Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 23 Enn í hungurverkfalli Séra Miguel d’Escoto Brockman, utanríkisráðherra Nicaragua, við lest- ur heilagrar ritningar I kirkju sinni í Managua. Hann hefur nú verið f hungurverkfalli í 11 daga til að mótmæla „hryðjuverkastefnu Banda- ríkjamanna gagnvart Nicaragua”, eins og hann kallar það. Kaupmannahöfn: YjRr 90% kjósa bálför frem- ur en jarðarför Kaupmannahöfn, 18. júlí. AP. í Kaupmannahöfn er orðið æ al- gengara að fólk biðji um að láta brenna jarðneskar leifar sínár í stað þess að láta jarða sig á hefðbundinn hátt, að sögn yfirvalda í borginni. Yfir 90% látinna í Kaupmanna- höfn undanfarin ár, hafa óskað eftir bálförum og um helmingur þeirra biður um að askan verði sett í ómerkta gröf. „Kg tel ástæðuna vera breytt viðhorf nútímafólks," sagði Jörgen E. Christensen, forstöðumaður kirkjugarðanna í Kaupmanna- höfn. „Fólk vill lifa í minningum fjölskyldna sinna, en vill ekki vera þeim til by.rði." Hann sagði einnig að það væri fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem óskaði eftir að láta brenna líkama sinn að sér látnum og í flestum tilfellum hefði kostnaðurinn ekkert með málið að gera, þrátt fyrir að bálfarir séu ódýrari en venjulegar greftranir. Aukin eftirspurn eftir bálförum hefur létt á yfirvöldum í borginni við að finna svæði undir nýja kirkjugarða og hefur einnig auð- veldað viðhald kirkjugarðanna. Útlit kirkjugarðanna hefur breyst töluvert síðan bálfarir urðu algengari, en nú er að jafnaði stór hluti í hverjum kirkjugarði þak- inn grasi og runnum, þar sem und- ir eru hinar ómerktu grafir. Heildarstærð kirkjugarðanna hef- ur ekki minnkað að neinu ráði, en grafirnar verða sífellt minni, sagði Christensen. Þessi mikla aukning á bálförum virðist aðeins eiga við Kaup- mannahöfn, en annars staðar i Danmörku hafa ekki orðið miklar breytingar á greftrun hinna látnu. Annars staðar á Norðurlöndum hafa óskir um bálfarir aukist lít- iltega undanfarin ár, en hæsta hlutfallið er samt í Kaupmanna- höfn. Sovéskur fréttamaður sakaður um njósnir Tókýó, 19. júli. AP. JAPANSKA utanríkisráðuneytið bar fram formleg mótmæli i fóstudag við sovéska sendiráðið þar I landi, eftir að sovéskur fréttamaður, grunaður um njósnir, yfirgaf Japan án þess að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Issei Nomura, yfirmaður Sovét- -deildar hjá japanska utanríkis- ráðuneytinu, kallaði sovéska sendiráðsfulltrúann, Ishenbai Abdurazakov, á sinn fund og mót- mælti vinnubrögðum frétta- mannsins, sem utanríkisráðuneyt- ið taldi að brytu í bága við japönsk lög. Abdurazakov vildi hins vegar ekki viðurkenna að nokkuð hefði verið athugavert við fréttaöflun blaðamannsins frá Tass-frétta- stofunni, Konstantin Preobrazh- ensky. Hann var grunaður um að hafa haft i hótunum við eða mútað kínverskum manni til að gefa sér leynilegar upplýsingar um Kína. Preobrazhensky neitaði að mæta til yfirheyrslu og fór til Sovét- ríkjanna á þriðjudag. Sovétmenn tvöfalda efna- hagsaðstoð við Víetnam Banpkok, Thailandi. 19. júli. AP. HIN opinbera fréttastofa Víetnams skýrði frá því á föstudag, að Sovét- stjórnin hygðist rúmlega tvöfalda efnahagsaðstoð sína við landið á ár- unum 1986—1990, miðað við næsta fimm ára tímabil þar á undan. Þá kom fram, að Sovétmenn hefðu heimilað Víetnömum að fresta endurgreiðslum á lánum, sem þeir hafa tekið í Sovétríkjun- um, og ætluðu jafnframt að auka aðstoð við olíu- og gasvinnslu og taka að sér byggingu stáliðjuvers í Víetnam. Vestrænir sérfræðingar í mál- efnum Suðaustur-Asíu telja, að Sovétstjórnin verji á degi hverjum meira en einni milljón banda- ríkjadollara (rúmlega 40 milljón- um ísl. króna) í efnahagslega og hernaðarlega aðstoð við Víet- nama. Hanoi-stjórnin endurgreiði aðeins lítinn hluta þessarar að- stoðar í formi vöruútflutnings til Sovétríkjanna. Megum við gefa þér ráð? Stendur valið um að kaupa nýjan bíl eða notaðan? Við mælum með nýjum bíl. Evrópskan eða japanskan? Við mælum með evrópskum. Dýran eða ódýran? Við mælum með því að þú kannir rækilega hvert hlutfallið er milli gæða og verðs, væntanlegs viðhaldskostnaðar og endursölu- verðs. Það auðveldar þér að velja þann bíl sem í raun reynist ódýrastur. Við mælum með nýjum Opei Ascona BÍLVANGUR Sf? HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar og gamli bíllinn er jafnvel tekinn upp í.þann nýja!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.