Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1985 Aðeins 164 milljónir „Athugasemdir Inga R. Helgasonaru Það er gleðiefni, að Brunabóta- félag íslands, starf þess og hlut- verk, skuli vera gert að umtalsefni í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. Að sjálfsögðu er viðfangsefnið staerra en svo, að því verði gerð skil í einni ritstjórnargrein, og þess vegna langar mig til að bæta nokkrum athugasemdum við, les- endum blaðsins til frekari glöggv- unar, auk þess sem leiðrétta þarf eina missögn í greininni, í fullri vinsemd. í leiðinni langar mig til að leið- rétta útbreiddan misskilning. Menn halda gjarna, að Brunabóta- félagið sé ríkisfyrirtæki, þ.e. sé í eigu ríkisins. Sannleikurinn er sá, að ríkið á ekkert í Brunabótafélag- inu og hefur aldrei lagt því til krónu í stofnfé. Það veitti félaginu í upphafi rekstrarlán, sem var snarlega endurgreitt með vöxtum, og svo ábyrgð, sem er löngu niður fallin. Það vakti ekki fyrir neinum alþingismanni á árinu 1915, er þeir samþykktu lögin um Bruna- bótafélagið, að setja á laggirnar ríkisfyrirtæki. Sveinn Björnsson, fyrrverandi forseti íslands, sem varð fyrsti forstjóri Brunabótafé- lagsins, fyrir áeggjan Einars Arn- órssonar, ráðherra, bar einna mesta ábyrgð á orðalagi laganna. Fyrsta ákvæði fyrstu greinar lag- anna hljóðar svo: „Brunabótafélag íslands er gagnkvæmt ábyrgðarfé- lag vátryggjenda ... “ Þetta ákvæði stendur óbreytt í dag. Þeir, sem vátryggja hjá félaginu, eru eig- endur þess, en ekki einhverjir hluthafar úti í bæ eða ríkið. Félag- ið á því enga hagsmuni aðra en hagsmuni þeirra, sem tryggja hjá því. I. í upphafi ritstjórnargreinarinn- ar segir, að vaxandi skilningur sé á mikilvægi þess, að þeim hluta vinnulauna og fjármuna hins al- menna manns, sem „hið opinbera" tekur til sín með einum eða öðrum hætti, sé skilað aftur til fólksins í þjónustu eða framkvæmdum. Undir þessa skoðun ritstjórans vil ég heils hugar taka. Ég vil þó bæta við, að samsvarandi kröfu geri ég til hins „óopinbera einkafram- taks“, vegna aðildar þess að þeirri skipulögðu starfsemi, sem við köllum atvinnulíf, til að veita þjónustu eða framleiða gæði til að fullnægja þörfum okkar með. Hvernig hefur Brunabótafélag íslands staðið sig í þessu tilliti? Þegar félagið var stofnað voru hús í Reykjavík brunatryggð gegnum Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna. Utan Reykjavíkur var nær alger skortur á vátrygg- ingarvernd, sem stóð allri mann- virkjagerð þar mjög fyrir þrifum. Einstakir aðilar gátu þó fengið brunatryggingu á stærstu stöðun- um utan Reykjavíkur, en urðu þá að greiða tífalt til fimmtánfalt iðgjald á við það, sem var í Reykjavík, enda vantaði bæði vatnsveitur og brunavarnir. Brunabótafélagið bætti hér úr brýnni þörf, eins og til var stofn- að. