Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 Tugir sovéskra herskipa milli íslands og Noregs Al’-frétUstofan sendi þetta kort frá aér í gsr og á þaft að sýna höfuðdrætt- ina í þeim miklu flotaæfingum sem Sovétmenn efna til með a.m.k. 50 herskipum og fjölda flugvéla á Norður-Atlantshafi og Noregshafi þessa dagana. Skip úr Svartahafsflota, Gystrasaltsflota og Norðurflota Sovétmanna, söfnuðust saman fyrir sunnan fsland. Þau halda síðan til norðurs. Þessi skip gegna hlutverki NATO-skipa í cfingunum, en á hsttutímum myndu þau til dsmis flytja liðsauka til Noregs. f GIUK-hliðinu, það er á milli Islands, Bretlands og Noregs, hafa sovéskir kafbátar komið sér fyrir og mynda víggirðingu gegn „NATO-flotanum**, önnur kafbátahindrun er norðar, en þegar nsr dregur Kóla-skaganum, heimahöfnum stsrsta flota Sovétríkjanna og einu mesta víghreiðri veraldar, koma herskip og flugvél- ar einnig til sögunnar til að stöðva för „NATO-skipanna“. Peres reynir að hindra fund Tel A»hr, 19. júlí. AP. ÍSRAKLSKT dagblað skýrði frá því í dag að Shimon Perez, forsstisráð- herra fsraels, hefði skrifað bréf til Georges Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem bandarísk stjórnvöld vsru hvött til að aflýsa fyrirhuguðum viðrsðum þeirra við sendinefnd Palestínumanna. Blaðið hefur það eftir embættis- mönnum að litlur líkur séu þó á að ísraelum takist að koma í veg fyrir að viðræðurnar fari fram. f fréttum í öðrum ísreaelskum dagblöðum segir hins vegar að stjórn Perez sé að reyna að koma því til leiðar að helstu leiðtogar frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, verði ekki í sendinefndinni. fsraelar viðurkenna ekki PLO og neita að ræða við leiðtoga hreyfingarinnar. Hljómleikarnir Live Aid: 1,5 milljarður skil- aði sér af framlögum London, 18. jnlí. AP. Bob Geldof, tónlistarmaðurinn sem stóð fyrir hljómleikunum Live Aid um síðustu belgi til styrktar hungruðum í Afríku, sagði í dag að um 25 milljónir punda (1,435 millj- ónir króna) hefðu nú þegar safnast síðan hljómleikarnir fóru fram. Loforð um framlög námu um 2,8 milljörðum króna og sagði Geldof að sjóðstjórn Live Aid væri bjart- sýn á að þeim tækist að fá öll framlögin greidd. „Hvejum eyri sem greiddur er í þessa söfnun verður varið til að hjálpa deyjandi fólki — því get ég lofað ykkur,“ sagði Geldof á fundi með fréttamönnum í dag. Hann gaf ekki upp hve mikið hefði bor- ist frá hverju landi. Fyrsta verkefni sjóðstjórnar- innar verður að fara með lyf til Mosambique og matvæli til Súdan, þar sem ríkir mikil hungursneyð. Einnig hefur sjóðstjórnin í huga að ráða landbúnaðarfræðinga, skógræktarfræðinga og vatna- fræðinga til að skipuleggja lang- varandi ráðstafanir á þurrka- svæðum Afríku. Belgíæ Rússa vísað úr landi Brtnel, 19. jélí. AP. BELGÍSK stjórnvöld vínuAu í dag Sov- étmanni, sem á sæti í sovéskri vióskipt- anefnd sem nú er í Belgíu, úr landi. Sovétmaöurinn, Wladimir Mak- eev, var handtekinn sl. miðvikudag í Antwerpen fyrir að kaupa vísinda- gögn, en belgíska dómsmálaráöun- eytið neitaði að veita frekari upplýs- ingar um málið. Bandaríkin: Ná ekki samkomulagi um hernaðarútgjöld Washington, 19. júlí. AP. SAMEIGINLEG nefnd beggja deilda Bandaríkjaþings, sem skipuð var til að freista þess að