Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 - Veiöiþáttur E.t.v. fróðlegt ad kynnast alþjóð- legum samtökum fluguveiðimanna UM 60.000 riuguveidimenn i mörgum ríkjum eru félagar í alþjóðasamtökum fluguveiðimanna, „The Federation of Fly Fishers", félagsskap sem var stofn- settur í Bandaríkjunum árið 1965. Á íslandi eru nokkrir félagar. Nú er ætlunin að kynna samtök þessi dulítið og til að undirstrika að fordómar um veiðiað- ferðir ráða ekki ferðinni hér, fullyrðist hér með, að ef það spyrst út að til séu samtök maðkaveiðimanna, þá munum við kynna þau samtök ef þess er kostur. Flestir eða allir þeir sem reynt hafa fluguveiði jafnframt öðrum aðferðum eru sammála um að fluguveiðin er skemmtilegri og menn fái mun meiri ánægju út úr átökum og viðskiptum við hvern einstakan fisk en ef maðki væri beitt. Skoðanir manna eru þó ekki einhlítar eins og nærri má geta og hver hampar sinni aðferð sem hinni einu réttu. f vaxandi mæli er það fluguveiðinni sem þannig er hamp- að, hvort heldur er hér á landi eða annars staðar. Árið 1965 komu nokkrir flugu- veiðimenn sér saman um að stofna samtök og höfðu þeir að augnamiði að félagsskapurinn skyldi teygja sig um heimsbyggðina þar sem íþróttin er stunduð á annað borð. Fimm at- riði lágu að baki því að menn þessir stofnuðu samtök þau sem í dag eru öflug og áhrifarík og eru þau þessi: 1. Þeir vildu veg fluguveiða sem mestan og þróa íþróttina sem ör- ast og mest. 2. Þeir vildu beita sér fyrir nátt- úruvernd. 3. 5. Þeir vildu beita sér fyrir auknum áhuga á fluguveiði sem útivist- argamni. Þeir vildu svipta hulunni af fluguveiðiíþróttinni fyrir þá sem þekktu ekki til hennar. Þeir vildu verða málgagn flugu- veiðimanna um heim allan. Á undanförnum árum hafa sam- tökin beitt sér fyrir hvers konar að- gerðum sem hafa orðið til þess að ár hafa verið hreinsaðar, fiskistofn- ar ræktaðir upp og fluguveiði auk- ist í kjölfarið. Félagar samtakanna l msjón (>uðniundur (iuðjónsson Fluguveiði þykir bæði slungin veiðiaðferð og skemmtileg í senn. eru hins vegar sammála um að það þýðir ekki að lúra á fornri frægð og vísa á gamla sigra. Þau beita sér fyrir náttúruvernd og fiskirækt hvar sem færi gefst og leggja fram fjármagn og sjálfboðavinnu eftir því sem kostur er hverju sinni. Þetta er ekki samansafn af heldri mönnum og sérfræðingum, þvert á móti, félagar eru allt frá því að vera byrjendur og upp í að vera heims- kunnir sérfræðingar í fluguveiði. Kynningarstarf og reynslumiðlun er ríkt innan þessa félagsskapar. Menn kunna að segja sem svo, hví skyldi ég vera í einhverjum banda- rískum fluguklúbbi? Því svara sam- tökin á þann hátt, að benda á, að mengun, virkjanir og margt fleira þrengi æ meira að stangaveiði- mönnum, en þeim fjölgar á hinn bóginn jafnt og þétt. Með sama áframhaldi verður fjöldi stanga- veiðimanna rambandi um á eyði- mörk, aðstöðulaus með öllu til að þjóna lund sinni og áhugamáli. Því sé nauðsynlegt að til séu sterk al- þjóðleg samtök. Þeir sem ganga til liðs við samtök þessi fá rakleiðis sent eftirfarandi: Merkipjötlu á veiðijakkann, lím- miða á gluggarúður, félagakort, áskrift að tímariti samtakanna Megrunarkúr og dvöl í Vökuholti fara ei saman FÆÐIÐ á veiðihótelunum hér á lar þríréttaðar máltíöir á kvöldin og þrej síðan kokkinn og starfslið hans. Mörg dæmi eru um það að kokk- urinn og hans fólk séu kölluð inn í matsal að kveldi síðasta veiðdags og þeim klappað lof í lófa fyrir frækna frammistöðu. Spurst hef- ur, að í sumar sé maturinn hreint óvenjulega og ótrúlega góður hjá bústýrunum í Vökuholti á Laxa- mýri, á bökkum Laxár í Aðaldal, i er yfirleitt rómað, bornar eru fram ir veiðimenn tæma diskana, lofsyngja og eru menn þó einungis hinu besta vanir úr því eldhúsi í gegn- um árin. Segja veiðimenn að líkja megi matseðlinum við frægustu matsölustaði Frakklands, en margir af réttum þeim sem boðið er upp á eru einmitt franskir og kunna svangir og hraktir (en sæl- ir) veiðimenn vel að meta slíkar nýjungar í matargerð. Veiðimenn eru varaðir við því að koma ekki í megrunarkúr að Vökuholti í sumar, slíkt fari engan vegin sam- an. Á meðfylgjandi mynd, sem Unnur Kristinsdóttir tók, eru ráðskonan Gerður Eyjólfsdóttir í miðið, en stoðir hennar og styttur, Anna Skúladóttir og Elma Stein- grímsdóttir, standa henni á báðar hendur. Lögreglufélag Reykjavíkur um Skaftamálið: Dómurinn hlýtur að breyta starfsháttum