Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 Alllangt af leið — eftir Emil Als Mér varð dálítið bilt við er ég las leiðara Morgunblaðsins þann 13. júlí. Þar er í langri málsgrein að finna þá skoðun, að samfélag- inu beri að tryggja hamingju þjóð- félagsþegnanna eftir því sem að- stæður leyfa. Eftir að hafa full- vissað mig um að ég væri ekki með „Þjóðviljann" í höndunum varð mér á að spyrja: Er Morgunblaðið á leið burt frá frelsishyggju Sjálfstæðisflokksins? Hvaða kíúð- ur er þetta? Má nú ekki hamingj- an vera í friði heldur? Næst fáum við hamingjuráðuneyti og 25% gjaldskyldu af uppmældri ríkis- sælu til jöfnunarsjóðs þjóðfé- lagshamingjunnar. Það er ærin þungbær raun að sjá menn rugla í blöðum um „Þjóðfélagið", þessa þokuslæðu, og tönnlast á þessu orði á öllum málþingum. Ef nú á að knýta við það öðru illskýran- legu hugtaki munu þolrifin í sum- um taka að bresta. Orð og hugtök af þessu tagi komast í uppáhald hjá mönnum, sem þurfa oft að breiða yfir ónákvæmni í andlegum vinnubrögðum eða grunnfærni. Þau er vinsæl hjá allmörgum stjórnmálamönnum, of mörgum. Hamingja er huglægt og ein- staklingsbundið fyrirbæri, hverf- ult, loftkennt og torskilið. Menn gera sér ólíkar hugmyndir um eðli og inntak lífshamingju og leita hennar eftir ólíkum leiðum. Er það vel. Einstefnumenn með stirð- legar hugmyndir um þjóðfélag sem er byggt og þróað líkt og stórt fjárbú, bíða með öndina í hálsin- um eftir því að taka ráðin af al- menningi, sem ljóst er að kann ekki fótum sínum forráð og skilur ekki samhengi hlutanna. Svona menn hafa ætíð verið varasamir en aldrei eins og nú á tímum há- tækni og einokunar í afgerandi fjölmiðlum. í skjóli hugmynda á borð við þá sem sett var fram í leiðara Morg- unblaðsins sjá afskiptasamir og stjórnlyndir þingmenn og „félags- fræðingar" sér leik á borði og láta hendur standa fram úr ermum. Nú skulu menn fá yfir sig „þjóð- félag hamingju" hvort sem þeir vilja eða ekki. Fyrr en varir er Emil Als „En það skulu menn at- huga, að ef barnfóstru- hlutverk ríkisins verður aukið frá því, sem nú er, mun það slæva ábyrgð- arkennd þegnanna og það sem er ef til vill enn verra, svæfa samúðar- kennd þeirra til með- bræðra sinna.“ búið að steypa kringum okkur þunglamalegt og kæfandi „þjóð- félag“ sem með tímanum rýrir möguleika og getu þegna sinna til sjálfstæðrar hugsunar og per- sónulegrar sköpunar. Helsti með- byr þessarra skaðræðisgóðmenna er andvaraleysi almennings. Um þjóðfélög virðist gilda sú þversögn, að þau verði þeim mun auðskýrðari sem þau eru flóknari og fléttaðri hörðum lagabálkum. Það er vinnandi vegur að lýsa þjóðfélögum á borð við Sovétríkin eða Svíþjóð. Um samfélög Vestur- landa gegnir öðru máli. Þau eru hreyfanlegri, óskýrari á útjöðrun- um, fara líkt og undan í flæmingi þegar á að lýsa þeim. Það er gott til þess að vita. Samfélagið á ekki að híma þrúgandi yfir okkur við hvert fótmál. Það má vera til eins og góðlyndur ættingi, sem á dálít- ið í banka og er fús að rétta manni hjálparhönd þegar þess gerist þörf. Það er þegar búið að koma á samtryggingu og stuðningi við sjúka. Komin er fram athyglisverð hugmynd um neikvæðan tekju- skatt sem tryggi öllum lands- mönnum