Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 gamla fólkið að fyrir læknum? Á nú víkja — eftir Hauk Benediktsson Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra íslands, þingmaður Reykvíkinga og borgarfulltrúi, hefur gert Reykjavíkurborg tilboð í langlegudeild í Hafnarbúðum handa Landakotsspítala. Verðið er sagt 55 millj. kr. með 8% útborg- un. Flytja skal gamla fólkið i B-álmu Borgarspítala, sem sami fjármálaráðherra hefur svo til stöðvað byggingu á. Fjárveitingar til B-álmu hafa staðið í stað að krónutölu sl. 3 ár og er nú gutlað þar við framkvæmdir part úr ár- inu, þótt þar bíði 100 sjúkrarúm „tilbúin undir tréverk". Með sama áframhaldi tekur 6—8 ár að ljúka byggingunni. Þegar litið er til þess að fjármálaráðherra hafði forystu um myndarlega uppbyggingu verndaðra íbúöa fyrir aldraða á vegum borgarinnar síðasta ára- tuginn, má segja að umhyggja hans fyrir högum aldraðra borg- arbúa birtist í ýmsum myndum. Menn spyrja hvað sé hér á seyði. Á Reykjavík langlegudeild, sem hún hefur ekki þörf fyrir, eða er þetta hin margumrædda fyrir- greiðslupólitík ráðherrans, sem nú snýst til aðstoðar illa höldnum læknum, sem losna ekki nógu greiðlega við gamla fólkið. Eins og kunnugt er starfa hér þrjú stór sjúkrahús, sem þjóna jafnt landsbyggðinni og Reykjvík, þ.e. Landspítali, Borgarspítali og Landakot. Elstur er Landakots- spítali, sem rekinn var af St. Jós- efssystrum, áður en borg og ríki sýndu nokkra tilburði til sjúkra- hússreksturs. Rak reglan þetta sjúkrahús með miklum dugnaði og fórnfýsi þar til fyrir nokkrum ár- um að ríkið keypti eignirnar. Þá hugðu margir til þess, að nú léti ríkið verða af því að samræma rekstur þessara þriggja spítala og ákveða verkaskiptingu þeirra, af hagræðingar- og skynsemisástæð- um. Hafði Reykjavíkurborg barist mjög fyrir því og fékk setta á fót nefnd í þessu skyni, sem dó í hönd- um heilbrigðisyfirvalda. í stað þess að endurskipuleggja rekstur- inn var framkvæmd sú einkenni- legasta stjórnvaldsaðgerð, sem um getur í heilbrigðisþjónustunni, og hefur þó margt skrautlegt verið ákveðið þar. Heilbrigðisráðherra afhenti læknum spitalans þessa dýrmætu eign á þeim kjörum, að þeir mættu reka hana eftir eigin geðþótta næstu 20 árin. Búin var til sjálfseignarstofnun, hvað sem það nú er, með stjórn og fulltrúa- ráöi, sem í sitja tugir valinkunnra sæmdarmanna, sem fæstir hafa þó verið kenndir við sjúkrahúsa- rekstur. Þetta apparat hefur nú rekið Landakot í 8—9 ár án þess að hafa látið sjálft grænan eyri af mörkum til starfseminnar, og ráð- stafar hundruðum milljóna árlega án sérstakra afskipta ríkisins. Landakot er sennilega hvorki bet- ur né verr rekin stofnun en hinir spítalarnir, enda ekki verið að gagnrýna stofnunina, heldur þau stjórnvöld, sem framkvæma slík afglöp um meðferð ríkiseigna. Rekstur Landakots er á engan hátt frábrugðin rekstri hinna spít- alanna fjárhags- og faglega, nema að því leyti að læknar taka laun skv. gjaldskrá en ekki föst laun. Það knýr á um vistrými til að menn haldi fullum launum, ef of margir læknar eru til staðar. Þess vegna getur rúmaþörf Landakotsspítala alveg eins verið vegna of margra lækna og þess að verksvið spítalans er ekki skil- greint og afmarkað. Þetta er þekkt fyrirbrigði annars staðar. Það hvort tveggja þarf að taka til mats áður en þvi er slegið föstu að þar vanti sjúkrarúm fyrir aldraða. Nú hefur heilbrigðismálaráð- herra sett á stofn nýja nefnd til að endurskoða samstarf og verka- skiptingu spítalanna i Reykjavik og verður að krefjast þess að hún komi fram með tillögur um sam- hæfingu spítalanna þriggja, áður en stjórnvöld hræra meira í þessu máli. Langlegudeildin í Hafnarbúðum var sett á stofn árið 1977 til þess að leysa bráðan vanda aldraðra, meðan unnið væri að framtíðar- lausn þeirra mála.' Eru þar 25 Haukur Benediktsson „Þess vegna getur rúmaþörf Landakots- spítala alveg eins verið vegna of margra lækna og þess að verksvið spít- alans er ekki skilgreint og afmarkað. Þetta er þekkt fyrirbrigði annars staðar. Það hvort tveggja þarf að taka til mats áður en því er sleg- ið föstu að þar vanti sjúkrarúm fyrir aldr- aða.