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að fara að rekja hina glæsilegu sögu Brunabótafélagsins í þessu stutta skrifi mínu, en þetta vil ég þó segja í samantekt: Fyrst og fremst hefur Brunabótafélag íslands megnað að greiða nær öll bruna- tjón á fasteignum utan Reykjavík- ur í hartnær 70 ár. Á sama tíma hefur félagið lækkað brunabóta- iðgjöldin, fyrst fljótlega niður í það sem þau voru í Reykjavík, og nú á síðustu 12 árum lækkað þau enn um 72% að raungildi, meðan „frjáls“ brunaiðgjöld í lausafé fylgdu verðlagsþróuninnL í sam- anburði eru brunaiðgjöld Bruna- bótafélagsins aðeins um helming- ur af brunabótaiðgjöldum á Norð- urlöndunum. Á sama tíma hefur fé- lagið greitt öllum kaupstöðum landsins milljónatug eftir millj- ónatug sem framlag til eflingar brunavarna á hverjum stað og einnig má geta þess, sem fáir muna lengur, að hér á árum áður lét félagið smíða í Hafnarfirði um> 30 slökkvibíla til notkunar úti á landi, sem greiddir voru með sér- stökum brunavarnarafslætti. Á sama tíma hefur félagið lánað sveitarfélögum landsins hundruð- ir milljóna króna til vatnsveitna, hitaveitna og annarra verklegra framkvæmda. Að lokum verður að geta þess, og er það ekki síst, að á sama tíma hefur félagið safnað traustum bótasjóðum, sem nema sem svarar þriðjungi af eigin- fjársjóðum allra hinna trygginga- félaganna til samans. Það verður því ekki annað sagt með réttu en að Brunabótafélagið hafi gegnum tíðina fullnægt með sóma þeim kröfum, sem ritstjóri Morgunblaðsins gerði f þessum efnum í grein sinni. Auk farsællar stjórnunar og reksturs, er ein grundvallar- ástæða fyrir því, að Brunabótafé- lagið hefur getað unnið það þrek- virki, sem ég að framan hef rakið og henni má lýsa með einu orði: áhættudreifingunni. Þetta skildu frumkvöðlar félagsins og þess vegna stofnuðu þeir gagnkvæmt félag vátryggjenda sjálfra með lögum frá Alþingi, þar sem öllum var gert skylt að vátryggja hús sín gegn bruna og jafnframt skylt að vátryggja hjá Brunabótafélaginu. Vegna þessara ríku lögheimilda, sem hinu gagnkvæma félagi voru fengnar, þótti rétt að setja félagið undir yfirumsjóm og eftirlit stjórnarráðsins. Enn er lögskylt að vátryggja hús sín gegn bruna, en árið 1955 — eða fyrir 30 árum — var einkaréttur Brunabótafé- lagsins í þessum efnum felldur niður og fenginn sveitarfélögun- um í hendur. Til að lesendur skilji betur þýð- ingu áhættudreifingarinnar í öllu vátryggingarstarfi, má t.d. benda á þá staðreynd, að við bruna Hraðfrystihússins á Hellissandi árið 1983, tæmdu bæturnar sem Brunabótafélagið greiddi (16 milj. kr.) öll brunabótaiðgjöld á Hellis- sandi í áttatíu ár! II. í ritstjórnargreininni er rétti- lega minnst á frelsi og frjálsa samkeppni, og er það allt á sínum stað, þótt alhæfingar séu jafnan ótraustar. Það vakti ekki fyrir frumkvöðlum Brunabótafélags Is- lands fyrir 70 árum að hneppa landa sína í fjötra ófrelsis og viðskiptakúgunar. öðru nær. Þetta voru framsýnir menn á morgni þessarar aldar, þegar þjóðin var að vakna til aukins sjálfstæðis og það var fjarri huga þeirra að efna til „selstöðuversl- unar“. En þeir neituðu sér ekki um þann munað að hugsa af skyn- semi. Ekkert gat komið í stað skynseminnar, ekki einu sinni frjáls samkeppni. Þeir voru að berjast við það að fá verslunina inn í landið og tryggingarnar líka. Þeir þekktu smæð markaðarins og ástand hans og kunnu skil á þeirri grundvállarforsendu allrar trygg- ingarstarfsemi, sem ég gat um áð- an, að áhættudreifingin er fyrir öllu. Fyrsta blaðagreinin á íslandi um vátryggingarmál var rituð af þjóðskáldinu