Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1985 Afmæliskveðja: Gunnar Jóhannes- son fv. póstfulltrúi 1 dag verður áttræður Gunnar Jóhanneson fyrrverandi póst- fulltrúi. Hann er fæddur í Undir- túni í Helgafellssveit á Snæfells- nesi 20. júlí 1905. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson og Guð- björg Jónsdóttir sem þar bjuggu. Hann er búfræðingur að mennt frá Búnaðarskólanum á Hvann- eyri. Hann hóf starf á Póststofunni í Reykjavík í ágúst 1937. Árið 1942 hóf hann starf á Tollpóststofunni í Reykjavík og starfaði þar til 1945, að hann hóf starf í blaðadeild og síðar í bréfadeild Póststofunnar. Þar vann hann þangað til hann lét af störfum vegna aldurs 30. ágúst 1974. Gunnar lét alla tíð félagsmál mikið til sín taka og var kosinn í stjórn Póstmannafélags íslands 1941. Þá var hann um 16 ára skeið formaður skemmtinefndar félags- ins, formaður byggingarfélags póstmanna um langt árabil og í stjórn orlofsheimilis BSRB allan þann tíma sem uppbyggingin stóð yfir á sumarbúðum BSRB í Mun- aðarnesi. Skákíþróttin er áhugamál Gunnars, hann efldi á allan hátt áhuga póstmanna fyrir þessari merku íþrótt og stóð fyrir mörg- um skákmótum á vegum Póst- mannafélagsins meðan hann starfaði sem póstmaður. Þau ár sem hann starfaði sem bréfberi, og einnig eftir það, vann hann ötullega að bættum kjörum þeirra, það var fyrst og fremst verk Gunnars að vinnuskylda bréfbera á sunnudögum var af- numin á sínum tíma. Á þeim árum sem Gunnar starf- aði sem bréfberi birtist eftir hann grein í Póstmannaþlaðinu, þar stóð meðal annars um kjör bréf- bera á þeim árum: „Engir hvíldar- dagar, og urðu bréfberar sjálfir að greiða aðstoð í veikindaforföllum. Krafa okkar hlýtur að beinast að því einu að okkur verði eftirlátinn einn hvíldardagur í viku hverri. Það er meira en réttlætiskrafa frá okkar hendi, það er mannúðar- skylda gagnvart heimilum okkar og þeim einstaklingum, sem við höfum fyrir að sjá.“ Á þeim árum sem Gunnar starf- aði í bréfadeild Póststofunnar þurftu starfsmenn fyrst og fremst að vita nöfn á sýslum og hreppum, einnig kaupstöðum og síðast en ekki síst þurftu þeir helst að muna öll bæjarnöfn á landinu og vera dálítið inni í ættfræði, því sömu ættirnar voru tengdar við marga bæi mann fram af manni. Við komu póstnúmera og einnig við fækkun póstafgreiðslustaða úti á landi hefur þetta breyst mikið til hægðarauka fyrir starfsmenn póstsins. Gunnar er með afbrigðum hjálpsamur maður. Það væri langt mál að telja upp alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem hann hefur veitt vinnufélögum sínum í gegnum ár- in og er ég sem þessar línur rita einn af þeim mörgu. Hann var einn af stofnendum kirkjukórs Hallgrímskirkju og söng hann í kórnum hátt á fjórða áratug. Hann vann þar mikið og gott félagsstarf og eiga kórfélagar hans frá þeim árum góðar endur- minningar um hann. Gunnar var gerður heiðursfélagi kórsins. Gunnar er gæfumaður í einka- lífi sínu. Kona hans er Málfríður Gísladóttir, mikilhæf myndar- kona, eins og heimili þeirra hefur alla tíð borið vitni um. Á síðast- liðnu ári áttu þau hjónin gullbrúð- kaupsafmæli. Börn þeirra Gunn- ars og Málfríðar eru sjö, allt mesta myndar- og ágætisfólk. Við hjónin þökkum Gunnari og hans ágætu konu órofa vináttu i áratug. Gunnar og Málfríður dveljast um þessar mundir í sumarleyfi í Grikklandi. Reynir Ármannsson Ný verslun í Varmahlíð Vannahlló 19. júlí. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var opnuð ný verslun hérna í Varmahlíð. Er hún til húsa í Lundi, sama hús- næði og Sigurpáll Árnason rak um margra ára skeið verslun sína. Það er nýstofnað hlutafélag, sem stendur að þessum verslunarrekstri og höf- uðmarkmiðið er að hafa jafnan á boðstólum venjulegar neysluvörur á sem allra hagstæðustu verði. Auglýs- ir verslunin undir kjörorðunum: „Litla búðin með lága verðið." Að sögn verslunarstjórans, Ólafs Sveinssonar, hefur stofnun þessa fyrirtækis mælst mjög vel fyrir í ná- grenninu og viðskiptavinir verið hæstánægðir með vöruverðið. Þá var stofnað hér í vor fyrir- tækið Hestasport, sem er hesta- leiga fyrir ferðamenn sem skreppa vilja á hestbak. Boðið er upp á lengri og styttri ferðir. Aðsókn fer vaxandi að sögn aðstandenda fyrirtækisins, enda ferðamanna- straumur nú að nálgast hámark. Að undanförnu hafa staðið