Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JtJLl 1985 9 Nýtízkuleg bílaþvottastöð Viö bjóðum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og þurrkun. Stööin getur tekiö bíla sem eru allt aö 225 cm á breidd og 227 cm á hæö. Viö gefum fólki kost á aö fá nýtt byltingarkennt efni, Poly-lack, boriö á bílinn meöan þaö bíöur (20 mín. á bíl). Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bflnum geysifalleg- an gljáa, skýrir litina og endist lengi. í Þýzkalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz áöur en þeir eru afhentir. Opnunartími: virka daga kl. 9—7 — helgar kl. 10—7. Bílaþvottastöðin, Bíldshöföa 8, (viö hliðina á Bifreiöaeftirlitinu). Þaö tekur 3 minutur aö reisa þennan 17 fermetra tjaldvagn. Viö oskum ykkur goörar feröar og vitum aö vagninn bregst ykkur ekki. Veröiö á herlegheitunum er kr. 119.800 stgr. meö fortjaidi og eldhúsi. Gisli Jonsson og Co. hf Sundaborg 11, simi 686644. Camp-lef FRÆGUR TJALDVAGN Viö höfum flutt þennan vagn inn í 3 ár og okkur vitanlega hefur engin bilun oröiö í þesum vögnum á þeim tíma. Spumingar vakna Framtak Ingvars Gíslason- ar, þingmanns Framsókn- arflokksins, forseta neðri deildar Alþingis og fyrrum menntamálaráðherra, þeg- ar hann tók sér fyrir hend- ur að veita blaðamönnum ádrepu, hefur vakið at- hyglL Það eitt að stjórn- málamaður taki sér fyrir hendur að aegja fjölmiðl- um til syndanna er athygl- isvert Hafa hvorir tveggju stjórnmálamenn og blaða- menn gott af því að íhuga samskipti sín. Mestu skipt- ir auðvitað að það sé gert á réttum og skynsamlegum forsendum. Grein Ingvars Gíslasonar vekur margar spurningar. Að því hefur áður verið vikið í Stak- steinum (sl. fimmtudag) og þá sérstaklega drepið 1 AF berts þátt Guðmundssonar í ritsmíðinni. Hér skal vitn- að til annars kafla í grein Ingvars „Bandalag kumpána- skaparins befur verulegar luettur í for með sér, eklú fyrir valdamennina, því að þeir hafa af þessu hag, heldur blaðamennina sjálfa. Út á kunningsskap- inn og þægilegheitin fá þessir stjórnmálamenn (eða valdamenn) milda, geðuga og mannlega um- fjölhin í fjölmiðlum. Þeir eru ógjarnan sýndir nema í sinni skástu mynd — og þeir eru ott sýndir — ekki síst við einhver hátíðleg tækifæri, ffnir og afslapp- aðir, eða þá sem frískir íþróttaunnendur í tóm- stundum, gáfaðir bók- menntavinir eða tónlistar- menn og listmálarar eða smiðir, sem hafa verkstteði f kjallaranum hjá sér. „Verðleikar" þessara manna eru vel thindaðir og auðvitað látnir yfirgnæfa M. sem miður kann að vera í fari þeirra. Mistök, sem þeir gera (og oft ber við) eru afgreidd í góðsem- istón kumpánaskaparins, enda færð á reikning mannlegs hrerskleika, sem allir viðurkenna að er geð- felldur eiginleiki hjá hverj- um sem er.“ Enn um blaöamennsku í Staksteinum í dag er aö nýju gripiö ofan í grein Ingvars Gíslasonar um blaöamennsku, en hún birtist í NT. Þá er einnig vikiö aö því hvernig NT greip á því, aö því var Ijóstraö upp í sjónvarpinu aö á litmynd í landkynningar- bæklingi leyndist Heineken-bjórdós. Og enn segir Ingvar um þessa vini blaðanna: „Þeir óttast ekki að vera bendlaðir við gerræðisverk eða spillingu einfaldlega vegna þess að almenningur trúir því ekki að þessir hollvinir fjölmiðlanna, þessir frísku sundmenn og golfmeistarar og knatt- spyrnufrömuðir, bókaorm- ar, píanóleikarar, landslagsmálarar og renn- ismiðir séu viðriðnir ger- ræðisfull embættisverk eða sérdrægar ákvarðanir af einhverju tagi.