Grími Thomsen í Is- afold hinn 20. sept. 1878 í hita bar- áttunnar (við Dani) um stofnun Brunabótafélags íslands. Morgun- blaðið ætti við tækifæri að birta þessa grein. Lögmálið um áhættudreifing- una í vátryggingum er ennþá í fullu gildi. Jafnvíst er hitt, að á markaði, þar sem skilyrði heil- brigðrar samkeppni eru fyrir hendi, er þess að vænta, að náð verði bestu kjörum fyrir neytand- ann í bráð og lengd. Vátryggingarmarkaðurinn ís- lenski á að heita frjáls, en þegar betur er að gáð, kemur í Ijós, að hann er í sumum greinum mjög takmarkaður. Aðilar, samtök, ein- staklingar og fvrirtæki, sem ráða Ingi R. Helgason „Þessar greiöslur úr eiginfjársjóðum Bruna- bótafélagsins beint til sveitarfélaganna er vita- skuld ígildi skatt- greiðslu af hálfu félags- ins. Þessu skilar félagið aftur til samfélagsins. Þetta er gert eftir laga- fyrirmælum, samkvæmt reglugerð ráðherra, sem byggir á lögum.“ yfir verðmætum og hagsmunum, sem vátryggja þarf, hafa ýmist stofnað eða eiga ríkra hagsmuna að gæta í einu eða öðru vátrygg- ingarfélagi. Þeir vátryggja ekki annars staðar en hjá „sínu“ félagi, hvað sem líður iðgjöldum eða skilmálum. Þar kemst engin sam- keppni að. Ég vil ekki nefna nein nöfn hér, en auðvitað þekkir rit- stjóri Morgunblaðsins þessar að- stæður. Hitt er gamanmál, að ein- mitt forráðamenn þessara aðila ná varla andanum þegar þeir ræða um frelsi á vátryggingarmarkaðn- um, og maður verður hreinlega að fara í biblíuskýringar til að benda þeim á bjálkann í augum þeirra. Ég hef fundið, að það fer í taug- amar á mönnum, ekki síst þeim, sem unna frjálsmarkaðshyggj- unni, og vænta sér mikils af hluta- félagsvátryggingarfélögunum, að það skuli einmitt vera hið „opin- bera“ Brunabótafélag, sem á síð- ustu tveimur árum hefur hrist upp í vátryggingarmarkaðnum, komið fram með nýjungar, lækkað ið- gjöldin og vakið hin félögin af værum svefni. Slíkt passar ein- hvern veginn ekki inn í myndina, er ónotaleg staðreynd. Mig langar til að nefna lítil tvö dæmi. Árið 1977 skrifaði Samband ís- lenskra sveitarfélaga tryggingar- félögunum bréf og bað um hug- myndir og tilboð um slysatrygg- ingu fyrir skólabörn. Aðeins eitt félag svaraði bréfinu jákvætt, Brunabótafélagið, sem lýsti sig reiðubúið til að hanna slíka vá- tryggingu. Síðan gerist ekkert I málinu fyrr en við tókum slysa- tryggingu skólabarna inn i hönn- un sveitarstjórnarpakkans. Og nú þykir öllum sjálfsagt að slysa- tryggja skólabörn. Síðla árs 1983 skrifuðu Kaup- mannasamtök íslands öllum tryggingarfélögum bréf og báðu um hugmyndir og tillögur um vá- tryggingarvernd, sem sérstaklega væri sniðin eftir þörfum þeirra, er reka verslun. Það sama gerðist og með slysatryggingu skólabarna, það var aðeins eitt félag, sem svaraði jákvætt, Brunabótafélag íslands. Við vorum að vísu tilbún- ir þá með fullhannaðan verslun- arpakka og sendum þeim hann. Þar stórlega hagræddum við króna verslunina, jukum vátryggingar- verndina og lækkuðum iðgjaldið milli 15—20% í einu samsettu skírteini og komum með marg- háttuð nýmæli, eins og forsjár- mannstryggingu og endurbætta rekstursstöðvunartryggingu. Stjórn Kaupmannasamtakanna þakkaði okkur opinberlega fyrir þjónustuna