Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 47 ss> Fyrsta Austra MAGNI frá Grenivík geröi góða ferð á Eskif jörð í fyrradag þegar liöiö sigraði Austra nokkuð óvænt 0:1, fyrsta tap Austra. Þaö virtist þó ekki blésa byrlega fyrir noroanmenn því þeir fengu ekki eitt einasta marktækifæri í leikn- um. Það kom þó ekki að sök því einn varnarmanna Austra varð fyrir því óhappi að skora sjálfs- mark og þaö dugði Magna til sig- urs. Þaö bar annars helst til tíöinda í þessum leik aö Bjarni Kristjánsson fékk aö sjá rauöa spjaldiö hjá dómara leiksins. Bjarni veröur því aö öllum líkindum ekki meö aöra helgi en nær leiknum um þessa helgi. Sigurjón, bróöir Bjarna, rot- aöist í leiknum eftir aö einn Magnamaöurinn haföi rekiö hönd eöa höfuö í höfuö Sigurjóni. Austri viröist nú eitthvaö vera aö dragast aftur úr Tindastóli í riðlin- um og ekki viröist framtíöin björt hjá liöinu því tveir leikmanna þess eru nú meiddir og vafasamt hvort þeir geta leikiö meö i næstu leikj- um. Hjólar minnst 50 km á dag — ungur sænskur hjóireiöakappi æfir hér á landi Happdrætti HSÍ DREGID hefur veriö f Lands- happdrætti Handknattleikssam- bands íslands. Vegna uppgjörs utan af landi hafa vinningsnúmer verið innsigluö hjá Borgarfogeta til 22. júlí 1985 og er hægt að greiða heimsenda gíróseðla í bonkum og pósthúsum fram að þeim tíma. HER á landi dvelst um þessar mundir ungur og efnilegur hjólreiðamaður frá Svíþjóð, Lasse Svenson að nafni. Hann hefur dvaliö hér í tvær vikur og ætlar að vera hérna í eina viku til viðbótar til aö æfa íþrótt sína. Hann hjólar é hverjum degí, mislangt eftir veðri, en aldrei minna en 50 km á dag. „Þegar rignir hjóla ég bara 50 kítómetra en ef þaö er þurrt þá hjóla ég rúmlega helmingi meira, eöa allt upp í 120—130 kíló- metra," sagði þessi 24 ára piltur frá Gautaborg þegar viö ræddum viö hann í gær. Hann var þá ný- kominn úr einum „stuttum" hjól- reiðatúr, aðeins 60 km löngum. „Það er mjög gott aö æfa hérna, vindurinn gerir allar aö- stæöur svo erfiðar að maður veröur alftaf að vera aö, það koma fáir kaflar þar sem maöur getur slappaö af, ef svo má segja. Ég er aö æfa hérna fyrir sænska meistaramótið í hjólreiö- um sem haldið veröur fyrstu vik- una i ágúst, ég er nýbyrjaður aft- ur aö æfa hjólreiðar. Byrjaði fyrst árið 1978 en hætti síöan og er nú byrjaöur aftur." — Hvert er markmiðið hjá pér? „Ég ætla til Spánar eftir jólin og vonast þá til aö komast á samning hjá einhverjum félögum þar, en síðan er ég staðráðinn i aö æfa mjðg vel þannig aö ég komist á Ólympiuleikana áriö 1988, það er markmiðið hjá mér," sagöi Lasse Svenson Guörún hlaut flesta punkta „GUERLAIN", opin kvenna- keppni, var haldin á Hólmsvelli í Leiru 28. júní sl. Var mót þetta haldið í fyrsta sinn og voru ðll verölaun gefin af umboösmönn- um snyrtivaranna „Guerlain" á ís- landi. Keppnin var punktakeppni, sem er skemmtileg tilbreyting frá högg- leikskeppni, og var ekki annaö aö sjá en keppendur yndu hag sínum hiö allra bezta. Veður var eins og bezt verður á kosiö, þurrt, milt, kyrrt og hlýtt. Urslit uröti þessi, en aðalverö- laun voru veitt fyrir 6 efstu sætin: punktar 1. Guörún Madsen, GK 40 2. Geröa Halldórsdóttir, GS 38 3. Auöur Guöjónsdóttir, GK 35 4. Þórdis Geirsdóttir, GK 35 5. Hanna Gabríelsdóttir, GK 34 6. Kristín Sveinbjörnsdóttir, GS 32 Aukaverölaun fyrir aö vera næst holu hlutu: Þórdís Geirsdóttir, GK á 1.3.80 Lóa Sigurbjömsdóttir, GK á 5.2.50 Guörún Madsen á 15.6.44 HSK mót HELGINA 12.—14. iúlí fer fram á Selfossvelli iþróttahátíö HSK þar sem héraðsmót allra aldursflokka í frjálsíþróttum innan sambands- ins fara fram um sömu helgina. Mótiö hefst föstudaginn 12. julí kl. 17, og stendur til kl. 13 á sunnudeginum 14. júlí, og kl. 14 þann dag hefst vegleg hátiöa- dagskrá, sem m.a. er helguð 75 ára afmæli HSK og ári æskunnar. Búist er viö 2—300 þátttakend- um frá um 20 félögum innan HSK og starfsmenn veröa um 70. Ljóst er aö hart veröur barist á íþróttavellinum alla helgina, og veröur gaman aö sjá spennandi keppni, jafnt afreksfólks á lands- mælikvaröa sem ungra og leik- glaöra barna. ^¦P'* ''*! ¦; « Miiw iiíi^ý»^!