Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 27 Gestir gæða sér á góðgætinu. Qsta- og smjörsalan sf. Hjónin Þórlaug Guðbjörnsdóttir og Ólafur Jónsson, alsæl með sigurinn. 500 uppskriftir bárust í samkeppni Osta- og smjörsalan sf. efndi í mars sl. til samkeppni meðal alls áhuga- fólks um matargerð. Bar hún heitið „Bestu uppskriftirnar '85" og voru keppnisreglur í stuttu máli þær, að ostur og/eða smjor skyldu skipa veglegan sess í uppskriftunum og falla undir eftirtalda flokka: sjávarrétti, bakstur (brauð og kökur), eða eftirrétti. Tæplega 500 uppskriftir bárust og voru veitt verðlaun fyrir þrjár þær bestu, að mati dómnefndar, auk tveggja sérstakra viðurkenninga. Fyrstu verðlaun, helgarferð til Kaupmannahafnar, hlutu hjónin Þórlaug Guðbjörnsdóttir og ólaf- ur Jónsson, Sævargörðum 5, Sel- tjarnarnesi. Annað sætið hreppti Olafur Guðmundsson, Stórholti 7, ísafirði og það þriðja Ingibjörg Jónsdóttir, Eystra Þorlaugargerði, Vestmannaeyjum. Sérstakar við- urkenningar voru veittar þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Jóni Jó- hannessyni, Lyngholti 4, ísafirði og Boga Þór Siguroddssyni, Brekkugerði 10, Reykjavik. „Við erum bæði miklar mat- manneskjur og kunnum vel að meta góðar veitingar," sagði ólaf- ur Jónsson, húsvörður í MýrarT húsaskóla, sem ásamt konu sinni, Þórlaugu Guðbjörnsdóttur, bar sigur úr býtum í keppni þessari. Framlag þeirra voru sælkera- bollur úr ýsuflökum, rækjum og lauk. „Reyndar sér Þórlaug aðal- lega um matseldina, en ég hjálpa þó til með því að skera, rífa og hakka," bætti hann við. Aðspurður kvaðst hann þess fullviss að mat- reiðsla væri hæfileiki, sem fólki væri misgefinn. „Til dæmis á Þór- laug 3 systur, sem allar eru fyrsta flokks matreiðslumeistarar. Alveg hreint einstakar," sagði ólafur. „Ja, mér finnst allavega gaman að búa til góðan mat," sagði Þ6r- laug, er fullyrðing bóndans var borin undir hana. „Við höfum nokkrum sinnum farið til Amst- erdam og þar höfum við bragðað alls konar mat, enda opin fyrir nýjungum. Matvendninni er sko ekki fyrir að fara hjá okkur," upp- lýsti hún. „Til að mynda héldum við veislu nú í vetur og buðum gestum okkar upp á afar ljúffeng- an indónesiskan mat," skaut Ólaf- ur inn í. Aðspurð kváðust þau ekki binda sig við neinar reglur í mat- armálum, yfirleitt borðuðu þau þó eina heita máltíð á dag. „Ef þann- ig liggur á okkur eigum við það alveg til að geyma hinn hefð- bundna sunnudagsmat fram á mánudag," sagði Þórlaug. „Við höfum líka mjög gaman af öllum réttum, sem eru svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Þ6 erum við afskaplega hrifin af fiskinum sem f æðutegund og notum þá mik- inn ost með og rjóma í sósurnar," upplýsti hún. Ekki kváðust þau þó hyggja á matreiðslubókaútgáfu, þó vissulega vanhagaði þau ekki um efni i slíkt rit. Er þau Þórlaug og Ólafur voru innt eftir því hvort þau hefðu átt von á þessum úrslit- um, litu þau hvort á annað og brostu laumulega. „Nei, ekki get ég nú sagt það," sagði ólafur. „Hins vegar hét ég því að ég skyldi láta eitthvað af hendi rakna til Reynis Péturs, ef við ynnum, og svo virðist sem heppnin hafi verið okkur hliðholl," sagði ólafur að lokum. Önnur verðlaun, helgarferð til Húsavíkur eða Akureyrar, komu í hlut Ólafs Guðmundssonar, rit- stjóra „Vestfirska fréttablaðsins". Hlaut hann þau fyrir eftirrétt nokkurn, sem samanstendur af suðrænum ávöxtum, rifnum gráðaosti og sérríbættri rjóma- ostssósu. „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á matargerð," sagði ólafur, er hann var inntur eftir ástæðum fyrir þátttöku sinni. „Foreldrar mínir hafa báðir unnið í áraraðir við matreiðslu, m.a. á djúpbátnum á Isafirði. Þegar ég var lítill fékk ég oft að fljóta með í ferðum þeirra og fylgdist þá grannt með viðfangsefnum þeirra. Síðan hef ég mikið velt fyrir mér hinum ýmsu uppskriftum og með tímanum fengið dálitla tilfinningu fyrir því hvaða hráefni eiga sam- an," bætti hann við. „Eiginlega má segja að ég sé í eðli mínu sælkeri. Ég er líka með eindæmum nýj- ungagjarn í þessum efnum og hef því gaman af að prófa mig áfram með hinar ýmsu