Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 Norðurlandamótið í skák: Réttarstaða lögreglu- manna í lausu lofti Rætt við Einar Bjarnason formann Lögreglufélags Reykjavíkur NIÐURSTAÐA H«starétUr í Skaftamálinu svonefnda, þar sem lögreglu maður var dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og honum dæmd bæði sekt og persónuleg fébóurábyrgð, hefur vakið athygli og umræðu að undanfornu. NiðursUðan vekur vissulega ýmsar spurningar, og þá eink- um hvað snertir ábyrgð lögreglumanna og að vonum hefur niðurstaðan kallað á viðbrögð af þeirra hálfu. Lögreglufélag Reykjavíkur hefur sent frá sér samþykkt, þar sem undrun er lýst á niðurstöðu HæsUrétUr. Þar segir ennfremur að dómurinn eigi eflaust eftir að marka framtíðarstefnu þar sem ríkisvaldið er leyst undan húsbóndaskyldu, en lögreglumenn gerðir ábyrgir og bótaskyldir fyrir óböppum og meiðslum, sem handtek- inn maður kann að verða fyrir. Að leggja slíka ábyrgð á venjulega sUrfsmenn geti orðið til þess að þeir veigri sér við aðgerðum þegar óvíst sé um úrsliL Lögreglumenn hafa einnig sent dómsmálaráðherra bréf þar sem segir meðal annars, að með niðurstöðu HæsUrétUr hafi verið „lögð á herðar lögreglumanna harðari skylda en þeir vissu áður á sér hvila og lögreglumönnum gerð meiri persónuleg ábyrgð sinna mistaka en dæmi þekkjast til áður í opinberu starfi. í eftirfarandi viðtali við Einar Bjarna son, formann Lögreglufélags Reykjavíkur, er fjallað um niðurstöðu HæsUréttardómsins og viðhorf lögreglumanna í þessum efnum. „Lögreglumenn eru almennt óánægðir með þessa niðurstöðu og jafnframt undrandi," sagði Einar er hann var fyrst spurður um viðbrögð lögreglumanna eft- ir að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir. „Hins vegar leyfir maður sér ekki að gagnrýna Hæstarétt sem slíkan, því við vitum að þetta eru okkar færustu lögvís- indamenn og heiðarlegir menn. En þetta er ekki mjög sterkur dómur. Tveir vilja sýkna algjör- lega og undirréttardómari sýkn- aði alfarið. í rauninni eru þvf þrír dómarar sem vilja sýkna og þrír sem vilja sakfella, þannig að mönnunum hefur augljóslega verið vandi á höndum." — Nú hafa lögreglumenn sent frá sér samþykkt, þar sem því er gert skóna að starfshættir lög- reglunnar muni breytast í kjöl- far þessa dóms? „Hverjar afleiðingarnar verða er ekki gott að segja. Við hljót- um alla vega að gera kröfur um aukinn liðsafla vegna þess að við munum verða ragari við að leggja til að handtaka mann og flytja nauðungarflutningum, nema við séum með þaö mikinn liðsafla að óhöpp megi teljast útilokuö. í annan stað er ég hræddur um að þetta geti orðið til að kippa starfsaðferðum lög- reglunnar langt aftur í tímann, sem mun því miður bitna á mannréttindum. Og það yrðu mikil mistök. Þegar ég byrjaði í lögreglunni, fyrir um það bil aldarfjórðungi, var lögð mikil áhersla á þá ábyrgð sem við hefðum gagnvart fólki og ef við hefðum afskipti af ölvuðum manni, þá væri hann á ábyrgð okkar þangað til af hon- um rynni. Þetta leiddi til að inn- setningar voru óþarflega marg- ar. Menn einfaldlega vildu ekki taka á sig ábyrgðina á því að ölvaður maður lenti fyrir bíl eða kveikti í heima hjá sér. Og ein- mitt vegna þessa dóms, er ég hræddur um að mönnum geti hætt aftur til að teygja innsetn- ingarheimildir lengra en heppi- legt er. í sannleika sagt teljum við, að með þessari niðurstöðu Hæsta- réttar sé réttarstaða okkar mjög óljós, og slíkt getur haft óheppi- leg