lögreglunnar „MEÐ þessum dómi hljóta starfs- hættir lögreglunnar að breytast því útkallið í Þjóðleikhúskjallarann, þar sem samkomugestur var fjarlægður, telst til hversdagslegri verkefna lögreglunnar,“ segir í upphafi sam- þykktar, sem gerð var á almennum félagsfundi í Ixigreglufélagi Reykja- víkur þann 16. júlí síðastliðinn, þar sem fundurinn lýsir yfir undrun sinni á niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu Skaftamáli. Síðan segir í samþykktinni: „Því miður gerðist þar óhapp. Hinn handtekni, öflugur maður, veitti mótspyrnu og hlaut skaða af. Dómurinn yfir félaga okkar markar eflaust framtíðarstefnu þar sem ríkisvaldið er leyst undan húsbóndaskyldu en verkamaður- inn gerður ábyrgur og bótaskyldur fyrir óhöppum og meiðslum sem handtekinn maður kann að verða fyrir hvernig sem hann hagar sér. Áð leggja slíka ábýrgð á herðar venjulegra óbreyttra starfsmanna getur orðið til þess að þeir veigri sér við aðgerðum, þegar óvíst er um úrslit, og væri hörmulegt ef slíkt yrði til tjóns þeim sem við eigum að vernda. Hér munar miklu á ábyrgð þeirri sem lögð er á mismunandi stéttir. Ekki heyrist um bóta- ábyrgð lækna. Gera þeir aldrei mistök? Lítið heyrist um bóta- ábyrgð þeirra sem stýra stórum stofnunum eða skipuleggja stór- framkvæmdir. Sannað er að sumir þeirra hafa valdið stórfelldu tjóni með þaulhugsuðum en röngum ákvörðunum sínum. Um bóta- ábyrgð þeirra heyrist sjaldan. Dómsmálaráðuneytið og lögreglu- yfirvöld þurfa að standa fyrir breytingum því nú liggur fyrir að aukið lið þarf til útkalla svo ör- ugglega megi komast hjá óhöpp- um. Það er stéttarleg nauðsyn þegar ekki er ætlast til að „við- skiptavinirnir" séu ábyrgir gerða sinna. Umfjöllun fjölmiðla varð meiri þekkst hefur. Auðvitað ber þeim að þjóna sínum lesendum og sinna frjálsri fréttamiðlun. Það sem gerðist í þessu máli var að með reginafli sínu fengu fjölmiðl- ar almenningsálitið til að dæma þrjá menn seka fyrir níðingsverk. Niðurstaða dómsins varð hins veg- ar sú að tveir hæstaréttardómar- ar, studdir af undirrétti, sýknuðu alla mennina. Hinir hæstaréttar- dómararnir sýknuðu tvo hinna ákærðu algerlega en sakfelldu einn fyrir gáleysisverk. Samt er hæpið að sá dómur nái að breyta áliti almennings nema að litlu leyti. •Ekki er að sakast við blaða- mennina sjálfa. Línan kom að ofan, hún gilti og mun gilda þó að harðleikið sé að peningamenn á ritstjórastóli geti leikið sér að ör- lögum fólks. Þó við undrumst dóm Hæsta- réttar gagnrýnum við hann ekki. Hann er okkar æðsta dómsvald og verður að njóta trausts. Hins veg- ar munum við síðar gagnrýna saksóknara og teljum okkur geta rökstutt þá gagnrýni rækilega þegar þar að kemur. Lögreglu ber að gæta æðstu stofnana þjóðar- innar því getur verið varasamt að veikja afl hennar mikið." Settar verði reglur um ábyrgð lögreglumanna, — segir í bréfi Lögreglufélags Reykjavíkur til dómsmálaráðherra STJÓRN Lögreglufélags Reykjavíkur hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem meðal annars er hvatt til, að hið bráðasta verði settar reglur, sem marki og skilgreini sem nánast þá ábyrgð, sem lögreglumönnum er ætlað að bera við störf sín. Tilefni þessa bréfs er dómur Hæstaréttar í Skaftamálinu svokallaða. I bréfi stjórnar Lögreglufélags Reykjavíkur segir meðal annars: „Eins og yður er kunnugt hefur átt sér stað undanfarið ærin um- ræða meðal lögreglumanna um dóm Hæstaréttar í svokölluðu Skaftamáli þann 3. júlí 1985 þar sem lögreglumaður var dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. gr. alm. hegningarlaga. f forsendum dómsins er talin til gáleysis af hans hálfu framkvæmd sem heita má venja við flutning handtekinna manna. Fyrir þetta er honum dæmd bæði sekt og persónuleg fébótarábyrgð. Það er ljóst að hér með hefur verið lögð á herðar lögreglumanna harðari skylda en þeir vissu áður á sér hvíla. Því verðum við lögreglu- menn að ganga eftir við yður, herra dómsmálaráðherra, að hið bráðasta fáist settar reglur sem marki og skilgreini sem nánast þá ábyrgð sem lögreglumönnum er ætlað að bera við störf þau sem þeim er skylt og skipað að vinna. Nú virðist lögreglumönnum vera gerð meiri persónuleg áby-gð sinna mistaka en dæmi þekkjast til áður í opinberu starfi. óttumst við að öryggi borgaranna geti beð- ið hnekki af, meðan lögreglumenn eru í óvissu um rétt sinn og stöðu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.