yfir vegaframkvæmdir hér við Varma- hlíð og verður innan tíðar lagt bundið slitlag á þjóðveginn hér í gegnum hverfið. Einnig er í undir- búningi lagning bundins slitlags á vegarkaflann frá Glaumbæ að Stóru-Gröf. Þegar því er lokið verður komið bundið slitlag á all- an veginn milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Verður að telja það til meiriháttar vegabóta, því um- verð um þennan vegarkafla er mjög mikil. Hafnar eru framkvæmdir við uppbyggingu á veginum yfir Vatnsskarð og byrjað hjá Arn- arstapa. Þessar framkvæmdir eru kostnaðarsamar og munu taka nokkur ár. Að undanförnu hefur veðurfar verið nokkuð hryssingslegt hér í framanverðum Skagafirði, svo sem annars staðar á Norðurlandi og hefur heyskapur gengið hægt hjá bændum. P.D. SÚPER-DISKÓTEK Laugardaginn 20. júlí fögnum viö endurreisn og endurkomu diskósins á öllum vinsældalistum. Nú dustum við rykiö af gamla diskódressinu og vindum okkur í VHLTA. Miöaverð kr. 300 - Opiö kl. 22-03 Aldur fædd '69 Skemmtanastjórar. mm tfMijí viiUé * *. ★ * *.v+ ★ ♦ Opiö í kvöld kl. 22—03 Halli sér um diskótekið Fálkinn kynnir nýja plötu Mannakorns: I Ijufum leik Litmyndir af ýmsum stjömum á stóra tjaldinu. Það verður eitthvað spennandi á vídeóinu á kránni m.a. Duran Duran o.fl. Besta dansgólt noróan Alpafjalla Snyrtíl. klæðnaður j Aldurstakm. 20 ar á m m Æ. Æ Miðaverð 150 kr. Veriö velkomin % ____ . Smiöjuvegi 1,i rara CC 46500 )f * 10 k Kopavogi m fógtnt] írl s Áskrifumíminn er 83033 Eldhúskrókurinn Veðrið hefur ekki verið alveg eins og til er ætlazt í júlímánuði og því lítið unnt að stunda útiveru og sjaldan tækifæri til að nota útigrillið. En þá er bara upplagt að snúa sér að eldhúsinu og mat- reiða létt góðgæti handa fjölskyldunni eða bjóða kunningjunum upp á lystuga smárétti. Reynið til dæmis eitthvað af þessu. Fylltar paprikur Uppskriftin er fyrir fjóra: 3—4 meðalstórar, grænar papr- ikur 250 g nýir sveppir 1 matsk. smjör eða olía xk sítróna — salt og pipar 2—3 bollar laussoðin hrísgrjón 1 egg, 1 matsk. rasp Um það bil 1 bolli rifinn ostur 1—2 dl tómatkraftur (purée). Þvoið paprikuna, skerið í tvennt, og fjarlægið kjarnann og fræin. Sjóðið helmingana í 5 mínútur í léttsöltuðu vatni og látið svo renna af þeim. Hreinsið sveppina, skerið í skífur og snöggsteikið í smjörinu eða olíunni. Takið pottinn af plötunni og bætið út I sítrónusafa (úr Ví> sítrónu), hrísgrjónum, eggi og raspi, og hrærið öllu vel saman. Bragð- bætið með salti og pipar. Fyllið paprikuhelmingana með þessu, jafnið rifna ostinum yfir. Þynnið tómatkraftinn með 1 dl af kjötsoði (1 teningur uppleystur), og hellið í eldfast fat, látið síðan paprikuhelm- ingana þar út í. Sett í 200 gráðu heitan ofn (í miðju) í um 10—15 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Borið fram beint úr ofninum. Mjög gott er að hafa heilhveiti- brauðsneiðar, sem rifnum osti hefur verið stráð á, og látnar eru bakast með í ofninum við hliðina á fatinu, síðan borið fram eins og myndin sýnir. Allir kunna að sjóða spaghetti og mörgum finnst það mjög gott. En það fer mikið eftir þvi hvaða sósa er boðin með, og nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift að sósu, sem gerir spaghetti að algjöru lostæti. Gráöosts sósa Bræðið um 50 g af gráðosti yfir vægum hita með smá smjörklípu út í. Þynnið með rjóma og gjarn- an 2—3 matsk. af þeyttum rjóma þar til sósan er hæfilega þykk. Látið hana hitna vel í gegn og bragðbætið með örlitlu salti og nýmöluðum pipar. Það er svo enginn vandi að stækka þessa uppskrift eftir þörfum. Og einn girnilegur „grænn diskur“ Raðið nýjum salatblöðum á disk ásamt 2—3 matsk. af stórum rækjum, nokkrum sneiðum af reyktri síld og 'k avókadóávexti, fyllt- um með sýrðum rjóma, sem hefur verið bragðbættur með papriku- dufti og chili-sósu. Kreistið sítrónusafa yfir rækj- urnar, skreytið með kavíar og þunnum sneiðum af rauðri eða grænni papriku. Klippið svo graslauk og setjið hann í eitt hornið. Borið fram með smjöri og grófu brauði. Og að Jokum fljótlegur ábætir 1—3 stórir bollar af hrísgrjóna- graut (köldum). 1 peli þeyttur rjómi hrærður út í. Sett í ábætis- eða vínglös til skiptis með góðri sultu eins og myndirnar sýna. Borið fram vel kalt, skreytt með koktailberi. Verði ykkur að góðu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.