^^^m^w^^^^^ 'm hLkí ^^^^^^^Bð^^*^W|MHwsjaflivpnjiSi|||es j^TjEJfelJK U ^^^^HB 'Ja-vr 1 • Arvakursmenn eru líklegast bunir að missa af Isstinni í 4. deild að þessu sinni. Myndin er úr Mk Árvakurs og Reynis. ÍR eykur forskotiö ÞRÍR leikir voru (4. deildarkeppn- inni í fyrrakvöld. Vaskur og Tjör- rws skíldu jöfn, 2:2, eins og f fyrri leik liðanna, Reynir sigraöi Hðfðstrending, 6:0, og ÍR vann Leikni, 2:1. „Þetta var alveg í lágmarki hjá okkur núna, bara 2:1-sigur," sögöu JR-ingar eftir leikinn. Sigur- finnur skoraði sitt fyrsta mark fyrlr ÍR en þetta var fyrsti ieikur hans. Guömundur Magnússon skoraöi hitt mark ÍR en Atli Þ. Þorvaldsson skoraði mark Leiknis. Siguröur lllugason og Magnús Hreiðarsson skoruöu mörk Vasks og var þetta níunda mark Magnús- ar í deildinni í sumar. Tómas Karlsson og Halldór Aða/steinsson sáu um mörk Tjörness. Reynir burstaði Höföstrending, 6:0, og það var Björn Friöþjófsson sem skoraöi tvö mörk fyrir Reyni og þeir Örn Viöar Arnarson og Svanlaugur Þorsteinsson, Haukur Snorrason og Þórarinn Jóhann- esson skoruöu allir eitt mark. Staðan í 2. deild í Maðinu hjá okkur í gær og einnig í fyrradag virðist Njarðvík alveg hafa gleymst þagar veriö var að vinna stððuna ( z. deild. Við biðjumst velvirðingar á þess- um leíðu mistökum og birtum stððuna rétta hér. Breiðablik 8 5 12 17:10 16 KA 8 4 2 2 15:7 14 Völsungur 8 4 2 2 15:11 14 ÍBV 8 3 4 1 12:8 13 KS 8 3 3 2 11:9 12 ÍBÍ 8 2 4 2 10:10 10 Skallagrímur 8 2 4 2 12:15 10 Njarðvík 8 2 3 3 5:9 9 Fylkir 8 13 4 5:9 8 Leíftur 8 0 2 6 620 2 Hef áhuga á að þjálfa hériendis — segir Eiríkur Þorsteinsson sem dvaiið hefur í Svíþjóð ÞEIR sem fylgdust með knattspyrnu hér á landi fyrir tæpum áratug muna eflaust aft- ir Eiríki Þorsteinssyni, Vikingn- um knaa i miðjunni, sam fór utan til að leika knattspyrnu. Eiríkur hefur nú leikið mað sænska liðinu Grimsás (átta ér og hefur einnig starfað við knattspyrnu þar ytra. „Ég hef starfaö við þaö aö líta eftir völlunum hjá þeim í Grimsás, en þetta er aöeins eitt- þúsund manna bær en samt sem áöur hafa þeir tvo góða grasvelli og sá þriöji er í byggingu auk þess sem félagiö á einn stóran malarvöll. Þaö er aðeins knatt- spyrna sem er stunduö í bænum og þaö er mikil gróska hjá yngri flokkum félagsins. Þaö má nefna sem dæmi aö þaö eru 11 yngri flokka liö sem taka þátt í mótum fyrir félagiö," sagði Eiríkur í stuttu spjalli viö Morgunblaöiö, en hann dvelst nú hér á landi í sumarfríi. „Grimsás er nokkuð þekkt fé- lag í Svíþjóð. Astæöan er fyrst og fremst sú aö áriö 1965 var liöiö nærri því komiö upp í 1. deildina og þaö þótti alveg meiriháttar af- rek hjá liöí úr ekki stærra bæjar- félagi. Liöiö tapaöi úrslitaleiknum en þaö mættu 18.000 áhorfendur á leikinn, í aðeins 1.000 manna bæ. Liöiö leikur núna í 3. deild, við féllum niður í fyrra." — Hvernig hefur ferill þinn hjá félaginu veriö? „Eg fór utan árið 1978, en þá var liðið í 3. deild, og geröi tveggja ára samning viö þá. Þeg- ar sá samningur var runninn út vildi félagiö framlengja vegna þess aö okkur hafði gengíö vel og vorum komnir í 2. deild. Fé- lagið vildi tveggja ára samning, en ég sá mér leik á borði og fékk fimm ára samning sem rennur út í haust. Ég var ákveðinn aö leika ekki nú í ár og ég var ráðinn að- stoöarþjálfari. Siöan fór ég aö leika leik og leik meö B-liöinu og þaö endaði meö því aö núna er ég kominn í A-liöiö. Ég hef annars snúiö mér æ meira aö þjálfun, hef meðal ann- ars sótt þjálfaranámskeiö sem haldin hafa veriö i Svíþjoð auk þess sem ég starfa nú sem að- stooarþjálfari hjá félaginu þannig aö þaö má segja aö maður sé kominn meö talsveröa reynslu." — Ef til kæmi værir þú til- buinn aö koma heim og þjálfa? „Já, hvers vegna ekki, ég hef nokkurn áhuga á því aö þjálfa hér heima, aö prófa þaö aö minnsta kosti. Ég hef veriö undir leiðsögn sænskra, enskra og ís- lenskra þjálfara auk þess sem ég hef talsvert sótt námskeið þann- ig að ég tel mig kominn meö nokkra reynslu sem ég gæti miðlaö hér heima. Ja, ég gæti vel hugsað mér aö taka aö mér þjalf- un hér heima," sagöi Eiríkur aö lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.