Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1985 Sandinistar hvattir til þátttöku í friðarviðræðum U Paz, Honduru, 12. júli. AP. f YFIRLÝSINGU, sem forseUr El Salvador og Honduras létu frá sér fara í dag, segir að vegna stefnu sand- inistastjórnarinnar í Nicaragua fari stjórnmálaástandið í Mið-Amerfku nú versnandi. Forsetarnir, Jose Duarte og Ro- berto Suazo Cordova, hvöttu í lok tveggja daga fundar þeirra stjórn Nicaragua til að hætta ögrunar- stefnu sinni í stjórnmálum og taka á ný þátt í friðarviðræðum, svo að unnt verði að bæta sambúð ríkja Mið-Ameríku. Duarte, forseti E1 Salvador, sagði ennfremur að eina færa leiðin nú til að koma á friði á þessu svæði væri fyrir atbeina Contadora-rfkjanna svonefndu. Hér er um að ræða stjórnir Mexfkó, Venezuela, Kol- umbíu og Panama, sem tóku hönd- um saman árið 1983 til að freista þess að ná friði f Mið-Amerfku. Nicaraguastjórn hætti við þátt- töku í síðustu friðarviðræðum Contadora-ríkjanna sökum þess að hún gat ekki fellt sig við fundar- dagskrá. I ráði er að næsti fundur á vegum Contadora-rfkjanna verði í lok þessa mánaöar. Markmið Duartes og Cordovas var að reyna að leysa landamæra- deilur ríkjanna tveggja. Komu þeir sér saman um að beita sér fyrir því að deilurnar yrðu úr sögunni fyrir 10. desember nk. Sfmamynd/AP fbúar í San Luis Obispo ( Kaliforníu reyna að bjarga heimilum sfnnm frá eldunum, sem brennt hafa skóga f nágrenninu. ___________ Gífurlegir skógareldar í Bandaríkjunum og Kanada Frá MagnÚHÍ Þrándi Þóröarsyni, San Francisco GÍFURLEGIR sinu- og skógareldar geisa nú um gjörvöli Vesturríki Bandaríkjanna og Kanada. Barizt er við meiriháttar elda á að minnsta kosti eitt hundrað stöðum og óttast er, að fleiri brjótist út á næstunni. Verst er ástandið hér í Kaliforníu. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi víða um ríkið, sem gerir þeim sem bíða tjón vegna eldanna kleift að sækja bætur í viðlagasjóði í Washington-borg. Sinubrunar eru næsta algengir í svæðis, sem eyðilagðist í eldi Kaliforníu, þegar líða tekur á sumarið 1977, þegar plágan herj- sumarið. Hér kemur ekki deigur dropi úr lofti á láglendi yfir sumartímann í eðlilegu árferði, en vetrarrigningar og hæfileg þoka af Kyrrahafinu tryggja alla jafna nægan raka í gróðri og jarðvegi, svo að brunahætta verður ekki veruleg nema í stuttan tíma um sumarlok. Veðurlag hefur hins vegar verið mjög óvenjulegt í vet- ur og vor. Veturinn var kaldur og þurr og vetrarúrkoman var aðal- lega til fjalla. Vatnsskortur er því enginn. Vorið var óvenju heitt og iðjagrænn vetrarskrúðinn hvarf óvenjusnemma og hæðir og hólar tóku á sig sandgulan sinublæ. Loks hefur svo hitabylgja síðustu þrjár vikurnar skapað úrvalsfóður fyrir eld. Grunur leikur á, að brennuvarg- ar séu að verki í flestum tilfellum, sem hafa gaman af því, að sjá eld- inn læsa sig með ógnarhraða um feiknastór svæði. En það er dýrt spaug. Nú þegar hafa rúmlega hundrað þúsund hektarar gróðurs brunnið til ösku í Kaliforníu einni. Það er meira en helmingur þess aöi síðast. Það er því ljóst að þetta sumar verður hið versta i annál- um, nema meiri háttar kraftaverk gerist. Nú síðast kviknaði eldur hér á sunnanverðum San Francisco- flóasvæðinu og brennur hann 40 kílómetra fyrir sunnan San Jose, næst stærstu borginni hér. Verst- ur er eldurinn í hæðunum fyrir ofan Los Gatos, sem er útborg San Jose. 4.500 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín, en þegar þetta er skrifað er talið að um tíu hús hafi orðið eldinum að bráð. Þau gætu hins vegar verið fleiri, því að slökkviliðið er hætt að telja brennandi hús. Baráttan við eldinn er mjög erf- ið. Nánast allt tiltækt lið vinnur að slökkvistarfinu, sem aðallega er fólgiö í fyrirbyggjandi aðgerð- um til að hefta útbreiðslu eldsins. Það er vonlaust verk að reyna að slökkva. Slökkviliðsmenn vinna 22—24 tíma vaktir og fá þriggja tíma svefn á milli vakta. 