uppskriftir." Að- spurður kvað ólafur fiskinn vera í mestu uppáhaldi hjá sér og þá sér- staklega kolinn. „Kolinn er að mínu mati toppurinn úr fiskarík- inu," upplýsti hann. „Bæði er hann mjög þægilegur viðureignar og Metnaðarfullur matreiðslumaour, Ólafur Guðmundsson. einstaklega bragðgóður — því feitari — því betri. Til að mynda finnst mér skötuselurinn, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum þessa dagana, engan veginn stand- ast samanburð við kolann," bætti hann við. „Ætli það láti ekki nærri, að ég sjái um þriðjung eld- amennskunnar á heimilinu," sagði ólafur „og finnst það bæði gaman og sjálfsagt". Ekki kvaðst hann hafa búist við þessum niðurstöð- um, en kvaðst þó hafa vonast eftir að verða einn þeirra 60, sem fengju viðurkenningarskjal. „Ég hef nefnilega mikinn metnað, sem matreiðslumaður," sagði ólafur Guðmundsson að lokum. Samkvæmt upplýsingum Osk- ars H. Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Osta- og smjörsöl- unnar sf., var tilgangur þessarar uppskriftasamkeppni m.a. sá að kanna áhuga almennings á matar- gerð og fá nýjar og ferskar hug- myndir til notkunar í uppskrifta- bæklinga þá, sem Osta- og smjör- salan gefur út. Aðspurður kvað hann ostinn njóta sívaxandi vin- sælda svo nú væri jafnvel hægt að tala um nokkurs konar „osta- menningu" hér, eins og víða er- lendis. „Við erum að vonum hæst- ánægðir með þá geysigóðu þátt- toku sem fékkst í samkeppni þess- ari og viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu málinu áhuga," sagði Oskar. Tæplega 500 uppskriftir bárust dómnefndinni, en hana skipuðu þau Hilmar B. Jónsson, Gestgjafi, Jóhanna Sveinsdóttir, Matkráka og Dómhildur Sigfúsdóttir, upp- skrifta- og matreiðslusérfræðing- ur Osta- og smjörsölunnar. Ingibjörg Jónsdóttir, sem hlaut 3. verðlaun f samkeppninni. L verdlaun Höfundar: Þórlaug Guðbjörns- dóttir og Ólafur Jónsson. Sælkerabollur (fyrir 6) 400 g ýsuflök 100 g rækjur 1 laukur 1 tsk. salt Vt tsk. pipar 100 g rjómaostur 2 msk. hveiti 1 egg Sósa: 100 g rjómaostur 1 peli rjómi 2-3 dl fisksoð 1 tsk. karrí 1 tsk. sykur 100 g rifinn ostur Ýsuflök, rækjur og laukur hakkað saman. Hinu hrært sam- an við. Rúmlega Vi 1 af vatni er hitaður í potti. Fiskdeigið mótað í bollur (ca. 18 stk.) og soðið í 10 mín. Bollurnar settar í eldfast mót og sósan yfir. Rjómaostur hrærður út með karríi og sykri og þynnt út með soðinu og rjóm- anum. Hellt yfir bollurnar og ostinum stráð yfir. Bakað í ofni i 30 mín. við 200C. Skreytt með agúrkum og grænni papriku. Borið fram með hrísgrjónum eða soðnum kart- öflum. II. verðlaun Höfundur: Ólafur Guðmundsson. Suðrænir ávextir m/rifnum gráðaosti og sérríbættri rjómaostsósu (fyrir 6) 200 g vínber, græn 200 g vínber, blá 'A stk. melóna 4 stk. kiwiávextir 60 g gráðaostur 100 g rjómaostur 5 msk. sérrí, sætt 1—2 dl rjómi. 1. Skerið vínberin í tvennt og hreinsið steinana úr; kúlið ald- inkjötið úr melónunni, t.d. með skammtaskeið; flysjið kiwi- ávextina og skerið í sneiðar. Lát- ið alla ávextina í skál og blandið saman. Ráðlegt er að láta kiwi- ávextina síðast út í svo þeir merjist ekki. 2. Blandið saman rjómaosti og sérríi þannig að úr verði jöfn, þykk sósa. Best er að stappa þetta saman með gaffli og bæta aðeins einni msk. af sérríi saman við í einu. 3. Þeytið rjómann og blandið honum saman við sérrí-rjóma- ostsósuna. Smakkið sósuna, meiri rjómi gefur mildara braeð. III. verðlaun Höfundur: Ingibjörg Jónsdóttir. Frómi (fyrir 4) 50 g smjör 400 g fiskur (gellur, skötuselur eða annar fiskur) legg 2 tsk. salt W tsk. pipar xk bolli hveiti 1 stór laukur 2epli 150 g óðalsostur 1 dl rjómi Fiskinum velt upp úr hveiti, salti og pipar, og síðast úr egg- inu. Steikt á ponnu í 2—3 mín. á hvorri hlið. Látið í eldfast fat. Eplin flysjuð og skorin í báta, steikt í 2—3 mín. og látin yfir fiskinn. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar, steiktur í 2—3 mín. og látinn yfir eplin. Rjóm- anum hellt yfir. Rifinn osturinn látinn efst og síðan bakað í ofni í 30 mín. við 225—250C. Soðin hrísgrjón borin fram með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.