Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 45

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 45 stríða undanfarin ár en bar sig svo að ekki vissu menn gjörla hve heilsunni leið en menn setur hljóða er samferðamenn hverfa úr hópnum en þau örlög verða ekki umflúin. Ásbjörn Sigurjónsson var fædd- ur að Álafossi þann 26. mars 1926 og var sonur hjónanna Sigur- bjargar Ásbjörnsdóttur og Sigur- jóns Péturssonar íþróttafrömuðar og verksmiðjueiganda að Álafossi. Ásbjörn var snemma bráðgjör eins og hann átti kyn til og ólst upp á hinu stóra heimili er faðir hans hélt að Álafossi en í þann tíð hafði allt starfsfólk verksmiðj- unnar heimili sitt og framfærslu á staðnum. Ásbjörn varð ungur að árum þátttakandi i starfi með föður sín- um og mótaðist uppeldi hans veru- lega af þvf en að námi loknu fór hann að starfa við fyrirtækið og lét það vel og fljótlega tók hann að sér vandasöm störf. t þessari stuttu kveðju verður æviferill Ásbjarnar ekki rakinn að marki heldur stiklað á stóru um okkar samskipti, einkum í félags- málum. Bnda þótt við værum kunnugir á uppvaxtarárum Ás- björns eignuðumst við ekki sam- eiginleg áhugamál fyrr en Ás- björn var um tvítugsaldur enda var aldursmunur okkar allveru- legur. Sporaslóðir okkar lágu sam- an í ungmennafélaginu Aftureld- ingu á seinni árum stríðsins. Þá var hann kosinn formaður félags- ins og sat ég með honum þar í stjórn um árabil. Íþróttalífið tók fjörkipp og fljótt myndaðist harð- snúið lið í félaginu, sem stundaði jafnhliða frjálsar íþróttir, hand- knattleik og knattspyrnu, sem keppti og lék við alla þá sem kost gáfu á sér og þótti mörgum stærri félögum ærið verk að fást við Aftureldingarmenn á þessum ár- um svo sem frægt er, einkum í handknattleik. Árið 1949 mun það hafa verið að Ásbjörn beitti sér fyrir stofnun Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar í Kjósarsýslu og var hann kosinn fyrsti formaður þess félags og störfuðum við saman þar í stjórn um nokkurt árabil. Leið Ásbjörns lá síðan lengra í íþróttahreyfingunni en sem kunn- ugt er var hann formaður Hand- knattleikssambands íslands og gegndi því starfi í 10 ár. Þar eins og annars staðar naut hann þess að takast á við heillandi verkefni og varð mikill uppgangur I þeirri íþróttagrein á þessum árum. ís- lenskir handknattleiksmenn fóru þá að gera sig gildandi í vaxandi mæli á alþjóðavettvangi. Mörg voru áhugamálin á þess- um árum en starfið við verksmiðj- una var þó mest krefjandi því stórt var Álafossheimilið og starfsmenn margir en hinn ungi framkvæmdastjóri lét hvergi deigan síga. Um 1960 var farið að hugsa til þess hjá honum og Pétri bróður hans að byggja upp og endurnýja þetta fyrirtæki sem var all aðkreppt í eldri húsum en þurfti endurbyggingar við. 1962 er svo hafist handa við að byggja nýja verksmiðju á öðrum og betri stað á lóð verksmiðjunnar. Hér var ráðist í stórt en tímarnir voru erfiðir á seinni hluta sjötta ára- tugarins svo ekki auðnaðist að fylgja þessu eftir og ljúka verkinu, en það var þó gert af öðrum og byggt á áætlunum sem lágu fyrir. Ymsar nýjungar voru á döfinni á þessum árum Ásbjarnar, s.s. aukin samskipti við útlönd og t.d. mun hann hafa gert tilraunir með framleiðslu á lopa og fleira. Árið 1962 bar Asbjörn fram