lífeyri. Sameiginlega berum við kvaðir vegna öryggist útávið og verndar innávið. En það skulu menn athuga, að ef barn- fóstruhlutverk ríkisins verður aukið frá því, sem nú er, mun það slæva ábyrgðarkennd þegnanna og það sem er ef til vill enn verra, svæfa samúðarkennd þeirra til meðbræðra sinna. Það er búið að sýna okkur þessi „þjóðfélög hinn- ar opinberu hamingju" þau verða að lokum yfirþyrmandi og fóstra meira ranglæti en þeim var í upp- hafi ætlað að útrýma. Hamingju- þjóðfélag ríkisins snýst á einni nóttu í andstæðu sína — verður að martröð. Þaö ætlar seint að renna upp fyrir mönnum, jafnvel mörgum Sjálfstæðismönnum, að hin þrautskipulögðu og njörvuðu sam- félög með opinberum afskiftum yfir allt sviðið verða óhjákvæmi- lega víti á jörðu. Sum þeirra geta um hríð haldið uppi skini frelsis og lýðræðis en að lokum tekur lífs- gleðin að hörfa og ævintýrin eru gerð útlæg. Góðviljaðir glópar munu, fái þeir til þess frjálsar hendur, keyra áfram jafnréttisæð- ið og hina samfélagslegu „ham- ingju“ inn á lendur fáránleikans. Þar mun hið mikla far standa á grunni og farmurinn, hin ríkis- rekna „mannúð“ breytast í kæf- andi óloft. Höíundur er læknir í Rcykjavík HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson Næring fyrir hugann II Fæða og elliglöp t síðustu grein minni um heil- ann og næringuna var fjallað um taugaboðefnið seratonín og með hvaða hætti skortur á því getur m.a. valdið varanlegu svefnleysi. f þessari grein verður fjallaö um annað og enn þekktara boð- efni í heilanum: taugaboðberann asetýlkólín og hvernig það teng- isT sívaxandi faraldri: svo- nefndri Alzheimerveiki. Elli og elliórar Eftir því sem meðalaldur jarð- arbúa vex hækkar tíðni hvers konar hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimerveiki og Parkinson- isma. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um það hvernig aldurs- dreifing jarðarbúa er að þróast, má nefna að árið 2000 er talið að 600 miiljónir manna verði 60 ára og eldri. Klliórar (e. senile dementia) er talin hrjá 5% allra sem náð hafa 65 ára aldri og hvorki meira né minna en 20% allra þeirra sem orðnir eru 80 ára og eldri. Bróðurparturinn af þessum sjúklingum (um 60%) þjáist í rauninni af Alzheimerveiki, en afgangurinn af æðakölkun í heilaæðum og fleiri hrörnunar- sjúkdómum. Alzheimer Yfirleitt kemur Alzheimer- veikin ekki fram fyrr en um eða eftir 70 ára aldur. Frá því að fyrstu einkenni koma fram þar til dauðinn ber að dyrum líða oft 4-5 ár. Fyrstu einkenni eru yfirleitt minnistap, en síðan koma önnur þungbærari einkenni fram, þ.á m. óróleiki, taugaspenna, þunglyndi, svefnleysi og geð- truflanir. Er talið að orsökin sé líklega sú að svokallaðir Meynart- kjarnar i heilanum hætta að framleiða eitt mikilvægasta boð- efni taugakerfisins, taugaboð- berann asetýlkólín. Kólín og asetýlkólín Eins og seratonín á sér nær- ingarefnið tryptofan sem undan- fara á asetýlkólín sé annað nær- ingarefni að undanfara. Þetta efni er kólín sem stundum er tal- ið til B-vítamína. En hvaðan getum við fengið kólín? Það kemur úr ýmsum fæðutegundum sem kólínsölt. Auk þess er það hluti af svonefndu lesitíni. Loks er hægt að taka það inn í hreinu formi. Það