Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 Dagskrá rásar II ur skorðum um helgina Tæknimenn ekki til starfa vegna mikils vinnuálags HLUTI dagskrár rásar 2 fellur niöur um helgina vegna ákvörðunar tækni- manna Ríkisútvarpsins aö vinna ekki yfirvinnu. Dagskrá fellur niöur milli klukkan fjögur og sex, en hefst á ný klukkan átta í kvöld og stendur til ellefu. Þá falla niöur þættirnir sviffiugur og næturvaktin, en í staðinn samtengist rás 2 beinni útsendingu sjónvarpsins frá tónleikum margra þekktustu tónlistarmanna heimsins. Á fimmtudag féll niöur umræöuþáttur um fíkniefnamál vegna skorts á tæknimönnum. „Mannfæð er á tæknideild úrbóta. öðrum þræði blandast þetta kröfu þeirra um að ganga úr Starfsmannafélagi Ríkisútvarps- ins og BSRB og ganga í Rafiðnað- arsambandið. Þannig vilja tækni- menn Ríkisútvarpsins semja um kaup og kjör með starfsbræðrum sínum á hinum frjálsa markaði. Fundur í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins hefur lýst áhyggj- um sínum af ástandi mála og rak- ið fyrir stjórnvöldum launakjör tæknimanna Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarps og sjónvarps og telur brýnt að ráða bót á svo rekstraröryggi Ríkisútvarpsins sé tryggt," sagði Markús örn Ant- er Ríkisútvarpsins vegna sumarleyfa og þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið hægt að fá tæknimenn til starfa, þvi rafeindamenntaðir menn telja laun sem í boði eru hjá Ríkisútvarpinu óviðunandi," sagði Markús örn Antonsson, útvarps- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Menn hafa unnið mikla yfir- vinnu, oft tekið verkefni að sér með stuttum fyrirvara og verið reiðubúnir að vinna langt umfram það sem eðlilegt getur talist. En ofþreytu gætir hjá mönnum og eins hefur áhugi meðal tækni- manna minnkað þvi þeir hafa staðið í kjarabaráttu og krefjast onsson. Slysavamafélag íslands: Námskeið um örygg- ismál sjómanna Á VEGUM Slysavarnafélags íslands hafa veriö haldin nokkur námskeiö um öryggismál sjómanna og lauk einu fjögurra daga námskeiöi í gær. Staðið við lög um Kvikmyndasjóð - segir Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra „FJÁRVEITING ríkisins til kvik- myndasjóösins upp á 28 til 29 milljón- ir í ár er til komin vegna söluskattsins sem miöaö er viö þegar lögin voru sett,“ sagöi Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra þegar hún var spurö hvaðan aukafjárveiting til Kvikmyndasjóðsins væri fengin. „Með þessu er aðeins verið að standa við þau lög, sem sett voru fyrir Kvikmyndasjóðinn. Sjóðurinn fær það sem honum ber og er miðað við söluskattsupphæðina frá árinu áður eins og gert er ráð fyrir f lög- unum og mér finnst mjög ánægju- legt að þetta mál er leyst," sagði Ragnhildur að lokum. Þátttakendur á námskeiðinu voru 19 af 16 skipum og komu menn víða að af landinu. „Aðsókn hefur verið mjög góð en því miður vantar okkur ennþá trassana. Það virðist vera erfiðast að ná i þá eins og sést á þvi, að á síðasta ári voru 437 bótaskyld skip hér á landi,“ sagði Þorvaldur Ax- elsson hjá Slysavarnafélagi ís- lands. Auk þyrluæfingar, þar sem æfð var björgun manna úr sjávar- háska og þeir hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar, voru þátt- takendur látnir hvolfa gúmmí- björgunarbát og rétta hann við aftur í sex til sjö vindstigum á ytri höfninni. Leiðbeinendur á þessu fjögurra daga námskeiði voru frá Slysa- varnafélagi íslands, Landssam- bandi slökkviliðsmanna, Siglinga- málastofnun, Landhelgisgæslunni og Liffræðistofnun Háskóla