lista til hreppsnefndarkosninga og náði þar kjöri og sat í hreppsnefnd til 1970 er hann dró sig í hlé. Þá vildi þannig til að ég bar fram annan lista og var barist vel en drengilega. Þá voru hrepps- nefndarkosningar óháðar lands- málapólitík en ýmsir hagsmuna- hópar mynduðu framboðslista eft- ir öðrum leiðum. Samstarfið í hreppsnefnd var gott enda allir sammála um að velferð hreppsins og fólksins sæti í fyrirrúmi en ef til vill fremur deilt um leiðir að markinu. Það sem einkenndi Ásbjörn var ólgandi áhugi og starfsorka sem smitaði samstarfsmennina og hvergi var hann smár en ávallt stórbrotinn og stórhuga í hverju verkefni sem hann sneri sér að. Áð leiðarlokum á ég margar góðar minningar um samskipti okkar á fyrri árum og víst er og allir við- urkenna að Ásbjörn markaði djúp spor og vann eftirminnileg og góð störf fyrir samfélagið, sveit sína og félög sem hann starfaði í. Hann þótti af sumum nokkuð fyrirferð- armikill en það er fylgifiskur elju- manna, dugnað og framtakssemi, þeir láta hlutina gerast. Þann 5. ágúst 1950 kvæntist Ásbjörn Ingunni Finnbogadóttur frá Sólvöllum í Mosfellssveit, hinni vænstu konu. Þeirra hjóna- band var farsælt en hún tók virk- an þátt í störfum og áhugamálum bónda síns og studdi hann með ráöum og dáð alla tfð f stóru og smáu. Ingunn rækti hlutverk sitt sem húsmóðir að Álafossi af mikilli prýði en heimili þeirra ber þess glögg merki að þar var vel að öllu staðið. Þau komu sér upp húsi á fögrum stað á Álafossi og þar ræður smekkvísi og snyrti- mennska ríkjum bæði úti sem inni. Lóðin er nánast lystigarður með trjágróðri, tjörn með fuglum og fjölda fágætra blóma og plantna. Þau eignuöust einn dreng, sem nú er starfandi hjá Orkustofnun. Þar fer mikið mannsefni og góður drengur. Ég vil votta Ingunni og vensla- fólki Ásbjarnar samúð nú við frá- fall hans og þakka vináttu og drengskap sem ég hefi ávallt mætt í samskiptum við Ásbjörn og fjöl- skyldu hans. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson Vinur minn Ásbjörn á Álafossi er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 7. júli síðastliðinn aðeins 59 ára gamall. Ásbjörn var sérstakur persónu- leiki og öllum hann hugstæður sem kynntust honum. Því verður mér hugsað til hans og lífsferils hans þegar hann hverfur svo skyndilega af sjónarsviðinu. I gegnum huga minn renna upp ýms atvik úr samstarfi og kynnum við Ásbjörn þau rúm 35 ár sem við höfum þekkst og starfað saman í ýmsum félagsmálum. Ásbjörn fæddist 26. mars 1926, sonur þeirra sæmdarhjóna Sigur- jóns Péturssonar og Sigurbjargar Ásbjörnsdóttur Álafossi. Faðir Ásbjörns, Sigurjón, var mikill atorku- og hugsjónamaður mótaður af hugsjón og kjarki hinnar ísl. aldamótaæsku, sem lagði grunn að sjálfstæði landsins og uppbyggingu ísl. atvinnulífs. Sigurjón átti og rak ullar- og spunaverksmiðju á Álafossi frá 1926 og gerði hana að miklu fyrir- tæki. Hann gerði sér grein fyrir hinum sérstöku gæðum ísl. ullar- innar og um leið hvernig efling ísl. ullariðnaðar myndi hafa áhrif á uppbyggingu ísl. landbúnaðar. Á Álafossi var rekin mikil menning- armiðstöð fyrir héraðið. Þar var hyggð vegleg sundlaug á þeirra tíma mælikvarða og þar stóð Sig- urjón fyrir sundnámskeiðum fyrir héraðsbúa. Útileikhús var byggt, og þar voru færð