Alþýðublaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ því ekki' vel bjart á Plútó, s-amt 250 sinnum bjartara en tunglsikin hér, þegar tungl er fult. r Frá Plútó séð mundi ógerning- ur a'ð sjá jörð vora nema þegar hún gengi fyrir sólina sem ör- lítiill depill — ekki hundraðastj hlutii af pvermáili sóJar. Sá, sem fyrstur varð stjörnunnar var, heit- ir Clyde Tambaugh og er starfs- maður í Lowell-stjörnuturninum í Bandarikjunum. Þess má geta, að aðalstarf Clyde Tambough var fram að 1929 sveitavinna. Það var ekkii fyr en 1926 að hann fór að gefa sig við stjörnufræði í hjáverkum sínum og hafði hann þá búið til kiki, með 8 þumJ. safngleri!. Tveim árum siðar bjó hann til ágætan kíki með 9 þuml safngleri og 1929 komist hann að sem starfsmaður á Lowell- stjörnuturninum. Heilsa pín - fjársjóður pinn Eftir þýzkan iækni. Eins og mönnum er kunnugt er því svo farið með flesta sjúk- dóma, að auðveldara er að koma i veg fyrir þá en að laekna þau veiikindi, sem sjúklingurinn er orðinn altekinn af. Nú á tímum ríður flestum á því að vera hraustur, með því að atvinna flestra er undir því komin, að menn séu heilisugóðir. Margir syndga daglega í hugs- unarleysi gegn heilsunni; óheppi- íegur klæðnaður og fæði og van- næksla á aðhlynningu líkamians valda oft þeim meinum,, ssm tæp- lega eða jafnvel aldrei er hægt að bæta úr. Tízkan, vaninn og hégómagi'rnin gera oft sitt til að útiloka skymsamlega og heiilsu- samlega lifnaðarhætti. Með nokkrum dæmum má sýna, hve auðvelt væri að komaj í veg fyrir ými's konar veiikindi. Nefna má það, að mörgum mann- Lnum þykir ekki fallegt að nota gleraugu og dregur þáð á l,ang- inn að afla sér þeirra, en reynsl- an sýnir, að ef menn útvega sér þau í tæka tíð, varðveitist sjón- in, og auganu er hlíft. Ef gengigj ler í mjög þunnum sokkum þegar kalt er, er ekki að undra þött menn verði innkulsa; gangii menn i of þunnum nærfötum, sem sum- ir gera af því þau þykja falleg, verða þeir að gjalda þess með gigt eða ischias, Kvef byrjar æði oft í hálsi, koki', nefi eða barka- kýli. Ef um mjög tíða hálseitla- bólgu er að ræða, þá þarf að skola munn og háis vandlega. Þó menn noti ekkert sóttvarnar- lyf, getur slík skolun verið góð, ef séð er um að skola burtu öll- um matarögnum og að hreinsa munninn sem bezt, enda myndi sóttvarnarlyf hafa slæm áhrif á hina viðkvæmu munnslímhúð. Þetta um hreinsunina á þó eink- um við um tennurnar; þyrfti helzt að hreinsa þær oft á dag, því alls staðar þar sem rotnunarefnJ inyndast er sóttkveákjum auðveld- ara að ryðjia sér til rúms. Það má segja, að það, sem við höfum nú rætt um, geri meina en það að hafa góð áhrif á heijs- una, heldur sé þetta einnig miiik- ilvægt frá fegurðar-sjónarmiði (það er t. d. ólíkt fallegra að sjá hvítar og hreinar tennur en gular og óhreinar). Mikiið má nota vatn, loft og /jós (sólskdiniið) til heilsuauka og á öllum hælum, hverrar tegund- ar sem þau eru, er hinn góði árangur (að undanskiildum ýms- um sérlækningar-aðferðum) mik- ið slíku að þakka. — Sólarljósiið hefir, eins og kunnugt er, rnikil læknandi áhrif, en þegar ekki er hægt að njóta þess, má nota lampa, sem senda frá sér þá geisla, er bezt og mesit áhriÆ hafa. Má með þeirn lækna ýrnsa ólíka sjúkdóma. — Rétt er að geta, að rafmagn er notað mikið til lækn- inga. , Þá mætti fara nokkrum oröum um matarhæfið og heilsufarið. Fjöldinn allur af aðferðum, sem hafa verið reyndar, sem hafa þann tilgang að styrkja líkam- ann yfiirleitt, eða að hafa góð á- hrif á einstök líffæri eða líf- færakerfi. Aðferðirnar eru marg- ar, og má líta á það sem vott þess, að ekki eigi hið sama við alla. Aðferð, sem gagnar eiinum, getur brugðist öðrum. Þess vegna má ekki velja aðferð af handa- hófii, heldur verður að byggja á nákvæmri þekkingu á liieilsufari þess mannsi, sem um ræðiir, og velja síðan það, sem sennilegast er að gefi beztan árangur. Iþróttir mega teljast eitthvert bezta ráðið iil þess að háida &ér hei,lsugóðum og starfishæfum. Eins og kunnugt er, þá er um margs konar íþróttir að velja, eftir því hverju maður hefiir mest- an áhuga, og eftir því hvernig líkamshæfileikum manns er far- ið. En hvort menn velja nú held- ur tennislei'k, róður, sund eða annað, fer eftir atvinnu og lifnatJ- arháttum hvers eimstaks og staö- háttum þar sem hann á heiima. Eins og nú hefir verið sýnt fram á, getur hver maður sjálf- ur gert mikiið til að forðást heilsutjón og tiil að efla heilsu sína. Að síðustu má mi'nnast á það, að enginn ætti að láta undir höf- uð leggjast að tryggja sig fjár- hagslega gegn sjúkdómum með því að ganga í sjúkrasamlög, og benda má á, að nauðsynlegt er að menn láti rannsaka sig í tíma, því auðveldara er að kæfal þann sjúkdómseld, sem rétt er kviknaður, en hinn, sem orðinn er að blossandi báli. n æ ?2 53 v Jafnaðarmannafélag tslands •-•’ ^ óskar öllnm gleðilegra jóla. ^ ?2 >3 S 53 ?3 53 53 53 ?353?3?253?3?353?3?3?3?35353í3?3?2?3?3?353i353i2?2 Gleðileg jól! Guðsteinn Eyjólfsson, Laugaregi 34. Gleðileg jól! Raftœkjaverzlunin Jón Sigurðsson. Gleðileg jól! Brauns-verzlun. XX&OOOOO&OOtttOOOOOOOOOOC Gleðileg jól\ V. Poulsen, Klappastíg 20. yoooooooooooooooooooooooc 53?3?3?3?3i3?3?3?3?3?3?3?3?3?3i3?3?3?3?3?3?3i3?30 I 53 | Gleðileg jól! | § Lárus G. Lúðvígsson, ^ ^ skóverzlun. I æ u U ' X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.