Is- lands. Að sögn Þorvalds Axelsson- ar stefnir Slysavarnafélag Islands að því að halda samskonar nám- skeið á næstunni og mun það að öllum líkindum standa í fimm daga. Unga fólkiö skemmti sér vel og klæddist furöubúningum. Morgunblaöið/GBerg. Hundadagahátíð hálfnuð Akureyri. VEÐRIÐ leikur ekki við Akureyr- inga aö hálfnaöri „hundadagahá- tíð“ en á fimmtudag, fjórða dag há- tíðarinnar, var allhvöss norðanátt meö tilheyrandi kulda, þannig að útidagskrá féll að mestu niður og minni þátttaka er í dagskrárliðum en ella heföi orðiö. Hagyröingar og vísnamenn létu þó fjúka í kviðling- um á Hótel KEA og Café Torgið bauö upp á blásarakvintett auk þess sem Rinar Einarsson hélt gít- artónleika. Að sögn Haraldar Inga Har- aldssonar, framkvæmdastjóra hundadaga, hefur veðrið vissu- lega valdið vonbrigðum, „en við sem að þessari hátíð stöndum er- um bjartsýnisfólk, og við erum sannfærð um að veðrið svíkur okkur ekki alla vikuna, seinni hlutinn verður góður." Útvarp Síríus útvarpar á fullu frá klukkan 4 á daginn, við mikl- ar og almennar vinsældir, léttri tónlist, upplýsingum og fréttum, viðtalsþáttum og ýmiss konar skemmtiefni undir styrkri stjórn Ólafs Torfasonar. Útvarp Síríus, Haraldur Ingi Har- aldsson og Ólafur Torfason. I gær, föstudag, var meðal ann- ars á dagskrá Akureyrarmót í sjómanni, sem haldið var í göngu- götu, og um kvöldið endurtóku lið IBA og Akraness bikarleikinn frá árinu 1969. Þá var leikinn jass á torginu frá kl. 21—23 og útihátíð- arsvæðið neðan Samkomuhússins var opnað með veitingum, tívolii og tjaldsamkomu lyftingamanna. Dansað var á grasinu. I dag, laugardag, verður síðan aðaldagur hundadagahátíðar, en þá hefst dagskrá með skrúðgöngu kl. 13. Burtreiðar verða í íshokkí- hringnum og vatnsknattspyrna á sama stað. Þá verður efnt til kaffisekkjahlaups, ullarballa- dráttar, hundadagsölslyftinga o.fl., auk þess sem keppt verður í nefndarstörfum og skriffinnsku. Að sjálfsögðu fer þetta allt fram undir dynjandi músík og um kvöldið verður dansað alls staðar í bænum, en sameiginlegur dans- leikur verður í Sjallanum, H-100 og Hótel KEA, þ.e. sami miði gildir á alla staðina. Þá syngja Glimmer-systur kl. 17 í Café Torginu, í Laxdalshúsi á óvissum tíma og í Kjallaranum í Sjallan- um kl. 23. Á sunnudag lýkur síðan hunda- dagahátíð. Þá verða m.a. úrslit í Akureyrarmóti í sjómanni og kl. 13 hefst dagskrá á svæðinu við sundlaugina, en um kvöldið lýkur fjörinu með dansleik í Sjallanum og H-100, auk þess sem tónlist verður á hátíðarsvæðinu fram til miðnættis. GBerg. Reglur Benelux-landanna um innflutning á rækju: Breyta litlu fyrir íslendinga - segir Óttar Yngvason hjá íslensku útflutningsmiðstöðinni „Ég reikna meö því að flestar ís- lenskar rækjuverksmiöjur geti feng- iö þessa heimild til útfiutnings til Benelux-landana nú þegar ef þau sækjast eftir henni. Hins vegar er útflutningur á rækju héðan til ara landa sáralítill," sagði Yngvason hjá íslensku útfiutn- Einkaskólinn kemur ekki til með að íþyngja ríkissjóöi — segir Ragnhildur Helgadóttir „EINKASKÓUNN kemur ekki til með aö íþyngja ríkissjóöi,“ sagöi Kagnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra, er bún var spurö álits á ummælum Alberts Guömundssonar fjármálaráöherra um að ekki kæmi til aukafjárveiting til menntamálaráöuneytisins vegna Einkaskólans viö Tjörnina. „Það er fræðsluskylda í land- inu og kostnaður ríkisins vegna kennslu í þessum skóla er að öll- um líkindum minni en vera myndi ef allir þeir þættir kostn- aðar væru greiddir