Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21..JÚLÍ 1985 5 Hvalveiðum í atvinnuskyni lýkur frá og með árinu 1988 Boumemouth, 20. júlf. Frá Ómari Valdimiraayni blnðamnni Morftunblaðsina ALLT bendir nú til að hvalveiðum í atvinnuskyni Ijúki frá og með árinu 1988. Að Norðmönnum einum undanskildum hafa öll aðildar- ríki Alþjóðahvalveiðiráðsins ákveðið að hætta hvalveiðum sínum ýmist um næstu áramót eða tveimur árum síðar ef frá eru taldar eskimóar í Alaska og á Grænlandi sem enn um sinn munu veiða hvali sér til viðurværis samkvæmt ákvörðun 37. ársfundar Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem lauk hér í gærkvöld. Útlit er fyrir að hvalveiðum Norðmanna hafi verið greitt rot- högg hér í gær þegar ráðið sam- þykkti með 25 atkvæðum gegn at- kvæði íslendinga og 10 hjásetum að friða hrefnustofninn í Norð- austur-Atlantshafi. Norðmönnum mistókst á síðustu stundu að fá ákvörðun ráðsins þar að lútandi frestað um eitt ár á meðan stofn- inn yrði rannsakaður frekar sam- kvæmt þvi sem fram kom á loka- fundi ráðsins í gær. Formlega séð gætu Norðmenn sem hafa mótmælt hvalveiðibann- inu frá næstu áramótum haldið hvalveiðum sínum áfram en hér var almennt talið í gær að það yrði varla nema í eitt eða tvö ár enn, því Norðmenn hafa jafnan sagst ætla að hlýta ráðleggingum vís- indanefndar ráðsins sem telur að hrefnustofninn í Norðaustur- Atlantshafi sé ekki nema um 30% af upphaflegri stærð. Ráðið friðar stofna sem það telur vera orðna minni en 54% af upphaflegri stærð. Rússar, Japanir og Kóreumenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um friðun hrefnustofnsins — ís- lendingar greiddu atkvæði gegn tillögunni en Norðmenn neituðu alfarið að greiða atkvæði þar sem breytingartillaga þeirra var ekki tekin til greina áður en kom til atkvæðagreiðslunnar. Ráðið féllst á, eftir miklar um- ræður og deilur, að leyfa að veidd- ir yrðu til viðurværis í ár 179 grá- hvalir í austanverðu Kyrrahafi, 130 hrefnur við vesturströnd Grænlands, 10 langreyðar vit Vestur-Grænland og 26 sléttbaka í Beringshafi. Með næstu hvalveiðivertíf verða hrefnur friðaðar í norðan verðu Kyrrahafi, Japanshafi /Gulahafinu og austanverði Kínahafi, í Norður-Atlantshafi við Vestur-Grænland og í Norð austur-Atlantshafi. Þá verði langreyðar einnig friðaðar vi< Vestur-Grænland frá og með ver tiðarlokum 1986. ( Halldór Ásgrímsson sjávarút vegsráðherra sagði að friðui hrefnustofnsins við Noreg mynd ekki hafa áhrif á hrefnuveiðar ís lendinga í rannsóknarskyni. Hvalveiðiráðið ákvað að setja . fót vinnuhóp sem ætlað er a fylgjast með rannsóknaveiðum ís lendinga, og er hópnum falið a skila áliti til næsta funda Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hald inn verður í Malmö í Svíþjóð a< ári. Þjófurinn fannst í fataskápnum GRUNSEMDIR vöknuðu hjá ör- yggisverði Securitas þegar hann sá að gluggi á veitingastað í miðbænum var opinn og hóf því leit að hugsanlegum þjófi. Eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum fann vörðurinn þjóf þar sem hann hnipraði sig saman í fata- skáp. Öryggisvörðurinn kallaði þegar á lögreglu og var þjófurinn handtekinn. í fórum þjófsins fannst skiptimynt, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Tveir nýir lög- reglufulltrúar við RLR NÝLEGA voru tveir lögreglu- fulltrúar skipaðir við embætti Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þeir eru Guðmundur Guðjónsson og Jón M. Gunnarsson. hinna háu flutningsgjalda. Og þar sé Rainbow Navigation Inc. lifandi komið. Afskipti yfirvalda hættuleg „Umtalaðar breytingar á bandarískum lögum til að fyrir- byggja sérréttindi Rainbow Navigation Inc. eru út í hött, því siglingar þessarar útgerðar eru hluti af mun stærra dæmi,“ segir greinarhöfundur og bendir á að „Rainbow Hope“ annist ekki nema um 15% allra flutninga milli landanna og ennfremur, að fast að helmingur skipa íslensku útgerðarinnar í þessum sigling- um sé mannaður útlendingum og sigli undir erlendum fánum. Og höfundur varar við hætt- unni sem gæti hlotist af afskipt- um íslenskra yfirvalda: „íslendingar, umfram allar aðrar þjóðir, njóta þess að sitja allt að því einir að sínum milli- landasiglingum og er það mikill þjóðarhagur. Því eru öll við- brögð sem stefna þessum þjóðar- hag í hættu varhugaverð og sem mest frelsi siglinga mikils virði fyrir okkur. Lagasetningar og takmarkanir siglinga, eins og nú eru til umræðu, eru því beinlínis hættulegar og geta boðið því heim, að ýmsar viðskiptaþjóðir okkar, svo sem Nígería, Portúgal o.fl., geti krafist hluta flutninga á útflutningsvörum okkar sem við seljum þeim, í eigin skipum, án tillits til flutningsgjalda og eru þessi hagsmunir einir sér stærri en Rainbow Navigation, enda markaðsverð afurða okkar þá íhættu, að ekki sé minnst á hagsmuni íslensku útgerðarinn- ar sem stundar þessar siglingar nú.“ HERRADEILD DÖMUDEILD BARNADEILD SPORTFATADEILD SKÓDEILD HEIMILISDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.