, og spurði síðan næsta morgun er félagar hittust í sund- lauginni: „Fannst þú það sem ég færði þér í gær?“ Ásbjörn eignaðist forláta út- skurðarvél. Þá hætti hann ekki, fyrr en við Lionsfélagar og/eða sundfélagar höfðum gefið húsum okkar nafn, og þá gaf hann okkur skilti með nafninu úr völdum viði, og má víða sjá þessi skilti á húsum hjá vinum hans í sveitinni. Þannig var Ásbjörn. Við vottum elsku- legri eiginkonu hans, Ingunni, og Sigurjóni syni þeirra innilega samúð. Með Lionskveðju frá félögunum. Guðm. Jóhannesson Að morgni sunnudagsins 7. júlí sl. andaðist á heimili sínu á Ála- fossi í Mosfellssveit, Ásbjörn Sig- urjónsson, 59 ára að aldri. Það þarf lengri tíma en nokkra daga til að hægt sé að trúa því, að burtu sé kvaddur og horfinn úr lífi manns æskuvinur, samferð, sem hófst í 9 ára bekk í barnaskóla og lauk með samtali hálfum öðrum degi fyrir andlát hans. Aldrei leið langt að við heyrðum ekki hvor í öðrum, og við námsdvalir okkar erlendis bættu tíð bréfaskipti úr fjarlægðinni. Eitt er víst, að burtu er nú kvaddur um aldur fram góð- ur drengur, sérstæður persónu- leiki, sem sópaði að, mikill fram- kvæmdamaður en að sama skapi náttúrubarn. Eðli dýra og alls gróðurs stóð honum sem opin bók og því var unun að ferðast með honum innanlands sem utan. Minningarnar koma fram í hug- ann hver af annarri, minningar, sem ekki ber skugga á. Ásbjörn fæddist 26. marz 1926 að Álafossi í Mosfellssveit, sonur hjónanna Sigurjóns Péturssonar, verksmiðjueiganda á Álafossi og íþróttafrömuðar, og Sigurbjargar Asbjörnsdóttur. Ásbjörn var yngstur þriggja systkina, en hin eru: Sigríður, fyrrum forstjóri Sundhallar Reykjavíkur, nú hús- freyja að Hurðarbaki í Borgar- firði, gift Bjarna Þorsteinssyni bónda þar, og Pétur, verkfræðing- ur, fyrrum forstjóri Rannsókn- arstofnunar iðnaðarins, giftur Halldóru Guðjohnsen. Á heimilið til Sigurbjargar og Sigurjóns kom árið 1925 Sæunn Jónsdóttir, verzl- unarmaður, sem síðan ólst þar upp og er ætíð sem ein af systkin- unum. Æskuheimili Ásbjörns var sannkallað myndar- og rausnar- heimili, alltaf mannmargt og gestkvæmt, og eigum við æskuvin- ir hans góðar minningar frá þeim ljúfu dögum, og þá oft í skjóli Sig- urbjargar. Foreldra sína dáði Ásbjörn mjög, og eftir að Sigurjón andaðist reyndist hann móður sinni góður sonur. Óhætt er að segja, að hann var sambland þeirra beggja, framtakssamur, hlýr og góður. Mikil umsvif voru á Álafossi í þá daga. Á sumrin var rekinn þar íþróttaskóli fyrir tilstilli og með framtaki Sigurjóns, og þar var umfangsmikill verksmiðjurekstur. Sigurjón leiddi um langan veg heitt vatn að Álafossi og hitaði upp íbúðar- og verksmiðjuhús auk sundhallar, sem hann reisti. í ið- andi mannlífi og stórframkvæmd- um er Ásbjörn alinn upp og við slíkar aðstæður naut hann sín bezt. Kyrrstaða var honum ekki að skapi. Það var stórt Álafossheim- ilið á þeim tíma, þegar íþrótta- skólinn var rekinn með öllum þeim fjölda ungs fólks, sem þar var. Reglusemi og heilbrigt líferni var í öndvegi. Ásbjörn var maður framfara og framþróunar og lagði sitt lóð á vogarskál uppbyggingar iðnaðar á íslandi. Ásbjörn gekk í Miðbæjarskól- ann og stundaði nám í Verzlun- arskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1944. Við vorum 60 skóiasystkinin, sem útskrifuðumst þá um vorið. Á aðeins hálfum mánuði sjáum við á bak öðrum skólabróður okkar. Hinn 22. júní sl. lézt Þórarinn Sveinsson, skóla- bróðir okkar, og nú Ásbjörn, hinn áttundi úr hópnum. Ásbjörn unni skóla sínum, hann var uppáhald skólasystkina sinna og sannkall- aður hrókur alls fagnaðar. Það er þungbært að sjá á bak öðrum mætum skólafélaga okkar langt um aldur fram. Að námi loknu hóf Ásbjörn störf við fyrirtæki föður síns, Klæðaverksmiðjuna Álafoss. Árið 1946 hélt hann til Noregs til fram- haldsnáms. Varð sú dvöl styttri en til stóð, því að árið 1947 sneri hann aftur heim til starfa við fyrirtækið vegna veikinda föður síns. Veitti hann því forstöðu allt til ársins 1968, þegar fyrirtækið var selt. Þeir rúmu tveir áratugir, er hann veitti