Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1985 Agca við- staddur- réttar- höld á ný Kóm, 18. júlí. AP. MEHMUT Ali Agca mætti aftur fyrir rétt í dag, eftir að hafa verið fjar- staddur réttarhöidin vegna tilræðis- ins við páfa, í tvo daga. Honum og öðrum Tyrkja lenti saman í réttar- höldunum í dag, en Agca hefur sakað Tyrkjann um að hafa aðstoðað sig við að skjóta páfa. Tyrkinn, Musa Serdar Celebi, og Agca, sátu í nokkurra metra fjar- lægð hvor frá öðrum og gengu ásakanir um ósannindi á báða bóga. Agca sagði að Celebi hafi, ásamt honum sjálfum, lagt á ráðin um tilræðið þegar þeir hittust í Mílanó í desember 1980. Þeir hafi svo aftur átt fund saman í Ziirich í Sviss þremur mánuðum síðar. Agca sagði einnig að þeir hefðu rætt smáatriði varðandi tilræðið í síma. Celebi mótmælti þessum ásökunum í réttarhöldunum í gær og hófu Tyrkirnir tveir þá að hrópa ókvæðisorð hvor að öðrum á ítölsku. Dómarinn þurfti að fara fram á hlé á réttarhöldunum vegna há- vaða í salnum, en lögfræðingar beggja mannanna og saksóknarinn tóku einnig þátt í háreystunum. Agca, sem fyrir tveimur dögum neitaði að setjast aftur í vitnastúk- una og sagðist ekkert meira hafa um málið að segja, hefur sagt að Celebi hafi átt að fá einn þriðja af þeim 1,2 milljónum dollara (494 milljónum ísl. króna) sem sovéskur embættismaður í Búlgaríu hét Agca fyrir að drepa páfa. Celebi, forseti samabands tyrkn- eskra innflytjenda í Vestur-Þýska- landi, viðurkenndi að hafa hitt Agca í bæði Mílanó og Ziirich, en sagöi að fundirnir hefðu verið óformlegir og sagðist hvorki hafa vitað nafn Agca, né að hann hafi verið eftirlýstur fyrir morð í Tyrk- landi. Celebi sagðist oft hafa átt fundi með tyrkneskum innflytjend- um og hefðu fundirnir með Agca ekki verið frábrugðnir öðrum slík- um fundum. Hann sagði Agca hafa beðiö um peninga og aðstoð við að finna starf. Hann hefði því lánað honum sex eða átta hundruð þýsk mörk (8.774 eða 11.685 ísl. krónur). Dómarinn benti á að það væri óvenju há upphæð til að lána óþekktum manni, en Celebi sagði að ekki hefði annað legið að baki en að hjáipa samlanda sínum. Kína: 275 létust í miklum flóðum PekinK, 19. júlí. AP. STJÓRNVÖLD í Kína upplýstu í dag, að 275 manns hefðu litið lífið í flóðum sem orðið hefðu í suðaust- urhluta landsins fyrr í þessum mán- uði, hinum verstu um áratugaskeið. Flóðin skemmdu eða eyðilögðu um 30 þúsund heimili í héruðun- um Guizhou og Sichuan. Þau trufluðu daglegt líf hálfrar ann- arrar milljónar manna í landinu. Zhang Xingguo, talsmaður kin- versku stjórnarinnar, sagði AP, að rigningarnar, sem ollu flóðunum, hefðu hafist 28. júní sl., en valdið mestu tjóni fyrstu viku júlímán- aðar. Daily Mail f London: leifar sovéskrar geim á indversku þotuna? Rákust flaugar London, 19. júlí. AP. BLAÐIÐ Daily Mail í London skýrði frá því í dag, að Indverjarn- ir sem eru að rannsaka orsök flugslyssins undan írlandsströnd í síðasta mánuði, séu að kanna þá tilgátu, að leifar sovésku geim- flaugarinnar „Progress 24“ hafi rekist á flugvélina og valdið því að hún hrapaði. Blaðið sagði, að þrjár flaugar, sem notaðar voru við að koma „Progress 24“ út í himingeiminn, hafi komið inn í gufuhvolf jarðar á næstum nákvæmlega