Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 160. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjonarvottar að náttúruhamförunum á Norður-ítalíu: „Héldum að nú væri kominn heimsendir Tórínó, 19. júlí. Frá Hr»n|u Tomer, frétUriUra Morfrunblaosins. AP. „VIÐ HÉLDUM að kominn væri heimsendir," sagði fólk sem komst af er 50 metra há flóðbylgja æddi niður Fiemme-dal nyrst i ítalíu upp úr hadegi. Sópaði hún með sér fjórum hótelum og 20 íbúðarhúsum í þorpinu Stava og a.m.k. 220 manns fórust. Heilu fjölskyldurnar biðu bana i þessum vinsælu ferðamannaslóðum, ofarlega í Dolómítunum, er garðar uppistöðulóns við flússpatnamu brustu með peim afleiðingum að um 150 þúsund rúmmetrar vatns æddu niður þröngan dalinn. Að sögn Ólafs Gfslasonar fararstjóra hjí Samvinnuferðum í Rimini og Ingiveigar Gunnarsdóttur fararstjóra Utsýnar í Lignano voru engir íslendingar á þessum slóðum i vegum ferðaskrifstof- Flestir þeirra 220, sem taldir eru af, eru útlendir ferðamenn. í kvöld höfðu 78 lík fundist og 15 mönnum verið bjargað úr eðju, sem vatnsflaumurinn skildi eftir sig. Björgunarstarf, sem Giuseppe Zamberletti ráðherra almanna- varna stjórnar, gengur erfiðlega. Strax eftir hamfarirnar voru 900 her- og slökkviliðsmenn fluttir á þyrlum, þar sem vegir rofnuðu, en rúmlega 4.000 brutust landleiðina. Garður uppistöðulónsins gaf sig vegna hás vatnsborðs í lóninu, en geysimiklar rigningar hafa verið á þessum slóðum undanfarið. Verkamenn við lónið gerðu marg- oft viðvart um sprungur í varn- argarðinum síðasta árið, en við- gerð var jafnan slegið á frest. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt mikinn hávaða og toldu fjöllin vera að hrynja í jarðskjálfta. I kjölfar gifurlegra skruðninga hefði flaumur vatns, eðju og trjáa farið í hendingskasti framhjá. Kraftaverk þykir að 50 skáta- drengir frá Mílanó, á aldrinum 13—15 ára, skyldu sleppa. Þeir ætluðu að reisa tjöld í dalbotnin- um, en vegna rafmagnstruflana seinkaði hádegisverði þeirra i húsi í fjallshliðunum og þar með för þeirra niður í dalinn. Í þorpinu Stava, sem er nálægt borginni Trento, er nú fátt sem bendir til að þar hafi staðið fjögur hótel og 20 hús í morgun. Floð- bylgjan tók með sér húsin öll og hótelin Erika, Stava, Miramonti og mestan hluta Dolomiti, en f þeim voru 170 gestir. Fri Dóðasvæðinu í Fiemme-dal i Norður-italiu. Björgunarmenn leita í rústum húss sem slútir fram af und- irstöðu sinni, en hún sópaðist að hluta í burtu með vatns- og eðju- flaumnum. Á innfelldu myndinni er kort sem sýnir afstððu þorpsins Stava, þar sem um 220 manns fór- ust. AP/Simamynd Hvalveiðar í vísindaskyni: AP/Slmamynd Heim ídag Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti gefur til kynna að hann sé búinn ao ni sér vel eftir upp- skurð sl. laugardag. Forsetinn itti að út8krifast af sjúkrahúsi í dag, laugardag. Alþjóðahvalveiðiráðið féllst á sjónarmið okkar — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Bournemouth 19. júlí. Fri Ómari Valdimarasyni, blaoamanni Morgunblaonns. „ÞETTA hefur verið mjög erfitt en ég tel að við getum verið inægðir með niðurstöðuna," sagði Halldór Ásgrímsson sjivarútvegsriðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í lok 37. ársfundar Alþjóðahvalveiðiriðsins hér í dag. Eftir marga maraþonfundi, sem stóðu fram undir morgun siðast- liðna nótt, tókst sjávarútvegs- ráðherra að fá felld út úr ályktun- artillogu Svía og Svisslendinga, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, ákvæði um að bannað yrði að selja allar afurðir hvala, sem veiddir yrðu í vísindalegum til- gangi. Sú tillaga hefði kippt grundvellinum undan þeim itar- legu rannsóknum á hvalastofnin- um við ísland sem ríkisstjórnin hyggst láta gera á næstu árum. Sömuleiðis féll ráðið frá því að taka beina afstöðu til rannsokna- áætlana fslendinga sem hyggjast veiða 200 hvali á ári næstu fjogur árin. „Þetta þýðir að ráðið fellst á það sjónarmið okkar að við höfum óskoraða heimild til að gera það sem við höfum ætlað okkur," sagði sjávarútvegsráðherra. „Ráðið lýs- ir að vísu yfir áhyggjum sinum sem ég tel eðlilegt. Þvi vissulega er hægt að misnota heimildir til að stunda hvalveiðar í visinda- legum tilgangi." Halldór Ásgrímsson sagði að ís- lenska sendinefndin myndi á næstunni meta ýmis þau ráð sem hún hefði fengið frá visinda- mönnum annarra þjóða hér og að ríkisstjórnin myndi síðan taka ákvörðun um framhald málsins. Undirbúningur hvalrannsóknanna hefst á næstu vikum. Róðurinn hefur verið mjög þungur hér fyrir íslensku sendi- nefndina, enda er mikill meiri- hluti í ráðinu andvígur hverskon- ar hvalveiðum. íslendingar hafa til dæmis hvað eftir annað verið sakaðir um að ætla að halda áfram að stunda hvalveiðar í at- vinnuskyni á fölskum forsendum. Á lokuðum fundum í nótt varaði Halldór Ásgrímsson mjög alvar- lega við áðurnefndri tillögu Svia og Svisslendinga. „Ég taldi þessa tillögu stríða gegn fundarsköpum hér og stofnsamningi Alþjóða- hvalveiðiráðsins," sagði ráðherra. „Ég lagði áherslu á að það gæti verið mjög alvarlegt fyrir framtíð- arstarf ráðsins ef slík tillaga yrði samþykkt." Hann sagðist ekki hafa hótað úrsogn íslendinga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu en hins vegar hefði hann bent á að ef tillagan yrði samþykkt — sem fullt útlit var fyrir — myndu íslendingar „endurskoða ýmislegt varðandi þessi mál og undir það tóku marg- ar þjóðir", eins og sjávarútvegs- ráðherra orðaði það. Sprenging í þotunni Nýju Delhí, 19. jnli. AP. I'KIK sem vinna að rannsókn slyss- ins þegar flugvél indverska flugfé- lagsins fórst við strönd Irlands í síð- asta minuði segja að helztu raf- eindatæki vélarinnar hafi bilað sam- tímis og það styður þær grunsemdir að sprenging hafi orðið í flugvélinni. Komizt var að þessari niður- stöðu eftir rannsókn á hljóðritan- um í flugstjórnarklefa flugvélar- innar og flugritanum. Sji nanar i bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.