eins og við skóla hins opinbera. I bréfi ráðu- neytisins frá 7. júní segir að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að fjárveiting fáist úr rikis- sjóði til þess að styrkja skólann. Gert er ráð fyrir að stuðningur- inn nemi föstum launum kenn- ara, samkvæmt þeim reglum sem gilda um grunnskóla á veg- um hins opinbera. Þetta þýðir að kvótabundin störf ýmiskonar við skólann þarf skólinn eða aðstandendur hans að kosta. Ýmiss annar kostnaður fellur að sjálfsögðu til vegna rekstrar svo og stofnbúnaðar. Þann kostnað hefur ríkið ekki tekið að sér að greiða. Heimild til rekstrar skólans er veitt til eins árs og skólinn þarf sam- kvæmt lögum að hlíta sama eft- irliti og reglum og aðrir grunn- skólar. Til dæmis má nefna að við lok skólans þurfa nemendur að gangast undir samræmd próf samkvæmt reglugerð þar um. Fjallað var um áætlun um fyrirkomulag og starf skólans i skólaþróunardeild ráðuneytisins og að þeirri athugun lokinni var niðurstaðan þessi, að skynsam- legt væri að styðja þessa tilraun. Þarna er verið að nota heimild sem gefin er í gunnskólalögun- um. Einkaskólar eru ekkert nýtt fyrirbrigði i landinu og lögin gera ráð fyrir þeim. Því kom það mér á óvart að einhverjir skyldu telja skólann vera meiriháttar byltingu. Mér finnst hér vera um mikilsverða tilraun að ræða, sem skólakerfið hefur gagn af. Kennararnir sem standa að þessum skóla ætla að reka hann að mestu leyti með hefðbundnu sniði en í nokkrum atriðum hyggjast þeir breyta fyrirkomu- laginu með þvi meðal annars að tengja skólann betur atvinnulíf- inu. En oft hefur verið á það bent að á þetta skorti nokkuð i ríkjandi kerfi þótt gert sé ráð fyrir slíkum tengslum i grunn- skólalögunum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta framtak sé til þess fallið að auka fjölbreytni í skólastarfi og eins og alltaf þegar nýjar leiðir eru farnar þá hlýtur slíkt að geta orðið til leiðbeiningar. Skólar hins opinbera ættu því einnig að geta haft gagn af þess- ari tilraun. Ég held að þeim krónum, sem varið er til góðrar menntunar barnanna, sé vel var- ið og vonandi gildir það um Einkaskólann eins og ríkisskól- ana,“ sagði Ragnhildur að lok- ingsmiöstööinni, er hann var inntur álits á nýjum reglum sem tekið hafa gildi í Benelux-löndunum varðandi innfiutning á rækju og veröur hann framvegis aðeins leyföur frá fyrir- tækjum sem fengiö hafa viðurkenn- ingu af yfirvöldum. Samkvæmt Hagtiðindum var útflutningur á frystri rækju á tímabilinu janúar-apríl i ár 5 tonn til Hollands, 100 kíló til Lúxem- borgar og enginn til Belgíu af alls um tvö þúsund tonna útflutningi. Óttar sagði að útflutningurinn yf- irleitt hefði ekki verið meiri en þetta undanfarin ár. Fyrst og fremst væri það vegna þess að frændur okkar Norðmenn væru duglegir að bjóða niður verðið. Þeir virtust hafa efni á þvf að bjóða talsvert af vöru inn á litla hliðarmarkaði á lægra verði en við gætum selt á. Óttar sagði að rækjuneysla hjá þessum þjóðum væri ekki mjög mikil, en þó talsverð. Þessi lönd hefðu flutt talsvert inn af svokall- aðri Asíurækju, en hún væri smærri og bragðminni en fslenska rækjan. Þess utan væri hún á hálfvirði og það yrði að geril- sneyða hana. „Ég hef séð hlið- stæðar franskar reglur, sem voru á undirbúningsstigi og þaer voru mjög strangar. Ef innflutningur Asíurækjunar stöðvast vegna þessara reglna gætu viðhorfin breyst og það orðið raunhæft fyrir okkur að huga frekar að þessu markaðssvæði,“ sagði Óttar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.