Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986 SVIPMYND Á SUNNUDEGI GELDOF FYRIR ÁRI hefði fáum dottið í hug að tónlistar- manninum Bob Geldof yrði líkt við dýrling, enda var hann þá lítt þekktur á meðal annarra en að- dáenda pönktónlistar. Nú hefur hins vegar æska vesturheims næstum tekið Geldof í heilagra manna tölu og á ekki ómerkari stöðum en þingum þriggja landa, hafa komið fram tillögur um að útnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. Þessi snöggu umskipti urðu þegar Geldof hóf að afla fjár handa hungruðum heimi á síðasta ári. Hann fékk til liðs við sig nokkra þekkta breska tónlistarmenn og saman fluttu þeir lagið Do they know it’s Christmas. Allur ágóðinn af sölu skíf- unnar var látinn renna til sveltandi fólks í Afríku. MorgunbUftið/AP Bob Geldof, Lh. ásamt David Bowie, Lindu og Paul McCartney að loknum hljómleikunum á Wembley. Dýrlingur eða heimsmaður með stórmennskubrjálæði? Geldof færði sér þá í nyt góðar undirtektir almennings og réðst í miklu stærra fyrirtæki — nefnilega hljómleika aldarinnar. Hann vann að því nótt og dag að fá marga þekktustu tónlistar- menn vesturlanda til liðs við sig og loks um síðustu helgi varð draumur hans um hljómleika sem fluttir voru samtímis beggja vegna Atlantsála, að raunveru- leika. Geldof gerði sér vonir um að safna a.m.k. 565 milljónum króna með framlögum almenn- ings og myndu peningarnir verða settir í sjóð til hjálpar hungruðum í Eþíópíu. Almenn- ingur varð við óskum Geldofs og betur, þar sem alls söfnuðust um 2,8 milljarðar íslenskra króna. En hver er þessi sérkennilegi maður sem hefur verið nefndur allt frá heimsmanni með stór- mennskubrjálæði til dýrlings? Útlit hans ber sannarlega ekki með sér dýrlingasvip; úfið hár og slitnar gallabuxur. Geldof er 32 ára gamall, 190 sm á hæð og 67 kg á þyngd. Svipur hans er reiði- i»íi 'in wœm. i íf í legur og tilsvör hans yfirleitt hranaleg. Þrátt fyrir að útlitið beri ekki með sér mikinn heilag- leika, hefur heillaóskum rignt yfir Geldof síðan hljómleikarnir fóru fram og unglingar ákalla hann sem goð. Þrátt fyrir að ekki hafi allir sannfærst um góðan vilja Geldofs og tilgang hljómleikanna miklu, hafa þing- menn þriggja þjóða mælt með útnefningu Geldofs til friðar- verðlauna Nóbels og hugmynd um að slá hann til riddara f Bretlandi hefur skotið upp koll- inum. Framtak hans hefur a.m.k. hlotið heimsathygli, því þar sannaðist að þjóðir heimsins geta sameinast f átaki til að hjálpa sveltandi fólki í annarri heimsálfu. Sjálfur gerir Geldof lítið úr dýrlingaímyndinni og segist að- eins hafa viljað leggja sitt af mörkum til bjargar fólki sem hann sá deyja úr hungri á sjón- varpsskerminum. „Geislabaugar geta verið mjög þungir og þeir ryðga fljótt," seg- ir Geldof um dýrlingsimyndina. Faðir hans var verslunarmað- ur í úthverfi Dublin á írlandi og þar sleit tónlistarmaðurinn barnsskónum. Æska hans var tíðindalítil, en eftir grunnskóla- nám, tók Geldof sér störf af ýmsum toga. Hann vann um tíma sem flutningabílstjóri, þvf næst sem götutónlistarmaður og loks sem starfsmaður í verk- smiðjum. Áður en Geldof snéri sér alfarið að tónlistinni, vann hann sem tónlistarblaðamaður. Hljómsveitina Boomtown Rats stofnaði hann ásamt nokkrum félögum árið 1975, í upphafi pönktímabilsins. Breska dagblaðið The Observer segir að á hljómleikum Boomtown Rats hafi verið sýndar klámkvik- myndir á sviðinu á meðan hljómsveitarmeðlimirnir gáfu rottum í búrum hráa lifur að éta. Þegar hljómleikarnir stóðu sem hæst, var rottunum sleppt laus- um, til „að lífga aðeins upp á hljómleikana". Hljómsveitin flutti frá Irlandi til Englands árið 1977 og varð frægust fyrir lögin I don’t like Mondays og Rat Trap. Eftir smellina tvo, fóru vinsældir Boomtown Rats að dvína og síð- an 1981 hafa lög þeirra ekki náð langt á vinsældarlistum í Evr- ópu, en hljómsveitin átti aldrei neinu verulegu fylgi að fagna í Bandarikjunum. Geldof fullyrðir að með heims- tónleikunum, Live Aid, hafi hann ekki haft í huga að auglýsa hljómsveit sína upp, þrátt fyrir að margur gagnrýnandinn haldi því fram. Geldof nefndi sem dæmi að viðtökur almennings við breiðskífu sem hljómsveitin gaf út fyrr á þessu ári, hafi verið hroðalegar. Geldof er nú búsettur f Lund- únum ásamt sambýliskonu sinni, Paulu Yates sem vinnur fyrir breska sjónvarpið, og tveggja ára dóttur þeirra, Fifi. Geldof hræðist engan; þegar Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, veitti honum viðurkenningu fyrir gott fram- tak f mannúðarmálefnum sl. febrúar þá gagnrýndi hann forsætisráðherrann opinberlega fyrir að ýta ekki á eftir Evrópu- bandalaginu að senda smjörfjall bandalagsins til hinna sveltandi í Afríku. Geldof var boðið til kvöldverð- ar í Buckinghamhöll sl. þriðju- dag og sýndi hann þar, að hann á til fleira f fataskáp sinum en gallabuxur. Hann mætti til málsverðarins í sísiu fínasta pússi f jakka og með þverslaufu. Þau Geldof, Díana prinsessa og Karl prins hlustuðu sfðan á sf- gilda tónlist i salarkynnum hall- arinnar. Eftir boðið sagði Geldof við blaðamenn að honum hefði verið mikill heiður sýndur með heimboði konungsfjölskyldunn- ar en sagði svo: „Nú, þau komu í mína veislu svo það er sjálfsagt að ég mæti í þeirra." Geldof dáð- ist mjög að því hve fróður prins- inn var um ástandið f Afríku og sagði að þeir hefðu rætt þau málefni mestan hluta kvöldsins. Karl og Díana voru bæði við- stödd hljómleikana á Wembley- leikvanginum og létu fé af hendi rakna til söfnunarinnar, en ekki hefur verið gefið upp hve mikið. Helga Guðrún tók saman. Heimildir: Associated Press, Herald Tribune, Aftenposten MorgunblaAið/AP Hugmynd Geldofs orðin að veruleika — þúsundir manna söfnuðust saman á Wembley-leikvanginum í Englandi og i John F. Kennedy-leikvanginum í Ffladelfíu til að hlýða á marga þekktustu tónlistarmenn leika. Talið er að alls hafi um 1500 milljónir manna fylgst með hljómleikunum, a.m.k. einhvern hhita þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.