áhrif á störf okkar. Hins veg- ar er alveg ljóst, að það er mjög brýnt, að einhverjar ákveðnar reglur verði settar um ábyrgð lögreglumanna og réttarstöðu." Erum við verktakar? „Með þessum dómi er ríkis- valdið leyst undan húsbónda- skyldu, en við gerðir ábyrgir og bótaskyldir fyrir óhöppum og meiðslum sem handtekinn mað- ur kann að verða fyrir, án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess hvernig viðkomandi hegðar sér. Nú vitum við, að ölvaður maður, sem jafnvel er æstur og reiður getur brugðist hart við án þess að hugsa nokkuð um hvort hann verði sjálfur fyrir meiðslum. Við erum gerðir ábyrgir fyrir meiðslum sem hann kann þannig að valda sjálfum sér. Hins vegar ef við meiðumst, þá er ríkið ekki ábyrgt. Við eig- um að sækja bætur til manna, sem ef til vill eru öreigar. Sem dæmi má nefna að það var sparkað í lögreglumann nú í vet- ur og hann rifbeinsbrotnaði. Ríkið hafnar miskabótum. Með öðrum orðum, við erum bóta- skyldir fyrir gáleysi, en hús- bændurnir, ríkið, hefur engum skyldum að gegna gagnvart okkur. Erum við verktakar eða hvað? Það er von að lögreglu- menn séu nú farnir að spyrja sig þessarar spurningar.“ — En hafa lögreglumenn ekki stundum verið óþarflega harð- hentir, — hversu langt megið þið ganga í svona tilfellum? „Við höfum auðvitað orðið varir við að fólk telur okkur stundum full harðhenta. Undir venjulegum kringumstæðum geta tveir lögreglumenn hand- tekið einn mann, án þess að eiga mikið í hættu. En ef maðurinn hefur misst alla glóru, berst um eins og vitlaus maður, reynir að gefa þér á kjaftinn og sparka í þig og hirðir ekkert um hvort hann verður sjálfur fyrir meiðsl- um, þá getur slík handtaka orðið býsna erfið. Ekki síst þar sem þú ert ábyrgur fyrir því að ekkert komi fyrir. Ég viöurkenni alveg, að i hita slíks leiks, og þá sérstaklega þegar tvísýnt er um lyktir, kem- ur fyrir að við göngum lengra en heppilegt er. Lögreglumenn geta, þegar þannig stendur á, orðið reiðir eða jafnvel hræddir. Þarna koma til mannleg við- brögð og lögreglumenn eru mannlegir eins og aðrir. Það vill stundum gleymast. Við erum ekki vélar, sem hægt er að stilla inn á ákveðna skapgerð eða ákveðna orku. En talandi um ofbeldi, þá finnst mér það líka heyra undir ofbeldi, þótt það sé ekki líkam- legt, þegar einhver maður hefur brotið af sér og er dæmdur eftir Iangan tíma og stungið inn þeg- ar hans hagir eru gjörbreyttir. Þar er um að kenna seinagangi í dómskerfinu. Á þessu hefur að vísu orðið breyting til batnaðar, en þrátt fyrir það eru þessir hlutir hreint ekki í lagi.“ l'áltur fjölmiðla -Ég er ekki viss um að allt fjölmiðlafólk geri sér grein fyrir því gífurlega valdi sem felst í fjölmiðlum og beitingu þeirra i ákveðnum málum. Eg held að þetta fólk geri sér heldur ekki grein fyrir hversu mikið ofbeldi felst í því að nafngreina menn í sakamálum, eða aðdróttunum af ýmsu tagi. Ég vildi heldur fá á kjaftinn en að fá aðdróttanir í fjölmiðlum um að ég væri þjóf- ur. Ég myndi frekar kjósa meiðsli en mannorðssviptingu. Með þessu er ég ekki að segja, að það sé sjálfsagður hlutur að ganga um og berja fólk, en ofbeldi getur komið fram í ýms- um myndum, þótt ekki sé það líkamlegt. Til dæmis að birta nöfn manna sem eru grunaðir, en hafa ekki verið sakfelldir, það er auðvitað ekkert annað en níð- ingsverk. 