Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1985 15 Ævintýraferð fyrir börn um Breiða- fjarðareyjar SUMARDVALARHEIMILIÐ í Svefneyjum hefur í samvinnu við Bifreiðastöð íslands og flóabátinn Baldur skipulagt fjögurra daga ferðir fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára, þar sem þau fá Uekifæri til að kynnast eyjunum á Breiðafirði og dýralífinu þar. Sumardvalarheimilið i Svefn- eyjum hóf starfsemi sína nú í sumar en undanfarið hafa staðið yfir miklar endurbætur á þeim húsakynnum sem fyrir eru í eyj- unni. Það eru þau Baldvin Björnsson og Sigrún Elísabet Gunnarsdóttir sem reka sumardvalarheimilið, en Sigrún er uppalin í Svefneyjum. Börnin sem dvelja á sumardval- arheimilinu eru á aldrinum 6—12 ára og dvelja i hálfan mánuð eða lengur. En nú er börnum á aldrinum 9 til 13 ára gefinn kostur á að skoða eyjarnar i fjögurra daga ferð. Farið er frá Umferðarmiðstðð- inni kl. 9 á föstudagsmorgnum og komið til Stykkishólms kl. 14 þar sem starfsmenn Flóabátsins Bald- urs taka við börnunum og flytja þau til Flateyjar. í Flatey er svo starfsfólk sumardvalarheimilisins sem mun sýna þeim eyjuna og þiggja veitingar i veitingahúsinu Vogur. Frá Flatey er svo farið um kvöldið til Svefneyja með Farsæl BA 55, sem er sjö tonna trilla und- ir stjórn Kristins Nikulássonar, en hann er fæddur og uppalinn i eyj- unum og mun jafnframt verða leiðsögumaður um eyjarnar. Gist verður i Svefneyjum þær nætur sem ferðin stendur yfir en á laugardag verður farið i skoðunar- ferðir um eyjarnar, rennt fyrir fisk, heilsað uppá selina og alla þá fjölbreyttu fugla sem fyrirfinnast á þessum slóðum. Um kvöldið er svo kvöldvaka. Á sunnudaginn er svo farið út i Sviðnur sem er um klukkutíma sigling og þar verður dvalið við leiki, eldamennsku og veiðiskap. Um kvöldið er svo farið til baka til Svefneyja en ferðinni lýkur svo þegar Flóabáturinn Baldur kemur upp að eyjunni á mánudag og flyt- ur hópinn til Stykkishólms og það- an fer hann með rútu til Reykja- víkur og er kominn þangað um kl. 23. Vikudvöl í Hveragerði á vegum Grund- ar í Reykjvík St,kki»hólmi, 18. júli. UNDANFARIN ár herir Gísli Sigur- björnsson, forstjóri Elli- og hjúknin- arheimilisins Grundar í Reykjavík, boóið eldra fólki af Snæfellsnesi til Hverageröis í vikudvöl í sumarhús- um þar og nú fóru þangað 6 manns á þessu sumri og allir sem hafa farið þessar ferðir Ijúka upp einum munni uiú ágaeti þeirra. Þarna kynnast aldraðir hinni miklu starfsemi er á sér stað i Hveragerði, á heimilunum þar, Ásunum svokölluðu. Þessi kynn- ingarstarfsemi hefir komið mörg- um til góöa. Það hefir verið mín gleði að hafa milligöngu um þessa sumar- dvöl og eykst sú ánægja með árun- um. Gísli er ekki að auglýsa þetta, enda stærstu auglýsingarnar i þakklátum hugum þeirra sem hafa orðið aðnjótandi dvalarinnar. Auk þess að fá þarna ókeypis dvöl og fæði býðst mönnum að skoða umhverfið og það starf sem þarna fer fram á vegum Grundar. Það fer ekki á milli mála að Gísli er langt á undan sinni sam- tíð og hann hefir dregið sterkar niðurstöður af merkum og löngum starfsferli. Það er ekki tíundað, liðið sem Gísli hefir lagt góðum málefnum um allt land. Þetta allt vil ég fyrir hönd njót- enda færa bestu þakkir fyrir. Árni Mazda 626 BILAR MINNST KYÐGAR MINNST! Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun, sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626 bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi. Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin- leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í ÞÝSKALANDI!. Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér- lega hagstæðu verði, eða frá kr. 448.500. Sterkari en gerist og gengur ná'np' :—rr~.rr rc r - Ma ss:ewa íse: wc aæ; Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöð BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.