1.500 manns fengust upphaflega við bál- ið Los Gatos, en seinna bættust við 1000 varaliðsmenn og fangar úr Folsom-fangelsinu. Þeim var sleppt um stundarsakir til að að- stoða slökkviliðið. Auk þess eru notaðar flugvélar, þyrlur og stór- virkar vinnuvélar til að bleyta í og ýta upp varnargörðum. — Þetta er tafsamt og oft vonlítið verk. Lofthitinn er upp undir 40 gráður dag eftir dag, bálið æðir áfram á tuttugu kílómetra hraða á klukku- stund upp hæðir og niður gil, eld- tungurnar eru oft margar mann- hæðir og svartamyrkur af reyk. Menn binda vonir við, að hefta megi útbreiðslu brunans í Los Gatos nú um helgina, en jafn- framt er búizt við, að ekki takist að slökkva fyrr en eftir rúma viku. Fólk hér er því mjög órólegt, þar sem líkurnar á að eldar kvikni annars staðar eru verulegar. Það er ljóst, að slökkviliðin eru mjög vanbúin að fást við svo mikla elda og munu varnirnar veikjast mjög, ef margir brenna í einu stjórn- laust. \ Samþykktu aðstoð við skæruliða Washington, ll.Jili. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í dag ýmsar breytingar á frumvarpi um 12,7 milljarða dollara aðstoð við erlend rfki. Þar á meðal var samþykkt heimild til að Banda- ríkjamenn þjálfi lögreglu í El Salva- dor og Honduras. Fulltrúadeildin hafnaöi hins vegar með 375 atkvæðum gegn 47 tilraun til að hindra alla hernað- araðstoð við E1 Salvador, þar til kröfum deildarinnar væri full- nægt um árangur í að sækja til saka morðingja úr dauðasveitun- um svonefndu, koma á umbótum í skiptingu jarðnæðis og byrja samningaviðræður við vinstri- sinnaða uppreisnarmenn í land- inu. Þá samþykkti fulltrúadeildin með 236 atkvæðum gegn 185 að nema úr gildi bann við hernaðar- aðstoð við skæruliða, sem berjast við marxistastjórnina í Angola um völdin þar i landi. Bandaríkin: Ákærð um njósnir fyrir Ghana-stjórn Shultz á fundi með kambódískum skæruliðum George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (Lh.), ræðir við þrjá leiðtoga skæruliðasamtaka and- kommúnista í Kambódíu, Abul Gaafar (lengst Lv.), Sak Sutsakhan og Norodom Ranariddh prins, sem er sonur Sinhanouks prins, fyrrum þjóðhöfðingja f Kambódíu. Fundurinn var haldinn í Bangkok, sem er einn af mörgum viðkomustöðum Shultz á ferðalagi um Suðaustur-Asíu. Á þriðjudag samþykkti fulltrúa- deild Bandaríkjaþings að heimila ríkisstjórninni að veita and-kommúniskum skæruliðum í Kambódíu hernaðaraðstoð að upphæð 5 milljónir dollara (jafn- virði um 206 milljóna fsl. króna). Paul Nitze: Washington, 12. júlí. AP. BANDARÍSKA alríkislög- reglan, FBI, kærði í dag einn ættingja leiðtoga herforingja- stjórnarinnar í Ghana, og bandaríska ástkonu hans fyrir njósnir. Samkvæmt ákærunni á Ghanabúinn, Michael Soussoudis að hafa fengið ástkonu sína, Sharon Scranage, til að stela gögnum um njósnastarfsemi bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, þegar hún vann á vegum CIA í Ghana. Var Soussoudis handtekinn í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum i gær eftir að Scranage hafði í tveggja daga yfirheyrslu greint frá aðild sinni að málinu. Eftir ákærunni að dæma út- vegaði Scranage stjórn Ghana lista með nöfnum þeirra félaga í bandarísku leyniþjónustunnar, sem voru í landinu. Einnig á hún að hafa ljóstrað upp um and- ófsmenn í Ghana og tengsl þeirra viö bandarísku leyniþjónustuna. Þá er því haldiö fram í ákær- unni að stjórnvöld í Ghana hafi fengið í hendur skýrslu á vegum CIA, þar sem kemur fram að her- foringjastjórn Jerrys J. Rawlings hafi þegið vopn frá Líbýustjórn. Soussoudis og Scranage eru ákærð fyrir að hafa „staðið að samsæri i þeim tilgangi að stunda njósnir". Verði þau sek fundin eiga þau yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsisdóm. Rússar að smíða geímvarnabúnað New York, Moskvu, 12. júli. AP. BANDARÍSKA dagblaðið New York Times hefur í dag eftir Paul H. Nitze, einum helsta ráðunaut Banda- ríkjastjórnar, um afvopnunarmál, að Sovétmenn hafi um árabil unnið að geimvarnarrannsóknum og geti á næstu fimm árum smíðað búnað, sem brjóti gegn samkomulagi stór- veldanna um gagneldflaugar frá 1972. Nitze sagði, að sá herbúnaður, sem Sovétmenn væru að gera til- raunir með, væri m.a. róteinda- vopn, leysigeislavopn og útvarps- tíðnivopn. New York Times hafði það ennfremur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni, að talið væri að Sovétstjórnin hygð- ist verja jafnvirði 26 milljarða dollara til að rannsaka og þróa þennan tæknibúnaö á næstu fjór- um árum. 1 dag áréttaði Pravda, málgagn Sovétstjórnarinnar, að fréttir í vestrænum fjölmiðlum um að Sov- étmenn væru tilbúnir að fallast á að gera samkomulag við Banda- ríkjamenn um rannsóknir á varn- arlcerfi í geimnum hefðu ekki við rök að styðjast. Kallaði blaðið þær þvaður eitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.