Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1985 Við undruðumst oft félagarnir hversu geysilegt þrek Bragi hafði til að sinna jöfnum höndum 10—12 klst. vinnu á dag við fyrir- tækið ásamt búskapnum. En þeg- ar áhugamál og vinna fara saman ásamt rnikilli samheldni innan ' fjölskyldunnar virðist þetta vera hægt. Að vísu var Bragi enginn meðalmaður. Hann var talsvert meira. Hann var þrekmaður mik- ill að burðum og vexti og varð aldrei misdægurt fyrr en hann kenndi sér þess mein fyrir ári síð- an, sem varð banamein hans að- eins fimmtugur að aldri. Bragi hefði heldur aldrei sætt sig við það hlutskipti að dvelja lengi sjúkur maöur án batavona. Nú, þegar kallið er komið, kem- ur margt upp í hugann. Ekki verð- ^ ur Braga á Miðhúsum svo minnst, að ekki sé getið um hina einstöku kímni hans og hnyttnu tilsvör. Engan skaðaði hann með orðum enda orðvar og fordómalaus þegar rætt var um menn og málefni, en menn sátu stundum orðlausir og hugsandi eftir þegar þeir ætluðu að skemmta sér á hans kostnað eða annarra. Áður var minnst á áhugamál Braga. Auk hestamennskunnar, en hann var félagi í Hestamanna- félaginu Geysi, var hann virkur félagi í Rotaryklúbbi Rangæinga og fagfélagi sínu, Meistarafélagi Suðurlands. Þá er ógetið eins af hans stærstu áhugamálum þar ^ sem hann fékk mikla lífsfyllingu, en það voru ferðir inn á afrétt Hvolhreppinga, Emstrur. Þaðan áttu Bragi og Ragnhildur margar af sínum bestu minningum. Auk þess að fara í skemmti- og skoðun- arferðir í Emstrur vann Bragi þar ásamt fleiri áhugamönnum í Hvolhreppi að ýmsum framfara- málum og ber þar hæst smíði brú- ar yfir Innri-Emstruá og síðar smíði sælu- og leitarmannahúss. Það þykist ég vita, að hans verði sárt saknað í Emstruleiðangrum í framtíðinni hvort sem um er að ræða skemmti- og vinnuferðir eða björgun fjár úr djúpum árgiljum. ótalin eru ýmis trúanaðarstörf sem Braga voru falin. Hann tók við hreppstjórastarfi af tengda- föður sínum, Lárusi Ág. Gíslasyni, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auk þess voru hon- um falin ýmis trúnaðar- og nefnd- arstörf af hálfu hreppsfélagsins og búnaðarfélagsins. Bragi var mikill gæfumaður í einkalífi. Að vísu missti hann móður sína ungur eins og áður er getið og það markar ávallt djúp spor í barnssálina. En hann eign- aðist í staðinn góðar fjölskyldur, fyrst sem barn og unglingur og síðan góða eiginkonu en þau voru hvort öðru mikils virði. Hann eignaðist góða tengdaforeldra sem tóku honum opnum örmum á heimilið og ekki hvað síst eignað- ist Bragi fjögur mannvænleg börn og fjögur barnabörn sem voru hans augasteinar, enda hafði hann mikið dálæti á börnum. Þeirra harmur er mestur við missinn. Börn þeirra Braga og Ragnhild- ar eru: Ölöf Lilja, húsmóðir, fædd Síðbúin kveðja: Jakob Jónsson ufirþingvörður Fátækleg kveðjuorð skulu færð á blað, yljuð innilegri þökk fyrir kynnin kær. Hugljúf er sú mynd, er í muna bærist, þegar yfirþing- vörður okkar hefur staðið sína hinztu vakt. Nú hefur þetta síunga hraust- menni, þessi trausti og grandvari þegn, hinn trygglyndi vinur vina sinna, lokið