“ Þegar Ingvar Gíslason var menntamálaráðherra sætti hann gagnrýni m.a. fyrir það, að hann afgreiddi mál með einhliða yfírlýs- ingum í þessum dúr. Hér er það ég sem ræð, ráð- herrann. Sleppum þvf. En hverjir eru þessir stjórn- málamcnn (valdamenn), sem Ingvar er að tala um? Megum við fá meira að heyra? Er smiðurinn með verkstæðið í kjallaranum (rennismiðurinn) kannski Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokks- ins? Bjórdósin Flest er hey í harðind- um. Þetta hefur sannast í fréttaleysi síðustu daga á bjórdósinni, sem sjón- varpsmenn fundu á mynd f landkynningarbæklingi og sýndu eins og litla leyni- lögreglusögu í fréttatíma á þriðjudagskvöldið. Rann- sóknastarfsemin leiddi það meðal annars f Ijós, að dós- in var ulan af Heineken- bjór sem upprunninn er í Hollandi. I fímmtudags- blaði NT eru birtar niður- stöður á rannsóknum blaðsins í þessu máli, á þremur stöðum í blaðinu. Fram kemur í samtali við Birgi Þorgilsson, ferða- málastjóra, að hann hafí ekki séð bjórdósina voða- legu á myndinni, fyrr en houum hafí verið bent sér- staklega á hana. Var þá bú- ið að prenta myndina í 50.000 eintökum. Og NT spyr, hvort ekki eigi að eyðileggja bæklinginn. Birgir segir að það verði STlR eklri gert: „Ég sé ekki að þessi eina dós eyðileggi málefni af þessu tagi.“ í NT er frá því skýrt að Iceland Review, sem prent- að er í Hollandi, hafí látið Ferðamálaráði í té 30.000 prentuð eintök af hinni umræddu mynd með bjór- dósinni. Vekur þetta sér- staka athygli rannsókn- armanna NT, þeir benda á að Heineken-bjór sé fram- leiddur f Hollandi og spyrjæ „Hver borgaði prentunina, Heineken eða Ferðamálaráð?" Og í þriðja sinn skal vitnað í umsögn NT um bjórdósina en þar segir í ritstjórnardálki: „Hér er að sjálfsögðu um að ræða klúður Ferða- málaráðs og starfsmanna þess. Enn eitt dæmið um kæruleysi manna sem ekki bera ábyrgð á neinu ... Vera má að einhverjum fínnist hér gert mikið úr smá mistökum, en að opinbert apparat, Ferða- málaráð, skuli dreifa til út- lendinga bækling þar sem tviskinnungur okkar er svo rækilega afhjúpaður — að f óspilltu vatni í bjórlausu landi skuli vera tómar bjórdósir á floti — er síð- asta sorL“ Sleppum kæruleysi þess sem þennan texta ritar gagnvart tungunni, kjör- gripnum, sem hann hefur til að lýsa skoðun sinni. Lítum einnig fram hjá þeirri röngu fúllyrðingu að menn geti ekki fengið Heineken löglega bér á landi, meira að segja hjá sjálfu ríkinu sem rekur Frt- höfnina. Gefum Haraldi J. Hamar, ritstjóra Iceland Review, siðasta orðið um þetta mál. Hann segir m.a. í athugasemd í NT í gær „Hvort á umræddri mynd er bjórdós eða ekki — þá lít ég þessa örðu sömu augum og prentvillu eða stafabrengl f texta. Hvernig slikt getur orðið dagblaði tilefni til að taka menn fyrir með dylgjum, glósum og aðdróttunum um embættisglöp er ekki hluti af minni löngu reynslu f blaðamennsku. En hvert blað verður auð- vitað að fínna sér þann vettvang, sem það tehir sér best hæfa.“ Áhöfn „Hennar". Talið frá vinstri Jóhann Reynisson, Ingi Ásmundsson, Stefán Stephensen og Sigurður Blöndal. „Hún“ komin heim úr fimm vikna siglingu Á þriðjudagsmorgun lagðist skútan eftir fimm vikna ferð til Skotlands og Áhöfnina skipuðu fjðrir menn, þeir Ingi Ásmundsson og Stefán Stephensen, eigendur skútunnar, auk þeirra Sigurðar Blöndals og Jóhanns Reynissonar. Heiðurinn af smiði „Hennar", sem er 28 fet, „Hún“ að bryggju í Reykjavíkurhöfn, Færeyja. eiga þeir Ingi og Stefán. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Blöndals gekk ferðin framar öllum vonum og var veðrið, sem vissulega skiptir miklu máli í för- um sem þessum, vel viðunandi. „Reyndar ætluðum við að dveljast næturlangt á eyjunni St. Kilde, en sakir suð-vestanáttar, var ekki hægt að leggjast þar að bryggju. Við erum þó hæstánægðir með ferðina og værum allir tilbúnir til að leggja aftur upp i svona leið- angur,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.