upp ýms fsl. leik- rit. Þá stóð Sigurjón fyrir ýmsum námskeiðum fyrir héraðsbúa s.s. íþrótta-, matreiðslu- og grænmet- isnámskeiðum. í öllum sínum um- svifum var hann dyggilega studd- ur af konu sinni Sigurbjörgu Ásbjörnsdóttur. í andrúmslofti menningar og óbilandi trúar á allt, sem er ís- lenskt, ólust þau systkin upp, Sig- riður, Pétur og Ásbjörn. Hafa þau systkin öll haldið uppi merki for- eldra sinna með miklum sóma. Ásbjörn útskrifaðist úr Versl- unarskóla íslands 1944 og hóf þá þegar störf við fyrirtæki foreldra sinna. Hann tók rnikinn þátt i fé- lagslífi sveitar sinnar og héraðs og varð strax víða forystumaður í þeim málum. Hann varð framkvæmdastjóri Álafossverksmiðjunnar 1959. Hann endurbyggði verksmiðjuna með mikilli bjartsýni og stórhug, með það í huga að nýta islensku ullina sem best og markaðsfæra hana í þeirri vöru, þar sem best verð fékkst fyrir hana. Því miður fékk hann ekki skilning og frið til að halda áfram með það hlutverk vegna þröngsýni þeirra aðila sem réðu yfir því fjármagni sem þurfti til þeirra hluta. Eftir að Ásbiörn lét af fram- kvæmdastjórn Alafoss 1968 starf- aði hann að ýmsum innflutn- ingsmálum og öðrum áhugamál- um sínum með sama áhuga og honum var alltaf lagið. Ásbjörn var hamingjusamur i einkalífi. Hann giftist frænku minni Ingunni Finnbogadóttur frá Sólvöllum 5. ágúst 1950, dóttur hjónanna Finnboga Helgasonar bónda þar og Ingibjargar Bjarna- dóttur. Þau eignuðust einn son, Sigurjón, sem hefur verið foreldr- um sínum mikil stoð og stytta. Það voru glæsileg hjónaefni sem gengu í hlað, á vorkvöldi, á Brú- arlandi 1950 þegar haldin var þar ungmennafélagssamkoma, það geislaði frá þeim gleði og ham- ingja, sem ætíð hélst. Ásbjörn var frumkvöðull að stofnun sjálfstæðisfélagsins Þorsteinn Ingólfsson í Kjósarsýslu og fyrsti formaður þess. Ég minn- ist stjórnarfundanna sem haldnir voru í litla húsinu við Álafosslæk- inn, þar sem þau hjónin bjuggu fyrst, húsið var lítið en það var alltaf nóg pláss, sama hversu stór hópur kom þar. Seinna byggðu þau hjón fallegt hús á hæðinni fyrir ofan verk- smiðjuna, gróðursettu og gerðu fallegan garð í kring, þangað hef- ur alltaf verið fallegt að horfa. Við kveðjum góðan dreng sem markaði góð spor í samfélag okkar og þökkum honum samfylgdina. Minningin um hann mun lifa í hugum okkar. Ég og fjölskylda mín vottum þér Ingunn, Sigurjón og fjölskyldu innilegustu samúð- arkveðjur. Pill Ólafsson Þegar við hjónin ókum Mos- fellssveitina á leið til Þingvalla síðastliðinn sunnudag, mátti i andvaranum sjá fána i hálfri stöng yfir öspum og björkum sem Ásbjörn Sigurjónsson hafði gróð- ursett við Álafoss. Seinna um dag- inn barst okkur sú harmafregn að Ásbjörn væri fallinn frá langt um aldur fram. Lífshlaup Ásbjörns Sigurjóns- sonar var stórbrotið eins ög per- sóna hans öll. Á áratugnum eftir styrjöldina var íslenskur iðnaður í mikilli sókn. Þar fóru fremstir í flokki athafnamenn sem trúðu staðfastlega á gildi íslensks iðn- rekstrar bæði fyrir lífsgæði í hinu unga lýðveldi og eins, og ekki síst, fyrir sjálfstæði þess. Ásbjörn var kornungur að árum, þegar hann hóf að þyggja frekar upp fyrirtæk- ið, sem faðir hans hafði stofnsett á Álafossi. Hugmyndafrjóvgi Ásbjörns og framtíðarsýn ruddu brautir nýrri iðntækni