Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 20. JÍJLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Snarpur jarðskjálfta- kippur í Borgarfirði: AP/Símamynd Aston Villa í Henson LEIKMENN enska knattspyrniifélagsins Aston Villa klæddust í gær í fyrsta skipti nýju Henson-búningana sem þeir munu leika í á keppnis- tímabilinu sem nú er að befjast. Það voru áhangendur liðsins sem voru látnir velja nýja búninginn. Tuttugu treyjur voru til sýnis á leikvangi félagsins og þeir sem keyptu ársmiða á völlinn tóku þátt í valinu. Fyrst voru valdar tíu mismunandi treyjur og þar af voru sjö frá Henson. Síðan varð búningur frá fyrirtæk- inu fyrir valinu eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir skömmu. Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Henson Sportfatnað- ar, var í Birmingham í gær er leikmenn Villa reyndu nýju búningana. Frá vinstri eru: enski landsliðsmaðurinn Gary Shaw í varabúningi félagsins, enski landsliðsmaðurinn Nigel Spink í markmannsbúningnum, Andy Gray, skoski landsliðsmaðurinn sem lék hér á landi í haust, í aðalbúningi félagsins, og Halldór Einarsson. Morgunblaðid/Helgi Bjarnason Bæir á Snæfjallaströnd, þar sem Jens í Kaldalóni býr. Skaflinn í hlíðinni fyrir ofan bæinn er frá í fyrravetur. Hann náði ekki að bráðna í fyrrasum- ar vegna kuldanna. Vetrarveður vfða um land: Hey fuku á Vesturlandi — slydda og snjókoma til fjalla „HÉR er norðanbál, alveg eins og um hávetur," sagði Jens í Kalda- lóni, fréttaritari Morgunblaðsins á Snæfjallaströnd, og eiga orð hans vel við um þá veðráttu, sem ríkti víða um land í gær. Sem dæmi nefndi Jens, að Fagranesið komst ekki á ströndina og mun það vera í fyrsta skipti í þau 13 ár, sem skipið hefur siglt um Djúpið að sumar- lagi, að ferð fellur niður vegna veð- urs. Mikið hvassviðri gekk yfir Vest- urland í gær og bárust fregnir af heyskaða svo sem á Snæfellsnesi og Laugarvatni. Bíll fauk af vegi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á (>rímsstöðum á Fjöllum snjóaði fram undir hádegi og víða á há- lendinu var slydda og snjókoma. Breiðdalsheiði var ófær vegna snjóa. Gert er ráð fyrir áframhald- andi norðanátt á landinu i dag, en búist við að vindur gangi eitthvað niður í kvöld og á morgun. Sjá nánar blaðsíðu 4. Hús skulfu og myndir skekktust á veggjum „ÞL'I'l A var mjög snarpur kippur, hús- in skulfu og myndir skekktust á veggj- um,“ sagði Ingibjörg Andrésdóttir, símstöðvarstjóri í Síðumúla í Borgar- firði, er Morgunblaðið spurðist fyrir um jarðskjálftakipp, sem fannst í Borgarfirði um klukkan 17.25 í gær- dag. Ingibjörg sagði að kippurinn hefði fundist um alla Hvítársfðu, allt að Kalmarstungu og reyndar víðar í Borgarfirði. Skjáiftinn hefði verið mun sterkari en í jarðskjálftahrin- unni í Borgarfirði í lok júnf, en hins vegar hefði hann verið mjög stuttur að þessu sinni. Að sögn Páls Halldórssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstof- unni, mældist kippurinn rúmlega 4,3 stig á Richter-kvarða. Páll sagði að skjálftarnir í lok síðasta mánaðar hefðu verið staðsettir við Geitlands- jökul, í vestanverðum Langjökli, og margt benti til að þessi skjálfti hafi átt upptök sín á svipuðum slóðum. Einar sigraði