er því ekki að undra þótt vísindamenn hafi fyrir alllöngu farið að prófa sig áfram með áhrif kólíngjafar á fólk sem þjá- ist af Alzheimerveikinni. Kólínsölt Það fyrsta sem manni kemur í hug er auðvitað að gefa kólínsölt. Hafa margvíslegar tilraunir ver- ið gerðar með því að gefa þessum sjúklingum slík sölt. Því miður breytist kólín í görninni í annað efni. svokallað trímetýlamín, sem við Islendingar könnumst einkar vel við, því það er efnið sem veldur óþef í skemmdum fiski. Þeir sem ekki vilja smám sam- an fara að anga eins og skemmd skreið ættu því að láta það vera að taka stóra skammta af þess- um efnum eins og sumir hafa reynt. Lesitín En hvað er með lesitín? Lesitín er fituefni sem inniheldur kólín, eins og áður var sagt. Af þeim sökum fer þetta efni aðra leið í gegnum görnina út í blóðið. Rannsóknir sem fram hafa farið á áhrifum lesitíns á Alz- heimerveikina hafa því miður reynst afar erfiðar og hafa a.m.k. ekki enn gefið nægilega skýr svör. Vandinn felst m.a. i því að gefa verður stóra skammta (15 til 25 grömm á dag). Efnið verð- ur að vera nægilega hreint og ýmislegt fleira hefur reynst vera vandkvæðum bundið. Engu að síður hafa rannsóknir þegar sýnt að lesitíngjöf getur haft jákveð áhrif, enda þótt þau hafi a.m.k. fram til þessa reynst vera mun minni en vonað var í fyrstu. Hitt verður þó að teljast allmik- ill árangur að það skuli yfirleitt hafa tekist að sýna að þetta efni getur haft einhver jákvæð áhrif. Það eitt gefur von. Lokaorð Svo virðist sem frumorsök Alzheimerveikinnar sé sú að vissar stöðvar í heilanum draga úr eða hætta jafnvel framleiðsíu á taugaboðberanum asetýlkólín. Vandinn er auðvitað sá að í flestum tilvikum má gera ráð fyrir að skortur komi ekki aðeins fram í einu slíku boðefni, heldur tveim eða jafnvel fleirum sam- tímis. Það er því ljóst að hér verður við ramman reip að draga. En hinu má ekki gleyma að við er- um hér að glíma við þá sjúk- dóma sem erfiðastir eru viðfangs af öllum mannsins krankleikum: hrörnunarsjúkdóma í viðkvæm- asta og margbrotnasta vef lík- amans. Ödýr, nýr LADA LUX bíll er betri en dýr notaður af annarri gerð. Sjö punktar, sem við bendum á og skipta þig miklu máli: I Verðið á LADA LUX er aðeins 283 þúsund krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir. 2. Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA LUX bifreiðarinnar. 3. Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð- inu, sé öllum skilmáíum ryðvarnar framfylgt af hálfu eiganda. 4. Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA LUX, kaupéndum að kostnaðarlausu eftir 2000 og 500Ö km akstur. 5. Varahlutaþjónusta við LADA eigendur er af opinberum aðilum talin ein su besta hér- lendis. Mikið úrval alls konar aukahluta fáanlegt á hagstæðu verði. 6. LADA LUX er afhentur kaupendum með sólarhrings fyrirvara. 7. Eldri gerðir LADA bifreiða eru teknar á sanngjórnu verði sem greiðsla upp í verð nýja bílsins. VERÐSKRÁ 11 /7 ’85 LADA 21013 208.000 LADA 2105 239.000 LADA 1300 station 253.000 LADA 1500 station 277.000 LADA SPORT 359.000 LADA LUX 283.000 BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ItMjEþ SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.