á Álafossi. Hann bætti framleiðsluna með at- hygli sinni og uppfinningagáfu, en sumar helstu afurðir íslenskrar ullarvöruframleiðslu eru tengdar Ásbirni á einn eða annan hátt. Ekki lét hann nægja iðnrekstur- inn einn saman en lét sig mjög varða félagsstörf og íþróttamál. Forysta hans í íslenskum hand- knattleik fyrr á árum mótaði fastari stefnu í íþróttinni og var hvati dáöa íslenska liðsins bæði hér og erlendis. Þannig vann Ás- björn: aldrei hálfkák, aldrei grunnt rist árinni. Ég kynntist Ásbirni fyrst sem strákur úti í Eyjum. Þessi fyrstu kynni eru að mörgu leyti táknræn fyrir persónu hans. Hann kom til lundaveiða í úteyjum ásamt föður mínum. Ásbjörn var mikill veiði- maður og klassískur sportmaður. Fróðleiksfúsir strákar fundu haf- sjó þekkingar í svona gestum. Ég man sérstaklega eftir því að hann tíndi villisveppi I kafgrasinu á Bjamarey, skoðaði þá vandlega og valdi til matarins. I eldhúsi veiði- kofans fylgdi svo ítarleg lýsing á sveppunum, náttúru þeirra og bragðgæðum, áður en matargerð- in hófst. Þannig var Ásbjörn gastrónóm löngu áður en menn fengu bréf upp á slíkt hérlendis. Seinna nutum við hjónin gest- risni þeira Álafosshjóna í ríkum mæli þegar okkur bar þar að garði. Heimili þeirra var heill heimur útaf fyrir sig; heimilis- bragurinn í senn hlýlegur og höfð- inglegur. Ásbjörn hafði ekki tíma fyrir umtal um náungann; hann naut sín best í frásögnum af fram- andi löndum og ferðum um lítt kunnar slóðir jarðarinnar. Þá bryddaði hann jafnan upp á fróð- legum atriðum, litlum anekdótum, sem hann gæddi sérstakri frá- sagnarsnilld, sem var svo persónu- leg, að hún varð eitt helsta ein- kenni hans. Með þessum fáu línum að leið- arlokum vildi ég mega fyrir hönd okkar hjónanna og foreldra minna votta Ingunni, Sigurjóni og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu sam- úð. Þorsteinn I. Sigfússon Sigurður Bjarna- son - Minning Kæddur 12. maí 1903 Dáinn 2. júlí 1985 Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson) Hann Siggi frændi minn hefur fengið hvíldina. Undanfarin ár hafa verið mörkuð heilsuleysi og það síðasta jafnframt söknuði eft- ir lát konu hans, Jónu Þorbergs- dóttur, en hún lést fyrir rúmlega einu ári. Sigurður Bjarnason fæddist á Látrum í Aðalvík 12. maí 1903. Foreldrar hans voru Bjargey Sig- urðardóttir og Bjarni Dósoþeus- son. Tæplega ársgamall flutti Sig- urður með foreldrum sínum að Görðum í Aðalvík. Fyrstu 7 ár ævinnar naut hann þess að vera í glöðum systkinahópi hjá foreldr- um sinum. Þeir urðu þá mjög sam- rýndir Siggi og pabbi minn sem var ári eldri en hann. En 7 ára kynntist Siggi því fyrst hvað veik- indi geta haft alvarlegar afleið- ingar. Móðirin veiktist og bðrnun- um varð að koma fyrir. Sigga var komið fyrir á Sléttu hjá föður- bróður sínum, Jónasi Dósoþeus- syni og Þórunni Brynjólfsdóttur, konu hans. Siggi ólst síðan upp hjá þeim. Þrátt fyrir aðskilnað bræðranna, pabba míns og Sigga á uppvaxtarárunum, hélst mjög ná- in vinátta á milli þeirra alla tíð. Það kom fljótt fram að Siggi var mjög hagur og hugurinn stefndi til smiða. Innan við tvítugt komst Siggi í smíðanám. Fyrst hjá Ólafi Andréssyni í Hnífsdal, sem fékkst mikið við viðgerðir á bátum. Það atvikaðist síðan að fljótlega komst Siggi í smíðanám hjá