og mælti með því, að meðlimir samtakanna athuguðu gaumgæfilega þetta góða boð Brunabótafélagsins. Frammistaða Brunabótafélagsins í þessum efn- um vakti undrun blaðamanna Morgunblaðsins á þeim tíma, eins og ég veit að ritstjóra Morgun- blaðsins rekur minni til. III. Til þessa hafa menn hérlendis verið sammála um þá skipan mála, að sveitarfélagið komi manni til hjálpar, ef eldsvoða ber að höndum, þ.e.a.s. að sveitarfé- lagið sinni brunavörnum, greiði kostnað við tæki og mannskap beint úr sveitarsjóði. Hin hliðin á þessum skyldum sveitarfélagsins er að sinna jafnframt brunatrygg- ingunum, annað hvort með bein- um vátryggingarrekstri eins og Reykjavíkurborg eða með því að bjóða brunatryggingar allra fast- eigna í sveitarfélaginu út í einu lagi til starfandi vátryggingarfé- laga, hvort tveggja með það að markmiði, að halda iðgjöldum í lágmarki. Sú lagastefna, sem ríkj- andi hefur verið síðan 1954 í þess- um efnum, er í fallegu framhaldi af hugmyndum manna og fram- kvæmdum í vátryggingum á þjóð- veldisöld, þegar hver hreppur var nánast vátryggingarfélag út af fyrir sig. í ritstjórnargreininni segir, að þau sveitarfélög, sem samið hafi við Brunabótafélagið um bruna- tryggingar fasteigna hafi einkum horft til þriggja kosta. í fyrsta lagi eigi sýslu- og sveitarfélög, sem að Brunabót standa, aðild að fulltrúaráði félagsins. í annan stað láni Brunabót lögum sam- kvæmt fé til brunavarna, vatns- veitna og hitaveitna sveitarfélaga. í þriðja lagi að sveitarfélögin fái hluta arðs, ef honum er til að dreifa, „en þetta atriði vegur ekki þungt í raun“, segir svo að lokum. Allir eru þessir þrír kostir rétt tíundaðir. Sveitarfélögin, sem samið hafa við félagið, eiga aðild að fulltrúaráði þess og þar með að stjórn félagsins. Sú skipan mála er í takt við reglur fulltrúalýðræð- isins. Sveitarstjórnarmenn eru kosnir í almennum kosningum og hafa tímabundið umboð til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins og þegna þess. Samkvæmt lögunum um Brunabótafélagið ber því, svo sem kostur er, að ávaxta bótasjóði sína í vatnsveitum og hitaveitum og staðreyndin er sú, að megin hluti sjóðs félagsins liggur í útlán- um til sveitarfélaganna. Sam- kvæmt reglugerð ráðherra 40/1954, bar félaginu að greiða kaupstöðum landsins, sem samn- ing hafa gert við félagið, arð af rekstri brunatrygginga fasteigna á hverjum stað, að uppfylltum til- teknum skilyrðum. Matthías Bjarnason, tryggingaráðherra, breytti þessari reglugerð 18. júní sl. í þá veru, að öll sveitarfélög, stór og smá, skuli sitja að þessu leyti við sama borð. Síðan segir I greininni, að ágóðahluturinn vegi ekki þungt í raun. Hver segir ritstjóranum þessa vitleysu. Þetta þarf ég að leiðrétta. Á hverju einasta ári síð- an 1955 eða í 30 ár, hefur félagið greitt beint til kaupstaðanna til eflingar brunavörnum stórar fjár- hæðir, sem framreiknaðar til verðlags í desember 1984 nema samtals 164 milljónum króna. Þetta þýðir að meðaltali rúmlega 5 milljónir á hverju ári. Þessi tala er aðeins framreiknuð án ávöxt- unar. Þessi fjárhæð er jafnstór öll- um höfuðstól Brunabótafélagsins í dag og 30% betur. í einfóldum sam- anburði nemur þessi tala, 164 