sama tíma og indverska farþegaþotan hvarf af ratsjám á Irlandi og verið á sömu slóðum og hún. „Rannsóknarmennirnir álíta, að hugsanlega hafi leifar flaug- anna ekki brunnið upp á leiðinni til jarðar, heldur fallið á þak stjórnklefa flugvélarinnar á gíf- urlegum hraða," sagði blaðið. Blaðið lagði áherslu á, að hér væri þó aðeins um tilgátu að ræða: „Flestir sérfræðingar telja líklegast, að sprengja hafi valdið flugslysinu, en engar óvefengj- anlegar sannanir fyrir því að sprenging hafi orðið hafa enn komið fram.“ Indverska farþegaþotan fórst 23. júní sl. og með henni allir um borð, 329 manns. Hún var á leið frá Montreal í Kanada til Bombay á Indlandi og var farin að búa sig undir millilendingu á flugvelli í London þegar hún fórst. Daily Mail sagði, að geim- flauginni „Progress 24“, sem var ómönnuð, hafi verið skotið á loft 20. júní og hafi tilgangurinn ver- ið sá, að koma eldsneyti og vara- hlutum til sovésku geimfaranna Vladimirs Dzhanibekov og Vikt- ors Savinykh. Þeir fóru út í geiminn mánuði fyrr með Soyuz T13-geimfari til að starfa í sov- ésku geimstöðinni Salyut 7, sem er á braut umhverfis jörðu. Hinn 23. júní hafi þrjár flaugar, sem notaðar höfðu verið við geim- skotið, og fleiri fylgihlutir geimflaugarinnar, verið losaðir frá henni og látnir falla til jarð- ar. Blaðið hefur síðan eftir ónafngreindum starfsmönnum geimrannsókna í Bandaríkjun- um og Bretlandi, að aflhreyflar sovésku geimflaugarinnar hafi hrapað inn á flugleið indversku þotunnar fimmtán mínútum eft- ir að hún fórst, og segir að ind- versku rannsóknarmennirnir telji hugsanlegt að aðrar leifar geimflaugarinnar kunni að hafa komið fyrr inn f lofthjúp jarðar og rekist á þotuna. Bretland: Hart deilt á Thatcher fyrir launahækkun embættismanna — geldur afhroö í skoðanakönnunum London, 19. júlí. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, þykir nú eiga í vök að verjast. Hún sætir harðri gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að hafa ákveð- ið, að hækka verulega laun háttsetta ríkisstarfsmanna og skoðanakannanir sýna, að íhaldsflokkurinn hefur minna fylgi kjósenda en flokkar stjórnar- andstæðinga, Verkamannaflokkurinn, og Bandalag frjálslyndra og jafnað- armanna. Launahækkunin er 17,6% og tekur gildi í tveimur áföngum, í þessum mánuði og mars nk. Til dæmis um hækkunina má nefna að eftir hana verða árslaun hátt- settra embættismanna í ráðu- neytum 60.000 sterlingspund (jafnvirði um 3,4 milljóna ísl. króna), en voru 40.000 pund (jafn- virði um 2,6 milljóna ísl. króna). Thatcher greindi frá launa- hækkuninni í Neðri málstofu breska þingsins á fimmtudag, sama dag og fjölmiðlar í Bretlandi skýrðu frá því að fylgi íhalds- flokksins væri minna en nokkru sinni frá því í kosningunum 1983. Forsætisráðherrann sagði, að hækkunin væri gerð í því skyni að koma í veg fyrir að hæfileikamenn hrökkluðust úr störfum hjá rík- inu. Samtök breskra kennara, sem eiga í alvarlegri launadeilu við Margaret Thatcher ríkið, hafa fordæmt hækkunina. Fred Smithies, leiðtogi kennara- samtakanna, sagði, að ef ríkis- stjórnin gæti fundið peninga til að greiða „toppunum" svo há laun sem raun bæri vitni, hlyti hún að geta útvegað þær 35 milljónir