Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 tíefc/nAttn litla sem segir svo mikið TM R«g U.S. Pat. Off. —all rights restrved ®1985 Los Angeles Times Syndicate Má ég biðja um tvo kassa af stálnöglum, ég Ktla að útbúa nýja rúmdýnu. Anægjuleg Vestmanna- eyjaferð Jóhanna Björnsdóttir skrifar: í sl. mánuði kom ég til Vest- mannaeyja og átti þar stutta en ánægjulega dvöl. Náttúrugripasafnið var skoðað, gengið á fellin tvö, farið í Herj- ólfsdal og Stórhöfða o.fl. o.fl. En hápunktur ferðarinnar var sigling umhverfis Eyjarnar á bátnum „Bravo“ sem stjórnað var af Hjálmari Guðnasyni. Inni í Klettshelli spilaði hann fyrir okkur tvö lög og bergmálið tók undir. Hann fór með okkur í þrjá hella í viðbót og sagði okkur margt fróðlegt og skemmtilegt bæði á íslenzku og ensku, en einn Englendingur var með okkur. Mig langar að koma hér á fram- færi þakklæti okkar ferðafélag- anna til Hjálmars fyrir þennan ógleymanlega dag, ennfremur til konunnar sem ég hitti á gisti- staðnum Skútanum og kom mér í samband við hann. „Varasjóður“ í heilabúi kvenna? [314 W»ndídatar brautskráðir frá HÍ: |„Þjóðin á mik- jinn varasjóð í Iheilabúi kvenna‘( — sagði Cuðmundur Magnusson rektorj Hreiðar Sigtryggsson skrifar: Við brautskráningu kandidata frá Háskóla íslands 29. júní sl. sagði Guðmundur Magnússon há- skólarektor m.a.: „Þjóðin á mikinn varasjóð í heilabúi kvenna." (Mbl. 5. júlí 1985). Hvað á háskólarektor við? Eru þær 140 konur af (314 kandidötum) sem brautskráðust frá háskólanum nú í vor einungis varasjóður? Var einhver að tala um jafn- rétti? Svör óskast! Kjarnfóðurgjaldið hækkar útgjöld heimila Athugull skrifar: Ágæti Velvakandi: í nýrri skoðanakönnun Hag- vangs, sem birtist í Mbl. 17. júlí sl., er sagt frá fylgi flokkanna. Kemur þar fram að Framsóknar- flokkurinn hefur enn tapað frá síðustu skoðanakönnun. Fylgi Framsóknarflokksins er nú aðeins lítill hluti miðað við fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Mörgum þykir því merkilegt hvernig Fram- sóknarmenn hamast í ríkisstjórn- inni. Þeir þykjast eiga rétt á að ráða þar til jafns við Sjálfstæðis- flokkinnn sbr. kjarnfóðurgjaldið sem nýlega hefur verið lagt á. Landbúnaðarráðherra hefur beitt bolabrögðum í ríkisstjórn- inni og ber máliö ekki undir hana. Vísast í þessu sambandi til leiðara Mbl. 17. júlí sl. Því verður ekki trúað að Sjálfstæðisflokkurinn láti þessa hækkun viðgangast, sem kemur til með að hækka útgjöld heimilanna stórlega, því hér er um að ræða þýðingarmikla fæðuteg- und. Vonandi gera Sjálfstæðis- menn sér ljósan styrk sinn og koma í veg fyrir þessa hækkun á nauðsynjavöru. Örugglega fá þeir umbun fyrir. Hættið að rífast Klsa skrifar: Það er alltaf veri að rífast um hver sé besta hljómsveitin og að þessi og hin eigi að koma á Lista- hátíð fremur en aðrar. Samt er alltaf verið að segja ykkur að það sé ekki hægt, einhverra hluta vegna. Það er t.d. margoft búið að segja að hljómsveitin Duran Dur- an sé löngu búin að ákveða ferðir sínar í sumar en samt er alltaf verið að biðja um það sama hér á síðum dagblaðanna. Síðan vil ég enda þetta stutta bréfkorn á því að minna á að hver maður hefur sinn eigin tónlistarsmekk. Af hverju ekki Wham? Tveir Wham!-aðdáendur skrifa: Við viljum fá Wham!-þætti í sjónvarpið nú þegar búið er að sýna tvo Duran Duran þætti. Við erum alveg vissar að fleiri eru sammála okkur og við hvetjum fleiri til að skrifa svo þetta verði tekið til greina. Okkur finnst of mikið dekrað við Duran Duran að- dáendur. í lokin viljum við biðja um að okkur sé líka gert til hæfis við þá sem dýrka Duran Duran. Umhverfismynd Gunnar Sverrisson, Þórsgötu 27, Rvík skrifar: Mikil er orkan í gróðrinum hér, því moldin er frjósöm við röðulshrif, gangleri sérhver í mikilli tign, sérhver svo nemur við urtabeð. Mikil er orkan í gróðrinum hér, duleindir lífsins í blaðgrænu her, svellur þar fjörið í sérhverjum stilk, hér öreindir skapa sér fallega mynd. Mikil er orkan í gróðrinum hér, sér dulálfar leika i brumknappa leik, eða á blöðum á sérhverri þöll, fegurðin göfgar hvern ganglera þegn. Mikil er orkan í gróðrinum hér, lífið og frjómögn í þögulli ró, hér gefur því gildi við Þórsgötuna, í sumarsins blíðu um ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.