sinu drjúga dagsverki. Einhvern veginn mun allt verða öðruvísi en áður á göngum þings- ins, þó andblærinn lifi með þeim, sem þekktu Jakob og fengu notið fágætlega góðra starfa hans. Hversu örstutt en þó umliðið frá því hann gerði þar að gamni sínu, * gaf út sín Ijósu og glöggu fyrir- mæli, hafði á öllu ærna gát og leysti vandamálin vel og fljótt sem ætíð áður. Engan óraði þá fyrir því, að svo skammt væri eftir ævi hans, því enginn sá þess stað, að illur gestur hefði þegar gert strandhögg svo alvarlegt, að engu var eirt. Hugsunin skörp, viðbrögðin snör, stjórnunin örugg sem áður, og list hans að gleðja mann með góðri sögu eða yndislegri eftir- hermu söm við sig. Gott er að geta staðið svo sína „pligt“ til hins síð- asta, og gera það með slíkri rögg- semi og reisn. Jakob fékk í vöggugjöf góða eig- » inleika, andlegt og líkamlegt at- gjörvi hans fór ekki framhjá nein- um. Fumlaust var að hverju verki gengið, góðlátleg glettni glitraði í tilsvörum hans og athugasemdum, honum varð ekki orðs vant og oft sagði ég honum, að betur mundi hann sóma sér í ræðustóli Alþing- is en margur okkar sem þar mæl- ir. Hverri gamansögu hans fylgdi hlýlegur eftirmáli, því illmælgi var honum víðs fjarri, öllu þvi góða haldið til haga, án þess að í nokkru kæmi niður á kímni sög- -54 unnar. Þannig var Jakob, heil- steyptur og hreinlyndur, sam- vizkusemin honum í blóð borin og aldrei hætt við hálfunnið verk. Að vinna vel og vinna hratt, leggja sig í ham í stóru og smáu voru þau „mottó", sem ávallt var unnið eftir. Einlægni vináttunnar met ég þó ■* *- mest alls. Hana fann maður jafnt í hlýju og styrku handtakinu, sem í ylhýru brosinu, sem honum var svo eiginlegt. Þar munu margir sakna vinar í stað, sendlarnir ungu sem lærðu margt undir handarjaðri hans, sem og þingmennirnir, er nutu að- stoðar hans í öllum greinum, að ógleymdum öllum öðrum, sem hann átti við hin margvíslegustu samskipti. Hann átti ríka réttlæt- iskennd, fór aldrei í manngreinar- álit, maður alvöru er við átti, og gleðin og gamanið áttu sín ríku ítök. Horfinn er af sviði óvenju vel gerður og góður þegn, sem ævi- langt gerði skyldu sína og ívið bet- ur. Ég kveð Jakob yfirþingvörð klökkum og þakklátum hug. Sú mynd er mér hugumkær er ég á og mun eiga af þeim manni, er flest- um betur átti skilið nafngiftina fornu: „drengur góður“. Hann geymdi æskunnar eld innra með sér ævilangt, varðveitti barnið í sjálfum sér, miðlaði öðr- um ríkulega af auðlegð síns stóra hjarta, sem nú er hætt að slá. En hann lét okkur eftir auðlegð margra minningamynda, sem ég geymi í þakklæti og birtu þeirrar fullvissu, að andi hans lifi áfram með okkur. Blessuð sé sú minningamynd. Eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum eru sendar einlægar samúðarkveðjur. 