Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 48
HTNORT JUJLS SUMR FÖSnTJDAGUR 12. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Frystitogarinn Siglfirðingur: Aflaverð- mæti átta milljónir á 10 dögum SiglufirAj U.júll. FRYSTITOGARINN Siglfirðingur kom til hafnar í dag til þess að sækja umbúðir, en á 10 dögum hefur afli fyrir um 8 milljónir króna verið unninn um borð í togaranum og stefnir í mettúr. Fyrirhugað er að togarinn haldi til veiða í kvöid og landi afla seinna. Siglfirðingur hefur verið að veiðum undan Norðurlandi og fiskað mjög vel. Allur afli er unn- inn um borð í 20 punda pakkn- ingar fyrir markað á Englandi og í Bandaríkjunum. Á Siglfirðingi er 23 manna áhöfn. Matthías. Iðnaðar- bankinn hækkar vextina Iðnaðarbankinn hskkaði út- lánsvexti og vexti á sex mánaða sparireikningum í gsr. Valur Vals- son, bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði að breytingarnar vsru fyrst og fremst aðlögun að vöxtum sem hafa verið í gildi að undanTórnu: „Og vegna þess að verðbólgan hef- ur aukist lítillega töldum við rétt að taka tillit til hennar.“ „Á undanförnum vikum hefur verið nokkur munur á vöxtum milli banka, en þar sem þeir bjóða sömu þjónustu, gengur ekki aö hún sé verðlögð mismunandi. Slíkt verður aldrei til langframa, og því á aðlögun sér stað smám saman," sagði Valur Valsson. Vextir á sex mánaða sparireikn- ingum hækkuðu í 32% úr 29%. Forvextir almennra víxla fóru úr 28% í 30% og vextir yfirdráttar- lána hlaupareikninga hækkuðu um 2,5%, í 31.5%. Þá hækkuðu vextir almennra skuldabréfa í 32%, en voru áður 30,5%. Norrænar feguröardísir Morgunblaðift/Ólafur Hðskuldsson Fegurðarkeppnin „Ungfrú Heimur“ fer fram um þessar mundir í Miami á Flórída. Á mánudagskvöldið verða úrslitin tilkynnt og hin nýja alheims- drottning krýnd. Hér má sjá norrsnar fegurðardrottningar saman komn- ar í norsku sjómannaheimili í Miami og halda þsr á tveimur ungbörnum. Þsr eru frá vinstri: Halla Bryndís Jónsdóttir, Fegurðardrottning íslands, og síðan stúlkurnar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Náttúruvísindamenn áberandi f breskum fjölmiðlum: Hörð mótmæli gegn hval- veiðum í vísmdaskyni Getum ákveðið veiðarnar sjálfir samkvæmt núgildandi reglum, segir sjávarútvegsráðherra NÁTTÚRUVERNDARMENN í Bret landi hafa raótmslt harðlega fyrirstl- unum íslendinga um veiðar á lang- reyðum og sandreyðum í vísindalegu skyni og hafa verið settar fram hótan- ir um viðskiptaþvinganir gagnvart ís- lendingum, verði af veiðunum. Á mið- vikudagsmorgun kom Einar Bene- diktsson, sendiherra íslendinga, fram í þstti í breska sjónvarpinu BBC ásamt þekktum breskum náttúru- verndarmanni, Sir Peter Scott, þar sem hvalveiðar íslendinga voru til umræðu, en Alþjóðahvalveiðiráðið kemur saman á mánudag og mun Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, sitja fundi ráðsins. „Ég útskýrði og varði stefnu ís- lendinga í hvalveiðimálum og fram- kvæmd hennar í þættinum," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að talsvert væri á brattann að sækja í þessum málum, því áróðursstaða náttúruverndar- samtaka i Bretlandi væri sterk og þau ættu greiðan aðgang að fjöl- miðlum. Nefndur Peter Scott hefði einnig samdægurs komið fram i Samanburður skattframtala 1984—85: Tekjur Reykvíkinga eru 6 % undir landsmeðaltali Meðaltekjur hæstar á Vestfjörðum en lægstar á Norðurlandi eystra MEÐALTEKJUR Reykvíkinga hskkuðu minna en annarra lands- manna á síðastliðnu ári og eni 6% undir landsmeðaltali. Þessar niðurstöður koma fram í saman- burði Þjóðhagsstofnunar á 2.700 skattframtölum áranna 1985 og 1984. Tekjur Reykvíkinga hskk- uðu um tsp 29% í fyrra miðað við árið á undan, en annarra lands- manna um 30%. Meðaltekjur eru Isgstar á Norðurlandi eystra, en Vestfirðingar hafa hsstar tekjur — að meðaltali 38% hsrri laun en Reykvíkingar. Könnun Þjóðhagsstofnunar, sem nær til launþega en ekki bænda, er unnin í samvinnu við embætti skattstjóra víðs vegar um landið. Meðaltekjur Vestfirð- inga voru á siðastliðnu ári um 600 þúsund krónur og Sunnlend- inga rétt um 500 þúsund krónur. Austfirðingar eru í þriðja sæti með 490 þúsund króna meðal- tekjur. Á Norðurlandi vestra höfðu menn að meðaltali 480 þúsund krónur í laun. f Reykja- neskjördæmi voru meðaltekjur 473 þúsund krónur, á Vestur- landi og í Reykjavík 428 þúsund krónur og Norðurlandi eystra 420 þúsund krónur. tveimur útvarpsþáttum, auk þess sem efnt hefði verið til blaða- mannafundar. Bæði bresku blöðin Evening Standard og The Guardian fjölluðu um þann fund í gær. Þá sagði Einar að það hefði gert okkar málstað erfiðari, að haldið hefði verið fram að f slendingar ætl- uðu sér að veiða steypireyð og hnúfubak, en þessar tegundir hafa verið alfriðaðar um árabil, steypi- reyðurin, sem er stærsta spendýr jarðarinnar, frá árinu 1959. Hefði hann mótmælt þessum málatilbún- aði og sagt hann ekki eiga við rök að styðjast. íslendingar hafa lagt til að fá að veiða 80 langreyðar og 40 sandreyð- ar, sem er um helmingurinn af veið- um okkar undanfarin tvö ár og um þriðjungur af veiðunum árin þar á undan. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði að ágreining- ur hefði verið innan vísindanefnd- arinnar, sem lauk störfum í vikunni um þennan veiðikvóta. Hann sagði að samkvæmt núgildandi reglum Alþjóðahvalveiðráðsins gætum við ákveðið veiðar í vísindalegum til- gangi sjálfir og þessi umræddi kvóti væri í samræmi við tillögur vísindamanna okkar. Hann lýsti vonbrigðum sínum með málflutning Sir Peter Scott og sagði það úr lausu loft gripið að Islendingar hygðust veiða steypireyð og hnúfu- bak. Hið rétta væri að í tillögum vísindamannanna væri á það minnst, að ef rannsóknir sýndu óvé- fengjanlega að tilraunaveiðar væru raunhæfur kostur, kæmu þær til greina svo að nauðsynlegar rann- sóknir gætu farið fram. MorgunblaÖiÖ/Júlíus Árekstur á Kringlumgrarbraut ALLHARÐUR árekstur var i Kringlumýrarbraut skammt frá Sléttuvegi { gærkvöldi. Þjár bifreiðir skullu saman og voru tveir menn fluttir í slysadeild. Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi og er eignatjón mikió.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.