Albert Kristjánssyni, sem þá var nýkom- inn frá Ameríku og hóf störf á ísafirði. Hjá Albert lauk Siggi námi í húsasmíði og vann lengi eftir það með Albert. Siggi stund- aði smíðar á ísafirði allt til ársins 1976 að hann flutti til Reykjavíkur og síðar Kópavogs, þá aldraður maður og heilsan farin að bila. Árið 1930 giftist Siggi Jónu Þorbergsdóttur frá Kálfavík. Þau eignuðust tvo syni, Hauk og Jón Karl, og upplifðu það að kynnast barnabarnabörnum sem urðu sól- argeislar í lífi þeirra áður en þau urðu svo lasburða að þeim litlu kröftum sem eftir voru þurfti að beita til að berjast við heilsuleysi. Siggi var harðduglegur maður og féll helst aldrei verk úr hendi. Hann byggði sér og fjölskyldu sinni vandað og gott hús að Selja- landsvegi 2 á ísafirði og notaði til þess allar þær frístundir sem hann átti og lagði þar nótt með degi. Á því tímabili vann hann i skipasmíðastöð Bárðar Tómasson- ar. Það voru margir sem alltaf gátu leitað til Sigga ef þeir þurftu á hjálp að halda við eitt og annað sem laga þurfti með smíðatólum. Hversu mikið sem Siggi hafi að gera voru vandvirknin og smekk- vísin alltaf í fyrsta sæti. Hann varð því mjög eftirsóttur til lag- færinga á gömlum húsgögnum. Þótt kraftarnir færu þverrandi og heilsunni hrakaði var vandvirknin sú sama. Hann var líka að grípa í að mála og prýða íbúðina þeirra því bæði lögðu hjónin upp úr því að eiga fallegt heimili. Siggi frændi minn var mér afar kær. Þegar ég sem barn átti heima á Látrum var það tilhlökkunarefni að fara til Isafjarðar og hitta Sigga frænda og Jónu. Mér er minnisstætt þegar ég var 7 ára að ég fór til ísafjarðar sem oftar. Ég átti að dvelja með móður minni annars staðar en hjá Sigga og Jonu en það gat ég ekki hugsað mér og endirinn varð sá að ég fekk að vera þar sem ég helst vildi. Þannig gekk það til alla tíð að þeg- ar ég kom á Isafjörð, hvort sem það var dagstund eða 3 vetur við nám í gagnfræðaskóla, að ég undi hvergi nema hjá Sigga frænda og Jónu. Alla tíð siðan eftir að ég stofn- aði eigið heimili í Reykjavík og kom til ísafjarðar, voru það ævin- lega Siggi og Jóna sem buðu mig velkomna þótt ég væri með alla fjölskylduna. Skipti þá ekki máli hvort ég hafði gert boð á undan mér eða ekki. Alltaf var sama hlýjan og Ijúfu móttökurnar hjá þeim hjónum. Siggi var ræðinn og skemmti- legur í vinahópi og ég minnist margra slíkra stunda. Það vildi svo til að sumarið sem þau Siggi og Jóna bjuggu í Reykjavík voru þau í næsta husi við mig og mína fjölskyldu, Siggi var þá orðinn heilsutæpur, en mikið var notalegt að vita af þessum góða frænda sínum í næsta húsi og alltaf var sama ljúfmennskan og frásagn- argleðin þegar við hittumst á öðru hvoru heimilinu. Seiglan og þrautseigjan voru sterkir eiginleikar hjá Sigga. Þeg- ar hann átti orðið erfitt með gang á ísafirði var eina ráðið að nota reiðhjól til og frá vinnu. Hann hafði ekki þrek til að hjóla hratt, en hægt og rólega náði hann þeim áfangastöðum sem hann ætlaði og þannig gekk það til með fleira. Aldrei að gefast upp á meðan lífið entist. Guð blessi hinstu för þessa elskulega frænda míns. Ég og fjölskylda mín vottum Hauki, Jóni Karli og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Malthildur Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.