EINAR Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á Grand Prix-móti al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins á ('rystal Palace-leikvanginum í Lund- únum í gærkvöldi. Einar kastaði lengst 89,06 metra. Annar varð Eng- lendingurinn David Ottley, kastaði 88,90 metra. Sjá nánar bls. 45. Birgðir áls 7—8 þús. tonn FYRIRSJÁANLEGA verður tap á rekstri álversins í Straumsvík í ár. Álverð er nú í lágmarki eða í um 1.100 dollurum tonnið eða 750 sterl- ingspundum, en mikið flökt hefur verið á dollaranum, eins og komið hefur fram í fréttum. Álverð þyrfti að hækka í 16—1700 dollara til að yel væri, að sögn Jakobs Möller hjá ÍSAL, en allar spár standa til þess að það fari hækkandi og verði komið yfir 2 þúsund dollara innan fjögurra ára. Að sögn Jakobs hefur hækkun verið spáð frá því í fyrrasumar, en hún ekki ennþá komið fram. Framleiðsla álversins var minnk- uð í fyrrahaust um 12%, er fram- leiðsla í 40 kerjum af 320 var stöðvuð. Þrátt fyrir það eru birgð- ir áls talsverðar eða um 7—8 þús- und tonn, sem er í efri kantinum, en eðlilegt má teljast að þær séu 4—5000 tonn. Þó er þess að geta að sölutregða er ávallt einhver yfir hásumarið, þegar fyrirtæki loka vegna sumarleyfa. Könnun Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis: Helmingur fjölskyldna notar greiðslukortin Afborgunarkaup algengasti greiðslumáti á dýrum vörum AFBORGANAKAUP er algengasti greiðslumáti íslendinga, þeg- ar um er að ræða kaup á dýrum vörum, svo sem húsgögnum, heimilistækjum, sjónvörpum, myndbandstækjum og hljómtækj- um. Ástæðan er fyrst og fremst bágur efnahagur. Flestir segja að erfítt sé að eignast þessa hluti væri krafíst staðgreiðslu á þeim. nágrennis stóð fyrir í lok maí og náði til 660 manns. Könnun þessi var gerð til að afla upplýsinga um umfang og eðli afborganakaupa ef Þetta kemur í ljós í niðurstöð- um á könnun um afborgunarkaup og greiðslukortanotkun, sem Neytendafélag Reykjavíkur og vera kynni að niðurstöður hennar mættu verða til að knýja á um setningu laga um þessi efni og al- mennt um lausafjárkaup. í könnuninni kemur fram að verðmæti þess sem keypt er ligg- ur í langflestum tilvikum á bilinu kr. 11.000,00 til 41.000,00. Greiðsluformið er í 76% tilvika skuldabréf og í meira en helmingi tilvika í sex mánuði með jöfnum afborgunum. 1 fréttatilkynningu frá Neyt- endafélagi Reykjavíkur og ná- grennis segir m.a.: „Að mati fyrirspyrjenda kom mjög skýrt fram, að þeir sem hafa nýtt sér afborgunarkjör nota einnig greiðslukort I viðskiptum. Þetta er nokkuð athyglisverður þáttur í könnuninni þrátt fyrir að ekki hafi verið spurt sérstakiega um hann. Sé réttlætanlegt að álykta sem svo að könnunin sýni að versnandi efnahagur heimila á síðustu árum hafi ekki dregið úr kaupum á dýrari heimilisvörum, þá styrkja áðuinefnd tengsl milli afborgunarviðskipta og greiðslu- kortanotkunar þá skoðun að landsmenn lifi um efni fram og freisti þess að velta skuldunum á undan sér. Greiðslukortanotkun hefur greinilega fest sig í sessi hér á landi á þeim stutta tíma sem lið- inn er frá því að fyrst var boðið upp á þessa þjónustu. Alls er það helmingur fjölskyldna á höfuð- borgarsvæðinu sem notar greiðslukort að meira eða minna leyti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.