millj- ónir króna, um 50%af samanlögðum eiginfjársjóðum allra tryggingafélag- anna í landinu, sem þau með starf- semi sinni frá upphafi hafa komið sér upp í árslok 1984. Láta mun nærri að rúmlega 12% brunabóta- iðgjalda þessara 30 ára hafi runnið beint í bæjarsjóði kaupstaðanna. Hér er að sjálfsögðu um stórfé að ræða, sem vegið hefur mjög þungt fyrir viðkomandi kaupstaði á þessu tímabili. Þessar greiðslur úr eiginfjársjóðum Brunabótafé- lagsins beint til sveitarfélaganna er vitaskuld ígildi skattgreiðslu af hálfu félagsins. Þessu skilar félagið aftur til samfélagsins. Þetta er gert eftir lagafyrirmælum, samkvæmt reglugerð ráðherra, sem byggir á lögum. Þetta er lagastefna, sem byggir á þeim sjónarmiðum, að vegna eðlis þessara trygginga, sé réttara að Brunabótafélagið greiði þessa fjármuni til sveitarfélag- anna, eyrnamerkta til að standa undir brunavörnum, í stað þess að greiða skatt til ríkissjóðs. Þetta eru sjónarmið löggjafans, en á þeim geta menn haft ýmsar skoð- anir. Þetta sem ég nú hef rakið teng- ist þess vegna því sem segir í rit- stjórnargreininni um skattamál Brunabótafélagsins. í þvi sam- bandi vil ég upplýsa, að á árinu 1962 var með fernum lagaboðum ákveðið, að rekstur ýmissa skyldu- trygginga yrði undanþeginn tekju- og eignaskatti til ríkissjóðs og var það gert til að halda iðgjöldum niðri. Þetta snýr því ekki að Brunabótafélaginu einu, heldur snertir þetta Samvinnutryggingar g.t., íslenska endurtryggingu hf., Samábyrgðina, öll bátaábyrgðar- félögin í landinu og Húsatrygg- ingar Reykjavíkur. Það er skoðun út af fyrir sig að skattleggja til ríkisins rekstur skyldutrygg- inganna, en vilji maður það, er maður að biðja um hærri iðgjöld. Þegar einkaréttur Brunabótafé- lags íslands á skyldutryggingum fasteigna var felldur niður árið 1955, fékk félagið fullar lögheim- ildir til alhliða vátryggingar- starfsemi og hefur æ síðan verið að færa út kvíarnar á hinum al- menna markaði frjálsra vátrygg- inga. Ég er sammála ritstjóra Morgunblaðsins um, að ytri rekstrarskilyrði starfsemi eins og tryggingafélaga, eigi að vera sem líkust og jöfnust að teknu tilliti til allra aðstæðna, einnig i skattleg- um efnum. Ekki er óeðlilegt að taka til íhugunar skattskyldu Brunabótafélagsins, varðandi þessar vátryggingargreinar. Ég leyfi mér að vona, að þetta skrif mitt sé bitastætt innlegg í hlutlæga umræðu um, hvernig sinna megi þjónustustarfseminni í landinu betur og betur. Höfundur er forsíjóri Brunahótafé- lags íslands. Mjólkurframleiðslan: 0,95 % samdráttur í júní í JÚNÍ dróst mjólkurframleiðslan saman miðað við sama mánuð í fyrra og munaði tæplega einu prósenti. Samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins var innvigtuð mjólk hjá mjólkur- samlögunum 11.659 þúsund lítrar í júní á móti 11.772 þúsund í júní í fyrra. Samdrátturinn er 113 þús- und lítrar, eða 0,95%. Hjá Mjólk- urbúi Flóamanna var framleiðslan svipuð og í fyrra, en samdráttur hjá flestum hinna búanna um 2-3%. Eins og komið hefur fram var mikil aukning mjólkurframleiðsl- unnar í maí, og sérstaklega i apríl. Virðist framleiðsluaukning á milli ára nú hafa stöðvast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.