1 Skaftamálinu gerðist það, að með reginafli sínu fengu fjöl- miðlar almenningsálitið til að dæma lögreglumennina þrjá seka fyrir ofbeldi. Og þegar al- menningisálitið hefur einu sinni fellt sinn dóm og svipt menn mannorðinu getur verið býsna erfitt að fá þeim dómi hnekkt. En það er ef til vill skiljanlegt að fjölmiðlafólk eigi erfitt með að setja sig inn í þær aðstæður sem lögreglumenn þurfa oft að standa frammi fyrir. Mér kemur til dæmis i hug vinnuaðstaða lögreglumanna viða úti á landi, til dæmis við flutning handtek- inna manna. Ég er sjálfur mjög undrandi yfir þeirri fram- kvæmd, bæði þeirri vinnuað- stöðu sem lögreglumönnunum er boðin upp á og eins þeirri hæpnu mannréttindastöðu, sem þeim handteknu er boöið upp á. Það er kannski einn lögreglumaður á staðnum, sem þarf að flytja handtekinn mann um langan veg. Sá handtekni er þá einn aft- ur i bílnum, ef til vill í slæmu ástandi og getur enga björg sér veitt ef eitthvað kemur fyrir. Þessu verður auðvitað að breyta þótt það kosti mikið fé og aukinn liðsafla. En mannréttindi kosta peninga, framhjá þeirri stað- reynd verður ekki litið.“ Hvar eru mörkin? En svo við víkjum aftur að bótaábyrgð lögreglumanna. Nú er mál í gangi sem varðar um- ferðarlagabrot? „Já, þaö er mál í gangi núna, sem við ætlum að verja allt upp i Hæstarétt. Það var tilkynnt um að maður hefði orðið fyrir hjartaáfalli. Lögreglumaður ek- ur á staðinn með rautt ljós, en á leiðinni lendir hann i árekstri og veldur með því bæði tjóni á bil og að maður fer úr axlarliði. Nú krefst saksóknari þess, að þessi lögreglumaður verði sviptur ökuleyfi og sektaður. Við gerum ráð fyrir, að sak- sóknari hafi þarna lögin á bak við sig, og við erum ekki að krefjast þess að annað gangi yfir okkur en aðra borgara. Það er auðvitað sjálfsagt að sekta okkur og svipta ökuleyfi fyrir ógætilegan akstur eins og aðra. Hins vegar teljum við að það sé mjög hæpið í þessu tilfelli. Er hægt að ætlast til þess, þegar um válega atburði er að ræða, að menn séu að flýta sér mikið, ef þeir eiga von á áfellisdómi? Við ökum eins og við getum ef að það er maður í höfninni, svo ég nefni dæmi. Slíkur akstur skapar auðvitað hættu. Spurn- ingin er hins vegar, erum við að skapa eins mikla hættu og þá, sem við erum að reyna að af- stýra og á að dæma okkur fyrir það? Við viljum gjarnan fá skýr- ar línur í þessum efnum.“ Morgunblaðið/Bmillm Einar Bjarnason formaður Lðg- reglufélags Reykavíkur. — Hefur þetta mál kannski haft þau áhrif, að lögreglumenn fara sér nú hægar og eru jafnvel ekkert að flýta sér á vettvang, þótt mikið liggi við? „Nei, það hefur ekki gert það enn sem komið er og ég á ekki von á að þetta mál muni hafa þau áhrif. Ég held að menn hefðu einfaldlega ekki taugar til þess, vitandi kannski af mann- eskju að brenna inni, að slaka á í þessum efnum, jafnvel þó að sektardómur vofði yfir okkur. En hins vegar viljum við fá úr því skorið hver staða okkar er í þessum efnum.“ — Hvar liggja mörkin varð- andi bótaábyrgð lögreglumanna að þínum dómi? „Mér finnst fráleitt að dæma lögreglumenn og láta þá sæta persónulegri fébótaábyrgð fyrir gáleysisverk og eins að sekta þá fyrir tjón sem þeir kunna að valda í aðkallandi útköllum, þar sem jafnvel mannslíf eru í húfi. Menn verða að athuga það, að við höfum engan fjárhagslegan hagnað af því að flýta okkur á staðinn. En ég býst við að lög- reglumenn haldi því áfram eftir sem áður. Það væri raunar fróð- legt að kanna afstöðu almenn- ings i þessum efnum. Hvað vill fólk að við gerum í svona tilfell- um. Við sköpum einhverja hættu með þessum