Morgunblaðið - 20.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 20.07.1985, Síða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 160. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjónarvottar að náttúruhamförunum á Norður-Ítalíu: „Héldum að nú væri kominn heimsendir“ Austuri Sviss Ítalía AP/Sfmamynd Tórfnó, 19. jólf. Frá Brynju Tomer, rrétUriUra MorjfunblaósinH. AP. „VIÐ HÉLDUM að kominn væri heimscndir," sagði fólk sem komst sf er 50 metra há flóðbylgja æddi niður Fiemme-dal nyrst i Ítalíu upp úr hádegi. Sópaði hún með sér fjórum hótelum og 20 íbúðarhúsum i þorpinu Stava og a.m.k. 220 manns fórusL Heilu fjölskyldurnar biðu bana á þessum vinsælu ferðamannaslóðum, ofarlega f Dólómítunum, er garðar uppistöðulóns við flússpatnámu brustu með þeim afleiðingum að um 150 þúsund rúmmetrar vatns æddu niður þröngan dalinn. Að sögn Ólafs Gíslasonar fararstjóra hjá Samvinnuferðum í Rimini og Ingiveigar Gunnarsdóttur fararstjóra Utsýnar í Lignano voru engir íslendingar á þessum slóðum á vegum feröaskrifstof- anna. Flestir þeirra 220, sem taldir eru af, eru útlendir ferðamenn. í kvöld höfðu 78 lik fundist og 15 mönnum verið bjargað úr eðju, sem vatnsflaumurinn skildi eftir sig. Björgunarstarf, sem Giuseppe Zamberletti ráðherra almanna- varna stjórnar, gengur erfiðlega. Strax eftir hamfarirnar voru 900 her- og slökkviliðsmenn fluttir á þyrlum, þar sem vegir rofnuðu, en rúmlega 4.000 brutust landleiðina. Garður uppistöðulónsins gaf sig vegna hás vatnsborðs í lóninu, en geysimiklar rigningar hafa verið á þessum slóðum undanfarið. Verkamenn við lónið gerðu marg- oft viðvart um sprungur í varn- argarðinum síðasta árið, en við- gerð var jafnan slegið á frest. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt mikinn hávaða og töldu fjöllin vera að hrynja í jarðskjálfta. í kjölfar gífurlegra skruðninga hefði flaumur vatns, eðju og trjáa farið í hendingskasti framhjá. Kraftaverk þykir að 50 skáta- drengir frá Mílanó, á aldrinum 13—15 ára, skyldu sleppa. Þeir Hvalveiðar í vísindaskyni: ætluðu að reisa tjöld í dalbotnin- um, en vegna rafmagnstruflana seinkaði hádegisverði þeirra i húsi í fjallshlíðunum og þar með för þeirra niður í dalinn. í þorpinu Stava, sem er nálægt borginni Trento, er nú fátt sem bendir til að þar hafi staðið fjögur hótel og 20 hús í morgun. Flóð- bylgjan tók með sér húsin öll og hótelin Erika, Stava, Miramonti og mestan hluta Dolomiti, en í þeim voru 170 gestir. Frá flóðasvæðinu í Fiemme-dal á Norður-ltalíu. Björgunarmenn leita í rústum húss sem slútir fram af und- irstöðu sinni, en hún sópaðist að hluta í burtu með vatns- og eðju- flaumnum. Á innfelldu myndinni er kort sem sýnir afstöðu þorpsins Stava, þar sem um 220 manns fór- • ust Alþjóðahvalveiðiráðið féllst á sjónarmið okkar — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Bournemouth 19. júli. Frá Ómnrí Vnldimaranyni, blnénmanni Morpinblaémna. „ÞETTA hefur verið mjög erfítt en ég tel að við getum verið ánægðir með niðurstöðuna,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í lok 37. ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins hér í AP/Simamynd Heim í dag Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti gefur til kynna að hann sé búinn að ná sér vel eftir upp- skurð si. laugardag. Forsetinn átti að útskrifast af sjúkrahúsi í dag, laugardag. dag. Eftir marga maraþonfundi, sem stóðu fram undir morgun síðast- liðna nótt, tókst sjávarútvegs- ráðherra að fá felld út úr ályktun- artillögu Svía og Svisslendinga, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, ákvæði um að bannað yrði að selja allar afurðir hvala, sem veiddir yrðu í vísindalegum til- gangi. Sú tillaga hefði kippt grundvellinum undan þeim ítar- legu rannsóknum á hvalastofnin- um við ísland sem ríkisstjórnin hyggst láta gera á næstu árum. Sömuleiðis féll ráðið frá þvf að taka beina afstöðu til rannsókna- áætlana íslendinga sem hyggjast veiða 200 hvali á ári næstu fjögur árin. „Þetta þýðir að ráðið fellst á það sjónarmið okkar að við höfum óskoraða heimild til að gera það sem við höfum ætlað okkur,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Ráðið lýs- ir að vísu yfir áhyggjum sínum sem ég tel eðlilegt. Því vissulega er hægt að misnota heimildir til að stunda hvalveiðar i vísinda- legum tilgangi." Halldór Ásgrfmsson sagði að ís- lenska sendinefndin myndi á næstunni meta ýmis þau ráð sem hún hefði fengið frá vísinda- mönnum annarra þjóða hér og að ríkisstjórnin myndi sfðan taka ákvörðun um framhald málsins. Undirbúningur hvalrannsóknanna hefst á næstu vikum. Róðurinn hefur verið mjög þungur hér fyrir íslensku sendi- nefndina, enda er mikill meiri- hluti í ráðinu andvígur hverskon- ar hvalveiðum. íslendingar hafa til dæmis hvað eftir annað verið sakaðir um að ætla að halda áfram að stunda hvalveiðar í at- vinnuskyni á fölskum forsendum. Á lokuðum fundum í nótt varaði Halldór Ásgrímsson mjög alvar- lega við áðurnefndri tillögu Svía og Svisslendinga. „Ég taldi þessa tillögu stríða gegn fundarsköpum hér og stofnsamningi Alþjóða- Nýju Delhí, 19. júlí. AP. ÞEIR sem vinna að rannsókn slyss- ins þegar fíugvél indverska fíugfé- lagsins fórst við strönd írlands í síð- asta mánuði segja að helztu raf- eindatæki vélarinnar hafí bilað sam- tímis og það styður þær grunsemdir hvalveiðiráðsins," sagði ráðherra. „Ég lagði áherslu á að það gæti verið mjög alvarlegt fyrir framtíð- arstarf ráðsins ef slík tillaga yrði samþykkt." Hann sagðist ekki hafa hótað úrsögn íslendinga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu en hins vegar hefði hann bent á að ef tillagan yrði samþykkt — sem fullt útlit var fyrir — myndu íslendingar „endurskoða ýmislegt varðandi þessi mál og undir það tóku marg- ar þjóðir”, eins og sjávarútvegs- ráðherra orðaði það. að sprenging hafí orðið í flugvélinni. Komizt var að þessari niður- stöðu eftir rannsókn á hljóðritan- um í flugstjórnarklefa flugvélar- innar og flugritanum. Sjá nánar á bls. 22. Sprenging í þotunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.