fyrirtækinu for- stöðu, var eitt mesta framfara- skeið í sögu þess. Hvort tveggja var, að umskipti urðu í húsa- og vélakosti fyrirtækisins. En ekki var þar við setið, því að Ásbjörn hefur ávallt verið sérlega hug- kvæmur og snjall í allri vöru- þróun. Skal hér minnzt þess, að ein af undirstöðum í ullarvöru- framleiðslu og ekki síður í útflutn- ingi okkar íslendinga hefur verið „hespulopi", sem hefur fært ómældar tekjur í okkar þjóðarbú. Er engum einum manni meir að þakka þessa þýðingarmiklu ull- arvöruframleiðslu en Ásbirni Sig- urjónssyni, sem átti ailan veg og vanda að því, að „hespulopinn" varð að veruleika. Eftir að fyrirtækið var selt, starfaði Ásbjörn áfram við það sem sölustjóri. Nokkrum árum síðar hætti hann þar störfum og sneri sér að eigin rekstri bæði á + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð, hjálp og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar dóttur okkar og systur, SIGRÍDAR SOFFÍU ÁSGEIRSDÓTTUR, Stóraavæði 4, Granivík. Elísa Ingólfsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Heimir Ásgeirsson, Ingólfur Kristinn Ásgeirsson. sviði innflutnings og framleiðslu. Verður því þó ekki á móti mælt, að á engan hátt gat athafnaþrá, sem honum var í blóð borin, notið sín eins og á fyrri tímum uppbygg- ingar, þegar allt iðaði af mannlífi og stórframkvæmdum á Álafossi. Heillaspor ævi sinnar steig Ásbjörn hinn 5. ágúst 1950 er hann giftist eftirlifandi konu sinni Ingunni Finnbogadóttur frá Sól- völlum í Mosfellssveit. Ingunn er dóttir Finnboga Helgasonar bónda þar og konu hans, Ingi- bjargar Bjarnadóttur, en hún lézt 1979. Ingunn er glæsileg kona og einstök húsmóðir, sem var styrk- asta stoð í Iffi hans. Heimilislífið var fagurt með einstökum heimil- isföður og einkasyninum, honum Sigurjóni, sem hefur frá fyrstu tíð verið þeirra sólargeisli. Sigurjón fæddist 21. júní 1954 og starfar hjá Jarðhitaskóla Orkustofnunar, mikill efnismaður. Unnusta hans er Ingibjörg Sigurðardóttir menntaskólakennari. Ingunn hef- ur undanfarin ár starfað við sundlaugina á Varmá í Mosfells- sveit. Ásbjörn lét félagsmál sig miklu varða hvort heldur var innan sveitar eða utan. Hann var for- maður Ungmennafélagsins Aftur- eldingar í Mosfellssveit, stofnandi og fyrsti formaður Sjálfstæðisfé- lagsins Þorsteins Ingólfssonar, sat í hreppsnefnd Mosfellshrepps í átta ár og var stofnandi Ly- onsklúbbs Mosfellssveitar. Djúp spor markaði hann í handknatt- leiksíþróttina á íslandi með for- mennsku sinni í Handknattleiks- sambandi íslands í tfu ár. í stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda var Ásbjörn i áraraðir. í öllu, sem hann tók sér á hendur, var hann eldhugi, fylginn sé'- og þeim málstað, sem hann barðist fyrir. Hús sitt á Álafossi byggðu Ing- unn og Ásbjörn árið 1955. Hvort heldur var í litla húsinu þeirra á Álafossi eða í hinu nýja, glæsilega húsi þeirra, alls staðar rikti þessi hlýi og góði heimilisbragur. Ás- björn var sannkallaður heimilis- maður, gestrisinn, barngóður, hlýr og kátur. Hann var ræktunarmað- ur, hafði ávallt dýr í kringum sig, sem hann talaði við og skildi og öllum leið vel í návist hans. Á kveðjustundu leitar hugurinn til baka. Minningarnar verma en söknuður sækir á hugann eftir 50 ára vináttu. Við skólasystkinin úr Verzlunarskóla íslands frá árinu 1944 þökkum Ásbirni Sigurjóns- syni samfylgdina og allt sem hann var okkur. Ég og fjölskylda mín þökkum honum vináttuna og gleðina em fylgdi honum og allar góðu sam- verustundirnar, sem aldrei líða úr minni. Við andlát Ásbjörns sendum við Ingunni, Sigurjóni og Ingibjörgu okkar hlýjustu kveðjur. Enginn á nú meir um sárt að binda en þau sem hann unni mest. Megi minn- ingarnar um eiginmanninn, föður- inn og drenginn góða nú verða þeim styrkur. Blessuð sé minning Ásbjörns Sigurjónssonar. Hjalti Geir Kristjánsson Ásbjörn vinur minn á Álafossi er nú allur langt um aldur fram en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu sl. sunnudagsmorgun. Ás- björn átti við nokkra vanheilsu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.