komast að málamiðlun umhernaðarútgjöld varnarmálaráðuneytisins, klofnaði í dag í afstöðu sinni til fram- leiðslu efnavopna. Nefndin komst heldur ekki að samkomulagi um hvernig taka skuli á þeim málum, sem varða ofgreiðslur til vopnaframleiðanda fyrir verkefni á vegum varnar- málaráðuneytisins. öldungadeild þingsins, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, samþykkti fyrir skemmstu tillögu Reagans Bandaríkjaforseta um að hefja á ný framleiðslu á efnavopn- um. Fulltrúadeildin, en þar eru demókratar í meirihluta, sam- þykkti einnig tillöguna, en með ýmsum skilyrðum. Eitt skilyrðið er að engin efnavopn verði fram- leidd nema Atlantshafsbandalagið fari sérstaklega fram á það. Fundur Einingarsamtaka Afríkuríkja: Sakar lánastofnanir um að beita þrýstingi Addis Ababa, Kþiópiu. 19. jílí. AP. LEIÐTOGI Eþíópíu, Mengistu Haile Mariam, sakaði í dag alþjóð- legar lánastofnanir um að beita skuldg ríki þrýstingi og hafa afskipti af innanríkismálum þeirra. Mengistu sagði þetta í ræðu í dag á fundi Einingarsamtaka Afríkuríkja, sem nú fer fram í Addis Ababa. Snúast viðræðurn- ar fyrst og fremst um hið slæma efnahagsástand Afríkuríkja. í gær var forseti Senegals, Abdou Diouf, kjörinn formaður samtakanna í stað Julíusar Nyer- ere forseta Tansaníu. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, Eduard Saouma, hélt fréttamannafund í dag í Addis Ababa, þar sem hann skoraði á alþjóðlegar lánastofn- anir á Vesturlöndum að fella a.m.k. að hluta til niður erlendar skuldir Afríku. Saouma sagði ennfremur að fordæmi væru fyrir því að gefa eftir skuldir, þar sem 17 ríki hefðu árið 1973 fellt niður erlend- ar skuldir 58 landa, en þær hefðu numið 3,5 milljörðum dollara. Fulltrúar á ráðstefnu Eining- arsamtakanna halda því fram að erlendar skuldir hinna 50 ríkja, sem eiga aðild að samtökunum, fari yfir 170 milljarða dollara á þessu ári. Kirkja til sölu I Randers í Danmörku er þessi kirkja til sölu. Það er ekki sett upp hátt verð fyrir hana, 300.000 danskar krónur, eða um 1,2 milljénir ísl. kr. Það er söfnuður meþódista í Randers, sem vill selja kirkjuna sína, en nú eru aöeins 25 manns eftir í honum og meðalaldur safnaðarfólks er 70 ár. Kirkjan er bæói of stór og dýr í rekstri fyrir þennan fámenna hóp. Hann sækir raunar messu til prests í Árósum. ERLENT, Veður víða um heim Latgst Haaat Akureyri 6 alskýjaó Ameterdam 13 20 ekýjaó Aþena 21 35 heióskirt Barcelona 27 þokuvióri Berlín 17 23 •kýjaA BrUsael 13 23 heióskírt Chicego 14 30 skýjaó DuMin 10 17 heiðskírl Feneyjar 28 þokuvióri Frankfurt 18 29 skýjeA Gent 14 30 skýjeA Hetsinki 13 20 •kýjeA Hong Kong 26 29 rigmng Jerusalem 16 26 heiAskirt Kaupmannah. 14 22 rigning Las Pslmas 24 léttskýjeA Lissabon 16 24 heiAskirl London 13 19 rigning Los Angeles 20 30 skýjsA Lúxsmborg 17skýjsó Malaga 27 mislur MaHorca 30 hsiAskírt Miami 21 31 rigning Montreal 16 20 skýjaó Moakva 13 2S halAakírt Mew York 19 30 heíAakírt OaM 14 18 rigning Psrís 14 25 rtýjeA n-L:- rOKiog 20 28 akýjaA Reykjavtk 0 akýjaA RÍA de Janeiro 14 25 heiöskírl Rómaborg 17 34 skýjaó SlokkhAlmur 14 23 haiAaLirt nflOtKlM Sydney 0 14 heióskirt Tókýó 25 33 haióskirt Vmerborg 18 31 skýjað Þórshöln 12 skúr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.