26. nóvember 1957, gift Sigfúsi Öfjörð. Þau eiga tvö börn og búa á Selfossi. Lárus Ágúst, sagnfræð- ingur og nemi í húsasmíði, fæddur 24. september 1959, sambýliskona hans er Elísabet Coehran og eiga þau heimili í Reykjavík. Bryndís Bára, húsmóðir, fædd 28. október 1961, sambýlismaður hennar er Guðjón Jónsson, eiga þau tvö börn og búa á Miðhúsum. Yngst er Sæ- rún Steinunn, verslunarstúlka, fædd 18. janúar 1963, trúlofuð Guðjóni Steinarssyni og búa þau á Miðhúsum. f veikindum föður síns tók Lár- us við hlutverki hans í Ás hf. Það var Braga mikill styrkur og hugg- un þegar Lárus, sem nýlokið hafði löngu háskólamámi, hóf nám í húsasmíði þegar veikindin bar að garði í fyrra. Lárus hefur alla tíð frá unga aldri unnið við smíðar á sumrin hjá föður sínum og síðar hjá Ás hf. og kann hann því tökin á faginu. Það er því gott til þess að vita fyrir okkur, hina eftirlifandi í fyrirtækinu, að Bragi er ekki með öllu horfinn frá okkur með Lárus sem fulltrúa sinn og einn af full- mektugum í áhöfninni. Mig skortir þekkingu til að fara nánar út í ævistörf Braga Run- ólfssonar, enda reikna ég með, að hann sé mér lítið þakklátur fyrir að skrifa eftirmæli um sig látinn jafn hógvær og lítillátur sem hann var um sína hagi. Eitt veit ég þó með vissu, að umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni og velferð hennar sat í fyrirrúmi. En nú blasir það við okkur öllum, að jarðnesku lífi Braga Runólfssonar á Miðhúsum er lokið eftir aðeins 51 ár. Annað líf tekur við, sjálfsagt göfugra. Víst er um það, að vanti smiði þar verður þeim ekki í kot vísað með Braga nálægan. Fyrir hönd okkar félaganna í Byggingafélaginu Ás hf. og fjöl- skyldna okkar vil ég þakka Braga Runólfssyni samfylgdina. Við kveðjum traustan og góðan vin okkar í bili. Mikill og sár harmur er kveðinn að aðstandendum Braga Runólfs- sonar. Þeim vottum við í Bygg- ingafélaginu Ás hf. dýpstu samúð- ar og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Þeirra mikla huggun er sú vissa um að nú líður Braga vel. Guð blessi minningu hans. Aðalbjörn Kjartansson Djúpivogur: Söfnuðu til hjálparstarfsins DjápaToxi. Á DÖGUNUM tóku nokkur börn hér á Djúpavogi sig til og héldu hlutaveltu i hverfinu sínu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Þau söfnuðu 1230 krónum, sem lagðar voru inn á póstgíróreikning. Börnin eru Margrét lvarsdóttir, Helga Emilsdóttir, Auður Eysteins- dóttir og Guðjón Bergur Jakobsson. — Ingimar Þórshöfn Söfnuðu til kirkjubyggingar Þessar ungu stúlkur, Karen Konráðsdóttir, Aðalheiður Níelsdóttir og Rakel Sölvadóttir tóku sig til fyrir nokkru og héldu hlutaveltu til ágóða fyrir kirkjubyggingu á Þórshöfn og söfnuðust um tvö þúsund krónur. Mjór er mikils vísir og segja þær stöllur að þetta sé aðeins byrjunin á frekari söfnun. Áhugi er að vakna fyrir byggingu kirkju á Þórshöfn og hefur henni verið valinn staður í skipulaginu. LOFTORKA sýnir einingahús í Grafarvogi, Funafold 1, laugardag og sunnudag 20. — 21. júlí kl. 1—7 einnig 27. — 28. júlí. Húsiö er sýnt málað og meö innréttingum. Viöarklæöningar og fulningahuröir frá Innrétt- ingamiöstööinni Ármúla 17a. Innréttingar, gluggakistur og skápar frá Tré- smiöju Þorsteins og Árna, Selfossi. Komiö og kynniö ykkur kosti na?ir •RKA LOFT ORKUHÚSANN A Skipholti 35, s. 84090, 83522. Engjaási 1, Borgarnesi, s. 93-7113. Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.