akstri, en spurning- in er, eigum við að hægja á okkur og draga þannig úr mögu- leikanum á að komast í tæka tið á staðinn?" Samtrygging — Nú er þvi stundum haldið fram, að samtrygging sé mikil og víðtæk innan lögreglunnar, hvað viltþú segja um það? „Eg held að hún sé talsverð, en dreg mjög í efa að hún sé meiri en hjá öðrum stéttum. Hvernig er þetta til dæmis hjá ykkur blaðamönnum? Er það aðgengi- legt fyrir borgarana að fylgjast með dómum siðareglunefndar blaöamanna, og er sú leynd ekki ákveðin samtrygging. Hjá okkur lögreglumönnum er samtrygg- ingin vissulega fyrir hendi, en Þó er hún ekki meiri en svo, að það er algengt að við kærum hvern annan, ef við teljum að viðkomandi hafi brotið af sér. Lögreglumenn hafa verið sviptir ökuleyfi fyrir umferðarlagabrot. Sjálfur hef ég fengið sekt fyrir umferðarlagabrot. Við höfum tekið lögreglumenn fyrir ölvun við akstur vitandi það, að þeir verða reknir. Þetta er auðvitað sárt þegar félagar manns eiga i hlut, en þannig er þetta nú. Við höfum líka orðið að hafa afskipti af félögum okkar i heimahúsum og á veitingastöð- um og þeir hafa fengið sömu meðferð og annað fólk. Þetta er kannski meira feimnismál þegar lögreglumenn eiga í hlut en aðrir borgarar. En það er enginn ástæða til að vera að fara i felur með svona nokkuð. Við erum bara venjulegar manneskjur með einhverja kosti og einhverja galla, eins og annað fólk.“ Sv.G. Innbyrðis jafn- tefli hjá Jóhanni og Helga Fri Áslutli Erai Kármsyni frétUriUrn MbL i Gjtrik. JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í 4. umferð, skákin var í jafnvegi allan tímann og varð 14 leikir. Aðrar skákir fóru svo: Öst Hansen — Westerinen '/í—'A, Schússler — Curt Hansen V4—Vi, Vrjola — Wiedenkeller 1—0, Agde- stein — J.Cr. Hansen 1—0. Einnig voru tefldar biðskákir úr 3. umferð og þar vann Yrjola Schússler en Curt Hansen og J.Cr. Hansen gerðu jafntefli. Efstir og jafnir eftir 4 umferðir eru Jóhann Hjartarson og Yrjola með 3V4 vinning. í 3.-4. sæti eru Helgi Ólafsson og Agdestein með 3 vinn- inga. Af öðrum flokkum er það að segja að Áskell Örn Kárason vann sína skák í meistaraflokki sem og Jón Þ. Bergþórsson í opnum flokki. Þessir tveir leiða því sína flokka með fullt hús eftir 2 um- ferðir. Opið hús hjá AFS Skiptinemasamtökin AFS á ís- landi hafa opið hús í Þróttheimum sunnudaginn 21. júlí kl. 20.30. Ársnemar félagsins, sem eru ný- komnir heim, verða í Þróttheim- um svo og erlendir sumarnemar, sem nú dveljast hér á landi. Kaffi verður veitt og eru allir velunnarar AFS velkomnir. (FrétUtllkynning) Samkomur Röng mynd birtist með frétt í blaðinu í gær um kristilegar sam- komur i Háteigskirkju. Hér birtist rétt mynd af Tony Fitzgerald ræðumanni. Samkomur eru á hverju kvöldi kl. 20.30 sú síðasta 22. júlí. Sýningu Sigþrúðar að Ijúka Sýningu Sigþrúðar Pálsdóttur á Café Gesti við Laugaveg lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni eru 13 myndir, gerðar í anda kín- versku taóistanna. Umslag tapaðist Umslag tapaðist sl. mánu- dagsmorgun, á tímabilinu 07.00—08.00, eftir að það hafði verið lagt við inngang Morgun- blaðsins við Tryggvagötu 26, 2.h. í umslaginu sem var merkt blaða- manni á Morgunblaðinu, var Ijós- mynd, tekin fyrir um 20 árum og eiganda sínum afskaplega kær. Finnandi eða aðrir þeir sem veitt gætu upplýsingar eru vin- samlegast beðnir um að snúa sér til Morgunblaðsins, sími 10100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.