“ sjúkrarúm og dagvistunardeild, sem þjónar eingöngu reykvískum sjúklingum. Skoðanir voru mjög skiptar um breytingu Hafnarbúða í sjúkrahús, vegna ýmissa ann- marka á að reka slíka starfsemi á hafnarbakka, svo ekki sé meira sagt, og rúmafjöldi langt fyrir neðan það sem talist getur hag- kvæmt. Held ég að flestir hafi gert ráð fyrir að þessi rekstur yrði fluttur í eðlileg tengsl við stærri hjúkrun- areiningar af þessu tagi og húsið selt undir rekstur í tengslum við útgerð eða hafnarstarfsemi og söluverði varið til sjúkrastofnana. Ekki veit ég um viðbrögð hafnar- yfirvalda nú, en á sínum tíma þótti hafnarstjóra ekki óeðlilegt að þeir fengju plássið fyrir vöru- geymslur við Borgarspítalann svo vitleysan yrði fullkomnuð. Mikil umræða hefur orðið um þetta frumhlaup í Morgunblaðinu án þess að nokkuð hafi komið fram um tilgang þessarar sölu annað en það að læknar Landa- kots telja sig vanta langlegudeild, enda mun djúpt á haldbær rök. Eigendaskipti þessi myndu í engu breyta því neyðarástandi sem rík- ir um vistun aldraðra sjúklinga. Það sem breytist er að ákvörðun um vistun flyst frá borginni í hendur óviðkomandi einstaklinga sem varðar ekkert um heildar- mynd þessara mála. Það segir sig sjálft, að ef Landakot fær ekki umráð yfir vistun sjúklinga, þjón- ar það engum tilgangi fyrir þá að fá deildina. Fyrr en síðar verður enginn spurður ráða í þessu efni að óbreyttum aðstæðum. Uppákoma þessi sýnir Ijóslega þörf á samræmdri vistun aldraðra í Reykjavík, burtséð frá því hvaða stofnun á í hlut. Það á að vista aldraða eftir ástandi sjúklings á hin- ar ólíku stofnauir, en ekki ástandi læknisins. Eingöngu með sam- ræmdri vistun nýtast þessar stofnanir sem skyldi og sjúklingar og stofnanir sitja allar við sama borð, Landakot líka. Skipulagning þessa máls hefur verið að væflast í borgarkerfinu árum saman án þess að fá afgreiðslu. Það sem kannski veldur al- menningi mestum áhyggjum er að borgaryfirvöld virðast að ein- hverju marki vera ginnkeypt fyrir þessu tilboði, hvernig sem á því stendur. Að vísu eru sjúkrahús landsins á hraðri leið frá sveitar- félögunum í hendur ríkisins, án þess að sveitarstjórnarmenn geri sér nokkra grein fyrir því. Þetta kemur fram í síminnkandi kostn- aðarþátttöku sveitarfélaga í rekstri og nú síðustu árin með flutningi sjúkrahúsareksturs á fjárlög og þar með algjörum ríkis- rekstri. Ef borgaryfirvöld aðhyll- ast þá stefnu, er náttúrulega eðli- legt að selja Hafnarbúðir og jafn- vel alla spítalana. Þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af gamla fólkinu. TYPAR síudúkur frá Du Pont er níósterkur jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene. ^ Hann er léttur og mjög meófærilegur. TYPAR síudúkur leysir alls konar jaróvatns- 0vandamál. TYPAR er notaöur í ríkum mæli í stærri verk- um svo sem I vegagerö, hafnargerö og ^stíflugeró. TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jaróvatns- vandamálum vió ræsalagnir vió hús- byggingar, lóöaframkvæmdir, íþrótta- _ svæði o.s.frv. TYPAR síudúkur dregur úr kostnaöi vió jarð- vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og stuölar aö því, aö annars ónýtan- legan jarðveg megi nota. Dúkurinn kemur sérstaklega