Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1986 15 Páll Theodórsson eðlisfræðingur um fornleifafundinn á Dagverðarnesi: Varast ber að draga of mikl- ar ályktanir af einni mælingu Fornleifafundurinn á Dagverðar- nesi hefur vakiö mikla athygli. Morgunblaðiö hafði samband við þá Pál Theodórsson eðlisfræðing og Gunnar Karlsson sagnfræðing og innti þá alits á fundinum og tíma- mælingum þeim er geröar hafa verið á fornleifunum. „Aldursgreiningar eru allflókið mál. Unnt er að ná mikilli ná- kvæmni í mælingum með C-14 að- ferðinni, en þá þarf að telja sýnin mjög vel og lengi. Tíminn sem þau eru talin á, er takmarkandi þáttur í afkastagetu þeirra stofnana sem mæla þetta. Það má segja að sá tími sé skammtaður. Mikla ná- kvæmni þarf við svona fornleifa- rannsóknir hér til þess að eitthvað sé að marka niðurstöðurnar. Þaö næst ekki með því að taka eitt sýni og setja í almenna greiningu. Því má segja að enda þótt 200 ára frá- vik sé frá einhverju sýni þurfi eng- inn að undrast það. Með vand- virkni og nákvæmni er hægt að færa óvissumörk mælinganna niður, þannig að óvissa um eitt hundrað ár er engan veginn óbreytanleg tala. Að því er ég best veit var aðeins eitt sýni sent héðan til mælinga og að framansögðu má Ijóst vera, að varast ber að draga of miklar ályktanir af því. Einnig má vel vera að sjálft sýnið, t.d. kol, sé orðið gamalt þegar það er not- að, og óvissan sem það veldur er hlutur sem má heldur ekki gleym- ast. Mælingarnar fóru fram í Þránd- heimi, en þar er traust og góð rannsóknarstofa.Ég er með grein þar sem eru niðurstöður aldurs- greininga á norrænum fornleifum frá Nýfundnalandi sem norski fornleifafræðingurinn Helge Ingstadt gróf upp á sínum tíma. Ef teknar eru út einstakar mæl- ingar þar má fá niðurstöður sem eru langt frá hinu rétta gildi, með- altalinu,“ sagði Páll Theodórsson. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að þetta muni ekki breyta þjóðar- sögunni til mikilla muna,“ sagði Gunnar Karlsson sagnfræðingur er Morgunblaðið innti hann álits á hinum nýja fornleifafundi á Dag- verðarnesi. „Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hér finnist mann- vistarleifar frá því fyrir víkinga- öld. Mér þykir ekki ólíklegt að hingað hafi komið fólk og sest að fyrir landnám norrænna manna sem getið er um í Landnámu. Það er hins vegar staðreynd, að menn- ing okkar er af norrænum toga spunnin og fundurinn breytir í sjálfu sér engu þar um. — Þessi fornleifafundur bendir alls ekkl til þess að endurrita þurfi fslands- söguna," sagði Gunnar Karlsson að lokum. Skálholtshátíðin á morgun: Minnst verð- ur 170 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags Hin árlega SkálholLshátíð verður á morgun, sunnudaginn 21. júlí. Hátíðin hefst með klukkna- hringingu kl. 13.30. Klukkan 14.00 ganga biskupar og prestar skrúð- göngu til kirkju, þar sem sungin verður hátíðarmessa. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson pró- fastur predikar, en ásamt honum þjóna fyrir altari þeir séra Ólafur Skúlason vígslubiskup og séra Guðmundur Óli Ólafsson. AUir þættir messunnar eru raddsettir af Dr. Róbert Abraham Ottóssyni. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar. Orgel- leikari er Björn Sólbergsson, en einnig leika þeir Jón Hjaltason og Sveinn Birgisson undir á trompeta og Davíð Kolbeinsson á óbó. Með- hjálpari er Björn Erlendsson. Klukkan 16.30 hefst síðan í kirkjunni samkoma sem helgúð er 170 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Þar verður meðal annars flutt dagskrá sem Guðrún Ásmundsdóttir hefur tekið saman og nefnist „Guðleg ný tíðindi — svo sem kvað Oddur Gottskálks- son“. Flytjendur ásamt Guðrúnu eru Auður Bjarnadóttir, Hall- grímur Helgason og Karl Guð- mundsson. Séra Felix Ólafsson flytur er- indi sem hann nefnir „Ébenezer Henderson: Postuli Biblíufélags- ins“. Guðmundur Gíslason syngur einsöng og séra Helga Soffía Konráðsdóttir flytur ritningarorð og bæn. Einnig verður leikið á orgel og óbó og samkomunni lýkur með almennum söng. Hópferð verður á hátíðina frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12.00 og til baka að henni lok- inni. Einnig munu Ás- og Laugar- nessöfnuður gangast fyrir sér- stakri safnaðarferð á hátíðina. '.GERÐU PER GIAÐATí DAG. • • • • • ÍKT* á _ • • • \w *.\ npau ,\ .w • kynningarverös á góöu kexi t Gildiríjúlí og ágúst í öllum góöum verslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.