punda (jafnvirði um 2.000 millj- óna ísl. króna), sem þyrfti til að leysa kjaradeiluna við kennara. Kennarar fara fram á 12,4% launahækkun og hafa hafnað til- boði um 6,06% hækkun. Launahækkunin, sem Thatcher greindi frá, mun kosta ríkissjóð 9,8 milljónir punda (jafnvirði um 564 milljóna ísl. króna) og koma 664 háttsettum ríkisstarfs- mönnum til góða, 206 lægra sett- um starfsmönnum og 1.084 mönnum í dómarastétt. Samtök bandarískra lögfræðinga: Aðstoða fjölmiðla við að móta siða- reglur um fréttir af hermdarverkum Warren E. Burger, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, ávarpar þing Samtaka bandarískra lögfræðinga, við setningu þess í London á mánudag. London, 19. júlí. AP. SAMTÖK bandarískra lögfræðinga (ABA), sem nú þinga í Albert Hall í London, hyggjast hafa frumkvæði að því að aðstoða fjölmiðla við að móta siðareglur um fréttaflutning af hryðjuverkum og flugránum. Það var William W. Falsgraf, forseti samtakanna, sem greindi frá þessu á fundi með blaða- mönnum í gær. Falsgraf sagði, að hann hygðist fela tveimur starfshópum ABA að ræða þetta mál við yfirmenn fjölmiðla. Hann sagði að slíkar reglur gætu haft áhrif ef þær væru skynsamlega mótaðar og fjölmiðlar væru sannfærðir um að það væri í þágu allra frjálsra þjóða að fara eftir þeim. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, flutti ávarp við setningu þings ABA á mánu- dag, og hvatti þá til þess að fjöl- miðlar heims þóknuðust ekki ofbeldisöflum. Hún lagði til, að fjölmiðlar settu sér sjálfir siða- reglur er kæmu í veg fyrir að hryðjuverkamenn hefðu beinan aðgang að fréttaflutningi. „Flugræningjar og hryðju- verkamenn nærast á athyglinni, sem þeim er veitt, og án hennar mundu verk þeirra og áhrif vera langtum minni en nú er,“ sagði forsætisráðherrann. Edwin Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi síð- an frá því á miðvikudag, að ráðu- neyti sitt íhugaði að senda fjöl- miðlum beiðni um að þeir settu sér sjálfir ákveðin takmörk varð- andi fréttaflutning af hryðju- verkum og flugránum. Hugmyndir þessar fylgja í kjölfar mikillar umræðu um fréttaflutning af flugræningjum og hermdarverkamönnum í Beir- út i síðasta mánuði. Hefur því m.a. verið haldið fram, að ræn- ingjunum hafi verið veitt slík at- hygli og fengið að baða sig svo mjög í fréttaljósi stærstu sjón- varpsstöðva Bandaríkjanna, að tala megi um að þeim hafi verið hampað þar. Falsgraf sagði á blaöamanna- fundinum, að hann væri sammála skoðunum Tahtchers og Meese, að ekki kæmi til greina að setja lög er takmörkuðu fréttaflutning af hryðjuverkamönnum, enda væri slíkt sennilega brot á stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Hins veg- ar væru siðareglur, sem fjölmiðl- ar settu sér sjálfir, annar hand- leggur. „Það er augljóst," sagði Fals- graf, „að eitt af skammtíma- markmiðum hryðjuverkamanna er, að fá menn til að veita mál- stað sínum athygli, hver sem hann er; að sá fræum misklíðar og ótta, og ýta undir ringulreið í því ríki, sem athafnir þeirra bein- ast gegn.“ Hann sagði, að með reglum um fréttaflutning i slík- um tilvikum væri verið að svipta hryðjuverkamenn þessu vopni og vernda almenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.