vel að notum í ódýrri vegagerö, hann dregur úr aur- bleytu í vegum þar sem dúkurinn aö- skilur malarburöarlagió og vatnsmett- að moldar- eöa leirblandaóan jaröveg. Notkun dúksins dregur úr kostnaói viö vegi, „sem ekkert mega kosta”, en leggja veröur, svo sem að sveitabýl- @um, sumarbústööum o.s.frv. TYPAR er fáanlegur í mörgum geröum, sem hver hentar til sinna ákveönu nota. S(ðumúla32 Sími 38000 Til marks um stefnuleysið og ráðvilluna má minna á, að þeir sem nú vilja selja, höfnuðu tilboði ríkisspitalanna um að kaupa Fæð- ingarheimilið fyrir nokkrum ár- um. Þá hafði það verið rekið um langt skeið hálf tómt vegna lélegr- ar aðsóknar reykvískra kvenna, en ríkisspítala vantaði tilfinnanlega sjúkrarúm fyrir konur. Með þeirri stofnun hefur borgarsjóður nú greitt milli 10 og 20 milljónir í rekstrarhalla að nauðsynjalausu. Borgaryfirvöld hafa aldrei sætt sig við framlög ríkisins til sjúkra- húsmála og hafa uppfyllt frum- þarfir íbúanna án tillits til þeirra. Má þar nefna Grensásdeild, Fæð- ingarheimili, Hafnarbúðir og Hvítaband. Borgarspítali var tek- inn í notkun 8—10 árum áður en framlög ríkisins bárust óverð- tryggð. Meðan menn reyna að ná áttum, væri þjóðráð að fresta sölu á lang- legudeildum og axla með reisn ábyrgð á málefnum aldraðra borg- arbúa. Höíundur er íyrrrerandi fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans. Fjölbreytt dagskrá á Gauknum 85 Selfoasi, 18. jálí 1985 UNDIRBÚNINGUR Gauksins 85 í Þjórsárdal um verslunarmannahelg- ina, stærstu útiskemmtunar sumars- ins í Suðurlandi, stendur nú sem hæst Verkefni þetta er umfangs- mesta fjáröflunarverkefni héraðs- sambandsins á árinu. Það er sérstök nefnd sem annast undirbúning Gauksins 85. í nefnd- inni eiga sæti þrír stjórnarmenn HSK og þrír frá ungmennafélög- um innan sambandsins. Þessi nefnd mun hafa yfirstjórn sam- komunnar með höndum. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri HSK, verður starfsmaður nefnd- arinnar og vinnur ásamt henni að undirbúningnum. f fyrra unnu um 200 manns frá HSK við samkomuhaldið á einn eða annan hátt. Búast má við að þeir verði fleiri í ár þar sem Skarphéðinn stendur nú einn að samkomunni en í fyrra var þetta sameiginlegt verkefni HSK og UMSK. Að sögn Þóris Haraldssonar framkvæmdastjóra er dagskráin að mestu fullmótuð og verður hún hin fjölbreyttasta. Dansað verður á tveimur danspöllum föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitirnar Kaktus og Lótus verða aðalhljómsveitir samkom- unnar en auk þeirra koma fram tvær aðrar hljómsveitir, Gipsý og nafnlaus hljómsveit úr Reykjavík, sem hyggst slá í gegn á samkom- unni. Auk þess sem hljómsveitir sjá um tónlistarflutning verða tvö diskótek í gangi, Stúdíó og diskó- tek Ara Páls. Þau munu virka sem eins konar útvarpsstöðvar með til- kynningum o.fl. Á sunnudeginum verður hátíð- ardagskrá þar sem Jón Páll verður meðal þeirra sem koma fram, Jón Ólafsson, „léttur sprettur", verður kynnir á skemmtuninni og aðrir sem koma fram eru Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason. Einnig fá gestir að sjá bardaga- listarmenn sýna hetjudáðir. Þórir gat þess að öll gæsla á svæð- inu yrði öflug og þar yrðu einnig til taks lögregla, læknir, hjúkrun- arkona og björgunarsveitir ef eitthvað færi úrskeiðis. í fyrra sótti Gaukinn 4—5 þús- und manns og er þess vænst að mannfjöldinn verði ekki minni I ár. Eitt fyrsta verk Skarphéðins- manna á mótssvæðinu var að reisa annan danspallinn en hann fauk að hluta í norðanbálinu á dögjn- um. „Það verður ekkert mál fyrir nokkra vaska kappa sem fara inn- eftir í kvöld," sagði Þórir að lok- um. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.